Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 37 Kveðja frá KFUK. Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum, til óforgengi- legrar, flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum. (I. Pét. 1.3-4). Þessi orð úr heilagri ritningu komu í hug okkar, þegar við heyrð- um lát Gerðar Ólafsdóttur, en hún andaðist að kvöldi þess 24. þ.m. eftir langt sjúkdómsstríð. Hún fæddist 30. mars 1943, dóttir hjón- anna Benediktu Þorláksdóttur og Ólafs Tómassonar. Árið 1964, þann 6. júní giftist Gerður eftirlifandi eiginmanni sínum, Ásgeiri Markúsi Jónssyni, flugvélstjóra. Eignuðust þau tvö böm; Ólaf Jón, f. 3. júní 1965 og Gerði Rós, f. 1. október 1972. Á sínum yngri árum kynntist Gerður Kristilegum skólasamtökum og þegar hún hafði aldur til gekk hún í aðaldeild KFUK. Félagið naut starfskrafta hennar í ýmsum deild- um og greinum. Hún var sveitar- stjóri, undirleikari og í stjóm KFTJK í Reykjavík sat hún um 6 ára skeið. Einnig starfaði hún í KFUK í Hafn- arfírði þann tíma, sem hún bjó þar. Er því stórt skarð höggvið í hóp okkar félagssystra við lát hennar. Allt frá því við fyrst sáum hana í KFUK vakti hún athygli okkar vegna sinnar ljúfmannlegu fram- komu og eiga orðin í Filippíbréfinu 4. kap. v.4-7 vel við allt hennar viðmót. „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varð- veita hörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ Þetta var áhrifaríkur þáttur í lífi hennar. Fengum við í stjóm KFUK að kynnast því enn betur þau árin, sem hún starfaði þar. Henni var það af Guði gefið að hafa djörfung til að vitna um Drottin sinn og frelsara og lét ekki af að minna okkur á að vera trúfastar í bæninni og starfinu að útbreiðslu Guðs ríkis hér á meðal okkar. Eitt dæmi getum við nefnt, en það var löngun hennar að stofna Biblíuskóla, til að fleiri öðluðust þekkingu á Guðs orði. Urðu orð hennar meðal annars hvatning til þess að Evangelíski- lútherski-biblíuskólinn var stofnað- ur sl. vor í nafni KFUM & K. Það, sem öllum verður þó eftirminnileg- ast, sem henni kynntust, er hvemig hún óx í trúnni í sjúkdómsþrenging- um sínum, en rúmlega tvö ár barð- ist hún við sjúkdóm þann, er að lokum lagði hana að velli. Mitt í þessum þrengingum hennar gaf Guð henni ótal tækifæri til að veita öðmm hjálp og styrk allt til hinstu stundar, og fyrir það lofaði hún Drottin. Þótt lífslöngun hennar hafi verið mikil til að vera hjá fjölskyldu sinni og að starfa fyrir Drottin sinn áfram hér á jörð, bjó eftirvænting í hjarta hennar að mæta frelsara sínum á himnum. Að fá að líta Hann eins og segir í sálminum. Eilífð með Jesú er erfíði lýkur. Eitt sinn mun rætast sú hjarta míns þrá. Blíðlega tárin mín burtu hann strýkur. Brosandi fagna ég lífínu þi :Dýrðlegi dagun Drottinn er lít ég, sem treysti ég hér. :Dýrðlegi dagun Drottinn minn Jesú, er verð ég hjá þér. B.E.þýddi Að lokum viljum við senda eigin- manni hennar, bömum og ástvinum öllum orðin hjá Jesaja, 41.10. „Ótt- ast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“ Við þökkum Guði, sem gaf okkur Gerði. Kveðja frá KFUK í Reykjavík Til þín, Drottinn, kallaði ég og Drottin grátbændi ég: „Hver ávinningur er í dauða mínum, í þvi að ég gangi til grafar? Getur duftið lofað þig, kunngjört trúfesti þína? Heyr, Drottinn, og líkna mér, ó, Drottinn, ver þú hjálpari minn!