Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR 1986 29 Anna Eggerts- dóttir - Minning Fædd 2. september 1954 Dáin 6. febrúar 1986 I dag kveðjum við starfsfélaga ogvin, Onnu Eggertsdóttur, sjúkra- liða. Hún lést í Landakotsspítala, á vinnustað sínum, að kvöldi fimmtu- dagsins 6. febrúar, langt fyrir aldur fram. Ollum er okkur afmarkað ævi- skeið. Mælikvarði er þó til á skamm- lífí og langlífí, sem miðar ekki við tímalengd eina saman, heldur gildi og fyllingu lífsins á hverri stund. Þessu lýsir „listaskáldið góða“ Jón- as Hallgrímsson svo eftirminnilega: „Hvaðerlanglífi? lífsnautninfijóva, aleflingandans ogathðfiiþörf; margofttvítugur meirhefurlifað svefnugum segg, ersjötugurhjarði. „Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú: upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel." Blessuð sé minning Önnu Eg- gertsdóttur. Alda Halldórsdóttir í dag verður til moldar borin Anna Eggertsdóttir, sjúkraliði á bamadeild Landakotsspítala. Við viljum með þessum fátæklegu orð- um minnast Önnu sem starfaði hér á deildinni frá því í apríl 1978. Anna var sérstaklega glaðlynd og hlý í viðmóti og var einstaklega gott að umgangast hana og vinna með henni. Hún var mjög tilfínn- inganæm og viðkvæm en gat þó oft komið öllum á óvart með ótal uppátækjum. Hún hafði ánægju af því að umgangast böm og kom það berlega t ljós í starfi hennar á bamadeildinni. Það var mikið áfall haustið 1982 þegar Anna veiktist af illkynja sjúk- dómi sem nú hefur leitt hana til dauða. Þrátt fyrir það að hún væri oft fársjúk, barðist Anna hetjulega í veikindum sínum allt til hinstu stundar. Ætíð er rofaði til og kraft- ar leyfðu, sneri hún til baka til starfa sinna hér á spítalanum. Hún hafði óbilandi trú á lífínu og hjálpaði það henni mikið í baráttunni við sjúkdóminn. Henni var umhugað um að líta ávallt sem best út og gerði því allt til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómseinkenni sæjust á henni. Minningin um góðan vin og starfsfélaga mun lifa í hugum okkar, þegar við kveðjum Önnu sem fallið hefur frá langt um aldur fram. Við vottum móður hennar og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Starfsfólk barnadeildar Landakotsspítala Þeim skilningi lítum við vinir og starfsfélagar lífsferil Önnu, þann sem nú er á enda. Þannig var Anna. Anna fæddist 2. september 1954 í Stykkishólmi, dóttir Guðrúnar Hallfríðar Eiðsdóttur frá Mikla- holtshreppi og Eggerts Guðmunds- sonar frá Þvottá í Alftafirði. Kynni okkar Önnu hófust árið 1981 er ég réðst til starfa við bama- deild Landakotsspítala. Þá hafði Anna starfað þar frá árinu 1978. Þakklátum huga minnist ég þess stuðnings, sem hún veitti mér í byrjun, ákveðin og ávallt reiðubúin að svara spumingum. Anna starfaði við bamadeildina fram í ársbyijun 1985, er hún lét af störfum vegna þess erfíða sjúk- dóms, er varð henni að aldurtila. Einstakan stuðning fékk hún frá félögum á deild 3B. En tengslin héldust við bamadeildina, þar vom vinir og starfsfélagar. Mörg sameiginleg áhugamál glæddu samvemstundir. Þekking- arleit í hjúkmn, breytt viðhorf í bamahjúkmn, ýmis vandamál lífs- ins, trúmál og fleiri þættir, er óhjá- kvæmilega hafa daglega áhrif á huga okkar, sem tengjumst sjúkra- húslífi, einkenndu jafnan umræður. Einkum þó er tilefni gafst til að bregða á leik fyrir utan starfsvett- vanginn. Einkenni í fari Önnu vom sjálf- stæði, kjarkur, trú og æðmleysi. Sýndi hún þau best er hún dvaldi síðustu ævidaga sfna heima, fár- sjúk, umvafin hlýju, ástúð og umönnun móður sinnar og fjöl- skyldu og þar sem hún naut stuðn- ings félaga og vina. Ég vil Ijúka þessum línum með hendingum eftir Matthfas Joch- umsson, sem ég hygg greina mikinn sannleika, hollan okkur, sem enn eigum dagstund óliðna: í dag kveðjum við okkar kæm vinkonu Önnu Eggertsdóttur sem lést að kvöldi hins 6. febrúar sl. eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm sem hún ætlaði sér allt til hinstu stundar að vinna bug á, en oft dugir viljinn ekki til. Margt kemur upp í hugann á slíkri stund, allar samvemstundim- ar á bamadeildinni, þar sem við unnum saman í mörg ár, en þau kynni urðu til þess að við stofnuðum saumaklúbb þar sem við höfum átt margar ánægjulegar stundir sam- an. Anna var einstaklega góður vinnufélagi, samviskusöm, ljúf og einlæg stúlka sem vildi öllum vel. Hún var geðgóð og gamansöm og átti til að koma fólki á óvart með skemmtilegum uppákomum, og hélt hún þessum eiginleikum nánast til hinstu stundar. Anna bjó ein, var alltaf sjálfri sér nóg, einstaklega sjálfstæð og dugleg. í veikindum sínum gerði hún allt sem f hennar valdi stóð til að halda tengslum við sem eðlileg- astan lífsmáta. Þrátt fyrir lítinn lík- amlegan þrótt kom hún í sauma- klúbb aðeins 2 vikum fyrir andlát sitt. Stórt skarð er nú höggvið í vina- hópinn, en eftir lifir minningin um ljúfa stúlku og góða vinkonu sem var okkur öllum kær. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Að lokum vottum við Qölskyldu Önnu dýpstu samúð. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefhir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E.Ben.) Elísabet, Guðrún, Kolla, Mæja, Ólöf, Pálína og Stein- unn. NÚ BÝÐST ÞÉR NÝTT PHILIPS TRENDSET SJÓNVARP MEÐ AÐEINS 7.000,- KR. ÚTBORGUN. EÐAA_________ 39.850.- KR. STAÐGREITT. HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.