Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 21
Noregur: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 21 ERLENT Verðfall olíunnar áfall fyrir efnahag landsins Olíutekjurnar minnka um 20 milljarða n.kr. milli ára Bandaríkin: Ferraro sak- laus af misferli New York, 30. janúar. AP. EFTIR nákvæma rannsókn á fjármálum Geraldine Ferraro, fyrrverandi forsetaframbjóð- anda, hefur bandaríska dóms- málaráðuneytið engar fyrirætl- anir uppi um það að lögsækja hana, að því er bandaríska dag- blaðið New York Times segir í dag. Hefur blaðið eftir heimildum í dómsmálaráðuneytinu, að það sé nokkuð ljóst að hún sé ekki sek um misferli hvað varðaði fjármögnun kosningabaráttu hennar fyrir þing- kosningar árið 1978. Búist er við að rannsókninni ljúki innan fárra vikna og hafði þess vegna fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu fyrirvara á um það að ennþá gæti eitthvað saknæmt fundist. Wallraff í gervi Sinirlioglu þrífur salerni á hamborgarastaðnum McDonald’s einhvers staðar í Vestur-Þýskalandi. ÁFRAM Hvert atkvæöi vegur þungt í þessu prófkjöri Stuðningsmenn. KJOSUM REYNSLU OG ÞEKKINGU Á þessu kjörtímabili heíur Sigurður E. Guðmundsson, borgar- fulltrúi, haldið fram slefnu Alþýðuílokksins í borgarstjórn aí reisn og festu. Hann hefur flutt þar mörg góð og athyglisverð mál, sem fengið hafa hljómgrunn. Allir sanngjamir menn viðurkenna, að þrátt fyrir mjög þrönga og eríiða stöðu hefur honum tekist að halda vel á málum flokksins. í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi er hann, að hinum ólöstuðum, sá frambjóðandi, sem býr yfir langmestri reynslu og þekkingu á borgarmálum. Án hennar má flokkurinn ekki vera. Sigurður er óhræddur við að hafa sjálfstæðar skoðanir og fylgja þeim eítir. A slíkum manni þurfum við að halda. Veljum hann. ☆ Prófkjörið fer íram laugardaginn t. febrúar og sunnudaginn 2. febrúar kl. 13—19. Kjörstaðir verða: lðnó uppi, fyrir þá sem búa vestan Snorrabrautar. Sigtún við Suðurlandsbraut fyrir þá sem búa austan Snorrabrautar en vestan Árbæjarhverfis og Breiðholts. Gerðuberg í Breiðholti íyrir íbúa í Breiðholti og Árbæjarhveríi. Kosningaskrifstoía stuðningsmanna Sigurðar E. Guðmunds- sonar verður í veitingasalnum í Glæsibæ (uppi). I lún verður opin báða dagana kl. 10—19. Símar 68-88-70, 71,72, 73 og 74. ☆ Vinsamlegast kjósið snemma og látið kosningaskrifslofuna vita af því sem fyrst. Hafið einnig samband ef einhverra upplýsinga eða aðstoðar er þörú AP/Símamynd Kýrá villigötum ÞAÐ VILDI til í San Antonio í Texas fyrir nokkrum dögum, að §ór- ar kýr sluppu lausar úr gripagirðingu við bæinn. Þær voru að sjálf- sögðu frelsinu fegnar, tóku á rás eftir götum bæjarins og sinntu í engu umferðarreglunum. Ein þeirra hljóp á sendibifreið, braut hliðar- rúðuna með hornunum og baulaði að bflstjóranum, sem þóttist eiga fótum §ör að launa. Kúna sakaði ekki þótt undarlegt megi heita og tókst mönnum að koma böndum á þær allar áður en meira tjón hlaust af. Osló, 30. janúar. Frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. HIN gífurlega verðlækkun á olíu mun hafa mikil áhrif á efnahag Noregs. Til skamms tíma fengust ailt að 30 dollarar fyrir fatið af Norðursjávarolíunni, en nú er verðið komið niður fyrir 20 dollara. „Þetta er mikið áfall fyrir norskt efnahagslíf," segir Rolf Presthus fjármálaráðherra um olíuverðs- lækkunina. Hann býst við, að olíu- tekjur norska ríkisins geti fallið úr 47,5 milljörðum n.kr. 1985 í 27 milljarða á yfirstandandi ári. Mis- muninn verður að öllum líkindum að taka að