Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 46

Morgunblaðið - 18.03.1986, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. MARZ1986 46 Minning: Erlendur Guðmunds- son bifreiðasijóri Fæddur 24. febrúar 1910 Dáinn 7. mars 1986 Fðstudaginn 7. mars sl. lést í Landspítalanum Erlendur Guð- mundsson bifreiðarstjóri Vestur- bergi 78 Reykjavík eftir langvar- andi veikindi. Erlendur fæddist í Jaðarkoti í Villingaholtshreppi, yngstur sjö bama Kristínar Stef- ánsdóttur og Guðmundar Þorvalds- sonar er þar bjuggu. Aðeins Qögur af sjö bömum þeirra komust til ■fc. fullorðinsára, bræðumir Þorvaldur, Andrés, Kristmundur og Erlendur, hin dóu öll í ungri bemsku. Þorvald- ur lést fyrir ellefu ámm en eftir lifa Andrés og Kristmundur. Ekki auðnaðist Linda, en svo var hann neftidur af vinum og vinnuféiögum, að njóta lengi vemdar foður síns, er lést þegar Lándi var aðeins §ög- urra ára gamall og upp úr því fór heldur að syrta (álinn. Elftir að Guðmundur faðir hans lést reyndi Kristín að halda bú- skapnum áfram ein og óstudd með flóra komunga sveina en eins og búskaparháttur var ( þá daga og húsakostur allur hefði sl(kt verið allt að því ofurmannlegt, enda fór svo að heilsan brást og Kristín gafst upp eftir flögurra ára basl. Þegar svo var komið voru engin grið gefin, heimilið var leyst upp, móðir- in send ( eina áttina og bömin i hina. Samhjálp var óþekkt hugtak. Kristín lést 1941 á Gýgjarhóii í Biskupstungum. Þá var ekki þrautalaust fyrir einmana bam að berjast áfram ( hörðum heimi sem ( flestum tilfellum leit á slíkt fyrir- bæri sem ódýrt vinnuafl, enda fékk Lindi fljótlega að finna fyrir því að r hann þurfti að taka til hendi til að vinna fyrir sínu daglega brauði. Eftir að heimilinu ( Jaðarkoti hafði verið sundrað flutti þangað bóndi að naftii Sigurður Guðmundsson með aldraðri móður sinni. Gömlu konunni leist vel á yngsta snáðann og bauðst til að taka hann að sér f eitt ár. Lindi fluttist síðan til eldri hjóna, Valgerðar og Guðmundar f Holtakotum, Biskupstungum, er hann var n(u ára og dvaldi hjá þeim fram yfir fermingu að undanskildu einu ári sem hann þurfti að dvelja á Vífílsstaðahæli vegna aðkenning- ar að berklum sem hann fékk fulla bót á. Vorið sem Lindi fermdist bmgðu gömlu hjónin í Holtakoti búi og enn þurfti hann að leggja land undir fót, fluttist hann nú til Krist- mundar föðurbróður síns að Gýgjar- hólskoti í Biskupstuhgum. Þar var hann til sautján ára aldurs að hann réðst í vist til hjónanna Þórdísar ívarsdóttur og Egils Egilssonar, Króki í Biskupstungum og dvaldi þar (um það bil sex ár. Þess heimil- is minntist hann oft með miklum hlýhug. Árið 1934 fluttist Lindi til Hafnarfjarðar. Vann hann fyrir sér við verkamannavinnu og landbún- aðarstörf, þar til hann réðst sem bflstjóri hjá Mjólkurbúi Hafnar- flarðar árið 1942. Þegar Mjólkur- samsalan ( Reykjavík jrfirtók rekst- urinn 1949 réðst hann sem bílstjóri hjá því fyrirtæki og gegndi því starfí þar til hann varð að hætta vegna aldurs. Eitthvað vann hann í Mjólkursamsölunni eftir það, en varð að hætta vegna heilsubrests. Leiðir okkar Linda skárust fyrst þegar við unnum saman á Setbergi fyrir ofan Hafnarflörð árið 1938. Þar tengdumst við vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað síðan. í þá daga vorum við ungir og sáumst ekki alltaf fyrir, eða réttara væri að segja að við hinir félagamir sáum ekki alltaf fyrir afleiðingar gjörða okkar. Lindi var þá sá hom- steinn sem allt brotnaði á, enda minnist ég þess ekki