Morgunblaðið - 13.02.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR 1986
39
verka vant, jafnvel ekki á þeim tím-
um sem atvinnuleysis gætti hjá
stéttinni.
Hann var glaðvær og gleðimaður
mikill og vinmargur. Á tímabili blót-
aði hann Bakkus að nokkru ráði
enda var nóg af okkur vinum hans
sem tilkippilegir vorum til þátttöku
í slíkum gleðilátum enda var maður-
inn mikill „húmoristi" og bráð-
skemmtilegur, þegar hann vildi það
við hafa. Aldrei varð ég þess þó var
að þetta lífemi gengi út í þær öfgar
að það bitnaði á starfí hans.
Hann var og mikill fagurkeri,
eins og kona hans, enda bar hið
fagra heimili þeirra þess ríkulegan
vott. Þar var að finna fjölda mál-
yerka og annarra fagurra listmuna
af ýmsu tagi. Hann sótti mikið
ýmiskonar listsýningar og mér er
til efs að hann hafi t.d. látið nokkra
leiksýningu Þjóðleikhússins fara
fram hjá sér, nema hann væri er-
lendis eða sjúkur.
Ferðalög voru eitt af hugðarefn-
um Ólafs, enda hafði hann ferðast
vítt og breitt um ísland, bæði í
einkaerindum sem og á vegum
Kiwanis-hreyfmgarinnar og Odd-
fellow-reglunnar, en ekki hvað síst
vegna verkefna fyrir hið opinbera
og húsameistara ríkisins, sem voru
bæði mörg og margvísleg í gegn
um tíðina.
Þá ferðuðust þau hjónin mikið
til útlanda mörg síðustu árin og
höfðu mikla ánægju af. Fjárhagur-
inn var orðinn þannig, að þau gátu
ieyft sér flest það sem hugurinn
gimtist, þótt smátt hafl verið byij-
að.
Fjölskyldu Ólafs hefí ég nú þekkt
og umgengist f um 40 ár og betri
og tryggari vini er ekki hægt að
eignast. Mér fínnst því eins og ég
hafí misst stóran hluta af sjálfum
mér þegar þau hjónin em bæði
horfin af sjónarsviðinu. Eftir stend-
ur tómarúm, sem ekkert fær fyllt
nema minningin um fágætlega
elskulega vini.
Bömum þeirra, bamabömum,
. bamabamabömum og öðmm ætt-
ingjum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Júl. M. Magnús
Með fráfalli Ólafs Þ. Pálssonar
múrarameistara er horfinn einn
virkasti og athafnamesti félagi
okkar.
Ólafur fæddist í Reykjavík 12.
nóvember 1907 og var því kominn
hátt á áttræðisaldur er hann lést.
Ólafur var ákaflega hraustbyggður
maður, þéttur á velli og léttur í
lund. Það gustaði af honum hvort
heldur um var að ræða á vinnustað,
eða á góðri stund meðal vina og
kunningja, þar var hann hrókur
alls fagnaðar.
Hin síðari ár átti Ólafur þó við
vaxandi vanheilsu að stríða er
leiddu til endurtekinna sjúkrahús-
ferða. Þeim átökum lauk svo 7.
febrúar sl.
Ólafur Þ. Pálsson gekk í Múrara-
meistarafélag Reykjavíkur árið
1949. Árið 1961 var hann kjörinn
gjaldkeri félagsins og gegndi því
starfi samfleytt í 20 ár. Fram-
kvæmdastjóri félagsins var Ólafur
á ámnum 1971—1982. Fleiri trún-
aðarstörfum gegndi Ólafur fyrir
félag okkar, hann var m.a. fulltrúi
þess í stjóm Meistarasambands
Byggingamanna og sat ennfremur
nokkur Iðnþing, sem fulltrúi félags-
ins._
Á 50 ára afmæli Múrarameist-
arafélagsins var Ólafur gerður að
heiðursfélaga í þakklætis- og virð-
ingarskyni fyrir vel unnin störf.
Af því sem nú hefur verið sagt,
má ljóst vera, að Ólafur undi því
illa, að vera hlutlaust nafn á félaga-
skrá. Þrátt fyrir mikil umsvif á
vinnustað, var hann ávallt reiðubú-
inn til tímafrekra félagsstarfa,
hvenær sem eftir var leitað. Meira
verður ekki með rétti krafíst af
neinum félagsmanni.
Nú þegar Ólafur Þ. Pálsson
kveður þetta tilvemstig, þakkar
Múrarameistarafélag Reykjavíkur
honum af alhug öll unnin störf í
þágu þess á liðnum ámm, um leið
og eftirlifandi ættingjum hans er
vottuð dýpsta samúð.
F.h. Múrarameistarafélag
Reylqavíkur,
Þórður Þórðarson, formaður.
VEGNA
ÞARFIU
LYKILKORT
ÞU ÞEKKIR DÆMIN:
• Tíminnrunninnfráþér-bankarnirlokaðir
• Fríúrvinnunni,tiIþessaðkomastíbanka
• Biðraðir
• Kvöld eða helgi og þú manst ekki hvað er inni
áreikningnum
• Vilt ekki fara með ávísanaheftið á skemmtistað
-vantar reiðufé
• Gíróreikningamirhlaðastupp
- nærð ekki að greiða þá á vinnutíma
Allt þetta hefur Iðnaðarbankinn leyst fyrir þig
með einu litlu lykilkorti
sem þú getur notað á 9 stöðum hvenær sólarhringsins sem er.
Líttu við á einhverjum afgreiðslustaða okkar og náðu þér
í lykilkort, það er ókeypis.
- og njóttu þægindanna!
© iðnaðarbankinn
-nútima banki
ŒB AUGiySINGAÞJÓNUSTAN / SÍA