Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Gerður Ólafs- dóttir - Minning Fædd 30. mars 1943 Dáin 24. janúar 1986 Allt eins og blómstrið eina uppvexásléttrigrund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, ásnögguaugabragði afskoriðverðurfljótt, litogbiöð niðurlagði, líf mannlegt endar skjótt. Er mér barst á öldum ljósvakans fregnin um andlát Gerðar kom fyrst í hugann ofangreindur sálmur trú- arskáldsins góða. Minningar ljúfar og tregablandn- ar þyrpast fram. Ég man Gerði sem leiksystur dætra minna, en hún var jafnaldra Ásdísar, elstu dótturinn- ar. Við hjónin bjuggum þá á Eiríks- götunni, en foreldrar Gerðar á Leifsgötunni. Raunar var það að- eins steinveggur sem aðskildi bak- lóðir húsanna. Þótt veggurinn væri allhár reyndist hann þróttmiklum, svifléttum telpuhnokkum lítil hindr- un. Já, það var oft glatt á hjalla hjá leiksystrunum og flögrað um garða og gróðurbletti vordægrin löng. Telpumar í marglitu sumar- kjólunum sínum minntu helst á rós- vængjuð fiðrildi. Örstutt æskustund flýgur hratt og alvara lífsins tekur við. Gerður og Ásdís voru bekkjarsystur i bamaskóla. Reyndar skildu leiðir síðar á menntabrautinni, Gerður fer í Kvennaskólann, en Ásdís í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar. En vin- átta hélst áfram með æskuleiksystr- unum. Gerður lýkur Gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1960, og kennaraprófi frá Kennaraskól- anum 1964. Einnig stundaði hún nám í tónlistarskólanum í Reykja- vík. Um tvítugt giftist Ásdís og sest að í fjarlægri heimsálfu. Ári síðar giftist Gerður eftirlifandi manni sín- um, Ásgeiri M. Jónssyni flugvél- stjóra, og stofnuðu þau heimili sitt hér í borg. Vegna mikillar fjarlægð- ar æskuvinkvenna rofnuðu tengslin um árabil. Gerður bjó manni sínum og böm- um fagurt og friðsælt heimili. Fyrir fáum árum festu þau kaup á og fluttu í glæsilegt einbýlishús í Mosfellssveit. Þau hjónin vora eink- ar samhent og samhuga jafnt í veraldlegum sem andlegum efnum. Betra hjónaband en þeirra Ásgeirs og Gerðar hygg ég sé vandfundið. Böm þeirra era tvö, Ólafur Jón fæddur 1965, og Gerður Rós fædd 1972. Bæði stunda nú nám. Áður en Gerður kenndi sjúkleika síns, sem hefur orðið henni að ald- urtila, var hún mjög starfsöm og atorkumikil. Þótt heimili, maður og böm ættu að sjálfsögðu hug hennar og hjarta, var það henni fyarri skapi að leggja á hilluna starfsmenntun sína. Hún kenndi nokkur ár við Hlíðaskólann og Höfðaskólann í Reykjavík og Bamamúsíkskólann. Við fyrsttalda skólann var hún einnigskólaritari einn vetur. Gerður var farsæll kennari. Hún fylgdist vel með nýjungum í starfí Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin aup, Gróörarstöð viö Hagkaup, sími 82895. og sjálf var hún gædd listrænum hæfíleikum og hafði næma fegurð- artilfínningu. Athygli vakti hve rit- hönd hennar var falleg. Að eðlisfari hafði Gerður ríka ábyrgðartilfínn- ingu bæði í orði og verki. