Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 5
Lögregla fylgist reglulega með veit- ingahúsum UNDANFARNAR helgar hafa lögTeglunienn fylgst með ástandi á veitingahúsum í Reykjavik með tilliti til þess hvort veitingamenn fylgi ákvæðum um fjölda gesta, hvort áfengislöggjöfinni sé fylgt og neyslu fíkniefna. Lögreglu- skýrslur um ástandið hafa verið sendar dómsmálaráðuneytinu og að sögn Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykjavík, hefur bragur víðast verið góður en í nokkrum tilvikum hefur orðið vart fíkniefnaneyslu og að húsin hafi ekki virt ákvæði um fjölda gesta. „Tilvik liggja fyrir um að gestir hafi verið of margir og við munum bregðast við því,“ sagði Böðvar í samtali við Morg- unblaðið. Hann lagði áherslu á að ekki væri um neinar ofsóknir á hendur veitingamönnum að ræða, heldur væri þetta gert í nánu samstarfí við þá. „Veitingamenn hafa sjálfír tekið vel viðleitni opinberra aðila til að bæta ástandið á veitingastöð- um. Þeir hafa óskað tilsagnar fyrir starfsfólk sitt um fíkniefni og hvemig bera megi kennsl á fólk, sem neytir þeirra. Við munum halda þessu eftirliti áfram," sagði lög- reglustjóri ennfremur. Leikfélag Akureyrar: Signý áfram leikhússljóri Akureyri, 30. janúar. SIGNÝJU Pálsdóttur hefur verið boðið starf leikhússtjóra Leik- félags Akureyrar í eitt ár til viðbótar, en samningur hennar við LA rennur fljótlega út. Signý hefur látið í það skína að hún hyggist ekki gegna starfí sínu áfram. Hún hefur nú verið leik- hússtjóri LA í fjögur ár, hefur tví- vegis verið ráðinn til tveggja ára í senn. Að sögn Theodórs Júlíussonar leikara, formanns leikhúsráðs, var það samþykkt einróma í ráðinu að fara þess á leit við Signýju að hún starfaði í eitt ár til viðbótar. Hún hefur fengið viku frest til að gefa ákveðið svar. Loðnuveiðin: Sigurður með 1.400 lestir LOÐNUVEIÐI íslenzku skipanna var síðastliðinn þriðjudag alls 15.280 lestir. Bræla var á miðun- um á miðvikudag og veiði lá niðri af þeim sökum. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin um afla á þriðju- dag: Súlan EA, 800, Sæberg SU, 620, Júpíter RE, 250, Börkur NK, 1.220, Jón Kjartansson SU, 800, Þórshamar GK, 350, Sigurður RE, 1.400, Fífíll GK, 470, Höfrungur AK, 250 og Húnaröst AR 150 lestir. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! • t:tSi/U/m i }i'j!)uJllo'-I ,iuia,ll k;ióí ■ > j MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 4 5 og nýlega vörur. 60% Gífurlegt úrval af stórglæsilegum fatnaði - skóm o.fl. o.fl. Opið til kl. 19 í dag og til kl.16.00 á morgun afsláttur Og auðvitað bjóðum við ykkur velkomin með bros á vör . . . Laugavegi 30. Laugavegi 66. Glæsibæ. SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 45800. Bonaparte GARBO Austurstræti 22. Austurstræti 22. sem allir hafa beðið eftir hefst verslunum samtímis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.