Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 29 Huginn VE vélarvana út af Stokksnesi Dreginn til Vestmannaeyja Vestmannaeyjum, 30. janúar. LOÐNUSKIPIÐ Hugínn frá Vestmannaeyjum varð fyrir alvarlegri vélarbilun út af Stokksnesi í gærmorgun og var björgunarskipið Goðinn fengið til að draga vélarvana skipið til Eyja. Huginn VE 55, sem er 350 tonna yfirbyggt stálskip, var á leið til heimahafnar í Eyjum með fuUfermi af loðnu þegar forþjappa við aðalvél gaf sig. Þá var skipið statt skammt undan Stokksnesi. Skipið varð þegar vélarvana en Vestmannaeyja klukkan 22 í gær- um borð var varaforþjappa sem var sett í stað þeirrar sem bilaði, en hún gaf sig einnig. Þar með var skipið hjálparlaust á reki. Slæmt veður var á þessum slóðum, en svo vel vildi til að vindur stóð frá landi. Goðinn sem var á Homafírði var fenginn til aðstoðar og draga Huginn til Eyja. Komu skipin til kvöldi. Viðgerð hófst strax og er áætlað að hún taki fjóra daga. Þess má geta að í desember 1984 varð Sæbjörg VE 56 fyrir sams konar vélarbilun á sama stað út af Stokksnesi. Sæbjörgina rak á land og endaði þar ævi sína. Mannbjörg varð. Þá stóð vindur að landi. — hkj. Skoðanakönnun DV um fylgi lista til borgarstj órnar: Sjálf stæðisflokk- ur fengi 78,8% greiddra atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur mikið forskot yfir aðra flokka í fylgi til borgarstjórnar ef marka má skoðanakönnun sem Dagblaðið Vísir birti í gær. 78,8% þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa lista Sjálfstæðisflokksins ef kosið væri til borgarstjórnar nú þegar. Skoðanakönnunin var gerð um síðustu helgi og voru 224 Reykvík- ingar spurður hvaða lista þeir myndu kjósa ef borgarstjómarkosn- ingar fæm fram nú þegar. Niður- stöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar, þegar aðeins er litið á af- stöðu þeirra sem afstöðu tóku, tölur um fylgi flokkanna í síðustu borgar- stjómarkosningum em innan sviga: Sjálfstæðisflokkur 78,8% (52,5%), Alþýðubandalag 13,1% (19%), Al- þýðuflokkur 2,9% (8%), Kvenna- framboð 2,9% (10,9%) og Fram- sóknarflokkur 2,2% (9,5%). Enginn aðspurðra lýsti jrfír stuðningi við Bandalag jafnaðarmanna og Flokk mannsins. DV hefur nýlega birt niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi stjóm- málaflokkanna og ríkisstjómarinn- ar. Niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi stjómmálaflokkanna vom þessar, úrslit síðustu kosninga em innan sviga: Alþýðuflokkur 11,7% (11,7%) Framsóknarflokkur 16% (19%), Bandalag jafnaðarmanna 3,2% (7,3%), Sjálfstæðisflokkur 45,4% (39,2%), Alþýðubandalag 13,5% (17,3%), Samtök um kvenna- lista 9,9% (5,5%) og Flokkur mannsins 0,4%. Til samanburðar má geta þess að 20,1% aðspurðra kváðust styðja Alþýðuflokkinn fyrir ári síðan, en þá var fylgi hans einna mest samkvæmt skoðanakönnun- um. í skoðanakönnun um fylgi rík- isstjómarinnar sögðust 53% að- spurðra vera fylgjandi ríkisstjóm- inni en 47% vera henni andvígir. Árangurslaus leit að Cessna-vélinni: Enginn komist út áður en vélin sökk — að mati f lugmanns varnarliðsflugvélarinnar FLUGMAÐUR björgunarflug- vélar varnarliðsins, sem sá Cessna-vélina bandarísku nauð- lenda í sjónum suðvestur af Reykjanesi i fyrradag segist hafa séð flugvélina mara í sjón- um góða stund og að hans áliti hefðu hvorki flugmaður né farþegi farið úr henni og að hún hafi sokkið. í gær var leitinni haldið áfram en hún var árangurslaus. Sæmi- legt veður var um morguninn og leituðu þá varðskipið Týr, haf- rannsóknarskipið Bjami Sæ- mundsson og eitt fískiskip, Fokk- er og þyrla Landhelgisgæslunnar og þyrla og björgunarflugvél frá vamarliðinu. Um miðjan dag var leit að mestu hætt vegna veðurs. Aðstæður verða metnar i fyrra- málið og leit hafin að nýju ef veður leyfír. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Pétri Einarssyni flugmálastjóra vegna flugslyssins: Miðvikudaginn 29. janúar 1986, kl. 11.45 fór flugvél af gerðinni Cessna 210, skrásett í Bandaríkjunum, skrásetningar- merki N4906K, frá Goose Bay á Nýfundnalandi, áleiðis til Narss- arssuaq á Grænlandi. Lending þar var áætluð kl. 16.45. Varaflug- völlur var Nuuk og flugþol var gefíð 7 klst. Um borð vom 2 menn. Flugrekandi var gefinn upp sem Bmne Air Service og flug- stjórinn, sem gerði flugáætlunina heitir Bmne. Flugmaðurinn fékk upplýsing- ar um veður frá Goose Bay 15 mínútum eftir flugtak þar og var þá spáð mjög lélegu veðri, bæði í Narssarssuaq og í Nuuk, en meðvindi. Hann hélt samt áfram og þegar yfír Grænland kom var komið slæmt veður þar og ákvað flug- maðurinn, sem þá var 60 sjóm. vestur af Nuuk kl. 14.33 að halda áfram til íslands. Var því flug- áætlun send til Reykjavíkur og áætlaði flugstjórinn að lenda þar kl. 17.17, með eldsneyti til kl. 18.45. Veður var þá mjög slæmt, bæði í Nuuk og í Narssarssuaq. Flugvélin var við suðurodda Grænlands kl. 14.55. Þar fékk flugmaður upplýsingar um vinda- spá og fór vindur vaxandi með hæð, í 20.000 fetum var spáð 300 °50 hnútum. Klukkan 17.07 tilkynnti hann gegnum flugvél er bar á milli, að hann væri tæpur með eldsneyti. Kl. 17.07 biður hann um radarað- stoð og er þá sagt, að hann sé of langt í burtu. Kl. 17.15 nær AWACS-flugvél sambandi við N4906K og er hún þá á 242° geisla frá Kefkavík. Kl. 17.24 tilkynnti flugmaður N4906K að hann ætti 1 klst. flugþol eftir og myndi lenda í Keflavfk. Áætlaði hann lendingu þarkl. 18.28. Kl. 17.23 bað flugstjóm Björg- unarsveit vamarliðsins að senda þyrlu til móts við N4906K, vegna þess að björgunarsveitin var næst vettvangi og þeir höfðu möguleika á eldsneytistöku í lofti, enda var flugvélin langt frá landi. Flugmaður N4906K lýsti aldrei yfír neyðarástandi, né bað um aðra aðstoð en radarstaðsetning- una kl. 17.07 og vaktstjóri í Flug- stjómarmiðstöðinni, sem hafði með málið að gera, hófst handa miklu fyrr en reglur segja til um. Slysavamafélagi íslands var gert viðvart kl. 17.35 og Land- helgisgæzlunni kl. 17.45. Kl. 17.26 náði Flugstjóm rad- arsambandi við N4906K, sem var þá 155 sjómílur úti á geisla 226° frá Keflavík. Kl. 18.00 tilkynnti flugmaður N4906K, að eldsneytið væri að verða búið. Björgunarþyrlan fór í loftið kl. 18.11. Á sama tíma var eldsnejrtið búið hjá N4906K. Björgunarflug- vél C-130 sá til N4906K kl. 18.20 og fylgdi henni eftir það. N4906K lenti f sjónum kl. 18.26 á 268° geislanum frá Keflavík, ca. 36 sjóm. frá stöð, eða um 63°42’7”N, 23°43’3”V. Björgun- arflugvélin hnitaði hringi og kast- aði út ljósblysi, en þá var þyrlan um 8 sjómflur í burtu. Þyrlan kom yfír N4986K kl. 18.29, en flugmennimir fundu ekkert og sáu hana ekki, þótt flugmenn C-130-flugvéIarinnar sæju bæði þyrluna og Cessnuna. Mjög skuggsýnt var, illt í sjóinn ogölduhæð mikil. Flugvélin N496K fór í sjóinn utan landhelgi íslands og sam- kvæmt alþjóðareglum, þá ber rík- inu sem skráði hana, eða Banda- ríkjunum, að rannsaka slysið. Islenzka flugmálastjómin mun safna saman gögnum hér um leit- ar- og bjöigunaraðgerðir og veita þær upplýsingar, sem