Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 23 Filippseyjar: Getur Corazon sigrast á kosninga- vél Marcosar? Manila, 30. janúar. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. „CORY, Cory,“ hrópuðu mörg hundruð manns á markaðstorgi í Manila á miðvikudagskvöld. Corazon Aquino, ekkja stjórnarandstæð- ingsins Benigno Aquinos, hélt stuttar kosningaræður á nokkrum stöðum í borginni þetta kvöld og mikill fjöldi kom út á göturnar til að sjá hana. Hún er góðleg kona, klædd í einfaldan gulan kjól — gulur er kosningaliturinn hennar — og flytur ræður sínar rólega. Stór hluti áheyrenda hennar voru böm og unglingar, sem störðu á hana og fögnuðu innilega. Eldra fólkið hlustaði með athygli, sumt fagnaði orðum hennar ákaflega en inn á milli á markaðstorginu stóðu hópar sem slepptu að klappa. Hún minnti á örlög manns síns, sem var skotinn til bana á Manila-flugvelli í ágúst 1983 þegar hann sneri heim eftir þrjú ár í Bandaríkjunum. Hún gagnrýndi Ferdinand Marcos, for- seta, harðlega og kvatti kjósendur til að greiða sér og Doy Laurel, varaforsetaefni hennar, atkvæði sitt í kosningunum 7. febrúar. Laurel talaði skömmu á eftir henni. Hann er rejmdur pólitíkus og kynnti betur undir fólkinu. Hann talar hátt og hressilega, röddin er orðin rám, og leggur áherslu á orð sín með uppréttum handlegg. Hann fær áheyrendur til að hlæja og hrópa með sér og beinir spjótum sínum gegn Marcos og kosningavél hans. Það fer ekki fram hjá neinum í Manila að kosningar eru skammt undan. Starfsmaður í tollinum á flugvellinum var merktur Marcosi forseta en á götum úti ber mun meira á stuðningsmönnum Aquinos. Gul auglýsingaspjöld, merkimiðar og borðar minna á Cory. Starfs- menn í stórri byggingu, þar sem aðalræðismannsskrifstofa Islands er til húsa, eru t.d. allir stuðnings- menn Aquinos, samkvæmt upplýs- ingum ritara aðalræðismannsins, og samtök leigubílstjóra við stærstu hótelin eru fyrir Aquino. Fólk er hrifið af henni en margir minnast á reynsluleysi hennar. Einn maður sagðist dást að Cory en ætla að kjósa Marcos af því að hann hefði reynslu. Annar sagði að Marcos hlyti að sigra af því að hann hefur völdin og hann sagðist þess vegna ætla að kjósa Marcos til að lenda ekki í hópi þeirra sem verða úndir í baráttunni. Kaþólska kirkjan, sem er mjög sterkt afl í þessu þjóðfélagi, styður Cory Aquino óbeint, þótt hún segist vera hlutlaus. Allir biskupar lands- ins komu saman til messu á þriðju- dagskvöld og báðu fyrir friðsamleg- um og heiðarlegum kosningum. Messunni var sjónvarpað beint út um landsbyggðina. Sin kardináli og erkibiskup í Manila predikaði og sagði að fólk biði eftir endurfæð- ingu þjóðarinnar. Hann sagði að það biði eftir að nýr andi réttlætis og sannleika endumýjaði þjóðina og veitti henni styrk. Dómkirkjan í Manila var þéttsetin og ræðu Sins var fagnað með lófataki. Formaður kjömefndar og stuðningsmaður Marcosar var viðstaddur messuna en lét lítið yfír prédikun kardinál- ans. Biskupar landsins hafa varað við alls kyns óheiðarleika í kosningun- um og hvatt fólk til að greiða at- kvæði samkvæmt eigin samvisku en ekki af ótta við þá sem ógna þeim eða fyrir peninga. Dagblöð ÁP/SImamynd Corazon Aquino og Salvador Laurel á kosningaferðalagi. Hér eru þau stödd í Cebu-borg en þar komu 200.000 manns á fund hjá þeim. stjómarandstöðunnar í Manila heyja harða kosningabaráttu og em full af sögum um fyrirhugað kosn- ingasvindl KBL, flokks Marcosar. Sagt er að flokkurinn sé þegar farinn að kaupa atkvæði fólks og óttast er að kjörkassar verði fylltir með fölsuðum, atkvæðum. Tals- menn beggja frambjóðendanna em sannfærðir um stuðning meirihluta kjósenda. Talsmaður Aquinos sagð- ist halda að hann hefði 65% stuðn- ing en hann óttaðist að hún myndi þó ekki sigra. Marcos getur ekki tapað þessum kosningum," sagði hann. Hann bjóst við að forsetinn myndi annaðhvort sigra á óheiðar- legan hátt eða aflýsa kosningunum á síðustu stundu. Stjómarandstað- an trúir Marcos til alls ills, telur hugsanlegt að hann loki bönkum á næstu dögum svo að peninga- streymi