Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 3 KÍ vill hefja við- ræður þegar í stað telur því að samningsréttartilboð flármálaráðherra feli aðeins í sér bráðabirgðalausn og ítrekar kröfur KÍ um fullan samnings- og verk- fallsrétt," sagði í stjómarsamþykkt- — á grundvelli tilboðs fjármálaráðherra um samningsrétt Bandalags kennarafélaga STJÓRN Bandalags kennarafé- laga mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til óskar fulltrúa Kennarasambands íslands í stjórninni um að „þegar í stað verði hafnar viðræður við fjár- málaráðherra um sjálfstæðan samningsrétt fyrir BK á grund- velli bréfs fjármálaráðherra til KÍ dags. 29. janúar sl.,“ eins og það var orðað í samþykkt stjórn- arfundar KÍ í gær. Stjóm KÍ leggur jafnframt áherslu á, „að viðræðum þeim, sem hafnar em um endurskoðun á samningsréttarlögum opinberra starfsmanna, verði hraðað. Stjómin Bæjarstjórn Kópavogs: Býður land und- ir kirkju- garðí Selhrygg BÆJARSTJÓRN Kópavop hef- ur samþykkt að gefa Kirkjugörð- um Reykjavíkurprófastsdæmis kost á allt að 20 hektara svæði undir kirkjugarð, sunnan og suðaustan i Selhrygg, norðan Arnarnesvegar. Tillaga þessi var samþykkt á fundi bæjarstjómar hinn 21. janúar síðastliðinn og er í henni mælst til þess við stjóm kirkjugarðanna að endanleg stærð og markalína vænt- anlegs kirkjugarðs verði ákveðin hið fyrsta, svo undirbúningur lands- ins geti orðið á sem hagkvæmastan hátt, og óhjákvæmileg endurskoðun skipulags í grennd við garðinn geti hafist. í samþykkt bæjarstjómar Kópa- vogs kemur fram, að ekki sé við því að búast að nægilegt jarðdýpi sé á öllu þessu svæði og gera verði ráð fyrir aðfluttum moldaijarðvegi, sem til dæmis gæti fengist úr byggingarsvæðum í Smára- hvamms- og Fífuhvammsmýrum. Stjóm Kirkjugarða Reylqavíkur- prófastsdæmis hefur málið til at- hugunar, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. í Bandalagi kennarafélaga em félög innan KÍ og Hið islenska kennarafélag - sem jafnframt er í Bandalagi háskólamanna (BHM) og hefur þar af leiðandi ekki verkfalls- rétt. Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands, lagði áherslu á í gærkvöld, að af hálfu KÍ væm engin áform um að beita HÍK þrýstingi til að segja skilið við BHM, það væri algjörlega mál fé- laga Hins ísienska kennarafélags. „Sameiginlegt markmið okkar er eftir sem áður stofnun nýrra heild- arsamtaka kennara," sagði Valgeir, „en af því getur ekki orðið endan- lega fyiT en á næsta ári, því fyrr verða ekki haldin þing okkar og félaga okkar í HÍK. Það liggja nú fyrir þijár hugmyndir um upp- byggingu nýrra samtaka. Síðar í vetur munum við láta fara fram skoðanakönnun meðal kennara um hveija hugmyndina þeir telja heppi- legasta og þá ætti laganefnd BK að geta hafið störf í vor. Tillögur nefndarinnar liggja væntanlega fyrir næsta haust og þá verður hægt að ræða þær í skólunum næsta vetur, svo málið ætti að vera rækilega undirbúið þegar kemur fram á vorið," sagði hann. 2.000 gærur hurfu í hafið Akureyri, 30. janúar. FÆREYSKA flutningaskipið Norðvikingur fékk á sig brotsjó um tveimur mílum austan við Gjögurtá á þriðju- dag. Borðstokkurinn lagðist inn á 20 metra kafla og einn 20 feta gámur hvarf i hafið. í gámnum sem týndist voru 2.000 gærur frá Færeyjum til skinnaverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri en auk þess flutti skipið 75 tonn af salti hingað. Skipið kom til Akureyrar á þriðjudagskvöld. Slippstöðin vinnur nú að viðgerð á skemmd- um Norðvíkings. Sjaldan hafa verið jafn pottþétt kaup f DAIHATSU Verðið á lúxusútgáfu frá aðeins Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sina við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör embættisins birtast síðan í blaðinu. FREMSTIR W' GÆÐUM Ódýrastur í rekstri. Rómuð þjónusta. Öruggasta endursalan. Þetta eru kostir verðlaunabíls og Charade er margfaldur verðlaunabíll. Bílasýning á laugardag 1—5. Sýnum einnig Cuore, Cab Van °g Rocky DAIHATSUUMBOÐIÐ ___________Ármúia 23, s. 685870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.