hlutaðeig- andi rfld kunna að óska eftir. Flugmaður C-130-björgunar- flugvélarinnar sagði stjómanda Leitar- og björgunarmiðstöðvar- innar í dag, að hann hefði séð Cessnuna mara f sjónum góða stund og að hans áliti hefðu hvorki flugmaður né farþegi farið út úr henni og ástæðan fyrir því að hann hefði misst sjónar á flugvél- inni væri sú, að hún sökk. Leit hefúr staðið yfír í allan dag, en hún hefur engan árangur borið. _________Brids Arnór Ragnarsson Bridsf élag' Breiöholts Að loknum 6 umferðum í aðal- sveitakeppni félagsins er röð efstu sveita þessi: Sveit Helga Skúlasonar 107 Sveit Antons R. Gunnarssonar 106 Sveit Rafns Kristjánssonar 105 Sveit Baldurs Bjartmarssonar 105 Sveit Bergs Ingimundarsonar 99 Næsta þriðjudag heldur keppn- in áfram. Bridsfélag kvenna Staðan eftir 4 umferðir í sveit- arkeppninni er þessi: Guðrún Halldórsson 84 Gunnþórunn Erlingsdóttir 83 Guðrún Bergsdóttir 68 . Lovísa Eyþórsdóttir 66 Sigrún Pétursdóttir 61 ÓlöfKetilsdóttir 60 Næsta mánudag heldur keppn- in áfram á sama stað og tíma. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sveitakeppni er nú lokið að undanteknum einum leik, sem varð að fresta. Úrslit liggja því ekki fyrir, en ljóst er þó, að sveit Bjama Jóhannssonar sigraði með nokkrum yfirburðum. Næstu tvö spilakvöld, þ. 3. og 10. febrúar, verður spilaður ein- menningur. Hjónaklúbburinn NÚ ER tveimur kvöldum af þrem- ur lokið í Mitchell-tvímenningn- um, bestu skor síðasta kvöld náðu eftirtalin pör: N-S riðill: Jónína Halldórsdóttir — Hannes Ingibergsson 372 Margrét Margeirsdóttir — Gissur Gissurarson 366 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 365 Kristín Þórðardóttir — Gunnar Þorkelsson 357 Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 346 A-V riðill: Edda Thorlacius — Sigurður ísaksson 408 Aðalheiðurjorfad. — Ragnar Ásmundsson 357 Ásta Sigurðardóttir — ÓmarJónsson 348 Dúa Ólafsdóttir — Jón Lárusson 345 Margrét Guðmundsd. — Ágúst Helgason 344 Heildarstaðan: Edda Thorlacíus — Sigurður ísaksson 752 Hulda Hjálmarsd. — Þórarinn Andrewsson 715 Valgerður Eiríksd. — Bjarni Sveinsson 709 Margrét Margeirsd. — Gissur Gissurarson 701 Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 696 Ásthildur Sigurgíslad. — Lárus Amórsson 690 Ólafía Þórðardóttir — Jón J. Sigurðsson 687 Bridsfélag Akureyrar Soffía Guðmundsdóttir og Dísa Pétursdóttir halda enn forystunni í Akureyrarmótinu í tvímenningi. Nú hefur verið spiluð 31 umferð af 39 en alls taka 40 pör þátt í keppninni. Staðan: Soffía — Dísa 338 Magnús Aðalbjömsson — Gunnlaugur Guðmundsson 283 Ámi Bjamason — Öm Einarsson 232 Stefán Ragnarsson — Kristján Guðjónsson 207 Þormóður Einarsson — Kristinn Kristinsson 195 Jóhann Gauti — Sveinbjöm Jónsson 184 Ólafur Ágústsson — Pétur Guðjónsson 176 Páll Pálsson — Frimann Frímannsson 157 Stefán Sveinbjömsson — Máni Laxdal 146 Amar Daníelsson — Stefán Gunnlaugsson 129 Síðustu 8 umferðimar verða spilaðar í Félagsborg kl. 19.30 á þriðjudagskvöld. Næsta keppni BA verður Sjóvá-sveita-hraðkeppni sem hefst þriðjudaginn 11. febrúar. Spilað verður í 4—5 kvöld og em væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig sem fyrst hjá stjóm- inni. f. Helgina 31. janúar til 2. febrúar verður spilað svæðamót NL-eystra um þátttökurétt einnar sveitar í íslandsmóti sem fram fer 14.—16. marz. Alls spila 13 sveitir og verða 12 spila leikir. Spilað verður í Félagsborg en keppnin hefstkl. 19áföstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.