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu og fátæklegu orðum án þess að minnast á sterkasta þáttinn í eðli og skaphöfn Gerðar, sem í raun og sannleika mótaði allt hennar líf, það er að segja einlæg og bjargföst trúarvissa. Á æskuáram byijaði Gerður að sækja samkomur í Kristilegu félagi ungra kvenna. Er hún hafði aldur og þroska til hóf hún störf hjá KFUK. Meðal annars var hún ritari félagsins um árabil. Það var Gerði til mikillar ham- ingju að leiðir hennar og heitt elsk- aðs eiginmanns lágu saman á sviði trúarinnar. Bæði höfðu ritninguna að leiðarljósi og voru einlæg og heit í bænalífí og trúnni á Jesú Krist. Fyrir nokkram árum var gefín út kasetta eða snælda með kristilegu efni í tali og tónum, sem nefndist Huggunarlind. Þau hjónin Gerður og Asgeir fluttu textann, en „Ungt fólk með hlutverk" var dreifíngar- aðiji. í langri og erfíðri sjúkralegu konu minnar sendi Gerður henni þessa snældu, með áritaðri kveðju og ritningarorðunum: „Því að Hann er vor friður". Betri gjöf var ekki hægt að fá undir þessum kringum- stæðum. Hún veitti sjúkum sem háði vonlitla baráttu við hræðilegan sjúkdóm innri ró og styrk. Og ekki nóg með það, Gerður kom oft sjálf í heimsókn, þótt hún gengi ekki heil til skógar og bað fyrir sjúkl- ingnum og með honum. Og við sjúkrabeð móður Ásdísar bar aftur saman fundum æskuvinkvennanna og þær endumýjuðu hin gömlu og góðu kynni. Svona era vegir lífsins órannsakanlegir og margslungnir. Dætur mínar létu þau orð falla að enginn vandalaus hefði reynst sjúkri móður þeirra jafnvel og Gerður. Ég tók undir þau orð af hjarta. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Fyrir skömmu heimsótti ég Gerði á Landspítalann þar sem hún lá helsjúk. Hún var með ráði og rænu og bjarta hlýja brosið ljómaði á andliti hennar. Hún gerði sér sjálf fulla grein fyrir hvert stefndi. Allri lyfjagjöf er hætt, sagði hún lágri röddu. Nú er allt mitt ráð í hendi Hans, hélt hún áfram og benti með grönnum vísifíngri upp í loftið. Ég er tilbúin að mæta frelsara mín- um, bætti hún við eftir litla þögn og brosið hvarf ekki af vöram hennar. Kjarkurinn og æðraleysið var aðdáunarvert. Ég drúpti höfði og það var ekki laust við að ég fyndi til blygðunar hve ég var trúlítill og veikgeðja. Þegar ég kvaddi Gerði var ég ríkari af dýrmætri reynslu. Ég er þess fullviss að henni verður að trú sinni. Og vissulega á hún góða heimvon. Gerður andaðist í Landspítalan- um að kvöldi hins 24. þessa mánað- ar. I dag verður hún jarðsungin frá Fossvogskirkju. Dætur mínar og ég sendum eig- inmanni, bömum, móður og öðra venslafólki okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Gerðar Ólafs- dóttur; Armann Kr. Einarsson Minningar leita á hugann er við kveðjum bekkjarsystur okkar, Gerði Ólafsdóttur, sem andaðist 24. jan- úar síðastliðinn eftir erfitt sjúk- dómsstríð. Við minnumst hópsins sem hóf nám í gamla Kennaraskólahúsinu við Laufásveg haustið 1960. Fæst okkar þekktust fyrir, við komum hvert úr sinni áttinni og báram með pkkurólíkaeiginleikaogreynslu.. Gæfa okkar var sú, að þessi hóp- ur náði ótrúlega fljótt og vel saman, við virtum hvert annað eins og við voram, gátum gefið og þegið á víxl. Gerður var ein úr þessum hópi. Hún vakti strax athygli okkar. Framkoma hennar, smekkvísi og allt yfírbragð fór ekki framhjá nein- um. Við litum til hennar á sérstakan hátt, hún bar með sér eitthvert öryggi og ró. Er frá leið varð okkur