að upp kæmi það vandamál ( vinnu eða utan að hann gæti ekki úr leyst. Árið 1941 kynntist Lándi ungri stúlku ættaðri undan jökli, Guðrúnu Hjartardóttur, en hún var dóttir heiðurshjónanna Sigurrósar Hjart- ardóttur og Hjartar Cýrussonar, og ári síðar eða 18. júlf 1942 gengu þau ( hjónaband og stofnuðu til heimilis á Vffilsgötu í Reykjavfk. Þaraa fannst mér örlögin taka skemmtilega f taumana, því þar með vomm við Lindi orðnir svilar, en ég hafði kvænst systur Guð- rúnar, Hansínu, nokkmm mánuðum áður. Þau Guðrún og Erlendur eignuð- ust fjögur böm, Kristínu, Hjört, Ingibjörgu og Guðmund. Það var gaman að horfa uppá Linda sem föður og uppalanda. Hlýjan og nærgætnin var slfk, það hefði engin móðurhönd verið mýkri. Enda var heimili þeirra Guðrúnar friðsælt og fagurt þar sem andrúmsloftið auð- kenndist af umhyggju fyrir fjöl— skyldunni, en var um leið blandað léttri kfmni sem allir nutu góðs af er til þeirra komu. Hæst reis þó umhyggja Guðrúnar fyrir eigin- manninum í þungbæmm veikindum hans, það var aðdáunarvert. Lindi var einstakur maður, aldrei minnist ég þess eftir nær hálfrar aldar kynni að hafa heyrt hann kasta hnjóðsyrði ( nokkum mann. Lífið var honum harður skóli fram- an af ævi, þó varð aldrei vart beiskju. Eitt hafði sá skóli þó kennt honum, hann var verkalýðssinni og sósíalisti fram í fíngurgóma, annað samræmdist ekki siðgæðishug- myndum hans. Þegar ég kveð minn gamla vin hinstu kveðju í þessu lífí er ég sannfærður um að hann á eftir að rétta mér hönd eins og svo oft áður, þegar ég kem sjálfur yfir móðuna miklu. Við hjónin sendum Guðrúnu, Jónas Gissurar- son — Kveðjuorð Sú sorgarfrétt barst okkur þann 25. febrúar að elsku bróðir okkar, hann Jónas, væri dáinn. Hann var fæddur 1. janúar 1958. Og ekki munaði miklu að foreldrar okkar misstu hann, því hann fædd- ist fyrir tímann. En með vilja og krafti lifði hann. Jónas var elstur af okkur systkinunum. Margar minningar koma ( huga okkar nú á þessari stundu, eins og eitt sinn sem oftar þegar við systkinin sátum og töluðum um heima og geima og móðir okkar sagði þá að hann hefði verið kallaður Tumi þumall þegar hann fæddist og hló hann þá svo innilega eins og honum einum var tamt. Og þessi hlátur kemur upp í huga okkar allra ásamt öllum hin- *um góðu stundum. bömum hennar og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Eyjólfur R. Eyjólfsson Hvammstanga Erlendur Guðmundsson, bifreiða- stjóri þjá Mjólkursamsölunni í Reykjavfk, lést í sjúkrahúsi í Reykjavík 7. mars sl. 76 ára gamall en hann hafði átt við mikla van- heilsu að strfða sfðustu árin. Erlendur föðurbróðir minn var fæddur 24. febrúar 1910 (Jaðarkoti í Flóa og var hann yngstur sjö systkina en þijú þeirra létust í bemsku. Afí minn og amma, foreldrar Erlendar, þau Kristfn Stefánsdóttir og Guðmundur Þorvaldsson, vom leiguliðar Biskupstungnahrepps f Jaðarkoti og bjuggu þar við mikla fátækt og aðsteðjandi heilsuleysi sfðustu árin. Erlendur var aðeins fjögurra ára þegar hann missti föður sinn og flórum ámm síðar varð móðir hans að leggjast á spítala vegna alvar- legra veikinda og var heimilið þá leyst upp og synimir fjórir fóm sitt (hverja áttina. Erlendur fór þá í fóstur að Holta- kotum f Biskupstungum til aldraðra hjóna sem þar bjuggu. Ellefu ára gamall fékk Erlendur aðkenningu að berklum og fór þá á Vífílsstaða- hælið og dvaldi þar ( eitt ár. Eftir ferminguna fór hann síðan í vinnu- mennsku til föðurbróður síns, sem þá bjó í Gýgjarhólskoti í Biskups- tungum. Síðar fór