“ (Sálm. 30,9-11) Þannig bað Davíð konungur og þannig ákallaði Gerður Ólafsdóttir, vinkona okkar, Guð sinn og Frels- ara. Hún þráði að vegsama Hann með lífi sínu og vera erindreki Hans hér á jörð. Og það var hún sannar- lega. Hún elskaði Jesúm og þráði að benda öðrum á Hann, leiða aðra til Hans. Og það gerði hún. Með öllu, sem hún var, með allri sér, var hún vitnisburður um kær- leika Guðs. Við hjónin erum Guði þakklát fyrir að hafa átt hana að vini og trúsystur. Margar yndislegar stund- ir áttum við á fallega heimilinu þeirra Ásgeirs, vomm með þeim í litlum bænahópi, sem myndast hafði vegna komu Maríusystranna hingað til lands. Gerður hlaut mikla blessun af komu þeirra og sóttu þau hjónin þær oft heim erlendis og nutu fræðslu þeirra og kærleika. Höfuðstöðvar þessarar lúthersku nunnureglu em í Kanaan í Darm- stadt í Þýskalandi og bænahópamir nefnast Kanaanvinir. I bænahópn- um kynntumst við einlægri þrá hennar eftir heilli og sannri eftir- fylgd við Jesúm og löngun hennar til að þjóna náunganum í kærleika Krists. Hún átti auðmýkt, en jafn- framt einbeitni í því að vitna um kærleika Jesú, og varð það okkur mikil hvatning og lærdómur, sem líður okkur aldrei úr minni. í sálminum, sem vitað er í í upphafi, segir ennfremur: „Þú breyttir grát mínum í gleðidans, leystir af mér hæmsekkinn og gyrtir mig fögnuði, að sál mín megi lofsyngja þér og eigi þagna. Drott- inn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu." Gerði var eins farið og Davíð konungi. Hún stóð ekki ein- ungis spyijandi gagnvart dauðan- um, heldur lofaði hún Guð í krafti Hans, þegar hún stóð andspænis honum, þannig að dauðastríð henn- ar varð, eins og líf hennar, lofsöng- urum Guð. Og nú er hún komin heim til Jesú og fær að líta Hann augliti til auglitis. Og þar þagnar lofgjörðin aldrei að eilífu. Við þökkum Guði fyrir Gerði og biðjum Hann að styrkja Ásgeir og bömin þeirra tvö í söknuði þeirra og sorg. En við vitum að þau gleðj- ast líka mitt í sorginni, því nú er Gerður gengin inn til hinnar eilifu gleði. Við biðjum einnig Guð að styrkja og blessa móður hennar, sem var dóttur sinni ómetanleg hjálparhella í langri veikindabar- áttu. Og öllum ástvinum hennar vottum við dýpstu samúð. »Syngið Drottni lof, þér Hans trú- uðu, vegsamið Hans heilaga nafn.“ (Sálm 30,5) Margrét og Benedikt Þegar ungt fólk fellur frá í blóma lífsins, koma í hugann ótal spum- ingar, sem ekki verður svarað. Lífið sjálft er okkur mannanna bömum svo margslungið, við eigum oft svo erfitt með að skilja það sem er að gerast í kringum okkur. Það er ef til vill einna erfiðast að skilja mannvonskuna og óréttlæti af ýmsu tagi, en fréttir af þessum hlutum berast okkur til eyma dag hvem og við erum undrandi og hrygg. Til eru einstaklingar sem betur fer, sem vinna að því að láta gott af sér leiða, en einmitt þannig var Gerður, og þau verk sem hún vann í þágu annarra talaði hún ekki um, það var ekki hennar háttur. Hins vegar vissum við sem hana þekktum að þeir vom margir sem til hennar leituðu og fengu að kynnast þvf hvemig trú hennar á frelsarann gaf henni þvílíkan styrk að dauðinn varð henni ekki fyrirkvíðanlegur. Hún