Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 35 Minning: Eiríkur G. Brynjólfs- son forstöðumaður Fæddur 3. ágúst 1905 Dáinn 19. janúar 1986 Þeim fækkar nú óðum sem hófu göngu sína út í lífið í byrjun þessar- ar aldar, en einn þeirra manna var Eiríkur G. Brynjólfsson. Hann var Skagfirðingur í báðar ættir, fæddur að Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi og voru foreldrar hans hjónin Guð- rún Guðnadóttir frá Villinganesi og Brynjólfur Eiríksson bóndi og kenn- ari frá Skatastöðum í Austurdal, en lengst bjuggu þau hjón á bænum Gilsbakka þar í sveit. Það var erfitt að koma upp hópi bama í byijun þessarar aldar væri ekki um efnaheimili að ræða, þetta leiddi til þess að Eiríkur fór átta ára gamall í fóstur til náfrænku sinnar, Guðríðar Brynjólfsdóttur, og manns hennar Einars Sigfússon- ar að Stokkahlöðum í Hrafnagils- hreppi í Eyjafirði og þar ólst hann upp. Stokkahlaðaheimilið var þá talið með fremstu heimilum í Eyja- firði fyrir rausn og myndarskap. Þama mun Eiríkur hafa notið mikils ástríkis í uppvextinum, því í hvert skipti sem hann minntist á fósturforeldra sína þá kom það fram að hann dáði þá sem góða uppalend- ur. Árið 1922 fer Eiríkur í Gagn- fræðaskóla Akureyrar sem síðar varð menntaskóli Akureyrar og var undir stjórn hins mikla skólamanns Sigurðar Guðmundssonar. Þaðan útskrifaðist svo Eiríkur sem mann- glöggur maður, en síðari vetur Eiríks í skólanum gerði Sigurður hann að mötuneytisstjóra heima- vistarinnar þá aðeins átján ára gamlan. Þetta starf var mikið aukaálag á nemanda og krafðist auk þess, að sá sem tók það að sér væri gæddur góðum skipulags- og stjómunarhæfileikum. Það var rómað af skólameistara hvað hinn ungi nemandi hans hefði leyst þetta starf vel af hendi, og þó staðið í fremstu röð nemenda við burtfarar- próf um vorið. í nóvember árið 1927 þegar Kristneshæli tók til starfa, þá var Eiríkur Brynjólfsson ráðinn ráðs- maður hælisins og þar varð aðal starfsvettvangur hans allt til ársins 1977, eða í 45 ár. Eitt ár, 1931—1932, hafði hann þó frí frá þessu vandasama starfi og kenndi þá á Akureyri í forfollum Þorsteins M. Jónssonar. Þá var Eiríkur líka stundakennari við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri veturinn 1939—1940 með sínu aðalstarfí. Eiríkur var sagður mjög góður kennari og þó hann hefði bara gagnfræðapróf þá var menntun hans mikið meiri og víðfemari, enda stundaði hann sjálfsnám á mörgum sviðum lengst af ævinnar. Hann var góður íslenskumaður og unni fögr- um bókmenntum. Snjall hagyrðing- ur en fór frekar dult með þá gáfu. Eiríkur hafði á unga aldri ætlað sér að verða bóndi og ræktunarmaður, en bijósthimnubólga sem hann fékk stuttu eftir skólanámið varð til þess að aðal ævistarfíð varð það sem að framan er sagt. Hann rak þó búskap á Stokkahlöðum á meðan hann var ráðsmaður hælisins um fímm ára skeið og bætti jörðina með ræktun. Þá tók hann virkan þátt í umbóta- málum Hrafnagilshrepps, var for- maður skólanefndar þar og einn af aðal hvatamönnum að byggingu hins glæsilega unglingaskóla sem nú stendur að Hrafnagili. Þannig lagði Eiríkur Brynjólfsson sig fram um að vinna þeim málum allt það gagn sem hann mætti, ef hann taldi þau til mannbóta og framfara. í hlíðinni þar sem Kristneshæli stendur er jarðvegur mikið blandað- ur ísaldarleir. Eiríkur hafði mikinn hug á því að fegra umhverfi hælis- ins með skógrækt. Þetta reyndist erfítt verk og