Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Hvað segja þau um lánamál námsmanna? Morgunblaðið ræddi við fjóra námsmenn, sem voru á þingpöllum í gær og hlýddu á umræður um lánamál námsmanna. Eiríkur Björnsson „ Anægður með núverandi lánakerfi“ „Hingað til hefur fólk farið í það sem það hefur haft áhuga á, en samkvæmt þessum tillög- um er alit útlit fyrir að fólki verði meinað að fara í nám sem ekki tryggir öruggar tekjur til að möguleiki sé á endurgreiðsl- um lánanna.** Eiríkur Björns- son er sagnfræðinemi á fjórða ári við HÍ. Hann sagðist gera ráð fyrir að ef þessar tillögur gangi í gegn hafí þær áhrif á fjölda náms- manna í hinum ýmsu deildum innan skólans. „Ég er ánægður með núverandi lánakerfí. Þetta er viðkvæmt mál og vandmeðfarið, varðar afkomu fólks og það er erfltt að tjá sig um þessa hluti að svo stöddu, þar sem þeir eru ekki borðliggjandi. Mér sýnist þó styrkjakerfíð, eins og því hefur verið lýst í blöðunum, hljóta að verða þess valdandi að enn meira skrifstofubákn verður í kringum þetta en nú, og varla áþað bætandi." Svanhildur Óskarsdóttir „Hætt við að af- leiðingarnar eigi eftir að sjást um allt skólakerfið“ „Ég held ég myndi ekki treysta mér til að taka þessi lán, a.m.k. ekki ef ég væri með fjölskyldu.*1 Svanhildur Óskars- dóttir er nemi í íslensku ög heimspeki á öðru ári við HÍ. „Ég er sátt við námslánin eins og þau eru núna, en þau jafna aðstöðu fólks til náms og gera flestum kleift að stunda nám. Mér flnnst margt óljóst í þessum tillög- um, veit t.d. ekki hvað felst í því að nám sé þjóðhagslega hag- kvæmt, hvort það sé nám í Fisk- vinnsluskólanum, við markaðsöfl- un eða varðveislu menningarverð- mæta. Eflaust er þetta allt þjóð- hagslega hagkvæmt, en matsat- riði hvað vegur þyngst. Varðandi styrkjakerfið fínnst mér skrítið að það skuli frekar vera til peningar til að styrkja fólk en lána því, ég held að allir náms- menn séu sammála um að það sé sjálfsagt að lánin séu greidd til baka. Þá er ég mjög á móti því að litið sé á menningu og menntun út frá markaðssjónarmiðum um framboð og eftirspum. Ef við værum að horfa í þá peninga sem fara í rekstur há- skóla myndum við leggja skólann niður og senda fáa útvalda utan til náms. Endurgreiðslur lánanna geta orðið erfíðar samkvæmt þessum tillögum, þar sem ekki er tekið tillit til tekna. Margir kenn- arar eru t.d. háskólamenntaðir og ekki er mögulegt að greiða af lánum með þeim tekjum sem kennurum er boðið upp á í dag. Ég held að margir myndu hugsa sig um tvisvar hvort þeir væru tilbúnir að safna námsskuldum sem þeir geta síðan ekki greitt til baka af launum sínum. Ef þetta gengur í gegn er hætt við að afleiðingamar eigi eftir að sjást um allt skólakerflð. „Erfitt að segja hvað sé þjóðhags- lega hagkvæmt“ „ÉG er að taka námslán í fyrsta sinn, og mér finnst það kerfi sem hefur verið nú undanfarin ár alveg ágætt“ sagði Sigurþór Heimisson fyrstaársnemi í Leiklistarskóla íslands. „Ég var svo heppinn að ég hef haft viðskipti við banka í langan tíma og fékk þar af leiðandi lán nú í vetur, en ég veit að margir félaga minna hafa verið í miklum erfíðleikum með að ná endum saman. Mér fínnst hugmyndir menntamálaráðherra um að breyta lánakerfínu út í hött. Það á að leggja niður launamatið, og það