Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Ævar R. Kvaran byrjar framsagnarnámskeið þann 6. febrúar nk. Betri framsögn, raddbeiting og lestur eins og talað sé af munni fram. Aldur skiptir engu máli. Þetta geta allir lært. I Upplýsingar í síma 32175 daglega kl. 17-19 Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, talar um hlutverk stjórnandans Fræðslunefnd Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga (FVH) mun halda fund með léttara sniði, föstudaginn 31. janúar kl. 17.00 til 19.00. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf. mun þar halda erindi um hlutverk stjórnandans í íslensk- um fyrirtækjum. Fundarstaður er að Skipholti 70. Léttar veitingar verða á boðstólum. Mætum öll. ALLTAF A LAUGARDÖGUM I.BWtHf Voru íslendingar sóðar? Ófagrar sögur fóru af sóðaskap landans, jafnvel í æðstu menntastofnun landsins — að ekki sé nú talað um höfuðstaðinn. Samantekt, sem byggir á lýsingum erl. gesta m.a. Initerleukin — 2 Nýtt krabbameinslyf, sem vonir eru bundnar við og byggir á að gera hvítu blóðkornin herská, svo þau ráðast með fídonskrafti á krabbameinsfrumur. Goðsagnaverur og gras af seðlum ítalski málarinn Sandro Chia er einn þeirra, sem hafa látið nýbylgjuna fleyta sér upp á stall frægðar og auðsæ. Barbagallo leikur á íslandi Þessi ungi Bandaríkjamaður er að verða stórstjarna og hann leikur með Sinfón- íunni um helgina. Vöndud og menningarleg helgarlesning Um framtíð safnahúss- ins við Hverfisgötu Abendingar til borgaryfirvalda á afmælisári — eftir Ragnheiði Guðmundsdóttur Undanfarið hefur verið talsvert rætt og ritað um framtíðamýtingu safnahússins við Hverfísgötu, þegar landsbókasafnið og þjóðskjalasafn- ið verða flutt í ný eða önnur húsa- kynni innan tíðar. Raddir hafa komið fram um, að eitthvert ráðuneytanna eða jafnvel Hæstiréttur fái afnot af húsinu. Hins vegar hefur enginn hreyft því, að þetta fagra hús, ein mesta borgarpiýði, verði áfram notað í sama tilgangi og það var byggt — til að hýsa bækur. Það er nánast orðin árátta hjá okkur að vera sífellt að breyta hús- næði til annarra þarfa en það var upphaflega ætlað til, alltaf með æmum tilkostnaði og oftar en hitt með vafasömum árangri. Það er óþarft að nefna dæmi um þetta, einhver slík dæmi þekkja allir. Mín ábending til borgaryfírvalda á afmælisári er því sú, að borgin eignist Landsbókasafnshúsið og flytji borgarbókasafnið þangað og gefí okkur Reykvíkingum og öðrum landsmönnum áfram kost á að venja komur okkar í þetta hús, sem fiest- um okkar hefur verið kært að koma í á liðnum árum. Mörg okkar, sem komin eru á miðjan aldur og yfír, minnumst með gleði fyrstu heimsókna í þetta hús, m.a. til að skoða náttúrugripasafn- ið, sem þá var þar til húsa. Síðar kynntumst við svo öðrum vistarver- um safnahússins, landsbóka- og þjóðskjalasafninu. Eg er viss um að ég mæli fyrir munn margra Reykvíkinga af minni kynslóð og yngri, þegar ég mælist til þess, að borgaryfírvöld vinni að því að eignast þetta hús undir borgarbókasafnið. Það er fyrirhugað að minnast 200 ára afmælis Reykjavíkur með ýmsum hætti og er það vel, en ef borgaryfirvöld eignuðust Lands- bókasafnshúsið fyrir borgarbóka- „Það er fyrirhug-að að minnast 200 ára af- mælis Reykjavíkur með ýmsum hætti og- er það vel, en ef borgaryfir- völd eignuðust Lands- bókasafnshúsið fyrir borgarbókasafnið yrði af mælisins minnst með eftirminnilegum hætti. Slíkt framtak yrði veg- legur minnisvarði um stórhug borgaryfir- valda, sem lengi yrði minnst með gleði og þakklæti, og löngu eftir að öll hátíðahöldin yrðu gleymd í sambandi við 200 ára afmælið.“ safnið yrði afmælisins minnst með eftirminnilegum hætti. Slíkt fram- tak yrði veglegur minnisvarði um stórhug borgaryfírvalda, sem lengi yrði minnst með gleði og þakklæti, og löngu eftir að öll hátíðahöldin yrðu gleymd í sambandi við 200 ára afmælið. Ef af þessu yrði mætti gera hús Borgarbókasafnsins við Þingholts- stræti að einhveiju sérstöku bóka- safni, t.d. bamabókasafni. Böm nota nú orðið mikið bókasöfn og í vaxandi mæli. Það yrði þá hægt að auka verulega núverandi bóka- kost bamabóka, jafnframt sem betri möguleikar sköpuðust til bókakynninga fyrir börnin í rýmra húsnæði og vel mætti hugsa sér ýmsar „uppákomur“ til að laða bömin enn meir að safninu. Og ekki veitir af að gera sem allra mest fyrir bömin í þessum efnum, að hvetja til lesturs góðra bóka, Ragnheiður Guðmundsdóttir þegar áhrifa sjónvarps og mynd- banda gætir í sívaxandi