Erlendur að Króki í sömu sveit og var þar síð- ustu sex árin áður en hann flutti suður til Hafnarfjarðar. Fljótlega eftir suðurkomuna mun Erlendur hafa lært á bíl og tekið bifreiðasfjórapróf sem alls ekki þótti neitt sjálfsagt í þá daga. Erlendur Guðmundsson, eða „Elli frændi" eins og við kölluðum hann var mikið prúðmenni og drengur góður og trúi ég því ekki að hann hafi nokkum tíma lagt annað en gott til samferðamanna sinna, skyldra jafnt sem vandalausra. Ég man fyrst eftir honum við skepnu- hirðingu í Hafnarfírði hjá þeim Gfsla Gunnarssyni kaupmanni og Einari Halldórssyni á Setbergi og kom ég stundum f fjósið til hans á báðum þessum stöðum og dáðist að snyrtimennsku hans og alúð við þessi störf. Á þessum ámm kom Elli frændi minn oft til foreldra minna sem þá bjuggu í Hafnarfírði, sömuleiðis Kristmundur bróðir hans og minnist ég þess sem bam að það var gaman með þeim að vera, þeir voru báðir eðlisglaðir en þó hvor á sína vísu. Á þessum ámm keypti Elli frændi forláta reiðhjól sem hann kom alltaf á til okkar þegar hann átti frí. Nú, rúmum 45 ámm síðar er það ljóst í minningunni hversu Ijúfrnannlega hann tók því að lána mér hjólið sitt, þrátt fyrir að ég lenti í ýmsum óhöppum á því og árekstmm sem ömgglega hefír ekki bætt þennan glæsilega farkost frænda míns. Árin liðu og oft þurfti ég á því Síðan uxum við úr grasi og á unglingsámm vomm við mikið samam og skemmtum okkur mjög vel. Við systkinin áttum svo ótal stundir með Jónasi, því er svo erfítt að sætta sig við að þær geti ekki orðið fleiri. Jónas lætur eftir sig son sem var hans augasteinn og þegar við sjáum hann þá vitum við að Jónas lifir og er hjá okkur. Við biðjum Guð að varðveita dýr- ustu eign hans og að foreldmm okkar megi veitast styrkur í fram- tfðinni. Við biðjum góðan Guð að geyma og varðveita elsku bróður okkar. Þá ég hníg í djúpið dimma Drottinn, ráð þú hvemig fer, þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kærast mér en Æðri heimur, himna faðir, hinum megin fagnar mér. (M.Joch) Systkin. að halda að fá gistingu og jaftivel að dvelja tíma og tfma á heimili frænda míns en þegar fór að lfða að því að ég keypti mér bfl fór ég á hans fund og reifaði málið. Hann brást vel við, keypti gamlan ógang- færan bfl, gerði hann upp og færði mér síðan f sveitina, skoðaðan ásamt heilmiklu af varahlutum. Þannig var Elli frændi. Árið 1942 giftist Erlendur eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Hjart- ardóttur, og hófu þau búskap f Reykjavík en bjuggu síðar f Hafnar- fírði, Kópavogi og svo mörg hin síðari ár aftur í Reykjavík. Erlendur hóf bifreiðaakstur sem aðalatvinnu 1942—43 á mjólkur- flutningabfl hjá Mjólkurbúi Haftiar- flarðar sem stóð við lækinn neðst við Öldugötuna og var glæsilegt fyrirtæki á þeirri tíð. Þáverandi kúabændur f Hafnarfírði og ná- grenni munu hafa fengið frænda minn til starfans og gegndi hann þvf við annan mann til ársins 1949 er mjólkurbúið mun hafa verið lagt niður. Þá hóf Erlendur bifreiðaakstur hjá Mjólkursamsölunni f Reykjavík við útkeyrslu á mjólk og vann hann hjá því fyrirtæki meðan heilsa og kraftar entust. Alla tíð var mikill samgangur á milli foreldra minna og fjölskyldu Erlendar og minnist ég þess sér- staklega þegar þau komu f sumar- leyfum sínum til okkar að Syðri- Gróf og tóku þá virkan þátt í ýmsum búverkum f sveitinni. Eldri sonur þeirra hjóna, Hjörtur, var líka á þessum umrædda tíma snúningadrengur hjá okkur í mörg ár. Guðrúnu, konu Erlendar, fylgdi ætíð frískleiki