Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
28
AIJ>I\(,I
„Engin fjárfesting
betri en menntun“
— sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra
og kvaðst ekki ætla að missa sjónar á markmiðum námslána
— Hörð gagnrýni stjórnarandstæðinga á vinnubrögð ráðherra
í GÆR fóru fram á alþingi
V umraeður utan dagskrár um mál-
efnl Lánasjóðs íslenskra náms-
manna (LÍN). Umræðumar stóðu
í um fimm klukkustundir og
framan af vom þingpallar þétt-
setnir námsmönnum.
Það var Steingrímur J. Sigfússon
(Abl.-Ne.), sem hóf umraeðuna.
Hann veik fyrst að ummælum
Sverris Hermannssonar, mennta-
málaráðherra, um námslán á þingi
fyrir jól, þar sem ráðherra hafði
talað um að ekki yrði komið aftan
að námsmönnum í miðju námi.
Taldi þingmaðurinn að ráðherra
hefði brotið þetta heit sitt. Fram-
ganga hans væri hneyksli, sem
hvergi liðist í lýðræðisríkjum. „En
* hér á landi sitja á ráðherrastólum
blaðurskjóður, sem ekki þurfa að
ábyrgjast orð sín,“ sagði hann.
Steingrímur sakaði menntamála-
ráðherra um að standa fyrir ófræg-
ingarherferð gegn lánasjóðnum og
starfsmönnum hans. Hann spurði
ráðherra hvort hann teldi óyggjandi
að löglega hefði verið staðið að
brottvikningu fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra sjóðsins og vitnaði í
því sambandi til efasemda Sigurðar
Lándals, prófessors, og Ingvars
' “Gíslasonar, alþingismanns, um það
atriði.
Þingmaðurinn spurði ráðherra
hvort hann vissi ekki að samkvæmt
lögum bæri stjóm sjóðsins ábyrgð
á málum hans. Hann spurði af
hveiju ekki hefði verið talin jafn
mikil ástæða til að leysa stjómina
eða formann hennar frá störfum,
eins og framkvæmdastjórann. Þá
gagnrýndi hann harðlega, að ráð-
herra virti að vettugi ósk Stúdenta-
ráðs og háskólastúdenta um skipan
nýs fulltrúa stúdenta í stjóm lána-
sjóðsins.
Steingrímur J. Sigfússon sagði,
að samkvæmt blaðafregnum um
frumvarp það um lánasjóðinn, sem
' ráðherra hefði látið semja, væri
verið að vega að jafnrétti til náms
og félagslegu hlutverki lánasjóðs-
ins. Hann spurði hvaða nefnd það
væri, sem samið hefði umrædd drög
að frumvarpi.
Þingmaðurinn gagnrýndi hug-
myndir, sem upp hafa komið og
ráðherra tekið undir, að tekjur skuli
ekki dragast frá námslánum. Taldi
hann að slík breyting myndi geta
sparað einhvem rekstrarkostnað
fyrir sjóðinn, en gæti þýtt aukaút-
gjöld til námslána um 250—300
milljónir króna, eins og málum er
nú háttað. Eins gæti þetta leitt til
mikillar fjölgunar á umsóknum um
lán. Hvað ætlar ráðherra að gera
* ef 1.000 nýjar umsóknir berast af
þessum sökum? spurði þingmaður-
inn.
Steingrímur sagði, að ráðherra
hefði fengið alla námsmenn upp á
móti sér. Hann las síðan skeyti frá
námsmönnum víða erlendis, þar
sem lagst er gegn breytingum á
námslánakerfinu.
„Annað eins dæmi um flumbm-
gang í ráðherrastól höfum við ekki
lengi fengið að sjá,“ sagði Stein-
grímur og taldi alla framgöngu
menntamálaráðherra í málefnum
- Jánasjóðsins „gönuhlaup manns,
sem ekki hefði þekkingu á því sem
hann væri að fást við.“
Ekki tekið afstöðu
til hugmynda um
breytingar
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, tók næstur
til máls og kvað það sjaldgæft, að
þingmenn þyrftu að sitja undir
„öðru eins rugli" og siðasti ræðu-
maður hefði haft í frammi. „En
pólitískir froðubelgir Alþýðubanda-
lagsins láta sig ekki muna um
slíkt," sagði hann.