mistókst við fyrstu tilraunir. En Eiríkur gafst ekki upp, skógur skyldi koma þama og þá fékk hann til liðs við sig einn af snjöllustu ræktunarmönnum lands- ins, Jón í Fífilgerði í Eyjafírði, sem lært hafði skógrækt í Ameríku og hinn mikli fegrunarauki, skógurinn við Kristneshæli, varð að veruleika. Þessi fallegu tré, sem prýða um- hverfí Kristneshælis nú, þau munu um langa framtíð vitna um ævistarf Eiríks Brynjólfssonar á þessum stað. Kristneshæli var á sínum tíma byggt af miklum stórhug fyrir fijáls framlög Norðlendinga til heftingar útbreiðslu berklaveikinnar og af- hent íslenska ríkinu til starfrækslu. Saga Kristneshælis sem berklahæl- is er óaðskiljanleg sögu tveggja manna sem vörðu langri starfsævi þama, þeirra Jónasar Rafnars læknis og Eiríks Brynjólfssonar forstöðumanns. Við þrír einstakl- ingar sem nú rifjum upp minningar um vin okkar Eirík, vom allir sjúkl- ingar á Kristneshæli um margra ára skeið og kynntumst honum þá náið og persónulega. Hann var góð- ur félagi og vinur vistarmanna og reyndi jafnan eftir því sem hægt var að greiða fram úr vanda þeirra er þar dvöldu væri þess nokkur kostur. Eiríkur var gleðimaður í þess orð bestu merkingu. í góðum hópi gat hann verið hrókur alls fagnaðar og fleyg orð léku honum þá á tungu. Hann hafði þann hæfí- leika að geta séð það skemmtilega í tilverunni og glaðst yfir því og geta jafnframt komið öðmm í gott skap með glöðu viðmóti og skemmtilegum tilsvörum. En undir niðri var Eiríkur alvömmaður sem hugsaði djúpt um tilgang lífsins. Góður maður var hann, sem ekki vildi vamm sitt vita í þvf starfí sem hann hafði tekið að sér. Það var mikill vandi að reka stofnun eins og Kristneshæli á þeim tíma þegar heimskreppan mikla geisaði og peninga skorti til margra nauðsyn- legra hluta. Þetta vandasama hlut- verk tókst Eiríki að leysa af hendi með miklum sóma og kom þar í góðar þarfir meðfædd hagsýni hans ásamt þeim manndómi sem alla tíð var aðalsmerki hans. Nú á skilnað- arstundu sjáum við í huganum fyrir okkur manninn Eirík Brynjólfsson fríðan og glæsilegan á velli með sína fijálslegu framgöngu, sem vakti athygli og traust. Hann var skemmtilegur frásagnarmaður, gæddur sjaldgæfri kímnigáfu og persónutöfrum. Slíkur maður gleymist aldrei þeim sem honum fengu að kynnast. I sínu einkalífí var Eiríkur gæfu- maður, hann kvæntist árið 1936 elskulegri konu, Kamillu Þorsteins- dóttur frá Reykjavík. Hún kom sem hjúkrunamemi á hælið og þar bar fundum þeirra saman. Þau eignuð- ust og ólu upp fjögur mannvænleg böm, sem eru þessi: Edda, sem er stafandi kennari, Auður hjúkrunar- fræðingur, gift Jóhanni Halldórs- syni bónda í Hlíðargarði í Eyjafírði, Þorsteinn húsasmiður, starfar við Kristneshæli og Guðríður hús- mæðraskólakennari, gift Gunnari Ragnars forstjóra. Tvær systur Eiríks em á lífí, þær Guðborg og Guðríður, en þrír bræð- ur hans eru látnir fyrir nokkrum árum. Eftir mikið og farsælt ævistarf í þágu Kristneshælis flytur Eiríkur ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar og bjó þar æ síðan. Síðustu árin bjó hann við bilaða heilsu en æðrað- ist ekki, trúr þeirri gömlu speki Hvamála að „glaður ok reifr skyldi gumna hverr, unz sinn bíður bana". Með Eiríki Brynjólfssyni er fall- inn í valinn merkur maður sem lærdómsríkt var að kynnast og verða samferða um hríð á lífs- göngunni við erfíðar aðstæður, því þá kynnist maður jafnan mönnum best. Þessar minningar okkar