Morgunblaðið - 13.02.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1986
47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Vegna falsaðra nafnskírteina
Ágæti Velvakandi.
Mig langar að koma á framfæri
fyrirspurnum í dálkinum og beini
þeirri eindregnu ósk til viðeigandi
ráðamanna að svör þeirra birtist á
sama stað. Til upplýsingar skal
reifuð forsaga þessarar beiðni.
Undanfarið hef ég fylgst með
skrifum Helgarpóstsins um mál sem
snertir unga stúlku. Henni var í
sakadómi Reykjavíkur boðin dóms-
sátt og gert að greiða kr. 1.000
vegna tilraunar til að komast inn á
skemmtistað á skilríkjum annars
einstaklings. Stúlkan var rétt orðin
fimmtán ára þegar hún framdi
brotið. Afbrot sem þetta varðar við
157. grein hegningarlaganna.
Spumingar mínar eru eftirfar-
andi:
1. Af hve mörgum einstaklingum
hefur lögreglan afskipti, fyrir
nákvæmlega þetta athæfi?
2. Hve margir þeirra voru boðaðir
fyrir sakadóm vegna brotsins?
(Hér væri gott að fá tölur t.d.
frá 1982—4 eða 1985, séu þær
fyrirliggjandi).
3. Hve mörgum var boðin dómsátt
og gert að greiða krónur 1.000
vegna brots síns?
4. Eru engar starfsreglur, reglu-
gerðir eða annað sambærilegt
til sem kveður á um að með
einstaklingi undir 16 ára aldri
skuli boða forráðamenn eða full-
trúa bamavemdamefndar til að
vera við hlið bama og unglinga
fyrir sakadómi?
5. Heyrir það sögunni til, að við
fyrsta brot einstaklings undir
16 ára aldri, sé veitt viðvörun
og brotið skýrt fyrir viðkomandi
unglingi? (Ég er fyrst og fremst
að spyija um þetta atriði m.t.t
13—15 ára unglinga.)
Sem foreldri langar mig að fá
svör við þessum spumingum. Ég
vil vita hvort allir sitji við sama
borð vegna sama afbrots eða hvort
gera megi allt eins ráð fyrir að
hending ráði málalokum. Með orð-
inu hending er átt við:
a. Hvaða dyravörður grípur bam
með nafnskírteini annars í ofan-
greindum tilgangi.
b. Hvaða lögreglumaður kemur á
staðinn og hvaða afstöðu hann
hefur til slíkra mála.
c. Hvaða dómari íjallar um málið,
fari það sína leið saksóknara og
þaðan til sakadóms. (Hér er átt
við hvort afstaða viðkomandi
dómara skipti einhveiju, hvort
til séu fleiri en ein leið lögum
samkvæmt til afgreiðslu mála
sem þessara þegar þau berast
sakadómi.)
d. Sé um fleiri en eina leið að ræða
hvað sé þá haft að leiðarljósi við
meðferð málsins. (Svo að enginn
misskilningur verði: Ef um er
að ræða „milda", „miðlungs-
harða“ og „harða málsmeðferð",
við hvað er þá stuðst við mat á
aðgerð gagnvart sakbomingi.)
Ég endurtek tvær fyrstu spum-
ingar mínar svo ljóst megi verða
um hvað er spurt.
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
lætur að því liggja í viðtali við HP
vegna umrædds máls að alltaf séu
„einhverjir sem taka að sér að verða
hálfgerðir píslarvottar, vilja helst
láta setja sig inn“. Ég fæ ekki séð
Leiðrétting-
Þau leiðu mistök urðu í klausu
frá Áma Jóhannssyni að 12 starfs-
menn vom sagðir vinna í vetnissal
Áburðarverksmiðjunnar. Þetta er
ekki rétt, aðeins einn starfsmaður
vinnur í vetnissal á 12 tíma vöktum.