fyrsta sem mér datt í hug í því sambandi var að nú geta allir sem vilja fengið lán hvort sem þeir þurfa á því að halda eða ekki. Þeir sem fá lán sem þeir þurfa ekki að nota geta svo ávaxtað þau á bankareikningum. Ráðherra ætlar að skera niður launakostnað við lánasjóðinn, en mesti kostnað- ur við sjóðinn hefur verið launaút- reikningur. Breytt form á endur- greiðslum verður einnig mjög óréttlátt eins og Kristín Halldórs- dóttir þingmaður sagði í ræðu hér áðan. Margar konur eru t.d. ekki í fullu starfi eftir að námi lýkur vegna bameigna, en þurfa samt að greiða fullar afborganir af lán- unum. Styrkjakerfíð fínnst mér bama- skapur. Það er auðvitað hægt að fínna afburðanemendur, en erfíð- ara er að segja hvað sé þjóð- hagslega hagkvæmt og hvað ekki. Til að geta sagft fyrir um það þurfa menn að fá afnot af tíma- vél, fara fram í tímann og athuga hvort þetta eða hitt hafi verið þjóðhagslega hagkvæmt. Mig langar svo í lokin að segja nokkur orð um Siguijón Valdimarsson, ég Sigurþór Heimisson þekki það mál ekkert, en eftir því sem mér hefur skilist á mál- flutningi ráðherra þá eru ummæli hans um vanrækslu í starfí ekki rökstudd, og eru í hæsta máta ósæmileg aðför að manninum. Ég vona bara að einhverjum takist að koma vitinu fyrir ráð- herra." „Mótfallin hug- myndum mennta- málaráðherra. “ „Mér finnst núverandi kerfi ágætt eins og það er og engin ástæða til að breyta því.“ Vil- borg Davíðsdóttir er nemi í ensku við HÍ. á fyrsta ári. „Ég er mjög mótfallin þeim hugmyndum sem menntamála- ráðherra hefur sett fram, sérstak- Iega styrkjakerfínu, það er enginn sem getur ákveðið hvað er þjóð- hagslega hagkvæmt og hvað ekki og hlutverk ríkisins er ekki að segja til um það. Fólk talar um að námsmenn hafí hærri framfærslutekjur en verkamenn. 20.900 krónur á mán- uði er útreiknuð framfærsla og ef eitthvað er hneyksli, þá er það að fólk skuli fá lægri laun en sem nemur útreiknaðri framfærslu. Mér fínnst menntamálaráð- herra hafa aukið mjög andúð fólks á námsmönnum sem er mjög miður. Eflaust er einhver minni- hluti sem misnotar námslán, en það er ekki hægt að yfírfæra það á 99% námsmanna. Ég vil að lokum segja að við hefðum ekki getað fengið verri menntamálaráðherra og þó Ragn- hildur hafí verið slæm, er Sverrir þó öllu verri. Vilborg Davíðsdóttir Áramótadansleikur sjónvarpsins: Menntamálaráðherra óskar eftir skýringum SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra sendi Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra bréf í gær, þar sem hann fór þess á leit að gefin yrði skýring á miklum kostnaði við áramótadansleikinn sem haldinn var i sjónvarpinu á gamlárskvöld. Menntamálaráðherra sagði í fram að ég ber hið mesta traust til samtali við Morgunblaðið að með Markúsar Amar Antonssonar, en þessu bréfí væri hann ekki að ákæra neinn. „Ég ætla mér að fylgjast vel með og reyna að beita okkur sjálfa aga í fjármálum. Ég vil taka það ég tel rétt að æðsta yfírvald fái að vita um þetta, sem ég vil kalla hálf- gerðar slysfarir, og fái að átta sig á því,“ sagði Sverrir. Kaupfélag Svalbarðseyrar: Laun ekki greidd síðan fyrir jól Drög að leigusamningi lögð fyrir stjórn KEA Akureyri, 30. janúar. KAUPFÉLAG Svalbarðseyrar hefur ekki greitt starfsfólki sínu laun síðan fyrir