Ráðherra rakti síðan ástæðu
þess, að hann ákvað að víkja fram-
kvæmdastjóra lánasjóðsins úr starfí
og kanna möguleika á því að stokka
mál sjóðsins upp. Hann sagði, að
þegar verið var að afgreiða fjárlög
seint á liðnu hausti hefði komið
fram beiðni frá lánasjóðnum um
aukafjárveitingu að upphæð 181
millj. kr. Kvaðst hann hafa talið
ógerlegt að hafna henni, enda hefði
það leitt til mikilla vandræða fyrir
námsmenn, sem fengið hefðu loforð
frá sjóðnum um þessa peninga.
Skömmu eftir að fjárveitinganefnd
alþingis hefði samþykkt aukafjár-
veitingu hefði framkvæmdastjórinn
haft samband við sig og lýst því
yfír, að nú vantaði 50 milljónir til
viðbótar. Gleymst hefði m.a. að
gera ráð fyrir greiðslum til vaxta
og afborgana. A sama tíma hefði
staðið yfír þræta í þinginu um
milljón hér og milljón þar til ýmissa
mikilvægra og brýnna verkefna.
„Halda menn að framkvæmdastjóri
LÍN og starfsfólk hefði verið kallað
til ábyrgðar ef ekki hefði tekist að
útvega þessar 50 milljónir?" spurði
ráðherra. „Nei, það hefði verið ég,“
svaraði hann. Ráðherra sagði, að
tekist hefði að útvega þessar millj-
ónir sem á vantaði, enda ekki stætt
á öðru vegna fyrirheita til náms-
manna. Fjármálaráðherra hefði
hins vegar sagt, að forsenda fyrir
því að þessi upphæð fengist væri
að sparað yrði á næsta ári til að
ná endum saman og stöðvunin á
sjálfvirkri hækkun námslána væri
liður í því.
Menntamálaráðherra lagði á það
áherslu, að fregnir í Qölmiðlum um
breytingar á lögum lánasjóðsins
væru að mestu leyti tómar getsakir.
Samstarfshópur, sem hann hefði
fengið til liðs við sig, hefði lagt
fyrir hann frumhugmyndir um
breytta skipan á málum LÍN, en
hann hefði sjálfur ekki haft tíma
eða tækifæri til að taka afstöðu til
þeirra hugmynda og ekki enn rætt
þær við flokksbræður og samstarfs-
menn í ríkisstjóm.
Sverrir sagði í tilefni af ummæl-
um Davíðs Oddssonar, borgar-
stjóra, á fundi flokksráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík á þriðjudag,
að hann hefði ekki beðið um ráð-
Ieggingar borgarstjóra. „Hann er
varla svo kjarklaus að það þurfí að
glamra og skjálfa í honum tennum-
ar vegna borgarstjómarkosninga á
næstunni," sagði hann.
Ráðherra fór síðan nokkrum
orðum um rekstur lánasjóðsins, sem
hann taldi ámælisverðan að ýmsu
leyti. Yfírvinna hefði þar t.d. verið
svo óhófleg, að nefna mætti hana
sukk.
Menntamálaráðherra kvaðst ekki
hafa komið aftan að námsmönnum
með reglugerðarbreytingunni í des-
ember, sem kveður á um að náms-
lán skuli reiknuð á verðlagi í sept-
nóv. á síðasta ári, en ekki sam-
kvæmt hækkun framfærsluvísitölu.
Hann sagði að hin sjálfvirka hækk-
un hefði aðeins verið stöðvuð í bili
og það væri ekki ætlun sín að láta
þá sem eru í námi erlendis bera upp
á sker. Það gætu þingmenn bókað.