Biðst Velvakandi velvirðingar á
þessu.
að þetta mál snúist svo mikið um
þann makalausa klaufahátt að gera
15 ára unglingi að sæta tveggja
daga fangelsi til vara. Það atriði
þarf tæpast að ræða á þessum
vettvangi, sú umræða á heima
annars staðar. Það sem hér um
ræðir er hvort allir sem lögregla
hefur afskipti af, væntanlega fyrir
tilstilli dyravarða, sæti nákvæmlega
sömu meðferð. Það sýnist mér vera
þungmiðja málsins. Þar fyrir utan
má svo velta fyrir sér frá hinum
ýmsustu sjónarhomum hvemig það
kunni að verka á ungiinga sem
aldrei fyrr hafa komist í kast við
lög að vera dregnir fyrir dóm.
(Höfum hugfast að atburðir verka
oft sínu sterkar á óharðnaða ein-
staklinga en okkur sem eldri.) í
því tilfelli sem hér um ræðir liggur
afbrot stúlkunnar alveg ljóst fyrir
og engin ástæða til annars en gera
Fyrri hluti
í grein sinni er birtist í Velvak-
anda 2. febrúar, bendir Þorsteinn
Guðjónsson á að mér hafi láðst að
svara tveimur aðalatriðum úr fyrri
grein hans. (Velvakandi, 17. jan-
úar.) Þorsteinn segir í tilvitnun að
„með glöggum rökum er sýnt fram
á að sum sálfræðileg dæmi sem
menn hafi taiið stuðning við endur-
burð, líkist mjög mikið öðrum
dæmum, sem ekki getið verið það,
(vegna þess að þeir sem hefðu átt
að vera endurbomir samkvæmt
samskonar dæmum, vom fæddir
áður en hinir fyrri dóu). Þessi
samanburður er einn út af fyrir sig
alveg nægilegur til að sjá alvarleg-
an brest í rökfærslu endurburðar-
sinna."
Þau „rök“ Þorsteins að telja að
endurholdgunarfrásagnir sem ekki
standast, sanni að allar aðrar frá-
sagnir af endurholdgunartilvikum
séu marklausar, hversu góðum
rökum sem þær em studdar, em
vægast sagt langsótt. Er þetta álíka
gáfulegt og að halda því fram að
ef ein bifreið af ákveðinni gerð
hafi ekið á ljósastaur, þá sé það
þar með sannað að allar bifreiðir
sömu gerðar hafí einnig heyrt á
þennan sama ljósastaur, og að allar
nýjar bifreiðar þessarar sömu gerð-
ar eigi jafnframt eftir að aka á
ljósastaurinn í framtíðinni.
Fjöldi tilvika um endurholdgun
hafa verið rannsökuð í gegnum tíð-
henni grein fyrir eðli þess. En er
þetta hin eina rétta aðferð við fyrsta
brot unglings sem hefur hvorki
vald yfír sjálfum sér né öðmm.
Þessu tel ég að við mættum öll
velta fyrir okkur og jafnframt
hyggja að því, hvort til sé ef til
vill eðlilegri, mannúðlegri leið gagn-
vart þeim sem eiga að erfa landið.
Hvaða mynd ætlum við að gefa
ungmennum okkar af þjóðfélaginu.
Hvað hugsa þau þegar daglega má
lesa um hvers kyns afbrot sem
beinlínis skaða samfélagið en lítt
og seint er aðhafst gegn þeim. Frá
mínum bæjardymm séð virðist mér
að málsmeðferð sem þessi geti haft
margvísleg áhrif allt eftir afstöðu
forráðamanna og hvemig þeir taka
á málinu gagnvart unglingunum.
ina og í fjölmörgum þeirra hefur
ekki verið hægt að skýra þau með
öðmm hætti en að um endurholdg-
un hafi verið að ræða. Vilji Þor-
steinn fræðast nánar um þetta efni
þá bendi ég honum á að kynna sér
rannsóknir geðsjúkdómafræðings-
ins Ian Stevensons, sem er braut-
ryðjandi á þessu sviði og hefur
rannsakað hundmð slíkra tilvika.
