Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS HEILRÆÐI Slitnir hjólbarðar stórhættulegir Ökumenn: Á tímum hálku og erfiðra akstursskilyrða verður að gæta ítrustu varkárni við aksturinn. Lélegir og slitnir hjólbarðar auka stórlega líkur á óhöpp- um þar sem ökumaður getur misst stjórn á ökutækinu eða nær ekki að stöðva þegar skyndilegar hindranir verða á veginum. Hafið ökutækin sem best búin til vetraraksturs. Sofandi ferðaskrifstofur Kæri Velvakandi. Ég hef oft verið að hugsa um það að ferðaskrifstofur virðast ekki vita um stórmót í fijálsum íþróttum sem haldin eru víðs vegar um Evr- ópu á sumrin. Til dæmis er Evr- ópumeistaramótið í fijálsum íþrótt- um haldið í Stuttgart næsta sumar og ætla mætti að ferðaskrifstofur myndu nota sér slíkt tækifæri, en svo mun ekki vera. Maður heyrir um alls konar stórmót í þessari eða annarri grein íþrótta, sem var hald- ið hér og þar, en maður veit ósköp lítið fyrirfram. ÍSÍ á líka sök á þessu, vissulega. Einnig furðar maður sig á því að t.d. er haldin ár hvert í Miinchen bjórhátíð mikil, eða réttara sagt „Oktoberfest" og er hún frá 20. september til 5. októ- ber. Á þessa stórkostlegu hátíð koma 6 til 7 milljónir ferðamanna. Alls konar aðrar hátíðir eru haldnar víðs vegar um Evrópu, jazz og aðrar tónlistarhátíðir. Allt þetta ætti að vera á dagskrá ferðaskrif- stofanna. Það er það ekki, heldur Spánn og Ítalía, annað kemst varla að, því miður. Einnig ætti far- þegaskipið Norræna að taka far- þega í Reykjavík hér eftir. Hvemig er svo með skemmtiferðaskipin sem koma hér við. Er alltaf fullt með þeim? Væri ekki hægt að láta skipin taka farþega hér, ef pláss eru laus um borð. Kær kveðja, Kristinn Sigurðsson Passíusálmarnir og þjóðin Heiðraði Velvakandi! „Passíusálmamir og þjóðin" era þættir sem hafa hafið göngu sína. Síðast var rætt við biskup Sigur- bjöm Einarsson. Hann er að mínum dómi mesti andans maður sem við eigum nú. Af þessu tilefni skrifa ég og er það vissulega tímabært þó fyrr hefði verið að ræða í útvarpi, sögu biblíunnar og kristindóms. Ég hef verið að hugsa um það síðan hætt var við getgátur og skýr- ingar Islendingasagna, hvort ekki væri meiri þörf fyrir umræðu af svipuðu tagi um Biblíuna, frekar en bardagamenn og morðingja ís- lendingasagnanna sem koma þar fram sem hetjur að margra dómi. Kannski era Passíusálmamir upphafið í slíkum umræðum og þá er vel. Það hlýtur að vera hægt að fá góða menn til umræðna um sagnir Biblíunnar. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Þessir hringdu . . Hættuleg snjó- ruðningstæki Móðir í Austurbænum hafði samband við Velvakanda og þótti undarlegur akstursmáti snjóraðn- ingstækja, sem nú aðstoða við að halda uppi eðlilegum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. „Vélamar aka á gífurlegum hraða um götumar, langt umfram gildandi hraðatakmarkanir og dreifa snjónum langar leiðir. Fólk á fótum fjör að launa, að verða ekki undir vélunum eða fyrir snjó- flóði. Ég veit að þessir menn vinna í akkorði en það veitir þeim ekki lejrfí til að hætta lífi og limum vegfarenda." „White-sprit“ ádekkin Áhugasamur ökumaður hringdi: „I þessari tíð sem verið hefur að undanfömu era snjór, saltið á göt- unum og frostið þess valdandi að skán sest utan á dekkin sem virkar líkt'og skíðaáburður til að skíðin renni hraðar. Þetta veldur því að erfitt getur reynst að hafa hemil á bifreiðinni í slæmri færð. En ég hef sannreynt að hægt sé að ná skán- inni af með „White-sprit" sem fæst á öllum bensínstöðvum. Ef maður þvær dekkin upp úr því verða þau stöm og mun auðveldara að aka í þessari færð.“ Eldhætta af húsunum á Bergþórugötunni 5311—0258 hringdi og tók undir orð Erlu Kristjánsdóttur sem sagði hlálegt að varðveita húsið við Berg- þóragötuna. „Sem bam og unglingur bjó ég í grennd við þessi hús sem reyndar vora þrjú til að byija með. En eitt þeirra brann til kaldra kola veturinn 1937 og í þeim eldsvoða fórast roskin hjón. Það var hræðileg sjón að sjá húsið fuðra upp á örskammri stundu. Nú era nærri fímmtíu ár liðin frá þessum atburði og ekki hefur eldhættan minnkað í þessum húsum, því ekki batna innviðir húss- ins með áranum. Þess vegna á að rífa þessi hús hið fyrsta. En fyrst ég er á annað borð komin á línuna langar mig að varpa fram spumingu til þeirra sem flytja inn framhaldsþætti fyrir mynd- bandstæki: Hvers vegna er alltaf hætt í miðjum klíðum? Af mynda- flokknum „Falcon Crest“ vora flutt- ir inn 98 þættir og af „Dynasty" 40 þættir en skyndilega bárast ekki fleiri þættir, áhorfendum engin viðunandi skýring gefín. Mér fínnst það mjög léleg þjónusta að hefja sýningar á myndaflokkum en ljúk? svo aldrei við þær. 5kíóa- kynning í dag ftá kL 14—18 * Einar Ulfsson skíðakennari leiðbeinir viðskiptavinum um val á svigbúnaði í versluninni. TYROLIA DACHSTEIN " -------c-—— adidas TOPPmerkin í ikíðavörum öpíð d CaMCfWidayum ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.