Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 47 Sigurður lánaður til Barnsley — leikur gegn Norwich á laugardag SIGURÐUR Jónsson, knatt- spyrnumaðurinn ungi af Skagan- um, sem leikur með Sheffield Wednesday, hefur verið lánaður i mánaðartíma til Barnsley sem leikur í 2. deildinni ensku. Sigurð- ur mun leika meö liðinu á laugar- daginn gegn Norwich, sem er í efsta sæti 2. deildar. „Þetta var ákveðið í morgun," sagði Sigurður Jónsson er blaða- maður Morgunblaðsins náði sam- bandi við hann í gærkvöldi. „Það varð að samkomulagi milli félaganna að ég spilaði fjóra næstu leiki með Barnsley. Ég held að þetta sé mjög gott fyrir mig og ég fæ mikla leikreynslu og það er það sem ég þarf núna. Eg hef ekki leikið með aðalliði Sheffield Wedn- esday síðan í desember vegna meiðsla og er þetta því kærkomin reynsla og mun betri en ég fæ í leikjum með varaliðinu, þar sem ég hef aðeins leikið tvo leiki á síðustu fimm til sex vikum. Við leikum gegn Norwich á laugardaginn síðan gegn Sheffield United, Leeds og Grimsby. Þetta eru allt mjög sterk lið og er ég bjartsýnn á þessa leiki og verður gaman að fá tækifæri aftur í alvöruleikjum," sagði Sig- urður Jónsson, sem er í óða önn að koma sér fyrir í nýju húsnæði í Sheffield. Barnsley er um miðja deild og eru margir leikmanna þess meidd- ir. Liðið á mjög erfiða leiki fram- undan og vildu þeir ólmir fá Sigurð til að styrkja lið sitt. Hann mun leika þar á miðjunni og stjórna leik liðsins. Þorgils Óttar með slitið krossband — Leikur ekki með um helgina NÚ ER auðséð að Þorgils Óttar Mathiesen, handknattleiksmað- urínn snjalli úr FH, verður illa fjarri góðu gamni um helgina er fólagar hans úr landsliðinu leika þrjá landsleiki. Hann meiddist á hné sem kunnugt er f leik gegn Pólverjum í Baltic Cup-keppninni fyrr f þessum mánuði. Hann fór til læknis f gær og kom þá f Ijós að annað krossbandið er slítið. Hann þarf þvf að ganga við hækjur f vikutfma áður en hann getur farið að reyna á fótinn aftur. „Eftir viku verða nýjar spelkur prófaðar og það verður bara að koma í Ijós hvernig það kemur út, en maður vonar það besta og er bjartsýnn. Ef það þarf að skera, þá er heimsmeistarakeppnin úr sögunni hjá mér. Þess vegna á að reyna að láta mig leika með slitið krossband, þar sem svo stuttur tími er til stefnu, hjá sumum hefur það tekist," sagði Þorgils Óttar, sem í gær var kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar, í hófi bæjarstjórnar þar í bæ. — Er ekki svekkjandi að þetta óhapp skyldi henda núna? „Jú vissulega, en þetta getur þó alltaf komið fyrir og er ekkert við því að gera. íþróttamenn þurfa alltaf að taka áhættuna sem fylgir þessu." Það er óhætt að fullyrða að það er mikil blóðtaka fyrir landsliðið að Þorgils Óttar skuli vera meiddur. Hann er einn besti línumaður landsliðsins og hefur verið mjög vaxandi í síðustu leikjum. Það er óskandi að hann verði búinn að ná sér fyrir heimsmeistarakeppn- ina sem hefst í Sviss 25. febrúar. ísland— Frakkland AFMÆLISMÓT Reykjavíkur f handknattleik, Flugleiðamótið, hefst f Laugardalshöll f kvöld. Fyrst leika Pólverjar og Banda- ríkjamenn og hefst leikur þeirra kl. 19.30. Strax á eftir eða kl. 21.00. leika íslendingar og Frakk- ar. íslendingar hafa leikið 18 leiki gegn Frökkum, unnið tíu, en tapað átta. Fyrsti leikur þessara þjóða fór fram í Vestur-Þýskalandi 1961 og sigruðu (slendingar þá 20-13. Síð- ast var leikið gegn Frökkum í jan- úar 1985 og tapaðist hann 16-19. Frakkar eru nú með mjög ungt og skemmtilegt lið og eru að byggja upp landsliðs sitt. Þeir eru í C-riðli heimsmeistarakeppninar og fer hún fram í Póllandi í febrúar og eru þeir staðráðnir í að vinna sig upp í B-riðil og eru þessir leikir hér liður í lokaundirbúningi þeirra fyrir keppnina. Besti leikmaður frönsku deildar- innar í fyrra var valinn landsliðs- markvörðurinn þeirra, Philippe Medard. Það má því ekki vanmeta franska liðið, minnugir þess að íslendingar töpuðu fyrir þeim síð- ast er leikið var við þá. Dagskrá mótsins verður eins og hérsegir: Föstudagur 31. janúar: Pólland-Bandaríkin kl. 19.30. Island-Frakkland kl. 21.00. Laugardagur 1. febrúar: Frakkland-Pólland kl. 16.30 Ísland-Bandaríkin kl. 18.00. Sunnudagur 2. febrúar: Bandaríkin-Frakkland kl. 16.30 Ísland-Pólland kl. 18.00 Nú er tilvalið tækifæri til að sjá okkar sterkustu handknattleiks- menn og styðja þá vel í þeirri baráttu sem framundan er. Stuðn- ingur áhorfenda vegur þungt á metunum í leikjunum um helgina. breytinga Stórrýmingarsala °ra91,ir'vwðTTiij- _________________ Orval af pe^um V* kr• »0 _ 995. Kuldaúlpur. Verð kr*? 999 kr' 350 ~ 795. Rugmannajakkar Ve,rT,„. k, 250. Herrablússur. Verö íínaallaf'Verö kr. 1.490. Herra- og dömujoggingga • BarnajogginggaHar. er ■ £ 490. Herraskyrtur, mikiö urval. vero* Í^gurueraseftÞ^^k‘-yerð k, 39. 09 Odýra hornið Verö frá kr. 25 — 200. Sælgætl, gjafavörur o.fl. o.fl. Heitt á könnunni. Greiöslukortaþjónusta. Viö opnum kl. 10 árdegis. Vöruloftið hf. Sigtúni 3, sími 83075.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.