til Aquino-Laurel fram- boðsins stöðvist og hún segir að hann hafí ákveðið að loka skólum í tvær vikur fyrir kosningar af ótta við fundarhöld nemenda og aukinn stuðning þeirra við Aquino. Stjóm- völd sögðu að skólunum hefði verið lokað af því að nemendur þyrftu að komast heim til sín fýrir kjördag og það þyrfti að undirbúa skólana sem kjörstaði. , Stuðningsmenn forsetans segja að vinsældir forsetans séu mestar úti á landsbyggðinni þar sem 70% íbúa landsins búa. Þeir telja að Marcos þurfi ekki að óttast ósigur, hann hafi reynslu og Filippseyingar kæri sig ekki um konu sem forseta. Þeir fullyrða að fréttir um, að sögur hans um eigin hetjudáðir í stríðinu séu ósannar, séu rangar og telja að fullyrðingar um fasteignir Marc- os-fjölskyldunnar í Bandaríkjunum skipti almúgann litlu máli. Heilsa Marcosar er sögð mjög slæm. Hann hefur þó ferðast um landið og mikill fjöldi sækir kosn- ingafundi hans. Frægir skemmti- kraftar koma fram á sömu fundum og hann og andstæðingar forsetans segja að það séu þeir sem trekkja að. Marcos lofar umbótum á hveij- um stað sem hann heimsækir og hefur völdin til að uppfylla loforð skömmu fyrir kosningar. Verð á bensíni og maís var lækk- að nú í vikunni og fjöldi starfs- manna ríkisrekinna fýrirtækja fékk bónus í síðasta launaumslagi. Sjón- varpið er á hans bandi og hefur varía minnst á Aquino og Laurel í kosningabaráttunni. Það er helsti fjölmiðillinn í dreifbýli og getur haft áhrif á úrslit kosninganna. Pólland: Jólakortið var sjö ár á leiðinni yarajá, 29. janúar. AP. PÓLSKA póstþjónustan hefur sett nýtt met hvað varðar hæg- fara póstþjónustu, að því er fram hefur komið í pólskum fjöimiðl- um. Það hefur nefnilega komið í ijós að jólakort sem sent var fyrir jólin 1978, komst ekki til viðtakanda fyrr en nú nýlega eða rúmlega sjö árum eftir að það var póstlagt. Jólakortið var póstlagt í borginni Opole fyrir jólin 1978 og afhent fyrir fáum dögum í nágranabænum Strzelce Opolskie. Kortið var afhent þrátt fyrir að á því væri einungis 1 zloty frímerki, en póstburðargjöld hafa tífaldast síðan. „Maður berst við tárin og það ekki einungis vegna þess hve seint þessi jólakveðja barst,“ sagði í frétt opinberu pólsku fréttastofunnar, PAP, meðal ann- ars. Ítalía: Snjór veldur vandræðum Tórfnó, 30. janúar. Frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsíns. GÍFURLEG snjókoma hefur ver- ið á Norður-Italíu siðustu tvo daga og hefur jafnfallinn snjór mælst allt að þvi 60 sentimetrar. Innanlandsflug á Ítalíu lá að hluta til niðri í gær og einnig í dag vegna snjókomunnar, sem hófst seint á þriðjudagskvöld og hefur snjó kyngt niður stanslaust síðan. Hér í Tórínó hefur mælst 60 sentimetra jafnfallinn snjór og hef- ur snjórinn valdið ótrúlegu öng- þveiti í borgum og á þjóðvegum í norðurhluta landsins. Þá hafa jám- brautasamgöngur brenglast veru- lega. Eitt alvarlegt umferðaslys átti sér stað í gær, þar sem tveir létu lífið og mjög mikið er um minni háttar umferðaróhöpp. Skólahaldi í sumum borgum á Norður-Ítalíu var aflýst í dag og gera má ráð fyrir að skólar verði einnig lokaðir á morgun, þar sem spáð er áframhaldandi snjókomu í nótt. og næstum ókeypis spána r ferð í tilefni þess að rýmkað hefur verið um reglur varðandi fjárfestingar íslendinga erlendis, býður ferðaskrifstofan Atlantik uppá kynnisferð til Mallorka og meginlands Spánar. Verð ferðarinnar er kr. 39,400.- Innifalið er: Flug, gisting, flutningur á milli staða og leiðsögn. Flogið verður með beinu leiau- íiugi til Mallorka þann 9. apríl og dvalið þar í eina viku. Þá verður flogið til Alicante og ekið til Torrevieja, þar sem dvalið verður í fimm daga, síðan aftur til Mallorka. Heim verður síðan flogið 6. maí. Gist verður allan tímann í fyrsta flokks íbúðar- hótelum. Fararstjóri á Mallorka verður frú Rebekka Kristjánsdóttir. Umboó a Islandi fyrir OINERSCLUB INTERNATIONAL Ef ferðin leiðir til íbúðarkaupa, greiðir fasteignasalinn allt að kr. 30,000,- á íbúðareiningu upp í ferðakostnaðinn mnivm FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.