Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1986 37 Laumufarþegi frá Marokkó til Akraness: Utgerðin gæti set- ið uppi með hann „ÉG GÆTI best trúað því að út- gerðin sæti uppi með strákinn. Hann er án vegabréfs og verður þvi hvergi hleypt í land. Eina leiðin er að reyna að koma hon- um aftur til Marokkó eftir dipló- matískum leiðum," sagði Viðar Stefánsson rannsóknalögreglu- maður á Akranesi. Sextán ára laumufarþegi frá Marokkó kom með danska flutn- ingaskipinu Jenlil til Akraness sl. laugardagsmorgun. Hafði pilturinn læðst um borð í Marokkó, komið sér í land í Englandi, en líkaði ekki dvölin þar og laumaðist því aftur um borð. Sólarhring eftir að skipið lét úr höfn í Englandi fundu skip- veijar piltinn, matarlausan og sjó- veikan í lestinni, þar sem hann hafði falið sig. „Þetta er óttaleg kvöl. Pilturinn er munaðarlaus og atvinnulaus og veit ekkert hvað hann vill. Hann virðist þó vera ágætlega greindur. Það er ómögulegt að segja hvað um hann verður. Skipstjórinn ber ábyrgð á honum og það verður höfuðverkur útgerðarinnar að finna honum stað. Þess eru dæmi að úgerðir hafi setið uppi með vega- bréfslausa laumufarþega árum saman," sagði Viðar Stefánsson. Viðar sagði að danska flutninga- skipið hefði siglt til Vestmannaeyja til að lesta mjöl, en færi síðan til Evrópu. Akranes: Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins fór í þriðja sæti í prófkjöri Akranesi, 17. marz. GÍSLl Einarsson, vélvirki, varð efstur í prófkjöri Alþýðuflokks- ins á Akranesi um h< lgina. Hann fékk 167 atkvæði í fyrsta sæti og Ingvar Ingvarsson yfirkenn- ari fékk 174 atkvæði í tvö fyrstu sætin. Bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, Guðmundur Vésteins- son, sem setið hefur í bæjarstjórn í 16 ár, fékk 183 atkvæði í fyrstu þrjú sætin. í prófkjörinu greiddu atkvæði 338 manns. Sigríður Óladóttir húsmóðir varð í ij'órða sæti í prófkjörinu með 113 atkvæði. Kjartan Guðmundsson yfírtrúnaðarmaður fékk 103 at- kvæði í fyrstu fimm sætin. Nú að loknum prófkjörum flokk- anna bendir allt til þess, að sex af níu núverandi bæjarfulltrúum sitji ekki í bæjarstjóm næsta kjörtíma- bilið. Alþýðuflokkurinn hefur nú aðeins einn bæjarfulltrúa, sem er Guðmundur Vésteinsson. Og fimm aðrir bæjarfulltrúar tóku ekki þátt í prófkjörum flokka sinna. Þar af voru þrír sjálfstæðismenn; Ragn- heiður Ólafsdóttir, Hörður Pálsson og Valdimar Indriðason. Hjá Fram- sóknarflokknum tók Jón Sveinsson ekki þátt í prófkjörinu og hjá Al- þýðubandalaginu ekki Engilbert Guðmundsson. JG Alþýðuflokkurinn 70 ára Morgunblaðið/01.K.M. Fjölmenni var á hátíðarsamkomu á Hótel Sögu á sunnudag þegar Alþýðuflokkurinn minntist 70 ára afmælis. Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður flokksins setti hátíðina, Jón Baldvin Hannibals- son formaður flokksins flutti ávarp og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari söng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Meðal gesta voru Hannibal Valdimarsson formaður Alþýðuflokksins á árunum 1952 til 1954, Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Kosningarnar í Háskólanum: Höldum okkar hlut þrátt fyrir atkvæðamissinn — segir Benedikt Bogason efsti maður á lista Vöku Prófkjör Alþýðuflokks á Akureyri: Freyr o g Gísli Brag'i