Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 HSÍ og getraunir: Getraunaseðlar vegna HM í Sviss HSÍ og íslenskar getraunir hafa sameinast um framkvæmd hand- knattleiksgetraunar í tengslum viö heimsmeistarakeppnina í handknattleik sem hefst í Sviss 25. febrúar. Getraunin verður . með sama formi og knattspymu- getraunirnar hafa verið og hægt verður að kaupa samskonar seðla. Á seðlunum verða 12 leikir úr forkeppninni og merkja á við þá 1 X eða 2 eins og venjulega. Sala seðlanna hefst nú um helgina í Laugardalshöll í sambandi við landsleikina og skiiafrestur er til þriðjudagsins 25. febrúar og verða allir seðlar að vera komnir til get- rauna fyrir klukkan 17 þann dag en fyrsti leikurinn hefst klukku- stund síðar. Spá fjölmiðla Spá fjölmiðlanna er þannig. Fyrat apáði Skúli Svoinsson fyrir Morgun- blaðið, afðan Aðalsteinn Ingólfason úr Grindavfk, en hann er f starfskynningu á Morgunblaðinu, Þórmundur Bergs- so n af Tfmanum er þriðji f röðinni, Vfðlr Sigurðsson, Þjóðviljanum, er neoatur og Frosti Eiðsson, DV, síðastur, Júgóslavfa - Sovétrfkin 2 2X22 Sviss - Spánn 2 2 2 2 1 (tland - S-Kórea 11111 Rúmenfa — Tðkkósl. 11111 Danmórk — Ungverjaland 12 2X1 V-Þýakaland - Pólland 11111 island - Tékkóal. 2 1111 A-Þýskaland - Sovétrlkln 2 2 X X 2 SvlþjóA - Ungverjaland X 1 2 2 2 iúgóslavla - A-Þýakaland 2 2 1X2 Rúmanla — ísland 11111 Danmörk - SvíþjóS 1X112 Þessi seðlar raska ekki getraun- um knattspyrnunnar enda skila- frestur á þriðjudegi og enska knattspyrnan heldur sínu striki eins og venjulega. Þetta er athyglisverð nýjung og trúlega einsdæmi í heiminum. Auðvitað er þetta liður í fjáröflun HSÍfyrir landsliðið. Skipting ágóöans er sú sama og í knattspyrnugetrauninni nema hvað HSÍ kemur inn sem sjálfstæð- ur söluaðili sem fær 25% af sinni sölu. Þau 12% sem venjulega renna til ÍSÍ, UMFÍ og íþróttanefnd- arinnar gera það ekki aö þessu sinni því þau gefa HSÍ sinn ágóða og sína þar með stuðning við þetta mikla verkefni. Forráðamenn getrauna sögðu að dómsmálaráðuneytið hefði sýnt málinu sérstaklega góðan vilja og málið hefði gengið fljótt og vel í gegnum ráðuneytið en til þess að þetta væri mögulegt þurfti reglu- gerðarbreytingu. Þegar stjórn HSÍ stakk upp á þessu við getraunir hafði hún þegar tryggt sér einka- rétt á þessu hjá alþjóðahandknatt- leikssambandinu og því svissn- eska þannig að það var allt tilbúið. Ekki er að efa að þessi nýjung Körfubolti f kvöld Einn leikur verður f úrvaisdeild í körfuknattleik i kvöld. UMFN tekur á móti KR í Njarðvik og hefst leikur þeirra kl. 20. á eftir að falla í góðan jarðveg hjá handknattleiksunnendum og öðr- um sem fylgjast með heimsmeist- arakeppninni. Einnig ætti þetta að ýta undir sölu hjá handknattleiks- deildunum á getraunasölu. Á blaðamannafundi sem haldin var í gær „tippuðu" viðstaddir og birtum við spá þeirra hér til gam- ans. Afkoma ÍA góð á árinu Á AKRANESI var afkoma knatt- spyrnuráðsins á síðasta ári með því besta sem verið hefur um langt skeið. Skilaði ráðið um 600 þrúsund krónum f rekstrarhagn- að. Verulegan hluta þess má rekja beint til greiðslna erlendis frá. Knattspyrnuráð fékk tæp 470 þúsund í greiöslur fyrir leikmenn á síðasta ári, rúm 340 þúsund frá Sheffield Wednesday í bætur vegna leiks sem ekki var hægt að koma á síðastlið vor eins og fyrir- hugað hafði verið, og loks fókk ráðið greiðslu frá EUFA upp á rúm 470 þúsund vegna taps á þótttöku í Evrópukeppninni 1984. Það nam tæpum 280 þúsundum þannig að pundið hefur ávaxtað sig vel á þessum tveimur árum. Allir í frjálsum og ég flæktist bara með - — segir Gunnlaugur Grettisson úr KR „ÉG BYRJAÐI að æfa frjólsar (þróttir austur á Neskaupstað þegar ég var 13 ára en flutti sfðan til Reykjavfkur aftur þegar ég var 15 ára og fór þá f IR,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, frjáls- fþróttamaður úr KR, f samtali við Morgunblaðið f gær. Gunnlaugur setti sam kunnugt er íslandsmet f atrennulausu þrfstökki innan- húss um sföustu helgi. Hann stökk 10,17 metra og bætti 26 ára gamalt met um níu senti- metra. „Það voru allir krakkar á Norö- Tfiröi í frjálsum og ég flæktist bara með. Þjálfarinn þar ráðlagði mér að fara í ÍR því þar væri besti þjálf- arinn og aðstaðan. Það var síðan í haust sem ég skipti yfir í KR um leið og Jón Sævar Þórðarson þjálf- ari." — Hefur þú æft margar grein- ar f f rjálsum? „Ég æfði hástökk á Norðfirði og hélt því áfram