ljóst að hún hafði tekið þá stefnu í lífi sínu sem byggði mikið á trúar- traust og þeirri vissu að líf okkar allra væri í Drottins hendi. Hún var heil og óskipt í kynnum, henni gát- um við alltaf treyst. Þannig liðu árin og þótt leiðir skildu um tíma vegna starfa erlend- is, kom hún aftur í gamla hópinn sem hist hefur reglulega öll þessi ár. Nú er við kveðjum Gerði viljum við færa fram þakkir okkar fyrir allt sem hún var okkur. Hún var fram á síðustu stund tilbúin að styrkja okkur ef eitthvað bjátaði á í okkar lífí. Því verður vart með orðum lýst hvernig henni tókst að byggja aðra upp á þessum stundum, þannig að við sem komum til hennar döpur og kvíðin gengum út með hlýju í hjarta. Einlægar samúðarkveðjur til ást- vinanna sem hún unni svo mjög. Bekkjarsystkinin úr Kennaraskólanum „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína leiðirmigáréttavegu, fyrir sakir nafhs síns.“ (23. Davíðssálmur.) Þessi vora einkunnarorð þeirrar ungu konu, sem ég vil minnast og þakka fyrir að hafa átt að vini um langan aldur. Hún var bara 9 ára þegar ég sá hana fyrst á heimili foreldra hennar, Ólafs Tómassonar, stýrimanns, og Benediktu Þorláksdóttur, og eldri systur hennar, Ólafíu Hrannar. Níu ára með stór augu, feimin og hlédræg í fyrstu, en í næstu andrá hljómaði dillandi silfurskær hlátur, ef henni fannst eitthvað skondið, og persónuleikinn opnaðist og lífsgleðin kom í ljós, sem í ríkum mæli fylgdi henni alla tíð. Svo liðu árin, Gerður lauk við Kvennaskólann og síðar Kennara- skólann og stundaði kennslustörf af samviskusemi og alúð, sem henni var einkar lagið, og tók virkan þátt í störfum KFUK og kristilegum samtökum. Ástin kvaddi dyra er hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ás- geiri Markúsi Jónssyni, flugvél- stjóra, og vora þau gefín saman hinn 3. júní 1964, og settu saman sitt fyrsta heimili í vesturbænum. Böm þeirra Gerðar og Ásgeirs era Ólafur Jón f. 3.6. 1965 og Gerður Rósf. 1.10.1972. Síðar lá leið þeirra til annarra landa, er atvinnuhorfur flugvirkja breyttust og bjuggu þau í Lúxem- borg í nokkur ár, eða þar til tæki- færi gafst til að hverfa til íslands að nýju. Er heim kom bjuggu þau sér fagurt heimili í Mosfellssveit- inni, ræktuðu garðinn sinn og nutu þess.að vera ung og vera til. Jafnhliða ráku þau hjónin versl- unina Kirkjufell sf. um árabil og sinntu þar þörfum kirkjunnar og kirkjunnar þjóna, við góðan orðstír og myndarskap. Fyrir rúmum tveimur árum gerði vart við sig sjúkdómur sá, sem ekki varð við ráðið, og hófst þar hin langa og stranga barátta, sem Gerður háði af aðdáanlegum and- legum styrk. Hin mikla og einlæga trú á Guðdóminn sem hún bar í hjarta sínu, ásamt hugarorku henn- ar, létti henni og aðstandendum líf- ið, og hún þakkaði Guði fyrir hvem dag sem hann gaf henni, og hún útdeildi öðram styrk og hugarró og sætti þá við örlögin. Gerði var mikið gefíð, hún var falleg, gáfuð og velviljandi öllum, sem hún mætti á lífsleiðinni, og lagði lið málefnum hinna smáu og mun lengi lifa í minningu samferða- manna sinna. Blessuð sé minning hennar. Kæram vinum okkar, eigin- manni, bömum, móður og systur ásamt fjölskyldu, votta ég samúð fjöiskyldu minnar, og