Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 18.03.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 Fargjöldin til Evrópu lægri en gengur og gerist — segir Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða „FARGJÖLD Flugleiða í Evrópufluginu eru lægri en gengur og gerist og þetta á þvi alls ekki við rök að styðjast,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða er hann var spurður að því hvort lesa mætti út úr hækkunum á fargjöldum að farþegar til Evrópu greiddu niður fargjöldin á Norður-Atlantshafsleiðinni. „Það er staðreynd að fargjöld á Norður-Atlantshafsleiðinni eru lægri en fargjöld til Evrópu," sagði Sigurður. Norður-Atlantshafsleiðin er stór markaður og og við njótum þess hagræðis sem fylgir því. Far- gjöld til Evrópu þyrftu að vera mun hærri ef ekki væri um Atlantshafs- flug að ræða“. Sigurður sagði að Atlantshafs- flugið væri stór hluti af rekstri Flugleiða og rekstur þess tæki við stórum hluta kostnaðar fyrirtækis- ins. Ef Atlantshafsflugið yrði lagt niður myndi þessi kostnaður lenda á annarri starfsemi fyrirtækisins. Bíll eyði- leggst í eldi BIFREIÐ af gerðinni Opel Ascona, árgerð ’78, eyðilagðist í eldi í gærkvöldi. Tveir menn unnu að viðgerð bflsins í bflskúr við Langa- gerði og þurftu þeir að nota log- suðutæki til verksins. Loginn frá tækinu komst í plastsiöngu, sem liggur frá bensíntanknum, og bráðnaði hún í sundur. Mikill eldur gaus upp, en mönnunum tókst að ýta bflnum út úr skúmum áður en tjón hlaust af innandyra. Slökkvilið- ið kom á vettvang klukkan 22.26 og tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Hann sagði að Atlantshafsflugið gerði Flugleiðum kleift að halda starfseminni gangandi í • Evrópu- fluginu á þessum fargjöldum. „Það er ekki rétt að tengja þessa hækkun á flugfargjöldum nýgerð- um kjarasamningum, því Flugleiðir sendu bréf til samgönguráðuneytis- ins 10. febrúar síðastliðinn þar sem skýrt var frá fyrirhugaðri hækkun á fargjöldum," sagði Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Morgunblaðið. Haft var eftir Matthíasi Bjamasyni samgönguráðherra í Morgunblað- inu á sunnudaginn að hann hafi ekki heyrt um þessa hækkun fyrr en hann las um hana f blöðunum á laugardaginn. Sæmundur sagði að ákvörðun um hækkun á fargjöldum hafi verið tekin í kjölfar IATA-fundar þar sem fargjöld þeirra 145 félaga sem em aðilar að samtökunum eru ákveðin. „Flugleiðir hafa ekki hækkað far- gjöld síðan í júní 1985 og em með lægri meðalfargjöld í Evrópu en gengur og gerist. Hækkanir á lend- ingargjöldum, yfirflugsgjöldum og gjöldum fyrir veðurþjónustu erlend- is em teknar inn í þessa 3% meðal- hækkun. Bjöm Bjömsson hagfræðingur Alþýðusambands íslands sagði að þessi hækkun á fargjöldum Flug- leiða hefði enn ekki verið tekin fyrir hjá ASÍ. Hann bjóst við að það yrði gert fljótlega hjá verðlagsnefnd ASÍ. Nýtt hús reist á gömlum grunni Hlaðið steinhús að Ingólfs- stræti 3 var rifið um síðustu helgi og er ætlunin að þar rísi fjögurra hæða hús þar sem verslunin Málningarvörur verður meðal annars til húsa. Kristinn Eggertsson, verslunar- maður, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vel færi á því að reka málningarvömverslun á þessum stað þar sem í gamla húsinu, sem reist var 1852, hafi fyrsta málningarvömverslun í landinu verið til húsa. Kristinn kvaðst von- ast til að