Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Viðræður lækna og TR: Þokast í sam- komulagsátt NOKKUÐ þokast í samkomulags- átt í viðræðum samninganefnda Tryggingastofnunar ríkisins og lækna um launakjör sérfræðinga á stofu. Að sögn Helga V. Jóns- sonar, formanns samninganefnd- ar TR, hafa verið haldnir fundir reglulega um skeið og hafa þeir skilað nokkrum árangri. Sem kunnugt er telur samninga- nefnd TR að laun sumra sérfræð- inga á stofu hafi hækkað óeðlilega mikið eftir að ný gjaldskrá tók gildi sl. vor. Til umræðu hefur verið að breyta gjaldskránni í ýmsum atrið- um, en frá því hefur verið horfið. „Það þarf að finna aðra lausn á þessu rnáli," sagði Helgi. „í gjald- skránni eru fjölmörg læknisverk sundurliðuð og verðlögð. Sumir sér- fræðingar vinna mikið af fast- mótuðum verkum, og hafa komið sér upp mikilli sérhæfingu, sem gerir þeim kleift að vinna þau á mun styttri tíma en gert var ráð fyrir þegar verkin voru verðiögð. Það væri ósanngjamt gagnvart þeim sem vinna slík verk sjaldan að verðleggja þau lægra. Það sem þarf að gera er að finna einhvem flöt á því að mjög sérhæfðir læknar veiti magnafslátt. Að því er unnið nú,“ sagði Helgi V. Jónsson. Siglfirðingar mjólkurlausir Sígiufirði, 29. janúar. VÖRUFLUTNINGABÍLL sem var að flytja mjólk tíl Siglufjarðar tepptist við Ketilás í gærmorgun vegna ófærðar. Hann bíður þar enn eftir því að komast á leiðarenda. Þrátt fyrir að veðrið gengi niður síðdegis i dag, var ekki reynt að moka veginn til Siglufjarðar og ekki víst hvort það verði gert á morgun eða hvort beðið verður með mokstur fram á föstudag. Á meðan eru Siglfirðingar mjólkur- lausir. Allar mjólkurvömr em fluttar til frá Akureyri, tvisvar til þrisvar í viku. Síðast kom mjólk á föstudag- inn í síðustu viku. Áður var það báturinn Drangur sem flutti mjólk á milli tvisvar í viku, en nú siglir hann um suðræn höf. Það er Vegagerðin á Sauðárkróki sem á að sjá um þennan vegarkafla til Siglufjarðar. Nú standa yfir deilur milli hennar og Siglfirðinga sem vilja að mokað sé fyrsta dag sem veður leyfír. Nú er hins vegar mokað á þriðjudögum og föstudög- um. Bæjarráð Siglufjarðar hefur samþykkt að Siglfirðingar fái að ráða mokstrinum frá Ketilási til Siglufjarðar og að mokað verði janfnoft og á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. m.j. Kristján Ragnarsson: Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson I snjónum á Akureyri Akureyri, 29. janúar. LEIÐINDAVEÐUR hefur verið á Akureyri síðan á þriðjudags- raorgun. Ekkert var flogið til né frá bænum síðan á mánudags- kvöld þar til nú í kvöld að rættist úr. Gengið hefur á með éljum — og oft var svo dimmt að varla sást milli húsa í sumum hverfum. Skólum var lokað eftir hádegiá þriðjudag og allan daginn í dag. Sums staðar í bænum varð þungfært litlum bílum þar sem mikið hafði skafið — en þau komust auðveldlega leiðar sinnar þessi tvö á myndinni er blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau í snjónum í dag; Vignir Guðmundsson og kisan sú arna. Þá var líka farið að rofa til. 1.000 króna lækkun á svartolíu illskiljanleg Staðan í dag* gefur tilefni til mun meiri lækkunar „ÞAÐ ER bæði furðulegt og i raun illskiljanlegt hjá forstjórum olíufélaganna að leggja til krónu lækkun á bensinlitra og 1.000 króna lækkun á svartolíulestinni. Útgerð og verksmiðjur eru að borga 1.600 krónur af hverri svartoliulest inn á innkaupajöfn- unarreikning, sem er orðinn sléttur og sú greiðsla því óþörf. Þessi greiðsla ætti því tvímæla- laust að falla niður og svartoliu- lestin að minnsta kosti að lækka um 1.600 krónur og þá er ekki tekið tillit til lækkandi innkaups- verðs,“ sagði Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. Kristján sagði, að innkaupajöfn- unarreikningur fýrir svartolíu hefði verið í 80 milljóna króna skuld í upphafi síðasta árs. Þessi skuld væri að fullu greidd og fjármagn farið að renna inn í sjóðinn, en þrátt fyrir það ætluðust olíufélögin til að áfram yrðu greiddar 600 krónur inn á þennan reikning. Þetta væri ætlun þeirra á sama tíma og innkaugsverð á olíunni lækkaði verulega. I nóv- ember og desember hefði það verið 140 til 150 dalir fyrir hveija lest, en hefði síðastliðinn mánudag verið skráð á 91 dal. Það ætti ekki einu sinna að fella niður greiðsluna í innkaupajöfnunarsjóðinn, þrátt fyr- ir þessa