er ég kom í bæinn, en í fyrra hætti ég því að mestu 1 Knattspyrnu- þjálfari óskast Ungmennafélag Bolungarvíkur óskar eftir að ráða knatt- spyrnuþjálfara. Nánari upplýsingar veitir Kristinn H. Gunnarsson í síma 94-7473 eða 94-7437. og sneri mér að hlaupum. Ég ætla samt að hafa hástökkið með en aðalgreinarnar mínar verða hlaup- in, helst þá 100, 200 og 400 metrarnir. Ástæðan fyrir því að ég keppti í atrennulausum stökkum var helst sú að ég hafði alltaf verið sterkur í hoppæfingum sem við gerðum og því ákvað ég að vera með. Síðan þegar óg sá hvað ég gat stokkið í þrístökkinu ákvað ég að reyna að slá met Jóns Péturssonar sem var orðið 26 ára gamallt og það tókst." — — En hvers vegna þá að fara f hlaupin núna þegar þór gengur vel f stökkum? „Þjálfarinn minn mælti með þvi að ég færi í hlaupin, taldi að ég ætti að geta náð lengra í þeim. í fyrrasumar hljóp ég 100 metrana á 11,3 og reyndar 10,9 en þá var aðeins of míkill meðvindur og í tugþrautinni hljóp ég 400 á 51,3 og ætli það hafi ekki kveikt í manni, ég reikna með því." — Hefur þú verið í öðrum fþróttum? „Já, ég var auðvitað í fótbolta þegar ég var yngri en ég var svo ferlega lélegur að ég hætti því. Síöan æfði ég blak á Neskaupstað en ég keppti ekkert. Blakið var gott því þar æfir maður vel stökk- kraftinn og það kom sér auðvitað vel í stökkunum," sagði Gunnlaug- ur Grettisson. Stefni á íslands- metið í langstökki — segir Ingibjörg ívarsdóttir, HSK INGIBJÖRG ívarsdóttir, frjáls- íþróttakona úr HSK, sigraði f langstökki og þrfstökki án at- rennu á meistaramóti Islands innanhúss á dögunum. Hún setti jaframt íslandsmet f þrf- stökki. Okkur lók forvitni á aö vha eitthvaö meira um þessa fjölhæfu íþróttakonu frá Sel- fossi og náðum tali af henni á dögunum. Ingibjörg sagðist hafa fengið áhuga á frjálsum íþróttum þegar hún var smástelpa. Hún hóf þó ekki æfingar fyrr en 14 ára, með smáhléum. „Ég bjó í sveit þar til ég var 16 ára og gat því lítiö æft, þó keppti ég í nokkrum greinum með góðum árangri á þessum árum. Síðan ég kom til Selfoss hefur aðstaðn breyst og æfi ég nú 5 til 6 sinnum í viku, auk þess sem ég stunda þrekæfingar í lík- amsræktinni á Selfossi. Ég stefni á að ná (slandsmetinu í lang- stökki utanhúss á komandi sumri og bæta árangur minn í fjölþraut, en þar á ég best 4507 stig," sagði Ingibjörg ívarsdóttir, sem vinnur í Landsbankanum á Eyrar- bakka. Ingibjörg, sem er 24 ára, sér einnig um þjálfun unglinga í frjálsíþróttum á Selfossi. Það má því segja að allur frítími hennar fari í frjálsar íþróttir. Hún varð íslandsmeistari í langstökki kvenna á síðasta landsmóti og á best 5,86 metra, en íslandsmetið er 6,17 metrar og er í eigu Bryn- dísar Hólm, ÍR. Ingibjörg sigraði í bæði langstökki og þrístökki án atrennu á meistaramótinu innan- húss á dögunum, stökk 8,10 m í þrístökki og setti (slandsmet, í iangstökki stökk hún 2,75 metra. Hún sigraði einníg í þessum greinum í fyrra. Lorimertekur gyðingatrú Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi. GAMLA kempann Peter Lorimer sem gerði garðinn frægan hjá Leeds fyrir nokkrum árum en var rekinn á dögunum hefur nú geng- ið til liðs við ísraelska 1. deildar félagið Hapoel sem er f 13. sæti deildarinnar um þessar mundir. Það merkilega við þetta er að f ísrael mega engir leika nema heimamenn og erlendir gyðingar. Lorimer er, eða var, mótmælandi en hann brá sér til ísraet og skipti um trú. Er orðinn gyðingur. Howard Kendall, stjóri Everton, greiddi í gær 100 þúsund pund sem fyrirframgreiðslu fyrir 18 ára knattspyrnusnilling frá Wigan sem leikur í 3. deild. Pilturinn heitir Warren Aspinall og þykir með afbrigðum efnilegur knattspyrnu- maður. Það voru fleiri félög á höttunum eftir pilti en Everton hneppti hnossið að þessu sinni og skýringin er ef til vill sú að stjóri Wigan er Bryan Hamilton sem áður lék með Everton. Coventry var ekki lengi að nota þá peninga sem þeir fengu frá Manchester United á þriðjudag- inn. í dag verður gengið frá kaup- um félagsins á Nick Pickering frá Sunderland og verðið er 125.000 pund. Skoska liöiö Dundee United keypti í gær Vince Mennie frá þýska liðinu Köln fyrir 65.000 pund sem þykir mikið í Skotlandi. Mennie er 21 árs og hefur ekki leikið nema 12 leiki fyrir Köln á þessu tímabili en það er Littbarski sem hefur haldið honum fyrir utan liðið en þeir leika sömu stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.