Hann spurði síðan hvemig þing-
menn vildu leysa fjárhagsvanda
lánasjóðsins að óbreyttum úthlutun-
arreglum. Við blasti að sjóðinn
vantaði 450—500 milljónir króna á
þessu ári til að standa við skuld-
bindingar sínar. Hvemig á að afla
þessa §ár? spurði hann. Með erlend-
um lántökum eða sköttum?
„Við ætlum ekki að missa sjónar
á markmiðunum að baki starfsemi
þessa sjóðs," sagði ráðherra. „Eng-
in fjárfesting er betri, en menntun
fólksins okkar.“ Hins vegar væri
margt í núverandi skipulagi náms-
lánakerfísins óþolandi. Það væri t.d.
óviðunandi að menn gætu safnað
skuldum að upphæð allt að 5 millj-
ónir króna og þyrftu ekki að borga
þær til baka.
Sverrir Hermannsson sagði, að
nú væri verið að gera úttekt á lána-
sjóðnum af framkvæmdastjóranum
og aðstoðarmanni hans. A meðan
niðurstaða væri ekki fengin gæti
hann ekkert sagt um ábyrgð stjóm-
ar á því sem viðgengist hefði. „Ef
til vill á eftir að koma í ljós van-
ræksla í starfí stjómarinnar og þá
verður hún að svara til saka,“ sagði
hann.
Menntamálaráðherra taldi kröfu
Steingríms Sigfússonar um að skip-
aður yrði nýr fulltrúi stúdenta í
stjóm lánasjóðs til marks um tví-
skinnung. Núverandi fulltrúi ætti
aðeins eftir tvo mánuði í stjóminni.
Hvað liggur að baki þessari ósk? Á
að mynda nýjan meirihluta? spurði
hann. Hann vakti athygli á því, að
þekktur Alþýðubandalagsmaður,
Ragnar Ámason, sæti enn í stjórn
sjóðsins, sem fulltrúi Þorsteins
Pálssonar, fjármálaráðherra. Hann
hefði hins vegar verið skipaður í
ráðherratíð Ragnars Amalds.
Ráðherra fór síðan nokkrum
orðum um námslánin og spurði
hvort ekki væri gert of rausnarlega
við námsmenn, miðað við launafólk.
Hjón í námi með eitt bam fengju
t.d. 50—60 þús. kr. á mánuðH lán
og frá þeirri upphæð væru engir
skattar dregnir. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem hann hefði aflað sér í
Englandi, væru hæstu námslán þar
3.000 pund eða um 180 þús. kr. ísl.
áári.
Sverrir kvað það rétt að í frum-
drögum samstarfshópsins, sem er
að endurskoða lög LJN, væri gert
ráð fyrir 3% vöxtum og lántöku-
gjaldi ofan á verðtryggingu náms-
lána. Kvaðst hann ekki hafa tekið
afstöðu til þessarar hugmyndar, en
benti á að í Svíþjóð væru námslán
einnig verðtryggð og ofan á það
bættust 4% vextir. Hér á landi
væm lánin endurgreidd á 40 áram,
en hugmyndir uppi um 30 ára
endurgreiðslutíma. í Svíþjóð væra
lánin endurgreidd á 15—20 áram.
Námslán for-
gangs verkefni
Kristín Halldórsdóttir
(Kl.-Rn.) kvað Kvennalistann and-
vígan öllum hugmyndum um náms-
styrki. Eins væri fráleitt að ein-
skorða úthlutun úr lánasjóðnum við
fjárlagaupphæð hveiju sinni. Kvað
hún þingmenn Kvennalistans reiðu-
búna til að taka þátt í endurskoðun
laga um sjóðinn, en sú endurskoðun
mætti ekki leiða til þess að fallið
yrði frá yfírlýstu markmiði hans.
Kristín sagði, að fjárfesting í
menntun væri forgangsverkefni og
fjármögnun á því sviði yrði að koma
á undan ýmsu öðra. Þess vegna
væri Kvennalistinn reiðubúinn að
leita að kostnaðarliðum, sem spara
mætti svo lánasjóðurinn gæti fengið
sitt.