jól. Fyrirtækið greiðir laun venjulega hálfsmánaðarlega og nú eru tvær launagreiðslur gjaldfallnar, síðari desembergreiðslan og sú fyrri í janúar. Fyrirtækið skuldar starfsfólki sínu samtals 1,6 milljónir króna fyrir þetta tímabil, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Viðræður KSÞ og Kaupfélags Eyfírðinga um hugsanlega leigu KEA fara nú fram. Allt bendir til þess, að KEA leigi aðstöðu KSÞ frá 1. febrúar og þá til 6 mánaða og noti þann tíma til að fá úr því skorið hvort borgi sig að reka fyrir- tækið áfram í núverandi mynd. Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubankans, og Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri fræðslu- og kaupfélagsdeildar SÍS, komu til Akureyrar í gærkvöldi og ræddu í dag við fulltrúa KEA og KSÞ um væntanlegan leigusamning fyrirtækjanna. Drög að leigusamningi KSÞ og KEA verða að öllum líkindum lögð fyrir stjómarfund hjá KEA á morg- un, föstudag. Samþykki stjómin samninginn mun hann taka gildi á laugardag, eftir því sem Morgun- blaðið kemst næst. Veitingarekst- ur Hótels KEA leigður út frá 1. maí Öllu starfsfólki sagt upp um helgina Akureyri, 30. janúar. NÚ ER til athugunar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga að leigja út allan veitingarekstur Hótel KEA frá og með 1. mai næstkomandi og hafa viðræður um það staðið i nokkurn tíma. Það eru Þórhallur Árnason yfirþjónn hótelsins og Sigmundur Einarsson yfirmaður mötuneytis heimavistar menntaskólans sem verður. Í vikunni var haldinn fundur með starfsfólki hótelsins þar sem því var skýrt frá hugmyndum þessum og jafnframt að með launum nú um mánaðamótin megi það búast við uppsagnarbréfi. Væntanlegir leigu- takar hafa lýst því yfír að þeir vilji hafa fijálsar hendur með ráðningu starfsfólks og þar af leiðandi verði fólki sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara eins og venja er til. Hótel KEA opnaði að nýju fyrir skömmu eftir gagngerar breyting- taka við rekstrinum ef af leigu berg, kaffíteríuna á jarðhæð hótels- ins. Talsmaður KEA segir að ef af leigu verður muni félagið hafa það ákvæði í samningum að leigutakar leitist við að ráða aftur sem mest af því fólki sem starfaði á hótelinu. ar. Ef af yrði myndu þeir Þórhallur og Sigmundur leigja eldhús og veislusal hótelsins, svo og Súlna- INNLENTV Vinsældalisti rásar 2: Gunnar á lögin í 1. o g 3. sæti VINSÆLDALISTI hlustenda rásar 2 var valinn að vanda í gær og lenti lag Gunnars Þórðarsonar „Gaggó Vest“ í fyrsta sætinu nú, aðra vikuna í röð. Þá er lag hans „Gull“ komið upp í þriðja sætið en var í því sjötta í síðustu viku. Eiríkur Hauksson syngur bæði þessi lög Gunnars. Listinn er á þessa leið: 1 ( 1) Gaggó Vest...................Gunnar Þórðarson 2(5) Sun always shines on TV ................A-Ha 3(6) Gull...........................Gunnar Þórðarson 4( 7) You little thief...............Feargal Sharkey 5(3) Brothers in arms ...................DireStraits 6(2) Hjálpum þeim................Islenska hjálparsveitin 7 (26) Promises Promises...................Rikshaw 8 ( 4) Allur lurkum laminn ...........Bubbi Morthens 9 ( 8) In the heat of the night.............Sandra 10 (16) Bumingheart ........................Survivor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.