Morgunblaðið - 25.02.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.02.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Uppreisnin á Filippseyjum: „Marcos mis- reiknaði sig“ Enrile yfirgefur forsetann eftir 20 ára samstarf Manila, 24. febrúar. AP. AUGU Juans Ponce Enrile, vamarmálaráðherra, fylltust tárum þar sem hann sat í herbergi sínu snemma á sunnudag, hálfum sólarhring eftir að hann bauð Marcosi, forseta Filippseyja, birg- inn, manninum, sem hann hafði fylgt að málum í tuttugu ár. „Marcos misreiknaði sig. Hann hélt að ég myndi bregðast við eins og allir hans viðhlæjendur og fylgja honum," sagði Enrile við gest sinn. Ráðherrann var að tala um Ferdinand Marcos, forseta Filippseyja. Og Enrile talar enn um hann sem „forsetann okkar". Eftir smá hlé bætti hann við: „Ég er sveitamaður og öndvert við Marcos þá fæddist ég ekki til auðlegðar. Eg hef horfst í augu við fleiri hættur en hann á ævi sinni." Enrile flúði heimili sitt og leit- aði skjóls á skrifstofu sinni, sem vel var gætt, á laugardag, eftir að honum hafði verið sagt að Marcos ætlaði að handtaka sig. Aðeins útvaldir fengu að hitta Enrile að máli. Þungvopnaðir verðir leituðu á hveijum gesti, sem vildi fínna hann. Enrile er 62 ára og hefur setið í stjóm Marcosar frá því að hann komst til valda. Hann var einn valdamestu manna á Filippseyjum og einn ráðgjafa forsetans. Hann hefur gegnt ýmsum ráðherraemb- ættum, embætti vamarmálaráð- herra síðan 1978. Marcos vann sinn stærsta sigur í kosningunum 7. febrúar í fylki Enriles. Enrile hafði ekki sýnt nein óánægjumerki þar til á laug- ardag þegar dagblöð stjómarand- stöðunnar birtu forsíðufréttir þess efnis að hann ætlaði að segja af sér. AP/Símamynd Fidel Ramos, aðstoðaryf irmaður herafla Filippseyja og Juan Ponce Enrile, vamarmálaráðherra, á fundi með fréttamönnum þar sem þeir skýrðu frá því að þeir hefðu sagt skilið við Marcos. Þeir hvöttu aðra ráðherra og foringja í hemum til að fylgja fordæmi þeirra. Varaforingi herráðsins snýr baki við Marcosi: Bandaríkj araenn styðja Ramos þeirrar spillingar og þess getu- leysis, sem einkenna herinn. Marcos sagði í desember að ríg- ur væri milli stuðningsmanna Vers og Ramosar. Hópur ungra herforingja, sem vinnur saman og vill endurbætur innan hersins, hefur krafíst þess að allir herforingjar komnir á eftirlaunaaldur segi af sér. Ramos, sem er frændi Marcos- ar og sonur Narciso Ramosar, fyrrum utanríkisráðherra, ræddi við nokkra þessara herforingja á síðasta ári og sagði þá að breyt- inga væri þörf innan hersins. Viðbrögð við ástandinu á Filippseyjum. AP/Símamynd Þessir hermenn sem vom hollir Marcosi forseta sitja í anddyri sjónvarpsstöðvar ríkisins eftir að hún var hertekin af hermönnum skæmliða á mánudag. Þeim er haldið í varðhaldi en fimm aðrir særðust er sjónvarpsstöðin var hertekin. Manila, 24. febrúar. AP. FIDEL V. Ramos, tilvonandi yfirmaður hersins á Filippseyjum, sem gekk í lið með Enrile, varaarmálaráðherra, á laugardag og skoraði á Ferdinand Marcos, forseta, að segja af sér, nýtur virð- ingar meðal ýmissa háttsettra embættismanna í hernum. Bandaríkjamenn, sem oftsinnis hafa krafíst þess að Fabian C. Ver segði af sér sem yfirmaður hersins, styðja Ramos. Gagnrýnendur heima og heim- an vonuðust til þess að heijast mundi herferð gegn rótskotinni spillingu í her landsins er