Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986
St|örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
Flestir vita að stjömuspeki
flallar um persónuleika manna,
um iífsorku, tilfinningar, hugs-
un, samskipti, starfsorku, fas,
framkomu o.fl. Tilgangurinn
er sá að vekja okkur til meðvit-
undar um það hver við erum
og hvaða eiginleika við höfum.
Það hjálpar okkur að beina
orku okkar inn á jákvæðar
brautir, hjálpar okkur t.d. að
finna starf við hæfi og það
sem ekki er síður mikilvægt,
að skilja annað fólk. Stjömu-
speki er því fyrst og fremst
tæki til sjálfsþekkingar, nokk-
urs konar sjálfskönnunarspegili.
Misskilningur
Þetta vita margir þó algengar
séu ýmsar hugmyndir sem
yfirleitt byggja á misskilningi
eða vanþekkingu. Ég vil nefna
hér nokkur dæmi: 1) Þó plá-
netur hafi hugsanlega einhver
áhrif er ekki hægt að ganga
framhjá uppeldi, umhverfis-
áhrifum og erfðaþáttum. 2)
Stjömuspeki fæst við spá-
dóma sem afvegaleiðir fólk og
er þvf beinlínis hættuleg. 3)
Hún hvflir á óljósum draumór-
um, er fullkomlega óvísinda-
leg og því er ekki mark á
henni takandi. 4) Stjömuspeki
setur fólk á bása og dregur úr
spennu og því óvænta í lífinu.
5) Hvað ætli ég þurfi á þessu
að halda, eins og ég þekki
ekki sjálfan mig. Ég ætla í
þessum og síðari þáttum að
taka þessi atriði fyrir, en
vegna takmarkaðs rýmis tek
ég einungis einn þátt fyrir í
einu.
Uppeldisáhrif
Einfaldast er að segja strax
að stjömuspeki tekur tillit til
erfða svo og uppeldis og
umhverfisþátta. Stjömukort
okkar sýnir fyrst og fremst
upplag okkar og útfrá því
hæfileika og möguleika. Að
sjálfsögðu hefur uppeldi síðan
mikið að segja. Það er reynsla
allra sem hafa fengist við
uppeldismál að foreldrar geta
eyðilagt böm sín með röngu
eða engu uppeldi. Þeir geta
einnig með hvatningu og réttu
viðmóti hjálpað bami, sem
hefur erfiða skapgerð, til
þroska. Stjömuspekingar
þekkja þess ótal dæmi að
menn koma til þeirra til að
finna sjálfa sig. Menn finna
oft er þeir komast á fullorðins-
ár að erfíð bemskureynsla
hefur hindrað þá í því að verða
sjálfstæðir og skapandi ein-
staklingar. Tæki sem varpar
ljósi á upplag okkar getur
því verið mjöggagnlegt.
Umh verfisáh rif
Það er ekki auðvelt að vera
sjálfstæður einstaklingur í
þessum heimi. Lífsbaráttan er
hörð, við þurfum að vinna fyrir
lifibrauði, og alls ekki er gefið
að við finnum vinnu við hæfi.
Við þurfum einnig að taka
tillit til fjölda annarra ein-
staklinga, til systkina, vina,
maka, bama, vinnufélaga
o.s.frv. Allir þessir aðilar gera
kröfur tii okkar. Við getum
því hæglega týnt sjálfi okkar.
Stjömuspeki tekur tillit til
þessara þátta og reynir að
greiða úr þeirri flækju sem
myndast milli þess persónu-
lega og umhverfisins. Á vissan
hátt er eitt hlutverk hennar
það að finna sjálfíð og þá
þætti persónuleikans sem
leynast bakvið uppeldi og
umhverfiskröfur. I fullkom-
inni túlkun á stjömukorti er
síðan tekið tillit til aðstæðna
viðkomandi og þess að hver
einstaklingur hefur fijálsan
vilja til að bregðast við sínum
aðstæðum.
CONAN VILLIMADUR
LJÓSKA
TOMMI OG JENNI
Heyrðu, Rúnki . . . mamma
er að leita að þér!
17b)
Mér þykir leitt að segja
þér það, en það er „A á
H“ dagur!
Ó, nei... ekki „A á H“!
Aftan á hjólinu dagur!!
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Vestur spilar út laufsexunni
gegn þremur gröndum suðurs:
Norður
♦ G863
¥K84
♦ G103
♦ D87
Suður
♦ KD5
♦ ÁG2
♦ ÁD76
♦ K43
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 tígull
Pass 1 spaði Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Sagnhafí setur lítið úr blind-
um og drepur tíu austurs með
kóng. Hvemig á hann að spila?
Ef útspil vesturs er frá fjórlit
er engin leið að tapa spilinu —
að því gefnu auðvitað að vestur
eigi laufásinn, eins og hann hlýt-
ur að eiga ef útspilið er fjórða
hæsta. En eigi vestur fimmlit í
laufi þarf að vanda úrspilið. Það
er nauðsynlegt að brjóta út
spaðaásinn og svína á tíglinum.
Eigi vestur bæði tígulkóng og
spaðaás, til viðbótar við fimmlit-
inn í laufi, er ekkert til bjargar.
En ef hann á aðeins annað spilið
vinnst sögnin örugglega með
því að fara strax í tígulinn —
ekki spaðann.
Vestur Norður ♦ G863 ♦ K84 ♦ G103 ♦ D87 Austur
♦ 92 ♦ Á1074
♦ 7 111 ♦ D109653
♦ K9842 ♦ 5
♦ ÁG965 ♦ 102
Suður
♦ KD5
♦ ÁG2
♦ ÁD76
♦ K43
Rétta spilamennskan er að
fara inn á borðið á hjartakóng
og svína í tíglinum. Vestur fer
á tígulkónginn, en græðir lítið á
því að fría laufið þar eð hann á
enga innkomu eftir. Seinna er
hægt að sækja spaðaásinn í ró-
legheitum.
Þú sérð hvað gerist ef spaðan-
um er spilað strax: austur notar
innkomuna á spaðaásinn til að
bijóta laufið og vestur á enn tíg-
ulkónginn sem innkomu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á álþjóðlega skákmótinu í Wij-
kaan Zee í Hollandi, sem nú stend-
ur yfir, kom þessi staða upp í 9.
umferð 1 viðureign hollensku stór-
meistaranna Van der Wiel, sem
hafði hvítt og átti leik, og Hans
Ree.
30. Re8+! (En ekki 30. f6+ -
Kg8, 31. Df3 - Bxc7) Kg8, 31.
Rf6+ - Kg7, 32. Dxh8+! og
svartur gafst upp, því eftir 32. —
Kxh8 er hann óveijandi mát í
fjórða leik. Enski stórmeistarinn
Nigel Short er efstur á mótinu
með 6 / v. af 9 mögulegum, en
næstur er Van der Wiel með 6
v. Júgóslavneski stórmeistarinn
Ljubojevic er þriðji með 5 v. og
biðskák, en Húbner og Sosonko
hafa 5 v.