Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 7 Athugasemd við ummæli fréttastjóra sjónvarps — eftir Einar Orn Stefánsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Einari Erni Stefánssyni frétta- manni: í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Ingva Hrafni Jónssyni, frétta- stjóra sjónvarps, að hann hafí ekki vitað um að ég hefði hug á að sækja um starf fréttamanns. Segist fréttastjórinn hafa gengið út frá að ég hefði í hyggju að fara aftur til útvarpsins. Ur því að Ingvi Hrafn hefur riðið svo smekklega á vaðið sé ég mér ekki annað fært en að blanda mér Kynna tann- hirðu í stór- mörkuðum FÉLAG aðstoðarfólks tannlækna kynnir tannhirðu, fæðuval og neysluvenjur föstudaginn 31. janúar nk. kl. 14—20 og laugar- daginn 1. febrúar kl. 10—16 á eftirtöldum stöðum: Hagkaup, Miklagarði, Víði í Mjóddinni og Vörumarkaðnum, Eiðistorgi. Fyrirhugað er að kynna síðar meir á fieiri stöðum. í umræðuna og leiðrétta þetta lítil- ræði. í byrjun desember tókst mér að fá stuttan fund með fréttastjóman- um til að ræða framtíð mína á fréttastofu sjónvarps, en þá voru tæpir þrír mánuðir eftir af ráðning- artíma mínum. Guðjón Einarsson hafði þá skömmu áður tilkynnt að hann hygðist ekki hverfa aftur til starfa á sjónvarpinu eftir ársleyfi, en starfi hans hef ég gegnt. A þessum fundi skýrði Ingvi Hrafn Jónsson mér frá því, að hann vildi ráða Hall Hallsson, blaðamann á Morgunblaðinu, í umrætt starf. Ég gæti að sjálfsögðu sótt um eins og hver annar, en Hallur ætti að fá starfið. Það er því ómerkilegur fyrirslátt- ur, þegar Ingvi Hrafn þykist nú koma af fjöllum í Morgunblaðinu í gær og segist hafa gengið út frá því að ég hefði í hyggju að fara aftur til útvarpsins. Útvarpsstjóri ræður í stöður fréttanna, að fenginni umsögn út- varpsráðs. Um áramótin gekk ég á fund hans og tjáði honum að ég ætlaði að sækja um títtnefnt starf sjónvarpsfréttamanns. Útvarps- stjóri sagði við það tækifæri, að hann hefði ekki tekið afstöðu til þess hver hlyti starfíð. 1000 símanúmerum breytt í fyrramálið Númerin eru á bilinu 81000 til 81999 ÖLLUM símanúmerum á bilinu 81000 — 81999 verður breytt snemma að morgni laugardags- ins 1. febrúar. Breytingin verður með þeim hætti að talan 6 kemur fyrir framan gamla númerið. í ársbyijun 1984 var tekin í noktun ný stafræn rafeindasímstöð, AXE, í Múla við Suðurlandsbraut. Símanúmer hennar er sex stafa og byija á tölunni 6. Henni var ætlað að mæta þörfum fyrir nýja síma og leysa af hólmi eldri gerðir sím- stöðva. Um 3500 númer úr eldri stöðvum hafa verið flutt yfir í AXE-stöðina og útstöðvar hennar á Seltjamar- nesi og í Árbæjarhverfí. Nýlega lauk stækkun AXE- stöðvarinnar um 1000 númer sem ætluð eru til útskiptinga á eldri númerum, þ.e. á þeim númerum sem að framan getur. Samdráttur Kristin hengir upp myndir á sýningu sinni. Morgunbiaðið/sigurgeir Kristín sýnir vatnslitamyndir við Austurvöll KRISTÍN Þorkelsdóttir opnaði í gær sýningu á 39 vatnslita- myndum í Galleríi Borg við Austurvöll. Myndimar, sem allar em af landslagi, era allar frá síðastliðnu sumri. Langflestar era þær málaðar á Suðurlandi. Kristín stundaði myndlistar- nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1951—54 en hún hefur starfað við auglýsinga- teiknun síðan 1960 og starfrækt Auglýsingastofu Kristínar frá 1967. Þá kenndi hún auglýs- ingateiknun við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1974—76. Þetta er önnur einkasýning Kristínar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði á myndlist og nytjalist. M.a. tók hún þátt í farandsýningunni FORM ISLAND á Norðurlönd- um í fyrra. Sýningu sína í Galleríi Borg nefnir Kristín „Víddir". Sýningin stendur til 12. febrúar og er opin kl. 10—18 á virkum dögum og 14—18 um helgar. í frystingu hjá frystihús- um innan SH FRYSTING hjá frystihúsum inn- an Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna nam á síðasta ári 74.662 lestum, sem var 5.290 lestum og 6,62% minna en árið 1984. Frysti- togarar framleiddu á árinu 1985 rúmlega 2.000 lestir og sé það reiknað inn í dæmið er heildar- frystingin tæpar 77.000 lestir og samdráttur í frystingu á vegum SH 5,14% minni en árið áður. Yfírlit yfír frystingu helztu teg- unda fer hér á eftir, fyrst magn síðasta árs í lestum, næst magn ársins 1984 og loks breyting í pró- sentum: Þorskur 26.793, 28.298, samdráttur um 5,32%, ýsa 5.476, 6.429, samdráttur 14,82%, keila 485, 160, aukning um 203,13%, Steinbítur 1.360,1.679, samdráttur um 19%, langa 470, 390, aukning um 20,51%, ufsi 9.654, 9.014, aukning um 7,10%, karfí 14.818, 17.338, samdráttur um 14.53%, grálúða 7.297, 7.369, samdráttur um 0,98%, flatfískur, heilfrystur 878, 1.415, samdrátturum 37,95%, loðnuhrogn 280, 1.491, samdráttur um 81,22%, rækja 1.179, 1.301, samdráttur um 9,38%, humar 320, 321, samdráttur um 0,31%, hörpu- diskur 255, 266, samdráttur um 4,14%, sfld 3.626. 2.304, aukning um 57,38% og loðna 933, 587, aukning um 58,94%. Helztu ástæðumar fyrir minnk- andi frystingu hjá SH vora meðal annars miklir rekstrarerfíðleikar hjá mörgum frystihúsum vegna hækkandi tilkostnaðar án samsvar- andi eða meiri aukninga tekna; minna framboð af þorski, ýsu, karfá og skarkola í frystingu vegna auk- ins útflutnings þessara tegunda, ferskra eða fsaðra, og minnkandi karfaafli. Tölur þessar era bráða- birgðatölur og geta því tekið ein- hveijum breytingum. 3ja dyra-sjálfskiptur Árgerð 1986 Eigum fyrirliggjandi nokkra honda á óvenju hagstæðu verði kr. 466.900,-. hefurhlotið lof aaanrvnsnds fvrir fr.éhært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. mrnmmmm wwmtmmú Kynnist verðlaunabílnum i I í ! i j I i • i i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.