Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Fróðleg bók um mikilvægt málefni eftirArnór Hannibalsson Mary Dau; Hansen og Ivanov. Afspændingen mellen Ost og Vest. Borgen Forlag, Kaup- mannahöfn 1985. ISBN: 87. 418.7543.5. Frá stytjaldarlokum hafa tvö stórveldi eflzt til höfuðáhrifa á alþjóðamál: Bandaríkin og Sovét- ríkin. Vestur-Evrópa er ekki annað en landræma utan á vesturlanda- mærum Sovétríkjanna. Vilji þau halda sjálfstæði sínu og fullveldi, hljóta þau að vinna saman og hafa náin tengsl við Bandaríkin. Atlants- hafsbandalagið var stofnað til að fylgja fram þessari hugmynd. Meðal forvígismanna þess voru sós- íaldemókratamir Hans Hedtoft og Paul Henri Spaak, sem vildu forða löndum sínum frá örlögum Tékkó- slóvakíu. I augum Pólvetja lauk hinum hrikalega hildarleik styijaldarinnar með því, að staðfest voru þau ákvæði griðasáttmála Hitlers og Stalíns (frá 23. ág. 1939) sem vörðuðu Pólland. Sovétríkin héldu innan sinna vébanda eystra helm- ingi landsins. Vesturveldin gátu lítt að gert. Þau urðu að beygja sig fyrir því, að Sovétríkin réðu fyrir þeim löndum, sem Rauði herinn hemam. Þjóðimar í Austur-Evrópu munu aldrei sætta sig við að svo skuli nú fyrir þeim komið. Þeim líkar illa fátæktin, örbirgðin og réttleysið, sem hvarvetna fylgir sovézkum yfirráðum. En ofar öllu þjást þær af því, að skorið er á þann þráð, sem tengir þær við þá menningu, sem þær hafa tileinkað sér frá upphafi sögunnar, og þær eiga sameiginlega með Vestur-Evrópu. Árið 1980 hrundi pólska ríkið, og varð gjaldþrota. Alveldisflokkur- inn tvístraðist og efnahagslífið lagðist í rúst. Fátt óttast Sovétvald- ið meir en að lenda í slíku. Því hóf það styrjöld gegn pólsku þjóðinni (undirverktaki: Jarúselskí hers- höfðingi), sem stendur enn. Ástandið í Austur-Evrópu er því þverstæðukennt. Reyni Sovétvaldið að innlima einhverja þjóð í kerfið, verður styrjöld (Pólland, Afganist- an). Reyni einhver þjóð að brjótast úr viðjunum, verður styrjöld Ung- verjaland 1956). Eftir því sem Sovétríkin óttast meir að Áustur-Evrópuríki hlaupi út undan sér, eykst þrýstingur Sovét- valdsins á Vestur-Evrópu til að koma í veg fyrir, að hin síðast- nefndu hafi áhrif fyrir austan járntjaldið. Vestur-Evrópuríki em eins tryggingin, sem Austur-Evr- ópuríki hafa fyrir að halda uppi sjálfsvirðingu og fullveldi. Sovétríkin hafa því gripið til ýmissa ráða til að hnýta Vesturlönd í sitt tagl. Þau láta kafbáta vera á vakki í landhelgo Svíþjóðar. Þau bjóða Norðurlöndum upp á „kjarn- orkuvopnalaust svæði“, en tilgang- urinn með því er að gera Norðurlönd háð sovézkri utanríkisstefnu og, ef vel gengur, að gera Danmörku og Noregi illa vært í Atlantshafs- bandalaginu. Með því að undirrita Helsinki-samkomulagið (1975) hugðu sovézk stjórnvöld knýja Vesturlönd til að viðurkenna de jure óbreytt ástand í Evrópu. Þeim sást yfir nokkur ákvæði í lokasamþykkt- inni um mannréttindi. Þeim datt víst ekki í hug, að nokkur sá fyrir- fyndist sem nennti að gera veður út af því máli. Höfðu ekki milljónir á milljónir ofan farizt í Gúlaginu án þess vestræn ríki segðu múkk eða hreyfðu litla fingur? Sovétríkin hafa þróast upp í það að vera pólitískar umbúðir um tröllslegustu vígvél sögunnar. Þau geta ekki brauðfætt þegnana né séð þeim fyrir brýnum nauðsynjum. Þau geta ekki horfzt í augu við eigin sögu. Þau beita öllu sínu valdi til að sannleikurinn um innanlands- ástandið breiðist ekki út meðal þjóða heimsins (með dyggilegri samvinnu margra vestrænna fjöl- miðla). Með öfugsnúnum lygaáróðri og hatursherferð koma þau í veg fyrir að sannleikann um Vesturlönd reki á fjörur Sovétmanna. Þau hafa ekkert að bjóða heiminum: Enga menningu, engan iðnvarning. Að- eins eitt: vopn. í krafti vopna krefj- ast þau þess að önnur ríki dansi eftir þeirra nótum. Þau sem neita því, ógna „friðnum". „Friðsamleg sambúð" táknar það, að Sovétríkj- unum er heimilt að gera sitt ýtrasta til að koma