Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 15 Alkalívá — Eftirþankar eftir Harald * Asgeirsson Hinn 14. júlí 1981 skrifaði éggrein hér í blaðið sem ég nefndi Vamir gegn alkalívá. Tilurð greinarinnar stafaði af því að við blasti óhugnan- legt tjón af völdum alkalíefnabreyt- inga í steypu í byggðarlögum okkar. Tjónið hefði numið tugum milljarða ef ekkert hefði verið að gert. Hins- vegar hafa hagkvæm viðbrögð dregið mikið úr áhrifum skaðvalds- ins, þótt tjónið sé enn ógnvekjandi mikið, og að ekki eru allar skemmd- ir enn komnar fram. Orsakir alkalískemmda í steypu eru þríþættar, þ.e. að í steypunni eru, 1) virk fylliefni, 2) verulegt magn af lausbundnum alkalíum og 3) raki. Allir þættimir em algengir í íslenskri steinsteypu og raunar eðlilegir vegna séraðstæðna til steypugerðar hér á landi. Helstu áhrifaþættir em, að steinefni em gler-kennd og hráeftii til sements- gerðar alkalírík, og að tíð slagviðri halda steypu gjaman rakri. Áhrif alkalívirkni em afar hæg- fara og skemmdir koma oft ekki í ljós fyrr en áratug eftir að byggt er. Þetta hefír sumstaðar valdið því að byggingariðnaðurinn hefur þverskallast við að viðurkenna til- vist skaðvaldsins. Þannig hefir því t.d. verið þráfaldlega neitað í Eng- landi að skaðlegar alkalíefnabreyt- ingar ættu sér stað i þarlendri steypu. Nú em þau andmæli þögn- uð, enda skemmdimar orðnar aug- ljósar. Af þessum sökum em bresk byggingarfélög nú málsótt. í einu slíku máli er krafist 42ja milljón sterlingspunda skaðabóta (2.550 millj. kr.) vegna skemmda á spít- ala-samstæðu. Það var fyrst og fremst kerfis- bundin leit við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að leiðum til þess að spoma við áhrifum skað- valdsins sem leiddi til jákvæðra niðurstaðna, svo áhrifamikilla að ég tel ástæðu til að gera nokkra grein fyrir því hvemig þeim varð náð. í mjög grófum dráttum lýst, þá varð komist að tvennskonar niður- stöðum með rannsóknunum: 1. Hægt reyndist með íblöndun kís- ilryks í framleiðslunni að stór- auka gæði sementsins. Með þessari íblöndun er um leið komið fyrir í sementinu nokkurri tryggingu gegn því að skaðlegar alkalíþenslur geti komið fram í steypu, sem úr þessu sementi er steypt, sé reglum fylgt. 2. Með notkun á mónósílönum og öðrum vatnsfælum hefur verið unnt að draga stórlega úr alkalí- þenslum í gamalli steypu. Mikilvægi þessara lausna verður ekki auðveldlega metið í tölum því þær urðu ekki eingöngu til þess að bæta sementið og draga úr skemmdum á eldri mannvirkjum heldur hafa þær orðið til þess að endurvekja traust byggingariðnað- arins á steinsteypUj — eina innlenda byggingarefninu. I öðru lagi hafa niðurstöðumar haft mikil áhrif á viðhorf til rannsókna og þróunar- starfsemi. í þessu sambandi er ánægjulegt að minnast þess að Sementsverksmiðja ríkisins ásamt Jámblendiverksmiðjunni hafa sett á laggimar sjálfstætt þróunarfyrir- tæki, Sérsteypuna sf. Eins ber að minnast að ein málningarverk- smiðja hefir þegar gert sjálfstæðar gagnmerkar rannsóknir, sem leitt hafa til framleiðslu á nýrri vatns- fælinni málningu, framleiðslu sem ætla má að eigi einnig erindi á