Þingmaðurinn gagnrýndi brott-
vikningu framkvæmdastjóra lána-
sjóðsins og kvað ástæður, sem ráð-
herra hefði gefíð upp, furðulegar.
Svo virtist sem hann hefði ekki
kynnt sér starfsemi sjóðsins. Vegna
gagnrýni ráðherra á mannahald
sjóðsins benti Kristín á, að fjárveit-
inganefnd hefði vitað um það mál
í mörg ár. Þar lægi því ábyrgðin á
því, að ekki hefði verið gripið til
einhverra ráðstafana.
Þá gagnrýndi þingmaðurinn
„ábyrgðarlaust tal“ um að allir
námsmenn hefðu um 50 þús. kr. í
lán á mánuði og notuðu lánin til
annars en nauðsynlegrar fram-
færslu. Kvað hún það af og frá.
Kristín kvað Kvennalistann ein-
dregið andvígan hugmyndum um
að leggja 3% ársvexti ofan á náms-
lán. Benti hún á, að núverandi
endurgreiðslukerfí væri aðeins
þriggja ára gamalt, en samkvæmt
því mætti ætla að um aldamótin
þyrfti fjárveiting ríkisins til lána-
sjóðsins ekki að vera nema um
100-200 milljónir kr. á ári
Óþarfi aö breyta
lögxinum
Ingvar Gíslason (F.-Ne.) gagn-
rýndi menntamálaráðherra fyrir
brottvikningu framkvæmdastjóra
LIN. Síðan sagði hann, að fyrir
atbeina ráðherra hefði opinberam
umræðum um málefni sjóðsins verið
þrykkt niður á stig lágkúra. Hann
sagði, að ráðherra hefði í ræðu sinni
reynt að friðmælast og draga í land,
en kvaðst engu að síður óttast að
uppi væra hugmyndir um að breyta
lögum LIN í grandvallaratriðum.
Ingvar sagðist vera andvígur
því að lögunum yrði breytt og
kvaðst sannfærður um að þau full-
nægðu kröfum um réttlátt og lýð-
ræðislegt námsaðstoðarkerfi í nú-
tíma velferðarríki. Benti hann á,
að lögin væra svo rúm að fjárveit-
ingarvaldið hveiju sinni gæti miklu
um það ráðið hvaða upphæðir færa
í námslán.
Þingmaðurinn gagnrýndi einnig
ráðherra harðlega fyrir að hafa
ekki samráð við framsóknarmenn
við endurskoðun á málefnum LÍN.
Sagði hann, að þingflokkur fram-
sóknarmanna ætti engan fulltrúa í
nefnd þeirra sem ynni að þessum
málum fyrir Sverri Hermannsson.
Þá gagnrýndi Ingvar Gíslason tal
um „arðbært nám“ og kvað það
byggja á hugsunarvillu. Nám skipti
máli til að þroska menn og gera
þá að mönnum, og kvaðst hann
vilja vara við öllum tilraunum til
að flokka nám í verðugt og óverð-
ugt. Þingmaðurinn fjallaði síðan um
hugmyndir um að leggja vexti á
námslán og kvað þær ómanneskju-
legar. Gera yrði skýran greinarmun
á námslánum annars vegar og við-
skiptalánum hins vegar.
Efasemdir um kerfi og
markmið, tvennt ólíkt
Guðmundur Einarsson
(Bj.-Rn.) sagði, að fyrirmynd Sverr-
is Hermannssonar virtist vera kú-
rekinn John Wayne. Sá hefði haft
fyrir reglu, að skjóta fyrst og spyija
síðan. Sama væri að segja um fram-
göngu ráðherrans í málum lána-
sjóðsins. Fyrst hefði hann rekið
framkvæmdastjórann og síðan ætl-
aði hann að gera úttekt á sjóðnum
til að kanna hvort þar væri pottur
brotinn. Með þessari málsmeðferð
hefði hann fengið alla námsmenn
upp á móti sér.
