Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ 1986
31
„Er fús að hitta
höfuðpaur skæru-
liða í Nicaragua“
— sagði Daniel Ortega í viðtali við sænska útvarpið
o g átti þar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta
Stokkhólmi, 17. mars. AP.
MARGIR þeirra stjómmála- og þjóðarleiðtoga, sem komu til
Stokkhólms til að vera við útför Olofs Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, áttu með sér fundi fyrir og eftir minningarathöfnina
í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Þar á meðal hittust þeir George
P Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikolai I.
Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og ræddust við í 45
mínútur, og var haft eftir Shultz, að litill sem enginn árangur
hefði orðið af viðræðum þeirra.
Þetta var fyrsti fundur þeirra
Shultz og Ryzhkovs, og sagði
Shultz við fréttamenn: „Við rtönd-
um í nákvæmlega sömu sporum og
fyrir fundinn."
Talið var, að Helmut Kohl, kansl-
ari Vestur-Þýskalands, og Erich
Honecker, forseti Austur-Þýska-
lands, mundu eiga með sér fund,
en þeir hittust aðeins stuttlega og
ræddust óformlega við.
Leiðtogar Afríkuríkja, sem iiggja
að Suður-Afríku, hittust á fundi á
laugardagsmorgun og ræddu sam-
eiginlegar aðgerðir í baráttunni
gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnunni
í Suður-Afríku. Einnig sátu þennan
fund Oliver Tambo, leiðtogi Afríska
þjóðarráðsins, Desmond Tutu bisk-
up og séra Allan Boesak.
Þá héldu leiðtogar sósíalista-
flokka í Alþjóðasambandi sósíalista
fund ásamt þjóðarleiðtogum úr
„Þriðja heiminum".
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
kvað sér þykja leitt að fá ekki
tækifæri til að ræða við Shultz. f
viðtali við sænska útvarpið kvaðst
Ortega vera fús að hitta höfuðpaur
skæruliða í Nicaragua, og átti þar
við Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta. „En Reagan-stjómin vill víst
aðeins ræða við þá sem einhver
veigur er í,“ sagði Ortega.
Fulltrúar sex ríkja hópsins svo-
nefnda komu saman í Stokkhólmi
á laugardag til að ræða tilmæli, sem
þeir sendu stórveldunum, um að þau
hættu tilraunum með kjamorku-
vopn, en undirritun þessara tilmæla
var ein af síðustu stjómarathöfnum
Olofs Palme.
„Við hefðum óskað eftir að fá
Sovétríkin:
Bandaríkja-
maður rek-
inn úr landi
Moskvu, 17. mars. AP.
SOVÉTMENN skipuðu
bandaríska stjómarerindrek-
anum Michael Sellers úr landi
á föstudag, og sökuðu hann
um njósnir. Fyrir viku hrelldu
bandarisk stjómvöld Kreml-
veija með því að skipa Sovét-
mönnum að fækka í starfsliði
sínu við Sameinuðu þjóðimar.
Að sögn sovésku fréttastof-
unnar Tass hafði leyniþjónustan
KGB hendur í hári Sellers á
leynifundi með sovéskum borg-
ara, sem bandaríska leyniþjón-
ustan CIA hefði haft á sínum
snærum.
Fréttastofan greindi ftá því
að rannsókn málsins hefði leitt
í ljós sannanir á því að Sellers
hefði gert sig sekan um athæfí,
sem samræmdist ekki stöðu
hans og starfi.
Jaroslav Vemer, talsmaður
bandaríska sendiráðsins í
Moskvu, hefur staðfest að Sov-
étmenn ætli að reka Sellers úr
landi og talið er að hann muni
yfírgefa Sovétríkin bráðlega.
Sellers er sérfræðingur í
samskiptum Sovétmanna við
Vestur-Evrópuríki og hefur áður
starfað í Póllandi og Eþíópíu.
betri undirtektir hjá Bandaríkja-
mönnum en raun hefur orðið á,“
sagði Rajiv Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, einn af fulltrúum
ríkjanna sex, en þá hafði borist
skriflegt svar frá Bandaríkjastjóm
við tilmælum hópsins.