vissi að hveiju stefndi og hún vissi líka að hún var í hendi guðs. Gerður bjó sig undir það sem koma skyldi, hún reyndi jafnframt allt sem í hennar valdi stóð til þess að spoma við því að sjúkdómurinn næði yfirtökum á líkama hennar. Hún þráði að fá að lifa og geta notið eiginmanns og bama sinna, en hún vissi jafnframt að það er guð sem ræður. Hún háði langa og harða baráttu, en bugaðist aldrei, vegna þess að hún átti frið í hjarta sínu. Þessi ró og styrkur streymdi frá henni til okkar sem vomm svo hrygg og ósátt yfír því að hún skyldi þurfa að deyja. Það var ávallt hún sem styrkti okkur er við heim- sóttum hana að sjúkrabeði hennar. Líf hennar hafði tilgang sem var svo augljós, hún var boðberi sem efldist svo mjög í veikindastríðinu að við sem til þekktum undmðumst. Það er einmitt þess vegna sem ég hripa niður þessar línur, ég get ekki orða bundist. Á kveðjustundu koma í huga minn margar ánægjulegar minning- ar frá liðnum ámm, en að lokum vil ég þakka Guði fyrir líf hennar og að hún skyldi sína okkur ástvin- unum svo mikinn kærleik. Mætti líf hennar verða okkar leiðarljós. Sigríður Jónsdóttir „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafti Drottins" (Job 1:21). Þessi orð komu sterkt upp í huga mér, þegar ég frétti um andlát Gerðar Ólafsdóttur. Erfitt er að sætta sig við og því síður að skilja, að Gerður sé burt kölluð úr þessum heimi. En orðin úr Jóhannesarguðspjalli gefa okkur fullvissu um, að lífið er fólgið í þekkingu á Jesú Kristi: „En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist“ (Jóhann- es 17:3). Gerður var ein þeirra persóna, er seint eða aldrei gleymist. í mín- um augum var hún sannkölluð perla. Ekki bara það, að hún væri bráðfalleg, heldur var hún vel greind, skýr í máli, með skemmti- lega framkomu og ávallt glöð. En það sem einkenndi hana mest og að mínu mati var hennar stærsti eiginleiki var, hve hún geislaði af kærleika, hlýju og góðvild. það vom margir sem fengu að njóta þessa. Ég var ein þar á meðal. Fyrir nokkmm ámm var ákveðið að halda lofgjörðarsamkomu í húsi KFUM og KFUK í Reykjavík. Gerð- ur, ásamt eiginmanni sínum Ás- geiri, var fengin til að stjóma þess- um samkomum. Ég var svo lánsöm, að geta tekið þátt í undirbúningi þeirra ásamt nokkmm öðmm ungl- ingum. Uppistaðan í samkomunum var fyrst og fremst aukin áhersla á lofgjörð og bæn til Drottins. Gerður var þarna af lífi og sál. Hún átti lifandi trú á Drottin Guð og lagði ríka áherslu á, að við hylltum guð bæði með söng og í bæn. Ég man hvað þetta hafði mikil og sterk áhrif á mig og gaf mér mikinn styrk á þeim tíma. Hið mikilvægasta í lífi Gerðar var trúin á Guð. Hún notaði hvert tækifæri, til að vitna um Hann bæði í orði og verki. Meira að segja, þegar hún var orðin fárveik sjálf, þá miðlaði hún af kærleika sínum til annarra. Þetta fékk ég líka að reyna, þegar veikindi komu upp í fjölskyldu minni. Hún sendi okkur styttu af litlu bami, sem hvílir í hendi Guðs ásamt kveðjuorðum. Þannig fengum við kraft og styrk og fundum nú enn betur, að Guð er ætíð með, hvort sem um er að ræða gleði eða sorg. Þannig var Gerður, lifandi vitnisburður um sinn Guð. Vil ég þakka Guði fyrir, að ég fékk að kynnast Gerði. Þau kynni munu vera mér