Vesturlöndum fyrir kattamef. En ef eitthvert vestrænt ríki gerir eitthvað til að veija heiður sinn, þá er það „ógnun við friðinn". Sú bók, sem hér um ræðir, flytur mikið efni og fróðlegt um samskipti stórveldanna eftir stríð. Meginhluti bókarinnar er frásögn af samning- um sem stórveldin hafa gert. Þar skipa stærsta rýmið SALT-samn- ingar, viðræður um fækkun eld- flauga (í Vín frá 1973), öryggis- málaráðstefnan í Helsinki (1975) og samningar um viðskipti. Höfuð- efni bókarinnar er því ekki um það, sem segir í aðaltitli hennar, heldur það sem tekið er fram í undirtitli: Ráð til að draga úr spennu milli austurs og vesturs. En í þessu efni virðist höfundur nokkuð tvíátta. Hann virðist í aðra röndina halda að „slökun“ sé raunveruleiki (bls. 48) og að við getum skapað and- rúmsloft fyrir afvopnun (bls. 8), að slökun sé vegur í átt að trausti. En í hina röndina gerir höf. sér grein fyrir raunveruleikanum: Það er engin slökun í A-Evrópu (sbr. bls. 77). Þjóðirnar þar líta á sovét- leppana, sem þar stjórna, sem Quislinga (bls. 29). í kjölfar samn- inga Nixons forseta í Moskvu (1972) rann vígbúnaðaræði á sovét- valdið. Atlantshafsbandalagið bauð fyrst upp á samninga, og greip ekki til mótaðgerða fyrr en 1983. Höfundur gerir sér grein fyrir því, að komi til þess að Sovétstjórnin geti „treyst" einhveiju vestrænu ríki, sé það svik við vonir og óskir Austur-Evrópuþjóða (bls. 67). Sov- étríkin líta svo á, að „slökun" sé í því fólgin að knýja vestræn ríki til að hörfa undan og helzt að gefast upp. En slík uppgjöf væri svik við grunngildi þau, sem þessi ríki byggja á. Hvernig á þá að „slaka“ ogbyggja upp „traust"? Þótt höf. virðist gera sér grein fyrir því afli, sem knýr sovézka utanríkisstefnu, er eins og hann falli fyrir sovézkum áróðri, þegar hann skilgreinir „friðsamlega sam- búð“. Á bls. 308 er hugtakið skil- greint svo, að kapítalismi og sósíal- ismi.lifi í sátt og því útiloki það að heimskommúnisminn sigri með ofbeldi (sbr. einnig bls. 25—26). Þetta er vanþekking eða misskiln- ingur. Það gildir sama um „friðsam- lega sambúð" og „frið“ þann, sem Hitler boðaði: Það verður „friður" meðan enginn grípur fram í land- vinninga Sovétríkjanna. í Afganist- an væri „friður“, ef „heimsvalda- sinnar“ hefðu ekki eflt „gagnbylt- ingu“. Á bls. 92—94 er tekið með silkihönzkum á svokölluðum „frið- arhreyfingum". Á bls. 54—55 er tekið undir með hinum mikla bar- áttumanni fyrir mannréttindum, Andréj Sakharoff, en hann hefur áréttað oft, að friður verði ekki fyrr en mannréttindi verði virt. I frásögn af Madrid-fundinum (195—200) gleymist hins vegar að segja frá harðri baráttu nokkurra fulltrúa vesturríkja fyrir mannrétt- indamálum. Þessi (og fleiri) atriði valda því, að það er eins og það vanti hrygg- lengjuna í bókina. Höfundinn vant- ar rauðan þráð, stefnu. Höfundur hefur safnað miklu efni. En þegar kemur að því, að svara höfuðspurn- ingunni: Eru slökun og afvopnun möguleg, og þá hvernig? — Þá verður svarið óljóst. En það sem lesandanum veldur þó mestri furðu, er það að í þessu riti er hvergi getið um þann þúsund- höfða vígvélaþurs sem kastar skugga sínum yfir Norðurlönd frá kolaskaga. Hvergi er getið um athafnir sovézka flotans (einkum þess sem er neðansjávar) á Eystra- salti. Og ekkert er fjallað um svo- kölluð „kjarnorkuvopnalaus svæði“ og hversvegna það brennur fyrir bijósti Sovétvaldhafa að troða einu slíku upp á Norðurlönd. Þó felst það í titlinum og það er áréttað í bókinni (bls. 222) að sambúð aust- urs og vesturs er ekki einleikur stór- veldanna, heldur hafa hin smærri ríki þar hlutverki að gegna. Hvergi er þess getið í bókinni, hversvegna sleppt er að minnast á þessi lífs- hagsmunamál norrænna ríkja. En bókin er fróðleg, svo langt sem hún nær, og verðskuldar at- hygli þeirra sem áhuga hafa á alþjóðamálum. Höfundur erdósent í heimspeki við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.