um ráðsmanninn á Kristneshæli eru allar bjartar og á þær getur aldrei fallið neinn skuggi. Við kveðjum svo að leiðarlokum vin okkar og samferðarmann, Eirík Brynjólfsson, og óskum honum góðrar ferðar til fyrirheitna lands- ins. Blessuð sé hans minning og hafí hann þökk fyrir alla kynningu. Eftirlifandi konu hans og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Jóhann J. E. Kúld, Jón S. Jakobsson, Gunnlaugur Stefánsson. Eiríkur G. Brynjólfsson, f. 3. ágúst 1904 í Breiðárgerði í Lýtings- staðahreppi, Skagafírði. Foreldrar: Brynjólfur Eiríksson frá Skatastöð- um, lengst af bóndi á Gilsbakka í Akrahreppi, Skagafirði, og kona hans, Guðrún Guðnadóttir frá Vill- inganesi. Gagnfræðingur frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1924. Fram- haldsnám þar 1924—26. Þegar ég frétti andlát Eiríks rifl- uðust upp fyrir mér kynni okkar allt frá þeim tíma, sem við stunduð- um nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri undir handleiðslu Sigurð- ar Guðmundssonar skólameistara. Ég tók próf upp í 2. bekk skólans 1922. Þá þurfti að tvískipta bekkn- um og lenti ég, góðu heilli, með Eiríki, Þórarni Bjömssyni, síðar skólameistara, og Brynjólfi Sveins- syni, síðar yfirkennara MA, og urðum við fjórir nær óaðskiljanlegir vinir. Þótti okkur naumast nokkur ráð ráðin nema allir kæmu til, eins og komist er að orði í fomum bók- um. Eiríkur gerðist ráðsmaður í heimavistum GA 1923—26 og stjómaði þar innkaupum ásamt Sesselju Eldjárn, sem var matselja, stjómsöm og laginn stjómandi, sem allir hlýddu möglunarlaust og voru þau í raun samhent í því. Það vita þeir, sem reynt hafa, að slíkt starf er oft á tíðum vanþakklátt og erfítt að gera öllum til hæfís, ekki síst þegar gæta þarf hófs og spameytni er í hlut eigá fátækir námsmenn og jafnframt uppivöðslusamir Qör- kálfar á uppvaxtarámm og gírugir til fæðunnar. Þetta blessaðist mjög sómasamlega. Hvað gerðist svo? Eiríkur var kallaður til að verða forstöðumaður Kristneshælis frá stofnun þess, 1. október 1927, og gegndi því starfí til sjötugsaldurs 1978. Hinn 21. apríl 1936 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kam- illu Þorsteinsdóttur hjúkmnarkonu. Eins og ég sagði í upphafi hófst vinátta okkar Eiríks strax við fyrstu kynni og bar þar aldrei skugga á. Það var ævinlega glaðværð í kring- um Eirík og hann hefur líka skilið eftir sig mikið og stórmerkilegt starf í þágu Kristneshælis að innri gerð þess og við fegmn umhverfís- ins með frábærri natni og hug- kvæmni. Ég minnist oft hversu óumræði- lega ánægjulegt var að koma fram í Fjörð, hitta Eirík í Kristneshæli, njóta gestrisni hans og alúðar á heimili þeirra hjóna, labba kannski síðan með húsbóndanum upp brekk- una fyrir ofan hælið, upp á hjallann þar sem hann ræktaði birkihríslur og bætti árlega nokkmm við uns kominn var álitlegur skógarlundur. Hann fylgdist svo vel með hríslun- um, að hann gat sýnt gestinum hversu hver og ein hafði dafnað frá árinu áður. Allar fengu þær jafnan áburð og aðhlynningu, en ein og ein reif sig upp og varð hærri og þroskavænlegri en aðrar. „Þarna sérðu, sósíalistinn þinn, sem heldur að hægt sé að gera alla jafna. Það er einstaklingseðlið, sem þarna segir til sín.