ógleymanleg. Drott- inn gaf og Drottinn tók. Drottinn gaf okkur Gerði, ég vil þakka Honum fyrir hana. Að endingu vil ég, foreldrar mínir og systur mínar senda eiginmanni hennar, bömum tveimur og öllum ástvinum hennar, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Steinunn Ásgeirsdóttir Harmafregnin um andlát Gerðar barst okkur hingað vestur um haf í vikunni. Guð einn læknar söknuð- inn. Það var í Vindáshlíð í dásmlegu veðri 1979, að tvær fjölskyldur bundust órjúfandi vináttuböndum. Við Gerður áttum síðan margar góðar og uppbyggjandi stundir saman svo að samband okkar varð sterkt og náið. Með fegurð sinni, greind og sönnu trú stafaði hún sólargeislum við hvert fótmál og vísaði veginn úr dalnum dimma. Hér á jörð er öllum afmörkuð stund, en þeir, sem deyja í Drottni hljóta dýrð og eilíft líf. Fordæmi hennar, hetjuleg bar- átta, æðruleysi og hugarró fram á síðustu stund kennir okkur, sem eftir emm, að ganga fram í trú. Meðal síðustu orða Gerðar vora: „Ef Jesú er hafður með í för þarf engu að kvíða. Gefið Honum hluta af tíma ykkar hvem dag og Guð launar margfalt." Við eram þakklát fyrir að hafa átt Gerði að um stund og biðjum Guð að umvelja Ásgeir, Óla Jón, Gerði Rós, Benediktu og alla fjöl- skylduna. Valdís Ámadóttir Mér varð ónotalega kalt innra með mér, þegar mér var tilkynnt lát Gerðar Ólafsdóttur. Þó var ég búin að vera hrædd svo lengi. Ég hafði þekkt hana í rúmlega 20 ár og hún var mér afar kær. Guð gaf henni margar góðar gjafir í vöggu- gjöf. Hún var mjög falleg kona, vel gefin og einstaklega vönduð. Heill vinur var hún, sem gott var að tala við og leita til. Hreinskiptin, en þó svo ljúf og elskuleg. Leiðir okkar „ lágu saman í KFUK og margar okkar samræður vora einmitt í sambandi við starf þess félags. Hún þráði svo heitt, að fleiri mættu heyra um Drottin og fela Honum líf sitt allt. Það hafði hún sjálf gert og fengið að reyna — að við kross- inn Hans er frið og skjól að finna. — Þegar hún var orðin veik af þeim sjúkdómi, er dró hana til dauða, sagði hún eitt sinn við mig: „Það búa fáir við eins góðar aðstæður eins og ég til að vera veikir. Allir á heimilinu gera allt, sem þeir geta til að létta undir með mér.“ Fagur vitnisburður um þá, sem henni þótti svo vænt um, enda var hún mikil fjölskyldukona. Eiginmaðurinn, Ás- geir Markús, og börnin hennar tvö, Öli Jón og Gerður Rós, vora þunga- miðjan í lífi hennar og einstakt var samband hennar við móður sína. En einmitt hún var stoð og stytta fjölskyldunnar, þegar Gerður var orðin veik. Heima hjá mér var hún alltaf kölluð Gerður hans Ásgeirs. Þau vora einstaklega samvalin, Ásgeir og Gerður. Sæi maður annað var hitt aldrei langt undan. Sama áhugamál brann í báðum, útbreiðsla fagnaðarerindisins um Drottin meðal okkar þjóðar. Þau notuðu tímann, meðan enn var dagur, vit- andi að bráðum kemur nótt og þá getur enginn unnið. í virðingu og þökk kveð ég Gerði hans Ásgeirs. Ég bið Guð að gefa ástvinum hennar öllum styrk og kraft. Vinkona SigríðurJ. Thorlacius frá Stöpum - Minning Fædd 20. september 1894 Dáin 24. janúar 1986 Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum i líknarmildum föður-örmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfí sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. (Matth. Joch.) Elsku frænka, Sigríður Jóns- dóttir Thorlacius, fékk hægt andlát eftir nokkurra daga veikindi, sem hún hefur greinilega ekki þolað, slitin og háöldrað. Þökk sé forsjón- inni fyrir það, að hún þurfti ekki að þola meiri þjáningar né lengri rúmlegur. Þó að hún væri afar illa farin lfkamlega var hún stórkost- lega hress kona og hélt sínu andlega þreki til hinstu stundar og lét engan bilbug á sér fínna. Til marks um þrek hennar og þrótt tók hún ekki annað í mál en að klæðast og setj- ast til borðs með stofusystram sín- um á Hrafnistu, daginn áður en hún lést. Frænka var afar fríð og nett kona og með afbrigðum snyrtileg. Hún bjó sig alltaf upp á eftir hádeg- ið f íslenska búninginn sinn, þangað til það var orðið of erfitt fyrir hana, þá fór hún að klæðast þægilegri fötuii). Af okkur systkinabömum hennar var hún ætíð kölluð frænka, það var aðeins ein frænka, og allir vissu hver hún var. Frænka var einstak- lega hlý og skemmtileg enda átti hún marga trygga og góða vini. Þeir vora margir sem heimsóttu hana og hugsuðu vel um hana, þegar hún gat ekki lengur farið út af heimilinu sökum heilsuleysis. Enda var oft gestkvæmt hjá henni á Vesturgötunni, ættingjar, tengda- fólk, sveitungar norðan af Vatns- nesi og fólk, sem dvalist hafði hjá henni sem böm á Tjöm á sumrin eða um lengri tíma og hélt ætíð tryggð við hana. Hún var mikið með hugann á Vatnsnesinu og við gömlu sveitungana þar. Talaði gjaman í símann við vini sína og fylgdist þannig með því sem var að gerast í átthögunum. Gestrisni var hennar aðalsmerki, hún naut þess að bera fram góðgerðir handa gestum og mátti enginn fara frá henni án þess að þiggja veitingar. Hún var mjög mannblendin og var hrókur alls fagnaðar þegar hátíða- stundir vora í fjölskyldunni. Það var ógleymanlegt þegar frænka varð 90 ára. Hún ákvað að fara heim af sjúkrahúsinu og halda okkur nánustu skyldmennum mikla veislu sem hún og gjörði. Þama sat hún svo falleg í íslenska búningnum sín- um, umkringd af fólkinu sínu og stjómaði öllu af rausn. Þetta var síðasta dvöl hennar á heimili sínu. Hún dvaldist yfir nótt- ina og fram á næsta dag í umsjá þeirra elskulegu stúlkna, Dísu og Sissu, sem hlúðu svo fallega að henni á allan hátt í nokkur ár, enda var hún þeim ákaflega þakklát og talaði fallega um þær. Nú á tímum virðast allir hafa svo lítinn tíma að það vill gleymast að rækta samband við ættingja, sem er þó í rauninni mikils virði. Þess vegna stöndum við frændfólkið í mikilli þakkar- skuld við frænku okkar. Hún var sameiningartákn flölskyldunnar. Það var svo gaman og fróðlegt að koma til frænku, hún sagði fréttir af skyldfólkinu, fylgdist með öllum systkinabömunum, mökum þeirra, bömum og bamabömum. Við eigum vissulega eftir að sakna elskulegs ættingja sem var stór þáttur í tilvera okkar. Það er erfitt að ná háum aldri og þurfa að sjá á eftir ástvinum sínum og samtíðarmönnum. Þá má segja að hvíldin sé kærkomin. Við trúum því að elsku frænku líði nú vel hjá Helga sínum og Helgu og öðram ástvinum. Samúðarkveðjur færam við Daníel, tengdasyni frænku, með þakklæti fyrir alla umhyggjusemina og stoð sem hann veitti henni. Frænkur V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.