geta hafið framkvæmdir við byggingu nýja hússins innan tíðar. Meðfylgjandi mynd tók ljós- myndari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, þegar verið var að rífa gamla húsið. Kristinn Eggerts- son er í forgmnni. Allsherj aratkvæðagreiðsla BSRB: Morgunblaðið/Ól.K.Magn. Ráðstefnu um fátækt lokið Er fátækt á Islandi? Þeirri spumingu var leitast við að svara á málþingi sem ísienskir félagsmála- sfjórar stóðu að. Þingið hófst á fimmtudaginn og lauk á laugardag, en þá var þessi mynd tekin. Nánar verður greint frá málþinginu í blaðinu síðar. Uppsagnir rafeindavirkja: Ekkert sjónvarp í dag og tafir á símalögnum Ríkið og sveinafélagið deila um lögmæti uppsagnanna ÁHRIFA uppsagna um 120 rafeindavirkja er þegar farið að gæta. Dagskrár sjónvarps og útvarps hafa riðlast og þættir fallið niður. Ekkert sjónvarp verður í dag og á sunnudag, að öllu óbreyttu, og innlend dagskrárgerð liggur að mestu niðri. Útilokað verður til dæmis að senda út þáttinn Á liðandi stundu annað kvöld ef tæknimenn koma ekki til starfa. Hjá Pósti og sima bitna uppsagnimar fyrst á fremst á nýlögnum og viðgerðaþjónustu, þegar fram í sækir. „Félagsdómur hefur úrskurðað að verkfall það sem Sveinafélag raf- eindavirkja boðaði 2. janúar sl. sé ólögmætt. Það er ennfremur rangt að rafeindavirkjar hafi sagt upp störfum og séu nú að láta uppsagn- ir sínar koma til framkvæmda. Fyrirvaralaust brotthvarf þeirra frá störfum sínum flokkast því augljóslega undir ólögmætar verk- fallsaðgerðir. Við gerðum þeim grein fyrir þvi á fundinum, að á meðan á þessum ólögmætu að- gerðum stæði væri enginn grund- völlur til að taka upp viðræður um kjaramál þeirra," sagði Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi eftir árang- urslausan fund samninganefnda Sveinafélags rafeindavirkja og rík- isins. Forsaga málsins er sú að raf- eindavirkjar þessara stofnana vilja láta Sveinafélag rafeindavirkja fara með kjaramál sín i stað BSRB. Þeir skrifuðu yfirmönnum sínum samhljóða bréf 30. september sl., þar sem þeir sögðust myndu hætta störfum um áramótin ef ekki næðist samkomulag fyrir þann tíma um að Sveinafélag rafeinda- virkja færi með samningamál þeirra. Ríkisvaldið svaraði þeim í desember á þá leið að ekki væri hægt að líta á bréfín sem uppsagn- arbréf, þar eð þau væru skilyrt kjaramálum, sem væri stéttarfé- laganna að fjalla um en ekki ein- stakra starfsmanna. Ákvað Sveinafélagið þá að boða til verk- falls frá og með 2. janúar. Ríkis- valdið taldi verkfallið ólöglegt, og varð að samkomulagi að verkallinu yrði frestað og lögmæti þess borið undir Félagsdóm. Niðurstaða hans var kynnt sl. föstudag og ákváðu rafeindavirkjar þá að leggja niður störf, „og láta fyrri uppsagnir sínar koma til framkvæmda", eins og þeir líta á málin. „Við hlítum auðvitað úrskurði Félagsdóms varðandi verkfallið. Það var dæmt ólögmætt og við verðum að sætta okkur við það. Hins vegar líta félagsmenn svo á að uppsagnir þeirra séu fullkom- lega löglegar og hafa tekið ákvarð- anir, hver fyrir sig, um að láta þær koma til framkvæmda. Félagið sem slíkt hefur engin áhrif á þær ákvarðanir," sagði Þórir Her- mannsson formaður Sveinafélags rafeindavirkja í gærkvöldi. Tveir bátar bætast í flota Ólafsfirðinga Akureyri, 17. marz. TVEIR BÁTAR bætast i flota Ólafsfirðinga þessa vikuna. Síð- astliðna nótt kom i fyrsta skipti