bið að minn- ingin og hið góða létti þeim hinn mikla missi. Gerði bið ég sællar farar og góðrar heimkomu. Hreinn Bergsveinsson Hjartað, sem geymir fyrirheit Guðs — fær styrk allt fram til hinstu stundar. Öll höfum við þörf fyrir það að fyársjóðir Guðs séu varðveittir í hjörtum okkar. Við viljum stundum ekki sjá það — eða viðurkennum það ekki. En þeir sem fyrir Guðs náð era svo heppnir að fá að eignast Drottin inn í líf sitt — sem persónulegan Drott- inn sinn — þeir munu eignast upp- sprettu himneskrar huggunar þegar reynslur og erfiðleikar steðja að. Þeir sem ganga á Guðs vegum hveija stund — fela Guði allt sitt — gefast Guði — fá styrk til að horfa upp og yfír erfiðleikana. Þessar hugsanir leita á mig, þegar ég sit og reyni að festa á blað nokkrar línur til minningar um elskulega vinkonu mína, Gerði. Hún átti þennan fyársjóð hjartans í ríkum mæli. Ég á erfítt með að sætta mig við að hún sé dáin — dauðinn er ein- hvem veginn svo óafturkallanlegur — en við sem þekktum hana vissum, að sjálf var hún reiðubúin að leggja allt sitt í Drottins hendur. Við sem eftir lifum verðum að treysta Guði þótt við skiljum ekki vegu hans — þeir era svo sannar- lega órannsakanlegir. Við verðum að trúa því að með hverri sorg hefur Guð tilgang. Þetta fallega blóm var orðið svo veikburða eftir 3ja ára baráttu við válegan sjúkdóm og nú hefur það lagst til hvíldar. En sá vitnisburður, sem Gerður var með ljúflyndi sínu og trúarstyrk, mun lifa áfram og verða okkur styrkur þegar kemur að leiðarlokum. Raunveralega fóra allir blessaðir af fundi Gerðar — hún uppörvaði og hvatti alla þá fjölmörgu sem heimsóttu hana og margir hafa frelsast vegna fyrirbænar hennar. — Hún átti þá ósk heitasta að sem flestir eignuðust lifandi trú, sem þeir gætu treyst á stund myrkurs, veikinda og sorga. Gerður fæddist 30. mars 1943 — hún var annað bam þeirra góðu hjóna Benediktu Þorláksdóttur og Olafs Tómassonar. Fyrir áttu þau Ólafíu Hrönn, sem nú kveður systur sína. Gerður útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík 1960. Á Kvennaskólaáranum kynntist hún kristilegu starfí og fylgdi Kristi alla tíð síðan. Haustið 1960 inn- ritaðist hún í Kennaraskóla íslands og lauk kennaraprófi 1964. Þar lágu leiðir okkar saman og fundum við fljótt hversu vel við áttum skap saman — við höfðum báðar sömu kímnigáfuna — hlógum að sömu bröndurum og áttum indælar stund- ir saman. Við skólasystumar frá 1964 höfum haldið hópinn vel með því að hittast í saumaklúbbi einu sinni í mánuði öll árin. Þegar Gerður gat ekki verið með okkur á nýliðnu hausti sagðist hún bara koma næst. 6. júní 1964 var mikill hátíðis- dagur í lífí Gerðar. Þá gekk hún í hjónaband með Ásgeiri M. Jónssyni, flugvélstjóra. Vandfundið var fal- legra og ástfangnara par — gleðin og hamingjan ljómaði af andlitum þeirra. Má með sanni segja að líf þeirra saman hafí verið mótað þennan dag. Upp frá því var nafn annars þeirra ávallt nefnt með hinu. Gerður og Ásgeir vora alla tíð eitt. Kennslustarfíð átti ekki vel við Gerði og starfaði hún aðeins um tíma við kennslu í Höfðaskóla í Reykjavík — eftir að hún giftist vann hún lítið utan heimilis nema lítillega við vélritun í