efstir FREYR Ófeigsson, bæjarfulltrúi, hlaut flest atkvæði í prófkjöri Alþýðuflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjómarkosningarnar í vor sem fram fór um helgina. Freyr Iðnaðarbank- inn lækkar gjaldskrá IÐN AÐ ARB ANKINN hefur ákveðið að lækka gjaldskrá sina þannig að hún verði aftur sú sama og hún var ákveðin 15. október siðastliðinn. í fréttatilkynningu frá Iðnaðar- bankanum segir: „í lok febrúar voru gerðir kjara- samningar, sem miða að verulegri lækkun verðbólgunnar. Af þeim sökum hafa bankamir þegar lækk- að nafnvexti verulega. Til að stuðla enn frekar að því að lækka verðbólgu hefur Iðnaðar- bankinn nú, eftir viðræður við við- skiptaráðherra, ákveðið að frá og með þriðjudeginum 18. mars lækki gjaldskrá hans þannig, að hún verði sú sama og hún var ákveðin 15. október síðastliðinn." Samvinnubank- inn lækkar inn- lenda gjaldskrá SAMVINNUBANKINN hefur ákveðið að lækka innlenda gjald- skrá sína í það sama og var fyrir 1. mars síðastliðinn, þegar bankam- ir hækkuðu þjónustugjöld sín. Þannig fer útsöluverð á tékkheftum úr 140 krónum í 110 krónur, eins og var fyrir 1. mars og kostnaður vegna innistæðulausra tékka lækk- ar aftur niður í 220 krónur í stað 280 króna, svo nokkuð sé nefnt. Breytingin tekur gildi frá og með 21. mars. hlaut 251 atkvæði í 1. sæti og 73 atkvæði i 2. sæti - samtals 324 atkvæði. Gísli Bragi Hjartarson fékk 158 atkvæði í 1. sætið og 106 atkvæði í 2. sætið. Samtals 264 atkvæði. Freyr og Gísli Bragi hlutu báðir bindandi kosningu og munu því skipa fyrsta og annað sæti á lista Alþýðuflokks í kosningunum í vor. Hulda Eggertsdóttir varð í þriðja sæti með 108 atkvæði, Áslaug Ein- arsdóttir varð flórða með 95, Helga Ámadóttir fímmta með 57 atkvæði, Herdís Ingvadóttir sjötta með 33 atkvæði og Jóhann Möller sjöundi með 32 atkvæði. 479 manns tóku þátt í prófkjörinu. 457 atkvæði vom gild, einn seðill auður og 21 ógildur. Alþýðuflokkur- inn á einn fulltrúa í bæjarstjóm nú, Frey Ófeigsson. „VIÐ HÖLDUM okkar hlut, þó við missum nokkur atkvæði. Skýringanna að þessum at- kvæðamissi er að mínu viti að leita í því er umbótasinnar rufu samstarf við okkur án þess að færa nokkur rök fyrir því og eflaust hefur það blásið ein- hverjum krafti í andstæðinga okkar, að komast í meirihluta. Það er athyglisvert í sambandi við úrslit þessara kosninga að umbótasinnar, sem ganga úr samstarfi við okkur tapa manni til vinstrimanna, en það sýnir afstöðu kjósenda til þeirra." Þetta sagði Benedikt Bogason um úrslit kosninga til Stúdentaráðs en Vökumenn fengu 127 atkvæðum færra nú en í fyrra. Kosningaþátttaka nú var minni en í fyrra, á kjörskrá voru 4.475 en 1.694 kusu, eða 37,85%. í fyrra vom 4.369 á kjörskrá, þá kusu 1.793 eða 41,04%. Árið 84 vom 4.138 á kjörskrá, þá kusu 2.028 eða 49,1%. I kosningum til Stúd- entaráðs 1984 fékk Vaka 716 at- kvæði eða 35,31%, vinstrimenn 786 eða 38,76% og umbótasinnar 462 atkvæði, 22,78%. f kosningum til Háskólaráðs fékk Vaka 709 at- kvæði, 34,96%, vinstri menn 782 eða 38,56% og umbótasinnar 492 eða 24,26%. í kosningunum í fyrra fengu Vökumenn 657 atkvæði eða 36,64%, vinstrimenn 563 eða 31,4% og umbótasinnar 382 eða 21,3% og Manngildissinnar 45 atkvæði eða 2,5%. í kosningum til Háskólaráðs fengu Vökumenn 687 eða 38,32%, vinstrimenn