til sinnar nýju heimahafnar Byr ÓF 58 og síðar í vikunni er von á Magnúsi Gamalielssyni ÓF til Ólafsfjarðar. Það er fyrirtækið Byr hf. sem keypti samnefndan bát. Nafn hans var hið sama áður, en þá var hann gerður út frá Bakkafirði. Byr er 30 tonn að stærð og að sögn Jóns Óskarssonar, eiganda bátsins í dag, mun hann gera út á dragnót fyrst um sinn að minnsta kosti. Magnús Gamalíelsson ÓF er 40 tonna stálbátur. Hann er tíu ára og hefur hingað til verið gerður út frá Hólmavík - hét áður Jón Pétur. Magnús Gamalíelsson verður gerð- ur út á rækju. Það er Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. sem kaupir bátinn. Þess má geta að fyrr í vetur var keyptur 80 tonna bátur til Ólafs- fiarðar, Marz ÓF. Eigandi hans er Jón Sæmundsson, útgerðarmaður. Mikið atvinnuleysi var á Ólafs- fírði í haust - og var aðalástæða þess kvótaleysi. Ástandið er gott núna, að sögn Ólafsfírðinga. Atkvæði talin í kvöld ss BSRB setur á laggirnar eigin verðlagsnefnd ÁÆTLAÐ er að telja atkvæði úr allsheijaratkvæðagreiðslu BSRB um nýja kjarasamninga í kvöld. Atkvæðagreiðslan fór fram í sið- ustu viku um allt land og mun kjörsókn hafa verið góð. Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar staðfestu ný- gerða kjarasamninga í allsherjarat- kvæðagreiðslu fyrir helgina. Á kjör- skrá voru 2529. Atkvæði greiddu 769 eða 30,41%. Já sögðu 477 eða 62%, nei sögðu 256 eða 33% og auðir seðlarvoru 35, eða 5%. Á stjómarfundi í BSRB í gær var ákveðið að tilnefna Örlyg Geirs- son, 2. varaformann samtakanna, til að taka sæti í stjómskipaðri nefnd, er hefur það hlutverk að semja frumvarp til nýrra húsnæðis- laga. Sú löggjöf verður í meginat- riðum byggð á samkomulagi ASÍ, VSÍ og VMS frá 26. febrúar sl. í ályktun stjómar BSRB um þetta efni er jafnframt ítrekað efni yfirlýsingar samninganefndar BSRB frá 28. febrúar sl., þar sem lögð var áhersla á að samkomulagið um húsnæðismál komi til fram- kvæmda fyrir 1. september 1986. „Alþingi verði ekki slitið fyrr en ný húsnæðislöggjöf hefur verið samþykkt," segir í ályktuninni. Þá var og samþykkt svohljóðandi ályktun um verðlagsmál: „Stjóm BSRB samþykkir að kjósa fimm manna nefnd til að hafa forystu um aðhald í verðlags- málum í framhaldi af kjarasamn- ingum samtakanna, sem byggjast meðal annars á því, að viðhalda umsömdum kaupmætti launa með verðhjöðnun. Nefndinni er ætlað að skipu- leggja starf félagsmanna til þess að fylgjast með verðlagi vöm og þjónustu. Þvf er beint til aðildarfé- laga BSRB að þau feli trúnaðar- mönnum á vinnustöðum að starfa með nefndinni. Leitað verður sam: starfs við nefnd, sem stjóm ASÍ hefur kosið í sama skyni, svo og verðlagsyfirvöld. í nefndina vom kosin: Haraldur Hannesson formað- ur, Jóhannes Gunnarsson, Lea Þór- arinsdóttir, Ragnhildur Guðmunds- dóttir og Þórdís Sigurðardóttir." smíðaða byssu ÓLVAÐUR maður var handtek- inn í biðskýlinu á Hlemmi síð- degis í gær, en hann hafði í fór- um sínum hlauplausa byssu, sem ástæða þótti til að athuga nánar. Maðurinn kvaðst hafa smíðað byssuna sjálfur og að sögn lögreglu var ekki annað að sjá en að hann hefði unnið verkið eftir réttum for- skriftum. Vegna ölvunar mannsins reyndist ekki unnt að yfírheyra hann nánar og var hann látinn sofa úr sér vímuna áður en frekari rann- sókn málsins gæti hafist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.