Kennaraskóla Islands — en Gerður þótti afburða vélritari. Á þeim áram, sem nú fóra í hönd, vora Ásgeir og heimilið nr. 1. Hún var mikil húsmóðir og góð móðir bömum sínum tveimur, en þau Ásgeir eignuðust Ólaf Jón, fæddan 3. júní 1965 og Gerði Rós, fædda l.okt. 1972. Þau hjónin fluttu til Lúxemborg- ar síðla sumars 1964 og bjuggu þar til ársins 1974 er þau komu alkomin heim. Þau eignuðust fallegt heimili í Mosfellssveitinni — það var ætíð allt fallegt í kringum Gerði. Enga hef ég séð leggja sál sína í allt, sem hún gerði, eins og hana. Fljótlega eftir heimkomuna keyptu þau hjónin verslunina Kirkjufell sem þau ráku farsællega til 1983. Marga fallega muni gátu þau boðið og frægar era hollensku styttumar sem þau hafa flutt inn. En slík verslun krefst ómældrar vinnu og veit ég að Gerður vann mikið þessi ár. Skömmu eftir að þau hættu með verslunina fór Gerður að kenna þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hana að velli. í þijú ár hefur barátt- an staðið. — Erfíð lyfjameðferð og uppskurðir — brostnar vonir — var hlutskipti hennar síðustu árin. En hún trúði á kraftaverk og lækningu Guðs — því það sem mennimir megna ekki getur Hann, var hún vön að segja. Hún horfði fram hjá sjúkdóminum og það gaf henni og öllum, sem í kringum hana vora, styrk sem var undraverður. Allan tímann, sem Gerður var veik, var móðir hennar meira og minna á heimilinu og er það svo sannarlega þakkarvert að Guð skyldi gefa henni kraft til að standa við hlið dóttur sinnar á þessum erfíðu tímum. Og þau tvö, sem sameinuðust fyrir rúmlega 20 áram, stóðu jafnan saman í þessari baráttu. Ásgeir var öllum stundum við rúmið hennar þartil yfirlauk. Við Gerður kynntumst ungar að áram meðan allt lék í lyndi hjá báðum. Hún flutti síðan til útlanda en ég út á land. — Einhver ósýnileg- ur þráður var alltaf á milli okkar — svo sterkur að þegar við kynntumst hvor annarri að nýju — lærðum að þekkja hvor aðra upp á nýtt í haust sl. — þá fannst okkur sem við hefðum hist í gær. Við hittumst eins oft og heilsa hennar leyfði og þær stundir mun ég geyma innst í hjarta mínu. Þá var hlegið og grátið og innstu rök tilverannar rædd. Ég kýs að muna hana geislandi glaða með brosið sitt bjarta. Ég vil muna gleðina sem fylgdi því að koma til hennar á laugardögum þegar hún var hress og stóð sjálf í dyram og sagði: „Velkomin, elsku Jóhanna mín.“ — Ég man einnig hljóðar stundir við rúmið hennar þegar lík- amlegur þróttur var á þrotum. Þessi fíngerða, fallega kona hafði samt alltaf lag á að uppörva og ætíð fór ég endurnærð af hennar fundi. Ég sé hendur hennar fyrir mér þegar hún lyfti þeim upp — á sérstakan hátt um leið og hún útskýrði fyrir mér einhveija leyndardóma úr Guðs orði. Kristur var með henni til síð- asta augnabliks — því að Hann yfirgefur aldrei þá sál sem Hann hefur dáið fyrir. Að kvöldi 24. janúar fékk þessi þreytti líkami hvíld og frið í Drottni. Ég bið algóðan Guð að gefa Ás- geiri, Óla Jóni, Gerði Rós, Bennu og Lóu styrk í sorg þeirra. Þau hafa mikið misst en ég veit að þau hafa líka mikið til að þakka fyrir. Blessuð sé minning vinkonu minnar og systur í trú. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.