og glaðværð eins og hún á raunar kyn til. Að þvf leyti virtust þau hjón kannski nokkuð ólík á yfírborðinu en það kom ekki f veg fyrir það að sambúðin var ætfð ljúfleg og traust enda þurftu þauáþví aðhalda. Elsta bam þeirra, Kristín, er þroskaheft og hlýtur slfkt að hafa verið mikil lífsreynsla fyrir ungu hjónin með sitt fyrsta bam. Kristfn frænka mín var oft hjá okkur með foreldrum sfnum þegar hún var bam og mun ég ætfð minnast þess hversu natinn og þolinmóður faðir hennar var að liðsinna henni og leiðbeina. Kristfn hefir nú dvalist í Kópa- vogshæli um langt árabil. I minningunni var þessi látni frændi minn dæmigerður þénari eins og þeir gerðust traustastir og bestir, daglaunamaður sem hrópaði ekki á samfélagið en vann samt hylli og traust samferðamanna sinna með einlægni og prúð- mennsku. Hann varð sem bam að sæta því að verða fluttur hreppaflutningi á heimasveit foreldra sinna vegna heilsuleysis þeirra og fátæktar. Þrátt fyrir eigin heilsuleysi hans f æsku tókst honum að vinna sig upp, eignast góða konu, fallegt heimili og flögur indæl böm. Hann tranaði sér aldrei fram en var trygg- ur vinur vina sinna sem gott var aðleitatil. Þannig hefí ég einnig kynnst frændsystkinum mínum og bömum hans. Samheldni flölskyldunnar hefir verið til fyrirmyndar og þegar aldur og heilsuleysi steðjuðu að stuðluðu bömin og tengdabömin að því að þau Guðrún og Erlendur mættu búa f sem næstu sambýli við þau og nutu þau þess f rfkum mæli. Að endingu færi ég Guðrúnu og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur fjölskyldu minnar og móður minnar við fráfall frænda míns Erlendar. Böm þeirra Erlendar og Guð- rúnar em: Kristín sem nú dvelur á Kópavogshæli eins og áður getur, Hjörtur bflamálari, kvæntur ólöfu Smith, búsett í Reykjavík, Ingi- björg, gift Matthfasi Sturlusyni vél- sljóra, búsett í Reykjavík og Guð- mundur húsasmiður sem enn er f heimahúsum, ókvæntur. Hafsteinn Þorvaldsson SVAR MITT eftir Billy Graham Sannfæring Eg þrái að vera kristinn, en eg er ekki viss um, hvort eg er það. Hveraig get eg gengið úr skugga um það hvort eg sé kristinn? Eg gleðst af því að geta sagt yður, að unnt er að öðlast vissu þess, hvort við erum kristnir eða ekki. Biblían segir okkur, hvemig við verðum kristnir. Hin sama Biblía segir, hvemig við getum sannfærzt um, að við séum það. í þessu efni ættum við ekki að taka neina áhættu. Við ættum ekki að unna okkur hvfldar, fyrr en við erum orðnir sannfærðir, því að hér er um mikilvægasta mál lífs okkar að ræða. Það fer ekki á milli mála, að Biblían kennir, að við getum hlotið trúarvissu. í 1. Jóh. 5,13 segir: „Þetta hef eg skrifað yður, til þess að þér vitið, að þér hafíð eilíft líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar.“ Ljóst er, að höfundur þessa smábréfs hefur það eitt í huga að hjálpa fólki til að ganga úr skugga um, hvort það eigi eilíft líf eða ekki. í bréfínu em margir „prófsteinar", sem menn geta miðað kristilegt líf sitt við. í einu versi segir til dæmis: „Sá, sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinni, hann er enn þá í myrkrinu." Þetta er góður „prófsteinn", sem margir geta reynt trúarlíf sitt á. Ef hlýja og kærleikur ríkir meðal kristinna manna, er það ein sönnun þess, að við lifum í raun og veru í trúnni. Reynið þetta og aðra „prófsteina", og síðan ættuð þér ekki að velkjast í vafa um, hvort þér séuð kristinn eða ekki. Þér fínnið þá alla í fyrsta bréfí Jóhannesar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.