Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 15

Morgunblaðið - 25.02.1986, Page 15
_____________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 _ Nokkur áhersluatriði um hús- næðismál og annað þeim tengt eftir Guðlaug Ellertsson 1. Framfærsluvísitala hefur hækk- að um rúmlega 50% Umfram vísitölu kauptaxta frá meðaltali 1978 frám í febrúar 1986. Þetta jafngildir skerðingu um þriðjung (úr 100 í 66,67 og-100 - = 1,50). 66^67 Þetta gildir um alla launþega, sem eru á sömu kauptöxtum og vinna jafnlangan vinnudag. 2. Húsnæðiskaupendur hafa orðið fyrir meiri skerðingu eða sem nemur hækkun raunvaxta eftir skatta. Þetta þýðir það, að fólk, sem áður gat lagt ’/saf tekjum í húsnæði (afborganir og vexti eða leigu) getur ekkert greitt í húsnæðis- kostnaði í dag, ef miðað er við sömu kauptaxta; jafnlangan vinnudag og sama aðhald í öðrum kostnaðarlið- um. Svokallað misgengi á milli vísi- talna og hækkun raunvaxta er einungis mælikvarði á hina miklu kjaraskerðingu þessa fólks. 3. Það er mælikvarði á helsjúkt peninga- og skattakerfí, að ríkis- sjóður skuli þurfa að bjóða 9% raunvexti til þess að halda inni Guðlaugur Ellertsson peningum og dugir vart til. Stjórn- völd hafa hvorki kjark til þess að spara né skattleggja til þess að ná endum saman. 4. Fjárfestingarafglöp halda áfram. Áður byggðust þau á niður- „Það má kalla það póli- tískt arðrán, þegar stjórnvöld soga fjár- magn frá launþegxim og atvinnulíf i og sóa því.“ greiddum vöxtum, en nú á niður- greiddum láunum. Meðferð opin- bers fjár er jafn ábyrgðarlaus og áður. Það má kalla það pólitískt arðrán, þegar stjómvöld soga íjár- magn frá launþegum og atvinnulífí og sóa því. Þetta hefur gerst undan- fama áratugi hér á landi. Þetta hefur haft áhrif á vilja til þess að sýna aðhald og spamað úti í þjóðfélaginu, að ekki sé talað um skattsvik. (Sama hvar fjármagni er sóað, ef því er sóað hvort sem er.) 5. Það er ekki víst, að fjöldi fbúða sé nægur, þótt meðalstærð íbúða sé rífleg hér. Með hrikalegri kjara- skerðingu er búið að draga svo úr kaupgetu á fasteignamarkaði, að margt fólk getur ekki keypt eða haldið húsnæði, þótt þörfín sé fyrir hendi. Þetta þýðir verðfall á notuð- um íbúðum og hraðminnkandi eftir- spum eftir lóðum. Ýmsir vilja túlka þetta þannig, að búið sé að byggja alltof mikið, en ég tel, að það eigi einungis við húsnæði í stærra lagi og viss svæði á landsbyggðinni. Fjárfesting í mjög stóm íbúðar- húsnæði byggðist á óheilbrigðum forsendum, þ.e. neikvæðum raun- vöxtum og óheftum og ótímabundn- um vaxtafrádrætti. Skattftjáls eig- in vinna, full húsnæðislán oftar en einu sinni og skipulag áttu líka sinn þátt. 6. Nú er að verða munaður að eignast og ala upp böm, enda stefnir í fólksfækkun að öllu óbreyttu. Það má kannski segja, að stjómvöld séu og hafí lengi verið þjónar þeirra hagsmunaafla, sem „stálu frá foreldrum sínum og veð- settu bömin sín“. Höfundur er viðskiptafræðmgur. Hann starfaði í milliþinganefnd um húsnæðismál fyrir hönd Bandalags jafnaðarmanna en sagði sig úr henni i okt. sl. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- - STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI .Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 3 £ í TOYOTA CAMRY sameinast mikil þœgindi og góðir aksturseiginleikar. • Með þverstœðri vél og framhjóladrifi myndast geysimikið innanrými og sœtin eru fyrsta fiokks. Vélin hefur mikinn kraft og góða snerpu, en er auk þess hljóðlót og eyðslugrönn. Ýmis annar tœknilegur búnaður hefur líka sitt að segja um þœgindi og góða aksturs- eiginleika. TOYOTA CAMRY GL SPECIAL SERIES er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. Renndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að CAMRY GL SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. OYOTA v/I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.