verðlækkun. Auk þess mætti nefna að í landinu nú væru olíubirgðir í allra mesta lagi, eins og reyndar alltaf, þegar verð færi lækkandi. Það sýndi nú vel hvemig á málum væri haldið. Þar að auki hefðu stjómendur olíufélaganna samið við Rússa um sérstaka 25 dala greiðslu á hveija svartolíulest, vegna þess að olían frá þeim væri þynnri en venjuleg svartolía. Þessi greiðsla breyttist ekkert með lækk- andi verði og ekkert væri að gera með þessa þunnu olíu í verksmiðj- umar og þessi greiðsla því aðeins aukaskattur á þær. Kristján sagði, að gasolíuverð hefði á mánudag verið skráð 180 dalir á hveija lest og hefði þá orðið lægst i síðustu viku, 172. Birgðir af gasolíu hér væm svo miklar að þrátt fyrir að skip hefði lestað farm erlendis í gær, væri meðalverð í þessum birgðum, skipsfarminum meðtöldum, 233 dalir á hveija lest. Verðlækkun á gasolíu væri því varla fyrirsjáanleg á næstunni. Góður íslenskur texti eða tal með erlendu sjónvarpsefni — segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra segist ætla að taka endanlega ákvörð- un um þau ákvæði er lúta að textun erlends sjónvarpsefnis í væntanlegri reglugerð með nýju útvarpslögunum um helg- ina. Nánar aðspurður um þetta efni sagði hann það stefnu sína að á erlendu sjónvarpscfni yrði að vera góður íslenskur texti og gott islenskt tal með beinum útsendingum. Bjóst Sverrir við að reglugerðin yrði gefín út til eins árs til reynslu og væri betra að hafa hana stranga og slaka svo síðar á en öfugt. Hann sagði að þetta væri stefna sín, en lokaákvörðun tæki hann væntanlega á sunnudag eftir að hafa ráðfært sig betur við ýmsa menn, meðal annars formann út- varpsréttamefndar. Sverrir sagði, þegar hann var spurður að því hvort þröng ákvæði um íslenskan texta kipptu ekki til baka því frelsi sem veitt var með nýju út- varpslögunum: „Það er ijarri lagi. Það er þjálfunaratriði að full- nægja þessum kröfum sem menn komast fljótlega upp á lagið með.“ Stokkhólmsráðstef nan: Menn bjart- sýnni en áður ájákvæða niðurstöðu — Benedikt Gröndal fulltrúi íslands FYRSTI fundur öryggismálaráð- stefnu Evrópu á þessu ári var settur í Stokkhólmi 28. janúar síðastliðinn. í þeim áfanga sem nú stendur yfir verður leitast við að ná samkomuiagi um orðalag samþykktar um aðgerðir til að auka traust og trúnað Evrópu- þjóða og standa vonir til að það megi takast fyrir 19. september næstkomandi. Að sögn Hjálmars W. Hannes- sonar, sendifulltrúa í utanríkisráðu- neytinu, era menn bjartsýnni en áður á jákvæða niðurstöðu ráð- stefnunnar. Stokkhólmsráðstefnan hefur staðið síðan í janúar 1984 með hléum, en hún var samþykkt með Madrídskjalinu frá 1983. Fastafulltrúi Islands á Stokk- hólmsráðstefnunni frá upphafi er Benedikt Gröndal, sendiherra ís- lands í Stokkhólmi. Húsavík: Hríðarveð- ur síðan á mánudag Húsavík, 29. janúar. HÉR HEFUR verið norðan og norðaustan stormur og hríðar- veður síðan á mánudag. í nótt setti niður töluverðan snjó, sem segja má að sé fyrsta verulega snjókoman á þessum vetri. Stórviðri hefur víða rifið snjó af vegum, svo ekki er talið mikið verk að opna leiðina til Akureyrar, sem nú er lokuð vegna snjóa, aðallega í Víkurskarði. Leiðin verður opnuð um leð og veðrinu slotar. Atvinnulíf er ekki enn komið í fullan gang en útlit fyrir að úr rætist um mánaðamótin. Á síðast- liðnu ári vora fullgerð á Húsavík 15 íbúðarhús með 26 íbúðum. í smíðum eru fimm íbúðarhús, fok- held, og hafín bygging á sjö húsum með 18 íbúðum. Fréttaritari Útgerðarmenn: Mikill áhugi ásóknarmarki ÚTGERÐARMENN sækja nú meira um veiðar eftir sóknar- marki en á siðasta ári. Frestur til ákvörðunar um veiðar eftir aflamarki eða sóknarmarki rennur út um mánaðamót, en um 70 fleiri hafa sótt um sóknar- mark en á síðasta ári. Þar sem fresturinn er ekki út- ranninn er erfitt að segja til um hver aukninginn í útgerð eftir sókn- armarki muni verða. Auk þess þurfa útgerðarmenn einstakra sérleyfis- báta ekki að ákveða sig fyrr en síð- ar. Bjöm Jónsson í sjávarútvegs- ráðuneytinu sagði f samtali við Morgunblaðið, að sér virtist 30 til 40% fleiri sækja í sóknarmarkið nú en í fyrra og sú aukning næði bæði til báta og togara. Áunnið aflamark allra skipa hækkar nokkuð milli áranna og skip, sem vora í sóknar- marki á síðasta ári hafa einnig möguleika til aukningar afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.