Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 15

Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986 15 norgunDiaoio/ Arnör Sveit Magnúsar Torfasonar hlaut flest stig allra sveita í undankeppninni. Talið frá vinstri: Magn- ús Torfason, Sigtryggur Sigurðsson, Guðni Kolbeinsson, Steingrímur Steingrímsson, Baldur Árna- son og Sveinn Sigurgeirsson. íslandsmótið í sveitakeppni: Sveit Magnúsar Torfa- sonar í úrslitakeppnina Brids Arnór Ragnarsson Lítið var um óvænt úrslit í undankeppni íslands- mótsins sveitakeppni sem spiluð var um helgina á Hótel Loftleiðum og á Egilsstöðum. Það sem kom einna mest á óvart var mjög góð frammistaða sveitar Magnúsar Torfa- sonar sem vann C-riðilinn og var eina sveitin sem náði 100 stigum í mótinu. í sveit Magnúsar spila ásamt honum: Sveinn Sig- urgeirsson, Guðni Kol- beinsson, Baldur Arnason, Sigtryggur Sigurðsson og Steingrímur Steingríms- son. Sveitimar' sem spila til úrslita um páska og bænadaga em eftir- taldan Magnús Torfason, Sam- vinnuferðir/Landsýn, Stefán Páls- son, Jón Hjaltason, Pólaris, Ás- gfimur Sigurbjömsson, Delta og Sigurjón Tryggvason. Það heyrir vart lengur til tíð- inda að siglfírzka bræðrasveitin komist í úrslitakeppnina. Þeir töpuðu engum leik í mótinu, unnu fjóra leiki og gerðu eitt jafntefli. Annars var aðeins ein sveit sem vann alla sína leiki í undankeppn- inni. Það var sveit Stefáns Páls- sonar en sveitin vann A-riðilinn eð 96 stigum. Þórarinn Sigþórs- son og félagar hans fengu enn einu sinni það hlutskipti að spila úti á landi í undankeppninni og eins og svo oft áður urðu þeir að taka á til að komast í úrslitin. Sveit Jóns Aðals kom þar mjög á óvart og átti góða möguleika á úrslitasæti fyrir síðustu umferð- ina. Þá hafði sveitin unnið alla leiki sína og átti að spila gegn neðstu sveitinni í riðlinum. En það sem helst hann varast vann, varð að koma yfír hann. Sveitin tapaði leiknum með minnsta mun en þar með fór úr- slitasætið. Staðan í C-riðli fyrir lokaumferð- inæ Sigurjón Tryggvason 72 JónAðall 71 Delta 69 Gunnlaugur Guðmundsson 69 Aðalsteinn Jónsson 40 Erla Siguijónsdóttir 28 Siguijón og Delta unnu sína leiki í síðustu umferðinni og Jón Aðall og félagar hans sitja heima þrátt fyrir að hafa unnið báðar efstu sveitimar. Minni keppni var f öðmm riðl-. um. Það var helst í C-riðli en þar fékk Magnús Torfason flugstarf og vann 3 fyrstu leiki sína mjög stórt. Samvinnuferðir-Landsýn kepptu um annað sætið við Pál Valdimarsson. Sveit Páls vann 4 fyrstu leikina en spilaði við Magn- ús Torfason í síðustu umferðinni og varð að lúta í lægra haldi og varð þar með af úrslitasæti. Lokastöðurnar A-riðill: Stefán Pálsson 96 Jón Hjaltason 87 Vilhjálmur Þ. Pálsson 7 5 Ólafur Týr Guðjónsson 7 0 Sigmundur Stefánsson 69 Ingi S. Gunnlaugsson 50 B-riðill: Ásgrímur Sigurbjömsson 96 Pólaris 92 Hermann Lámsson 81 Sigurður B. Þorsteinsson 71 Ragnar Jónsson 63 Grímur Thorarensen 43 C-riðill: Magnús Torfason 105 Samvinnuferðir/Landsýn 96 Páll Valdimarsson 85 Kristján Blöndal 71 Esther Jakobsdóttir 65 Kristján Jónsson 23 D-riðiU: Delta 94 Siguijón Tiyggvason 91 JónAðall 85 Gunnlaugur Guðmundsson 69 Aðalsteinn Jónsson 51 Erla Siguijónsdóttir 44 Eins og áður sagði var einn riðillinn spilaður á Egilsstöðum en undanfarin ár hefir sá háttur verið hafður á að einn riðill hefir verið spilaður utan Reykjavíkur. Nokkurrar óánægju er auðheyr- anlega farið að gæta með þetta fyrirkomulag og kannski ekki að undra hjá einhveijum. T.d. heflr sveit Þórarins lent í því í áraraðir að fara út á land. Þá kæmi mér ekki á óvart án þess að hafa það staðfest að félagamir Aðalsteinn og Sölvi telji það ffekar bragð- dauft að fara „aðeins" upp á Egilsstaði til að taka þátt í undan- keppninni. Þá fínnst undirrituðum þarft að minnast aðeins á gögn sem liggja fyrir á mótsstað sem blaða- menn hafa aðgang að. Þar getur vart verið naumar skorið. Til dæmis var hvergi að fínna hveijir skipuðu þær sveitir sem spiluðu á mótinu. Annars ganga þessi mót snurðulaust og vel fyrir sig og framkvæmd til fyrirmyndar. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- ensson. Sveit Grims Thorarensen spilar gegn bræðrasveitinni frá Siglufirði. Talið frá vinstri: Þórður Sigurðsson, Jón Sigurbjömsson, Grímur Thorarensen og Ásgrímur Sigurbjörasson. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar spilar gegn sveit Páls Valdimarssonar. Talið frá vinstri: Jón Baldursson, Magnús Ólafsson, Sigurður Sverrisson og Jónas P. Erlingsson. Akranes: Rafmagnið lækkar um allt að Akranesi, 13. mars. STJÓRN Rafveitu Akraness hef- ur ákveðið að verða við tilmælum iðnaðarráðuneytisins og lækka verð á almennum sölutöxtum um 10% og á rafhitatöxtum um 7% frá og með 1. mars síðastliðnum. Verðjöfnunargjald hefur einnig verið afnumið og nemur lækkun- in því alls 20,21% tíl almennra nota. Heimilistaxti lækkar til dæmis um20,21%, en verðjöfnunargjald var hins vegar ekki lagt á rafhitun- artaxtana og nemur lækkunin til þeirra sem hita upp með rafmagni 7%, sem er sama lækkun og ráðu- neytið fór fram á við hitaveitur. Þessi nýja gjaldskrá þýðir það að verð á kflóvattstund lækkar úr 4,14 kr. í 3,30 kr. og algengir rafhitunar- taxtarlækka úr 1,23 kr. í 1,15. Verð á rafmagni á Akranesi hefur um langt árabil verið eitt hið lægsta á landinu og verður svo áfram. — J.G. VANDAÐAR FULNINGAINNIHURÐIR Stórglæsilegar fulninga innihurðir úr massífri 1. flokks furu. Breiddir: 60, 70, 80 og 90 cm. Afgreiddar af lager. verð á hurð m/karmi, skrá og lömum kr. 10.700.- stgr. Gamaldags karmlistar fáanlegir í 2 gerðum. vönduð ísiensk framleiðsla. Áratuga reynsia í hurða- og gluggasmíði. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum í póstkröfu. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR U|f \ I V/ REYKJANESBRAUT jKLÆ I HAFNARFIRÐI SI'MAR: 54444, 54495

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.