“ Hann kimir sínu skemmtilega brosi. Á leiðinni heim að hælinu stönsum við við hrossa- girðingu. Það sjást engir hestar. Hann kallar og hjúar og hjújajar út í loftið og allt í einu birtast tveir hestar, rétta flipann upp fyrir girð- inguna og fá klapp á snoppuna — kjass — ekkert brauð í þetta sinn en þeir hverfa samt jafn ánægðir frá þessum vinafundi. Hér með kveð ég minn elskulega vin, Eirík Brynjólfsson, og sendi konu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Haukur Þorleifsson Eiríkur Brynjólfsson, fyrrverandi ráðsmaður á Kristneshæli, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 19. janúar sl. og fer útför hans í dag fram frá Akureyrar- kirkju. I grein, sem birtist hér í blaðinu, er æviferill hans rakinn, getið uppmna hans og ljölskyldu. Hann var skagfirzkrar ættar, fæddur að Breiðagerði í Lýtingsstaðahreppi 3. ágúst árið 1905. Níu ára að aldri hvarf hann til Eyjafjarðar og ólst þar upp á Stokkahlöðum í Hrafna- gilshreppi hjá merkishjónunum Einari Sigfússyni og Guðríði Brynj- ólfsdóttur, sem var náfrænka hans. Þar hlaut hann hið bezta uppeldi. Inntökupróf tók hann við Gagn- fræðaskólann á Akureyri (nú M.A.) vorið 1922 og lauk þaðan prófí tveimur ámm síðar. Er Kristnes- hæli tók til starfa á árinu 1927 réðist Eiríkur þangað ráðsmaður, aðeins 22 ára að aldri og gegndi því starfí svo til óslitið til ársins 1977, er hann fluttist til Akureyrar. Auk starfsins við Kristneshæli stundaði Eiríkur búskap á Stokka- hlöðum 1930 til 1935, en á þeim ámm var heimskreppan í algleym- ingi og erfíðleikar bænda sem annarra yfirþyrmandi. Hann tók við og við unglinga til kennslu að Krist- nesi, en hann hafði mikinn áhuga fyrir kennslu- og uppeldismálum. Eins og að er vikið í minningar- grein hér í blaðinu var Eiríkur gæfumaður í einkalífi, eignaðist ágætis lífsfömhaut og mannvænleg börn. Hann var hress og hlýr í viðmóti, góðum gáfum gæddur og fjölhæfur. Ég vil með fáum orðum víkja að starfí Eiríks Brynjólfssonar á Krist- neshæli. Berklaveikin hafði svo lengi sem menn muna verið einn helzti skaðvaldurinn í íslenzku þjóð- félagi. Eyfírðingar urðu ekki hvað sízt hart úti í baráttunni við hvíta dauðann. Miklar vonir vom bundnar við starfíð á Kristneshæli, en þar var faðir minn, Jónas Rafnar, lækn- ir frá stofnun hælisins 1927 til 1955, og Eiríkur Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri, nefndur ráðsmaður. Með þeim tókst frá öndverðu hið bezta samstarf, sem byggðist á trausti og gagnkvæmri virðingu. Faðir minn var ósérhlífinn við að líkna hinum mörgu sjúklingum, fyrstu árin eini læknirinn, og Eirík- ur Brynjólfsson annaðist umsjón og allan rekstur hælisins af framtaks- semi og alúð. Kristneshæli var upphaflega ætlað að taka um 60 sjúklinga, en fljótt varð vistmanna- talan töluvert hærri. Það var erfitt að vísa fólki frá, þótt þrengsli væm mikil. Ömurlegast var að margir komu fársjúkir, sem ef til vill hefði verið unnt að bjarga með góðum aðbúnaði eftir að þeir tóku veikina. Um starfsfólk hælisins er óhætt að segja, að þar hafí verið valinn maður í hveiju rúmi. Hjúkmnarkon- ur og nemar vom óþreytandi við að sinna sárþjáðum sjúklingum og mörg störfin vom leyst af hendi án þess að vinnutími væri mældur og metinn. Það var ómetanleg hvöt fyrir lækni og ráðsmann að starfa með ötulu og góðu fólki. Sjúklingar komu víðsvegar að, þó flestir af Norðurlandi og Vestfjörðum. Vonin um bata knúði þá áfram. Því miður brást hún allt of oft, þrátt fyrir góða hjúkmn, aðbúnað allan og um- hyggjusemi. Það gerðist ekki fyrr en eftir að berklalyfin komu til sögunnar á ámnum eftir 1950, að flestir náðu fullum bata. Þá