Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Egyptaland: „1001 nótt“ ekki klám- rit heldur klassískt verk Kairó, 28. janúar. AP. ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Egypta- og klámfengin, sé marklaus. Hér landi hefur ákveðið að dómur sé um klassískt rit að ræða, en undirréttar þess efnis að bókin ekki klámbók. Undirréttur lét „Þúsund og ein nótt“ sé siðlaus gera „Þúsund og eina nótt" Bretland: Nýtt tilboð í Westland Meirihluti telur að Thatcher eigi að segja af sér London, 30. janúar. AP. EVRÓPSKA fyrirtækjasam- steypan, sem áhuga hefur á að kaupa hlut í Westland-þyrlufyr- irtækinu breska, kom i gær fram með nýtt tilboð. í skoðanakönn- unum kemur fram, að meirihluti manna telur, að Margaret Thatcher, forsætisráðherra, eigi að segja af sér vegna Westlands- málsins. Evrópska fyrirtækjasamsteypan, Lloyds-banki og þijú fyrirtæki á meginlandinu, gerði í gær nýtt til- boð í Westland-hlutabréfín og er það verulega hærra en hið fyrra. Talsmenn samsteypunnar segjast vona, að þessi hækkun nægi til að 50% hluthafa samþykkti tilboðið en hluthafafundur hefur verið boðaður 12. febrúar nk. í þessu nýju tilboði eru ekki British Aerospace og General Electric en þessi fyrirtæki voru aðilar að því fyrra. General Electric á nú þegar 550.000 hluta- bréf í Westland. í skoðanakönnun Harris-stofn- unarinnar frá í gær kemur fram, að 29% Breta trúa frásögn Thatch- er, forsætisráðherra, af atburðarás- inni í Westland-málinu en 55% trúa henni ekki. 16% vissu ekki hverju trúa skyldi. í kjördæmi Thatcher sjálfrar vildu hins vegar 55% leggja trúnað á orð hennar. 51% manna taldi, að Thatcher bæri að segja af sér. upptæka í bókaverslunum á fyrr- greindum forsendum. Saksóknari sakaði þijá bóksala um útbreiðslu á klámi síðasta sumar. Þeim var gefíð að sök að hafa prentað, flutt inn og dreift klámfenginni útgáfu af „Þúsund og einni nótt" og bætt lostafullum köflum við bókina. Þijú þúsund eintök af bókinni voru gerð upptæk og sakboming- amir sektaðir um 14 þúsund krónur hver eftir að hafa verið dæmdir í undirrétti fyrir að bijóta hin ströngu siðalög Egyptalands. í dómsúrskurði áfrýjunarréttar- ins sagði að bókin, sem gerð var upptæk, væri ekki klámbók og hún hefði ekki verið rituð með það fyrir augum að ganga á skjön við al- mennt siðgæði. Ýmsir erótískir kaflar, sem væru í upprunalegu útgáfunni, hefðu verið ritskoðaðir. Þessir kaflar uppfylltu ekki almenn- ar siðgæðiskröfur, ef teknir væru úr öllu samhengi, en sem hluti af heild væru þeir fullkomlega lögleg- ir. Stefnandi hefur ekki ákveðið hvort áfiýjað verður til hæstaréttar. KGB: Kom í veg fyrir fund friðarhóps Moskvu, 30. janúar. AP. JL FÉLAGI í óopinberum friðarsamtökum í Sovétríkjunum, Aiexei Luznikov að nafni, sagði í dag, að starfsmenn KGB, sovésku ieyni- þjónustunnar, hefðu komið í veg fyrir, að hópurinn gæti haldið fund á þriðjudag, þar sem ætlunin var að ræða nýlegar afvopnunartillögur Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga. Luznikov sagði, að tólf öryggis- Samtökin, sem hafa það að lögreglumenn hefðu hindrað félaga markmiði að efla traust milli samtakanna í að sælga fundinn, sem halda átti í íbúð eins úr hópnum í suðurhluta Moskvuborgar. Hann sagði, að 10 félagar úr samtökunum hefðu verið teknir höndum og færðir á lögreglustöð, en verið sleppt nokkru síðar. Bandankjanna og Sovétríkjanna, hafa ekki hlotið viðurkenningu sovéskra stjómvalda. Á fundinum átti að ræða tiilögu þá, sem Gorb- achev lagði fram 15. janúar sl., þess eíhis að risaveldin losi sig við öll kjamorkuvopn fyrir árið 2000. Ferdinand Marcos. Margt bendir til, að hann sé mikill sjúklingur en hann vísar öllu slíku á bug. Marcos Filippseyjaforseti: Gerir mikið úr reynslu- leysi Corazon Manila, 3. janúar. Frá Önnu Bjanadóttur, fréttaritara Morgunblaðsina. FERDINAND Marcos ávarpaði hádegisverðarfund Rotaryklúbbsins í Manila í Manila-hótelinu í dag. Hann gekk í salinn eftir rauðum dregli og lag til heiðurs honum var sungið og leikið. Hann bar sig vel en hvarf þó á bak við blátt tjald áður en hann flutti um klukku- tíma langa ræðu. Sagt er að hann fái sprautu á bak við þetta tjald, það er á öllum stöðum sem hann kemur fram, og að þar sé einnig salerni og jafnvel baðker. Marcos varði stjómartíð sína í ræðunni og gagnrýndi Cory Aquino, mótframbjóðenda sinn í forseta- kosningunum, fyrir að hafa búið til alranga mynd af honum í kosninga- baráttunni. Hann gerði mikið úr reynsluleysi hennar og spurði áheyrendur hvort þeir myndu ráða svo óreynda konu sem forstjóra fyrirtækja þeirra. Nokkrir hrópuðu jákvætt svar en Marcos hélt ótrauð- ur áfram og sagði að allir skildu að það þyrfti mikla reynslu og þekkingu til að vera forseti. Hann sagði að andstæðingar hans boðuðu breytingar í landiriu ef þeir kæmust til valda. Hann sagði að þeir þyrftu ekki að ná kosningu til að breytingar yrðu og boðaði endurskoðun á landsmálum. Marcos kvað óformlegar skoðanakannanir benda til að hann yrði endurkjörinn og bað guð um að veita sér styrk á sál og líkama til að leiða þjóðina næstu árin. OrStfAÚTSOA Utsalan hefst í dag RDnm «' ADflm # ADflm # ADflm # RDflm # Laugavegi 47 Laugavegi 47 Laugavegi 47 Laugavegi 47 Laugavegi 47 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.