mæli. Þó mörg ágreiningsmál séu meðal borgarfulltrúa ættu þeir allir að geta sameinast um mál eins og þetta, því sem betur fer eru mörg mál, sem sameina þá. Trúlega munu stjómvöld ætla að gefa Reykjavíkurborg einhveija afmælisgjöf í tilefni 200 ára af- mælis borgarinnar. Það væri skemmtilegt, ef þau gerðu sitt til að auðvelda borgaryfírvöldum að eignast safnahúsið við Hverfísgötu, því sennilega er til of mikils mælst, að þetta gamla virðulega hús yrði afmælisgjöf til borgarinnar. Meðan örlög safnahússins við Hverfísgötu em ekki ráðin, er enn hægt að koma hugmyndum á fram- færi um framtíð þess. Vonandi -verður þessari hugmynd vel tekið, svo að húsið, sem byggt var af framsýni og stórhug fyrir söfn, fái hér eftir sem hingað til að þjóna þeim tilgangi, sem því var ætlað í upphafi, enda áreiðanlega betur til þess fallið en nokkurs annars. Höfundur er læknir. Opið bréf til Grundfirðinga eftirÞórarin St. Sigurðsson Ágætu Grundfirðingar! Af eðlilegum ástæðum hef ég ekki eytt miklum tíma á undan- gengnum árum í hugrenningar um ykkar gengi. Ég veit reyndar að uppbygging á ýmsum sviðum hefur verið með miklum blóma og mann- lífíð gott. Af persónulegum ástæð- um hef ég oft komið vestur og hitt fólk að máli og alltaf haft af því gagnoggleði. Nú uppá síðkastið hef ég ekki getað að því gert að hugur minn hefur sótt æði stíft á ykkar slóðir, eða nánar tiltekið eftir að ljóst var að tveir aðilar gerðu tilboð í bv. Sigurfara II frá Fiskveiðasjóði ís- lands. Svo sem kunnugt er hafa þau tíðindi gerst að nokkrir af nýjustu togurunum hafa lent undir hamrin- um. Öli hafa þessi skip gegnt mikil- vægu hlutverki til öflunar hráefnis sem skapað hefúr verðmæti til hagsbóta fyrir stóran hóp fjöl- skyldna á viðkomandi stöðum og til eflingar þjóðarbúinu. Á heimaslóðum þessara skipa hefur verið vilji fyrir því að heimta skipin aftur. Þar sem það hefur borið árangur hefur tekist að virkja fyrirtæki og einstaklinga til sameig- inlegra átaka. Sú staða sem er grundvöilur að sterkum sameigin- legum átökum virðist ekki vera fyrir hendi hjá ykkur nú. Hvað veldur því? Nú er ég ekki að pára ykkur þessar línur til þess að tala undir rós, láta sem ég hafi ekki heyrt og viti ekkert hvað hefur verið að gerast í þróun þessa hörmulega máls t.d. hvað varðar samskipta- erfíðleika útgerðar togarans og aðal viðskiftaaðila hans. — Nei ég kýs að tala við ykkur opinskátt og af hreinskilni, að öðrum kosti hefði þetta bréfkom aldrei orðið til, þar sem ég hef um nóg að hugsa á mínum starfsvettvangi Víkjum aðeins að liðnum tíma. Ég hygg að ekki verði dregið í efa þegar gluggað er í sögu Hrað- frystihúss Grundarfjarðar hf., hvað hráefnisöflun varðar, að þar bera, að öðrum ólöstuðum, tvö nöfn hæst, þá Siguijón Halldórsson og Hjálmar Gunnarsson. Á ég þá sérstaklega við tímabilið frá upphafí fyrirtækis- ins uppúr 1941 og fram að því, þegar bylting varð í hráefnisöflun- inni með tilkomu togaranna, fyrst bv. Runólfs og síðar bv. Sigurfara II. Þetta tímabil var enginn dans á rósum hjá frystihúsinu. Erfiðleikar voru oftast miklir og árum saman gífurlegir þar til 1979 að mestu erfiðleikamir vom að baki. Fyrir- tækin sem einstaklingum með slíka stöðu er dýrmætast af öllu að eiga góða og trygga vini. Það átti Hrað- frystihús Grundarfjarðar hf. svo sannarlega. Verkafólkið sýndi frystihúsinu ótrúlega þolinmæði og skilning með því að eiga inni laun sín svo mánuðum skipti. Þeir tveir útgerðarmenn sem ég nefndi hér „E g kýs að tala við ykkur opinskátt og af hreinskilni, að öðrum kosti hefði þetta bréf- korn aldrei orðið til...“ að framan áttu langtímum saman inni hjá fyrirtækinu stórar ijár- hæðir og gefur augaleið hvað slíkt hefur þýtt fyrir þá, en sakir velvilja og tryggðar við frystihúsið héldu þeir áfram, sem ekkert væri, að afla því hráefnis þó allar leiðir væm þeim opnar til þeirra sem gátu greitt andvirði físksins innan eðli- legs tíma. Ágætu Grundfirðingar Svo vei þekki ég ykkur, allflest, að ég veit að þessi þróun er ykkur ekki að skapi. Því skora ég á ykkur að snúa bökum saman og mynda einn samstæðan aðila innan vé- banda annars hvors þeirra sem nú hafa gert tilboð í Sigurfara II og gangið þannig með efldan styrk til samninga við Fiskveiðasjóð íslands, ef þess er nokkur kostur. Flest öll ágreiningsmál er hægt að leysa ef vilji erfyrirhendi. Lifíð heil! Höfundur er sveitarstjóri íHöfn- um og fyrrverandi fnunkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.