Guðmundur sagði, að efasemdir
um kerfi eins og námslána- og hús-
næðislánakerfí gætu verið fyllilega
réttmætar, og þær væra annað en
efasemdir um markmiðin, sem að
baki byggju. Kvaðst hann telja
sjálfsagt að endurskoða lánsupp-
hæðir LIN, sem virtust býsna háar
miðað við almenn lífskjör, enda
væri ekki siðferðilega veijandi að
námsmenn byggju við betri kjör en
aðrir. Hins vegar hefði ráðherra
ekki haldið rétt á málum.
Kristín Kvaran (Bj.-Rvk.)
gagniýndi „flaustursleg vinnu-
brögð“ ráðherra og kvaðst ekki sjá
betur en að upphlaup hans væri
vantraust á fyrrverandi mennta-
málaráðherra. Jón Baldvin
Hannibalsson (A.-Rvk.) sagði, að
ekki væri ástæða til að þæfa um
málefni lánasjóðsins eftir að ráð-
herra hefði upplýst að hann hefði
enn engar tillögur fram að faéra.
Hann kvað það hins vegar part af
gamanmálum þegar ráðherra gerði
það að forsendu fyrir uppsögn opin-
bers starfsmanns, að áætlanir hefðu
ekki staðist. Hið sama væri að segja
um áætlanir flestra ríkisstofnana
og fjármálaráðherra, þar sem
munaði milljörðum á ári hveiju.
Jón Baldvin sagði, að ýmislegt
væri aðfínnsluvert við núverandi
námslánakerfí. Ekki væri sann-
gjamt, að námslán hækkuðu eftir
vísitölu á sama tíma og vísitölubind-
ing launa væri numin úr gildi.
Endurgreiðslukerfi lánasjóðsins
virtist heldur ekki í lagi og sam-
kvæmt skýrslu Könnunarstofunnar
frá árinu 1983 benti allt til þess
að áætlanir um 88% endurgreiðslu
námslána stæðust ekki. Þá kvað
hann þá reglu, að tekjur dragast
frá láni, umdeilanlega.
Jón Baldvin sagði, að námslán
væra nú hagkvæmustu lán á mark-
aðnum. Hann sagðist vita af tilvilj-
un um hóp nemenda í viðskipta-
fræðum við Háskóla Islands, sem
ekki hefðu tekið námslán í upphafí
náms síns, en síðan áttað sig á
því hversu hagstæð þau væra.
Þessir nemendur tækju nú námslán
og ávöxtuðu þau á verðbréfamark-
aði, þar sem raunvextir væra allt
að 17%. Þetta dæmi væri ekki
nægilegt til að fordæma heilt kerfí,
en dygði til að vekja upp spurningar
um það hvort ekki þyrfti að breyta
því á ýmsan hátt.
Haraldur Ólafsson (F.Rvk.)
taldi, að menntamálaráðherra hefði
farið offari í málum lánasjóðsins
og gagnrýndi sérstaklega brott-
vikningu framkvæmdastjórans.
Kvaðst hann óska eftir því að um
námslánakerfið gæti tekist víðtæk
pólitísk samstaða. Hann taldi unnt
að koma fram ýmsum nauðsynleg-
um lagfæringum á kerfinu án þess
að breyta lögum sjóðsins. Hann
veik einnig að ósk stúdenta um
skipan nýs fulltrúa síns í stjórn LÍN
og hvatti ráðherra að taka það til
vandlegrar íhugunar hvort ekki
væri rétt að fara að þeirri ósk.
Hann sagðist ekki geta sætt sig við
þær hugmyndir um breytingar á
lánakerfinu, sem ræddar hefðu
verið í fjölmiðlum, og fór þess á
leit við ráðherra að hann skýrði
nánar hugmyndir sínar í þessu efni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Námsmenn fjölmenntu á þingpalla til að hlýða á umræðumar um
málefni LÍN.