láni erlendis. Bæði Káre Willoch forsætisráð- herra og Rolf Presthus íjármálaráð- herra hafa látið á sér skilja, að þeir telji, að erfíðir tímar fari í hönd í efnahagsmálum Noregs. Að sögn þeirra verður að leggja á hilluna Qölmörg verkefni og umbætur í velferðarmálum — sem var á dag- skrá að hrinda í framkvæmd á næstu árum og kosta munu stórar fjárhæðir. Missir umtalsverðra olíutekna getur haft áhrif á kjarasamningana í vor. Alþýðusambandið hefur kraf- ist 7% launahækkunar, styttingar vinnutíma úr 40 í 37,5 stundir á viku — án launaskerðingar — og lækkunar eftirlaunaaldurs. „Þetta éru kröfur, sem Noregur hefur ekki efni á að uppfylla eins og nú horfir," segir Willoch forsæt- isráðherra og tekur þar með undir staðhæfíngar vinnuveitendasam- bandsins um, að samkeppnishæfni norsks iðnaðar muni bíða hnekki, ef gengið verði að kröfum verka- lýðshreyfíngarinnar. Verkamanna- flokkurinn hefur stutt það sjónar- mið launþegasamtakanna, að með þessum orðum forsætisráðherrans hafí ríkisstjómin gert sig seka um íhlutun í fijálsan samningsrétt. Orsaka verðfallsins á olíu er að leita hjá OPEC, samtökum olíu- framleiðsluríkjanna. Samtökin hafa árum saman reynt að takamarka olíuframleiðsluna í því skyni að halda verðinu uppi. En nú er annað upp á teningnum hjá aðildarríkjum Gengi gjaldmiðla London, 30. janúar. AP. GENGI dollars lækkaði í dag gagnvart flestum helstu gjaldmiðlunum þegar féttist af viðskiptahallanum í Bandaríkjunum á síðasta ári og í desember. Methalli var á viðskiptum Banda- ríkjamanna við útlönd á árinu 1985, 148,49 milljarðar dollara, og í des- ember var hann meiri en hann hefur áður verið í einum mánuði, 17,37 milljarðar. Vegna þessa þykir sér- fræðingum í gengismálum heldur óvænlega horfa fyrir dollamum og ekki líklegt, að hann hækki í bráð. Auk þess búast menn einnig við því, að millibankavextir í Bandaríkj- unum verði lækkaðir í kjölfar lækk- unar slíkra vaxta í Japan. Fyrir dollarann fengust í kvöld 193,30 japönsk jen og hefur gengi hans gagnvart jeninu ekki verið lægra í sjö ár. Breska pundið styrkt- ist nokkuð í dag þegar út spurðist, að OPEC-ríkin hygðust draga úr olíuframleiðslu til að spoma við frekari olíuverðslækkun. Fást nú 1,4085 dollarar fyrir það en 1,4010 í gær. Fyrir einn dollar fást nú 2,0185 svissneskir frankar (2,0195), 7,3025 franskir frankar (7,3225), 2,7020 hollensk gyllini (2,6970), 1.621,00 ítalskar límr (1.628,35) og 1,4204 kanadískir dollarar (1,4145). Gullið hækkaði allvemlega vegna viðskiptahallans í Bandaríkjunum og fengust nú fyrir únsuna 358 dollarar en 355 í gær. samtakanna. OPEC hefur haft horn í síðu Breta og Norðmanna fyrir að ausa olíu á markaðinn og fá fyrir hana hámarksverð og þar með fímamiklar tekjur. Hinn nýi aðalframkvæmdastjóri OPEC hefíir gagmýnt norsk stjóm- völd harðlega í viðtölum í fjölmiðl- um. En talsmenn OPEC hafa jafn- framt gefið í skyn, að samtökin vilji gjama, að sest verði að samn- ingaborðinu til að ræða ástand olíu- mála í ljósi hins lága heimsmark- aðsverðs. Káre Kristiansen olíu- og orku- málaráðherra greindi frá því í Stór- þinginu í gær, að engin áform væm uppi um, að Norðmenn drægju úr olíuframleiðslu sinni — fram yfír það sem eðlilegt væri og áætlanir segðu fyrir um. „Stórþingið hefur ekki gefíð stjóminni fyrirmæli um að minnka olíuframleiðsluna. Aður en slík fyr- irmæli liggja fyrir munum við ekki draga saman seglin," sagði Krist- iansen. „Og þess vegna höfum við engar áætlanir um að verða við óskum OPEC.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.