fengu 548 atkvæði eða 30,56%, og umbótasinnar 437 at- kvæði eða 24,37%. í kosningunum nú fyrir skömmu fengu Vökumenn 530 atkvæði eða 31,28%, vinstri- menn 695, 41,02% og umbótasinnar 316 atkvæði eða 18,65% Manngild- issinnar fengu 47 atkvæði eða 2,77%. í kosningum til Háskólaráðs fengu Vökumenn 553 atkvæði eða 32,64%, vinstrimenn 700 eða 41,32% og Félag umbótasinna 330 atkvæði eða 19,48%. Borgarst|órnar- kosningar: Flokkur mannsins ákveður skipan lista FLOKKUR mannsins hefur ákveðið skipan lista yfir frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosning- amar í vor. Uppstillingamefnd FM i Reykja- vik stillti upp listannm nm miðjan febrúar sl. Nefndin beitti sér siðan fyrir skoðanakönnun meðal 2.700 félaga flokksins i Reykjavík. Röðin á listanum er i samræmi við niður- stöður þeirrar könnunar, segir i frétt frá FM. Aðalmenn: 1. Áshildur Jónsdóttir, 23 ára, skrifstofumadur. 2. Júlíus K. Valdi- marsson, 42 ára, markaðsstjóri. 3. Þór Vflringsson, 19. ára, afgreiðslumaður. 4. Helga R. Oskarsdóttir, 34 ára, húsmóðir. 5. Friðrik V. Guðmundsson, 28 ára, málm- iðnaðarmaður. 6. Sigrún Baldvinsdóttir, 20 ára, verkamaður. 7. Inga Þ. Kristins- dóttir, 20 ára, iðnnemi. 8. Kjartan Jónsson, 25 ára, háskólanemi. 9. Helga Gísladóttir, 28 ára, kennari. 10. Sigurður Sveinsson, 49 ára, bifreiðastjóri. 11. Tryggvi Kristins- son, 20 ára, nemi í fjölbraut. 12. Anna 5. Sverrisdóttir, 42 ára, sjúkraliði. 13. Sigurður Bragason, 22 ára, háskólanemi. 14. Anna B. OÍafsdóttir, 21 árs, skrifstofu- maður. 15. Jón Kjartansson, 56 ára, rit- höfundur. Varamenn: 1. Svanhildur Óskarsdóttir, 29 ára, bankastarfsmaður. 2. Geir Guð- jónsson, 18 ára, vélskólanemi. 3. Skúli Pálsson, 33 ára, mælingamaður. 4. Björg Bjamadóttir, 30 ára, fóstra. 5. Guðmundur Þórarinsson, 27 ára, prentiðnaðarmaður. 6. Steinunn Pétursdóttír, 22 ára, húsmóð- ir. 7. Sveinn Baldursson, 23 ára, háskóla- nemi. 8. Hafrún L Ágústsdóttír, 22 ára, verkmaður. 9. Sólveig Helgadóttir, 45 ára, iðnverkamaður. 10. Halldóra Jónsdóttir, 39 ára, verslunarmaður. 11. Sigurbergur Ólafsson, 19 ára, bókagerðarmaður. 12. Sonja Sigurðardóttir, 42 ára, bókagerðar- maður. 13. Unnar M. Andrésson, 36 ára, bifreiðastjóri. 14. Katrín S. Baldursdóttir, 22 ára, verslunarmaður. 15. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur. Karlakórinn Þrestir ásamt undirleikaranum Jónínu Gisladóttur, stjórnandanum Kjartani Sigurjóns- syni og einsöngvaranum Kristni Sigmundssyni. Hafnarfjörður: Karlakórinn Þrestir heldur vortónleika Kórinn syngur nú undir stjóm Kjartans Sigurjónssonar í fyrsta sinn, en hann var áður stjómandi Karlakórs ísafjarðar og Ægis í Bolungarvík. Einsöngvari með Þröstum er hinn þekkti söngvari Kristinn Sigmundsson og undir- leikari Jónína Gísladóttir. KAKL AKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði heldur sína árlegu vortónleika í Hafnarfjarðarbíói fyrir styrktarfélaga sína og aðra söngunnendur, sem hér ■egir: Miðvikudag 19. mars kl. 20.00 Föstudag 21. mars kl. 20.00 Laugardag 22. mars kl. 16.00 Efnisskrá kórsins er fjölbreytt að vanda og má nefna verk eftir, Áma Thorsteinsson, Jónas Tóm- asson, Jón Ásgeirsson, G. Verdi, J. Síbelíus og G. Winkler, svo eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.