Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 + atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Norræn mála- og u pplýsi nga m iðstöð íFinnlandi er samnorræn stofnun, sem heyrir undir norrænu ráðherranefndina. Hlutverk hennar er að auka kennslu og miðla upplýsingum varðandi tungu, menningu og þjóðfélagsgerð hinna Norðurlandanna. Stofnuninni er einnig gert að kynna Norðuriandabúum þjóðfélag, tungu og menningu Finna. Frá 1. ágúst 1986 er laus staða: Vanur matreiðslumaður óskar eftir starfi úti á landi. Getur byrjað strax. Uppl. í síma 20952. Hótelstjóri Við leitum að áhugasömum og hörkudugleg- um aðila til að sjá um stjórnun á nýju hóteli á Suðurlandi. Þeir sem hafa áhuga á starfinu sendi umsókn með upplýsingum um fyrri störf og menntun til augl.deildar Mbl. merkta: „Hótelstjóri — 3125“ fyrir 7. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Öllum umsóknum verður svarað. Hrafnista Reykjavík Eldhús Starfsfólk vantar til aðstoðar í eldhús. Upplýsingar í síma 35133. Hálfs- og heilsdagsstörf Duglegt og vandvirkt starfsfólk óskast nú þegar í fiskiðju Granda hf. við Norðurgarð. Um er að ræða störf við pökkun og snyrt- ingu. Akstur í vinnu og aftur heim, á morgn- ana, í hádeginu og á kvöldin. Mötuneyti á staðnum. — Góð starfsmannaaðstaða. Upplýsingar og umsóknir hjá starfsmanna- stjóra í Norðurgarði eða í síma 29424 kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Grandihf. Verksmiðjuvinna Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar gefnar á Skúlagötu 28 (ekki í síma). Kexverksmiðjan Frón hf. Starfsfólk óskast Óskum eftir góðu starfsfólki í vaktavinnu. Ekki yngri en 20 ára. Góð laun fyrir gott starfsfólk. Uppl. á Pítunni, Skipholti frá kl. 11-21. 2= PfTAH VIRKA Klapparstig 25—27 Afgreiðslustúlka óskast Þurfum að bæta við röskri, snyrtilegri stúlku í hálft starf (13.30-18.30). Framtíðarstarf. Upplýsingar í síma 75960. Tæknistjóri flugrekstrar Staða tæknistjóra flugrekstrar hjá Land- helgisgæslu íslands er laus til umsóknar. Starfið felst í því að stjórna og hafa umsjón með viðhaldi, skoðunum, viðgerðum og breytingum loftfara Landhelgisgæslu og Landgræðslu ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi mikla reynslu í viðhaldi loftfara, sé flugvirki, flugtæknifræð- ingur eða flugverkfræðingur að mennt og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum um starfið skal skila til Land- helgisgæslu íslands, Seljavegi 32 fyrir 15. febrúar nk. Forstöðumanns Forstöðumaðurinn er yfirmaður stofnunar- innar og hefur jafnframt umsjón með þeirri kennslu, sem fram fer á hennar vegum. Honum er ætlað að treysta enn frekar tengsl Norðurlanda með því að koma nauðsynleg- um upplýsingum á framfæri jafnframt því sem hann skipuleggur starfsemina og gerir fjárhagsáætlanir. Krafist er háskólaprófs. Æskilegt er að við- komandi hafi lokið prófi í norrænum málvís- indum eða hafi sambærilega menntun. Þá þarf viðkomandi að búa yfir kennsluhæfileik- um, hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vera áhugasamur um norrænt samstarf. í miðstöðinni er að jafnaði töluð sænska og finnska. Staðan er veitt til fjögurra ára og kemur framlenging til greina að afloknum þeim tíma. Laun eru greidd samkvæmt taxta opinberra starfsmanna. Grunnlaun eru um 10.005 finnsk mörk og hámarkslaun með starfsald- urshækkunum 12.889 finnsk mörk. Við þessa upphæð kunna síðan að bætast aðrar greiðslur svo sem ferða- og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar veitir Erlingur Sigurðs- son, sem á sæti í stjórn stofnunarinnar, í Helsinki í síma 90-5632455. Umsóknir skal senda fyrir 28. febrúar 1986. Þær skal senda: Styrelsen för Nordiska sprák och informationscentret Hagnásgatan 2 SF-00530 Helsingfors Finland. . > v raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Útgerðarmenn Til sölu 30 tonna stálbátur 3ja ára. Mögulegt að taka bát uppí. Einnig til sölu 9 tonna stál- bátur, 9 tonna plastbátur, 5 tonna hraðfiski- ^ bátur og smærri trillur. Vantar allar stærðir báta á söluskrá. Skipas. M.Jensson, Garðast. 11, s. 14174. Jóhann Sigfússon s. 35259, Sig. Sigfússon s. 30008. Skipstjóra og stýri- mannafélagið Ægir heldur aðalfund á morgun, laugardag 1. febr. kl. 14.00 að Hótel Sögu (ölstofu). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Kvenfélag Keflavíkur Fundur á mánudaginn í Kirkjulundi kl. 20.30. Fundarefni: Jól í ísrael, Hallbera Pálsdóttir. Stjórnin. húsnæöi öskast Húsnæði óskast Heildsölufyrirtæki óskar eftir að kaupa lager- og skrifstofuhúsnæði. Æskilegur staður, austurhluti Reykjavíkur eða Kópavogs. Stærð 150-200 fm. Upplýsingar í síma 78680. Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands verður haldinn í Vík- ingasal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 20. febrúar 1986 og hefst kl. 12.00. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum15 Sími:6210 66 Framboðsfrestur Starfsmannafélagið Sókn hefur ákveðið að viðhafa a'lsherjar atkvæðagreiðslu um stjórn, trúnaðarráð, endurskoðendur og varamenn þeirra. Framboðslistum þurfa að fylgja nöfn 100 fullgildra félaga Sóknar og skal þeim skilað fyrir 12 á hádegi föstudaginn 7. febrúar 1986 á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, þar sem listi stjórnar liggur frammi. Starfsmannafélagið Sókn. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.