var sigurinn unninn sem kostað hafði svo miklar fómir. Umskiptin gleym- ast ekki minni kynslóð. Þau vom svo snögg og höfðu úrslitaáhrif á lífsferil fjölda margra einstaklinga í landinu. Eiríkur Brynjólfsson beitti starfs- kröftum sínum af festu og fómar- lund í orrustunni við berklaveikina. Hann stjómaði rekstri Kristnes- hælis allt frá því, er það tók til starfa unz yfír lauk með ósigri vá- gestarins, berklanna. Hann gerði áætlanir um aðdrætti til daglegra þarfa og annaðist reikningshald. Vilmundur Jónsson, landlæknir, gaf honum á sínum tíma þann vitnis- burð, að Kristneshæli væri ein bezt rekna stofnunin, sem undir hann heyrði. Með þeirri umsögn var öðmm eigi hallmælt. Ég átti í mörg ár sæti í Fjárveitinganefnd Alþing- is. Mér er minnisstætt, að hinar vönduðu skýrslur Eiríks um rekstur Kristneshælis vöktu sérstaka at- hygli nefndarmanna. Það kom og ótvírætt á daginn, að áætlanir stóð- ust, miðað við allar aðstæður, og fjárreiður til fyrirmyndar. Ljóst var, að ráðsmaður gætti spamaðar í rekstri, en vildi leggja í fram- kvæmdir til hagræðingar og fegr- unar umhverfís. Eiríkur sá um að ráða starfsfólk og fórst það vel úr hendi. Hann stjómaði með lægni og velvild, en ákveðinn og harður í hom að taka, er nauðsyn krafði. Virtur og vel látinn af öllum, er honum kynntust. Eiríkur hafði umsjón með verk- legum framkvæmdum á Kristnes- hæli. í því starfí naut hann sín vel. Hann var framsýnn og stjómsamur. Ótrauður að leggja í nývirki, en jafnframt sérstaklega natinn við að halda öllu í röð og reglu. Viðhald húsa og muna var aldrei vanrækt. Hann hugsaði um eignir hælisins eins og hann ætti þær sjálfur. Skógurinn umhverfís byggingar Kristneshælis, sem nú teygir sig langt upp til Qalls, er fagur minnis- varði um ævi Eiríks Brynjólfssonar. Hans verður getið meðal þeirra mörgu, sem mörkuðu framfara- sporin í íslenzku þjóðlífi á yfírstand- andi öld. Er leiðir skiljast, nú í bili, viljum við Aðalheiður votta frú Kamillu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Eiríks Brynjólfssonar, bömum þeirra og venzlafólki einlægustu samúð okk- ar. Einnig þakka ég honum sam- fylgdina — og sérstaklega vináttuna og tryggðina við föður minn, lækn- irinn á Kristneshæli, sem hann starfaði svo lengi með. Jónas G. Rafnar Athugasemd frá Stuðmönnum Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá hljómsveitinni Stuðmönnum vegna fréttar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag um fjárhagslega útkomu áramótadansleiks sjón- varpsins. „Stuðmenn vilja leiðrétta frétt Morgunblaðsins á miðvikudag, hvað snertir samninga við Ríkisútvarpið — sjónvarp vegna áramótadansleiks á nýársnótt. Umsamin laun við hljómsveitina, sem skipuð er sjö manns, auk hljóð- manns og tveggja aðstoðarmanna, voru 200.000 krónur fyrir tveggja tíma hljómflutning í beinni útsend- ingu sl. nýársnótt og innifelur sú greiðsla ótakmarkaðan endursýn- ingarrétt. Forvinna á hljóði og kvik- myndatökur vegna atriða sem birt voru í formi innskota, æfíngar með v öðrum listamönnum og annar und- irbúningur var metin á alls 150.000 krónur fyrir sveitina í heild ásamt hljóðmanni en vinna þessarra átta einstaklinga nam alls um 560 klukkustundum sem að mestu voru unnar yfír hátíðamar en var engan veginn reiknuð á helgidaga- eða næturvinnutaxta þótt full ástæða * hefði e.t.v. verið til.“ • —(! íy'noBCLL-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.