Vil ég sérstaklega benda á bók
hans „Twenty Cases Suggestive of
Reincamation", útgefandi: Univers-
ity Press of Virginia. Einnig vil ég
benda á eftirfarandi bækur: „Rein-
camation: „Key to Immortality"
eftir Moore & Douglas, útgefandi:
Arcane Books. „The Search for
Bridey Murphy" eftir Bemstein,
útgefandi: Simon & Schuster. „Er
líf eftir dauðann?" eftir Nils O.
Jacobsen, útgefandi: Almenna
Bókafélagið. Einnig sýndi ástralska
sjónvarpið á síðasta ári ásamt
Channel 4 í enska sjónvarpinu,
fræðsluþátt um rannsóknir á
ákveðnum endurholdgunartilvikum
og vom dæmi þau er fram vom
sett endurholdgunarkenningunni
mjög til framdráttar. Væri áhuga-
vert ef íslenska sjónvarpið sæi sér
fært að sýna þátt þennan í framtíð-
inni, en nafn þáttarins er „Rein-
camation" og er kynnir hans maður
að nafni Kit Denton. Vilji Þorsteinn
aftur á móti kynna sér endurholdg-
unarkenninguna frá öðm sjónar-
homi þá bendi ég honum á bókina
„Esoteric Healing" eftir A.A. Bail-
ey, útgefandi: Lucis Press.
Virðingarfyllst,
Helga Ágústsdóttir.
Erfðalögmál
eða endurburður
Fyrrihluti
1 greininni „Um endurholdgun.
Svar við athugasemdum Þor-
steins Guðjónssouar" (Velv.
22.-28. jan.) aegir höfundurinn,
ómar Sveinbjömsson, að svargrein
mln til „Oddvetja" (18. jan.) sé „að
talsverðu leyti byggð á vanþekk-
ingu á viðkomandi efni“. — Öll
megum við búast við að geta orðið
á vanþekking og mistök. En þegar
einn ber öðrum sllkt sérstaklega á
brýn, 'þarf hann að geta stutt þá
staðhæfingu með dæmum. En það
verulegum ástæðum í mannlegu lífi,
sem eru út af fyrir sig ærið um-
hugsunarefni, enda hafa þær verið
það. En frumröksemdir em þær
ekki varðandi endurburðarkenning-
una, enda er það svo, að hvenær
sem sú kenning er rædd af ein-
hveiju kappi, þoka þær fyrir aðal-
tnálinu: þeirri staðreynd og reynslu,
að hjá sumu fólki hafi komið fram
minnisatriði úr fortíðinni, sem tor-
velt virtist að skýra með „venjuleg-
um“ hætti. Það er þetta atriði, sem
ég tók upp til umræðu f grein minni
Framlff eða endurburður og er
annað aðalatriði hennar. Það er
mjög athygiisvert, að Ó.S. skyldi
Þorsteini Guðjóns-
syni svarað
• Algerlega hættulaust og auðvelt í notkun.
Bara þrýsta með fingurgómnum.
• Leiðbeiningar á íslensku fylgja.
• Má setja íog taka úr að vild.
Leitið upplýsinga isima 622323. Sendum ipóstkröfu.
Heilsumarkaðurinn
Haf narstræti 11.
Einkaumboð á íslandi: HeilsumarkaÖurinn Hafnarstræti 11.
Nálarstungueyrnalokkurinn
• Hjálp í baráttunni við
aukakílóin og reyking-
arnar.
• Hefur einnig reynst vei
við margvíslegum verkj-
um.
• Hannað og prófað af
lækni.
tisófí- tegnnd
Hon
tá® w 2.000
LAS VEGAS
B 240 x L 270 — áklæði
greitt út-
t*ðgr J%slut
,taðgre>ðs)
bIloshöfdá^
J