erlenda markaði. Rannsóknimar hafa líka haft mikil áhrif á alla þróun utanhúss málunar. Ekki má nú skilja orð mín svo að ástæðulaust sé að vera lengur á varðbergi vegna alkalískemmda. Þetta vita þeir mörgu, sem orðið hafa fyrir alvarlegum skakkaföllum þeirra vegna. Frekar ættu góðar lausnir í vandanum að hvetja til vandaðrar nýtingar á þeim. Al- kalíváin blundar aðeins í gömlu steypunni. Verði viðhaldi ábóta- vant er voðinn vakinn. Því ber að hvetja eigendur eldri steyptra mannvirkja til þess að vera sérlega vel á verði og gæta þess að viðhaldi sé ekki ábótavant. Eins þurfa fram- leiðendur allra steypuefna, svo og byggingarfulltrúar landsins að gæta þess að niðurstöður rannsókn- anna séu nýttar, og að reglugerðum sé fylgt. Ástæða er í svona eftirþönkum að yfírvega hvemig árangur náðist. í því sambandi skulu hér talin fram þau tvö atriði, sem mestu máli skipta að dómi undirritaðs, þetta eru þættir Sogsvirkjana og Stein- steypunefndar. Strax við byggingu írafossvirkj- unar var tekið tillit til hættu á alkalívirkni í steypu. Verkfræðilegir stjómendur Sogsvirkjana hafa og ávallt síðan tekið fullt tillit til þeirra möguleika að alkalfvirkni geti vald- ið skemmdum á mannvirkjum. Þessvegna hefir öll slík mannvirkja- Ilaraldur Ásgeirsson „ Alkalíváin blundar aðeins í gömlu steyp unni. Verði viðhaldi ábótavant er voðinn vakinn.“ gerð verið undirbúin með miklum rannsóknum. Efnisrannsóknimar hafa að mestu leyti farið fram við Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, og hafa þvf byggt upp innlenda þekkingu, sem auðvitað er undirstaðan undir rökréttum viðbrögðum. í sömu andrá má stað- festa það að steypumannvirki Sogs- virkjunar em í góðu ástandi. Steinsteypunefnd var sett á lagg- imar 1967, sem ólaunuð „nefnd til að kanna alkalfþenslur og þar af leiðandi grotnun í steinsteypu". í nefndina var raðað tæknimenntuð- um fulltrúm helstu ábyrgðaraðila í mannvirkjagerð. Nefndin, sem hefir af sjálfsdáðun víkkað verksvið sitt, hefír niðurstöður rannsókna að leið- arljósi fyrir ákvarðanir sínar, og hefir ekki eingöngu fjallað um við- fangsefnin, heldur hafa aðilar að nefndinni kostað obbann af þeim rannsóknum, sem nefndin hefir staðið fyrir. Það að í nefndinni sitja fulltrúar notenda að niðurstöðunum tryggir skjóta notkun þeirra. Efnis- framleiðendur, steypustöðvar, skipulags- og bæjaryfirvöld eiga hlut að umræðunni. Þessvegna verða líka niðurstöðumar notaðar miklu frekar og fyrr en ella. (Þessi vinnubrögð geta vel verið fordæmi fyrir þátttöku annarra atvinnu- greina í margvíslegri rannsókna- starfsemi). Framanskráðar línur lýsa að sönnu ánægju yfir náðum árangri. Sérstaklega má fagna því að þekk- ing okkar á verksviðinu hefir aukist. Þekkingin býður hinsvegar ekki upp á neinn dorma á vaktinni. Þvert á móti, því nú vitum við að ef við sláum slöku við í viðhaldi eldri bygginga okkar vaknar vágestur- inn. Framleiðendur og bygginga- fulltrúar landsins búa nú líka yfir vitneskjunni um það hvað af getur hlotist sé ekki vakað yfir gæðum framleiðslunnar. Höfundur er fyrrverandi forstjári Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.