Frá minningarathöfninni um Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar á
laugardag. Um 1.700 manns, þar af um 600 erlendir gestir, voru viðstaddir athöfnina, sem var á vegum
Jafnaðarmannaflokksins.
„Munum halda áfram
baráttu Olofs Palme“
— sagði s-afríski presturinn Allan Boesak
við minningarguðsþj ónustu í Storkyrkan
Stokkhólmi, 16. mars. Frá Bergljót Fríðriksdóttur, fréttarítara Morgunblaðsins.
MILLI hundrað og hundrað og fimmtiu þúsund manns fylgdu
Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, til grafar hér i Stokk-
hólmi í gær. Líkfylgdin fór frá ráðhúsi borgarinnar í gegnum
miðbæinn að Adolf Frederiks-kirkjugarðinum, þar sem Palrne
var lagður til hinstu hvílu. Minnst þrír slösuðust lítils háttar í
troðningnum, sem myndaðist við Iíkfylgdina. Mikil ró var þó
yfir fólki og grafarþögn rikti i borginni. Aðrar götur en þær,
sem líkfyldin fór um, voru svo að segja auðar.
Aðeins ættingjar og nánustu klukkan átta um kvöldið var hlið
og
vinir Palme voru viðstaddir, er for-
sætisráðherrann var borinn til graf-
ar. Áður en athöfninni í kirkjugarð-
inum var lokið, tók fólk að safnast
saman fyrir utan garðinn til að
kveðja Olof Palme hinsta sinni. Um
kirkjugarðsins opnað, og mann-
fjöldinn, sem beðið hafði í rúmar
tvær klukkustundir, tók að streyma
inn í garðinn. Margir höfðu blóm
meðferðis til að leggja á leiðið, aðrir
héldu á kertum. Alla nóttina og
allan daginn í dag beið fólk í röðum
til að komast inn i kirkjugarðinn,
og í kvöld höfðu rúmlega 15 þúsund
manns vottað hinum látna forsætis-
ráðherra virðingu sína.
Margir hinna erlendu gesta, sem
komu til borgarinnar til að vera við
útför Olofs Palme, fóru um helgina
að staðnum, þar sem forsætisráð-
herrann féli fyrir hendi morðingj-
ans, og lögðu blóm á blómabinginn,
sem þar var fyrir.
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, sagði á blaðamannafundi
á laugardag, að indverska ríkis-
stjómin hefði ákveðið að heiðra
minningu Olofs Palme og nefna
götu eða torg í höfuðborg landsins,
Nýju Delhí, eftir honum. Sagði
Gandhi, að Lisbeth Palme og nán-
ustu ættingjum yrði boðið til Ind-
lands, þegar athöfnin færi fram.
Desmond Tutu biskup og Allan
Boesak prestur tóku öllum að óvör-
um til máls við minningarguðs-
þjónustu um Olof Palme í Storkyrk-
an í dag. Kirkjan var þéttsetin og
meðal gesta var ekkja Palme, Lis-
beth, og synir þeirra þrír, svo og
forseti Nicaragua, Daniel Ortega,
ásamt eiginkonu sinni. Boesak
komst m.a. svo að orði: „A morgun
byrjar sænska þjóðin nýtt líf, þ.e.
líf án Olofs Palme. Við verðum að
trúa á orð Guðs, þegar hann segir,
að réttlætið muni sigra og mannúð-
in yfirvinna allt hatur. Við munum
halda áfram baráttu Olofs Palme
fyrir friði og réttlæti í heiminum."
Frá minningarathöfninni í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar: Hinn nýkjörni
forsætisráðherra Sviþjóðar, Ingvar Carlsson, staðnæmist við kistu
liins látna forsætisráðherra eftir að hafa flutt ávarp sitt.
Frá útför Olofs Palme forsætisráðherra Svíþjóðar. Milli 100 og 150
þúsund manns fylgdu hinum látna forsætisráðherra síðasta spölinn.
Hér er likfylgdin i miðborg Stokkhólms á leið til Adolf Fredriks-
kirkjugarðsins.