Ramos var útnefndur arftaki Vers. Og hemum veitir ekki af þar sem vinstri sinnaðir skæruliðar láta stöðugt meira að sér kveða á eyjunum. Ver er dyggur stuðningsmaður Marcosar og stjómarandstaðan lítur á hann sem holdgerving Reagan hvetur Marcos til að afsala sér völdum Washington, Moskvu, Vín og víðar, 24. febrúar. AP. Pravda segir Bandaríkjamenn taka þátt í samsæri gegn Marcosi RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hvatti í dag Ferdinand Marcos, Filippseyjaforseta, til að láta af völdum og bauðst til að skjóta yfir hann skjólshúsi í Bandaríkjunum. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa tekið undir þessa áskoran en við- brögð Sovétmanna og sumra bandamanna þeirra eru að saka Bandaríkjamenn um að ætla að bola burt Marcosi. Margir sendimenn Filippseyjasijómar erlendis hafa sagt upp hollustu sinni við forsetann og stjórn hans. í yfírlýsingu frá Reagan og stjóm hans sagði, að „tilraunir til að framlengja líf núverandi stjóm- ar með ofbeldi eru dauðadæmdar. Eina lausnin er, að ný stjóm taki við með friðsamlegum hætti“. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði, að Bandaríkja- stjóm vildi greiða fyrir þessari lausn með því að veita Marcosi hæli í Bandaríkjunum en fram á það hefði hann þó ekki farið enn. Sovétmenn, sem einir þjóða sendu Marcosi hamingjuóskir með opinber úrslit í forsetakosningun- um, sökuðu í dag Bandaríkjamenn um að standa að baki atlögunni að Marcosi. í Pravda, málgagni sovéska kommúnistaflokksins, sagði, að um væri að ræða sam- særi gegn Marcosi og að CLA, bandaríska leyniþjónustan, hefði tekið þátt í því. Fréttaflutningur sumra blaða í Austur-Evrópuríkj- unum er með líkum hætti en önnur hafa birt fréttir af ástand- inu án athugasemda. Fjölmiðlar í Rúmeníu hafa nokkra sérstöðu í þessu efni því að í þeim hafa engar fréttir birst um ástandið á Filipps- eyjum síðustu daga. í tilkynningu frá breska utan- ríkisráðuneytinu í dag sagði, að höfuðnauðsyn væri, að lýðræðis- legir stjómarhættir jtöu teknir upp á Filippseyjum og í Tókýó hvatti Nakasone, forsætisráð- herra, til, að Japanir og Banda- ríkjamenn legðust á eitt um að fínna lausn á vandanum, sem blasti við Filippseyingum. Roilo Golez, póstmálaráðherra í stjóm Marcosar, sagði af sér embætti í dag og gekk til liðs við þá Juan Ponce Enrile, vamar- málaráðherra, og Fidel Ramos, aðstoðarherráðsforingja, en eins og kunnugt er hafa þeir sagt sig úr lögum við Marcos. Filippískir sendimenn, t.d. í London, Honol- ulu og Los Angeles, hafa einnig snúist gegn Marcosi og skorað á hann að láta völdin í hendur Corazon Aquino. Jóhannes Páll páfí II bað í gær, sunnudag, fyrir Filippseyingum og farsælli lausn á vanda þeirra. Ramos er 57 ára og hann er varaforingi herráðsins jafnframt því sem hann stjómar hemum gegn skæruliðum. Hann tók við af Ver á meðan réttað var í máli á hendur honum. Ver var sakaður um samsæri og aðild að tilræðinu við Benigno Aquino 1983. Ver tók aftur við embætti sínu í desember er hann var náðaður. Ramos hefur verið ásakaður um mannréttindabrot þótt honum hafí formlega ekki verið bornar sakir á hendur. AP/Símamynd Reykur stígur upp frá flugvelli filippíska flughersins f grennd við Manila, eftir að ein af þyrlum uppreisnarmanna skaut fimm flugskeytum á flugvöllinn í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.