Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 70. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sandinistar gera innrás í Hondúras Bandaríkjastjórn veitir Hondúras hernaðaraðstoð Washington, Tegucigalpa, 25. mars. AP. UM 1.000 hermenn frá Nicaragna réðust á sunnudag inn í Hondúr- as og voru í dag, þriðjudag, komnir um 19 km inn í landið. Banda- rikjastjórn tilkynnti í dag, að vegna innrásarinnar hefði verið ákveð- ið að veita Hondúrasstjórn 20 milljóna dollara hernaðaraðstoð. Um 1.000-1.500 hermenn sandinistastjómarinnar i Nic- aragua réðust á sunnudag inn í Hondúras til árása á skæruliða, sem hafast við f fjöllunum syðst í landinu. Voru þeir í dag komnir um 20 km inn í landið og staddir á Capire-ijalli. Fréttir eru um, að þeir séu þar í sjálfheldu, en það fylgdi ekki með hvað veldur því. Sandinista-stjómin í Nicaraga segir að það sé lygi að hersveitir hennar hafí gert innrás í Hondúras AP/Simamynd Orrustuþota hefur sig á loft af flugmóðurskipinu Saratoga á æfingu. Líbýumenn skutu sex loftvarna- flaugum á bandarískar orrustuþotur yfir Sidra-flóa í gær og Bandarikjamenn gerðu umsvifalaust gagnárás á líbýska eftirlitsbáta og eldflaugaskotpalla. Árásir Bandaríkjamanna héldu áfram í gær. Bandaríski flotinn kaf- skýtur tvö líbýsk skip Waáhington, 25. mars. AP. SJOTTI floti bandaríska sjóhersins hélt áfram að gera árásir á sjó- og landher Líbýumanna í dag til þess að hefna fyrir skeyti, sem Líbýumenn skutu á bandarískar orrustuþotur yfir hinum umdeilda Sidraflóa í gær, að því er haft er eftir bandarískum embættismönnum. Tveimur líbýskum skipum var sökkt. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í flugvél á leið frá Ankara í Tyrklandi til Aþenu á Grikklandi að aðrar siglingaþjóðir ættu að klappa Bandaríkjamönnum lof í lófa fyrir aðgerðimar á Sidra- flóa. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði að Bandaríkjamenn hefðu skotið aftur á ratsjárstöð, sem Líbýumenn nota til að stjóma flugskeytum sínum að skotmarki, þegar í ljós kom að ratsjáin gaf enn frá sér merki. Robert Sims, talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins, dró til baka fyrri yfírlýsingar um að Bandarílqamenn hefðu verið að svara í sömu mynt fyrir ítrekaðar eldflaugaárásir Líbýumanna. Öðm líbýska skipinu var sökkt með stýriflaugum frá beitiskiptinu Yorktown, en orrustuþotur grönd- uðu hinu. Þriðja skipið laskaðist og hélt til hafnar. Speakes sagði að gerð hefði verið önnur árás á eldflaugaskotpalla af sovéskri gerð í úthverfí borgarinnar Sirte í dag. Greint var frá því í gær að skotpallar þessir hefðu verið eyðilagðir. Að sögn Speakes hafði allt verið með kyrrum kjörum í Sidraflóa í ellefu klukkustundir kl. fímm að ísl. tíma í dag. Bandaríkjamenn gerðu árás í gær eftir að sex loftvamarskeytum var skotið á bandarískar orrustu- þotur, sem farið höfðu yfir „dauða- línuna". Ekkert loftvarnarskeyt- anna hæfði. „Dauðalínuna" dró Khadafy Líbýuleiðtogi yfír mynni flóans og sagði að fyrir innan línuna væri líbýsk landhelgi. Bandaríkja- menn halda aftur á móti fram að þetta sé alþjóðlegt siglingasvæði. Speakes vildi ekki segja hvenær flotaæfíngum Bandaríkjamanna í Sidraflóa lyki, en tók fram að samkvæmt skipunum skipstjóranna ætti æfingunum að ljúka á sunnu- dag. Haft er eftir heimildarmönnum í vamarmálaráðuneytinu að verið gæti að æfingunum Ijúki áður en vikan er á enda, það fari alfarið eftir því hvort Líbýmenn hætti að skjóta eldflaugum á flotann. Líbýumenn halda fram að þeir hafí skotið niður þijár bandarískar orrustuþotur, en Bandaríkjamenn neita því. Ekki er vitað hversu mikið mannfall hefur orðið hjá Líbýu- mönnum, en þeir hafa lýst yfír því að Miðjarðarhaf eigi eftir að litast dumbrauðum dreyra áður en yfir lýkur. Frank Kelso, yfírmaður 6. flot- ans, fékk í dag skeyti frá Líbýu- mönnum ar sem hótað var að granda flota hans. Skeytið endaði: „Bestu kveðjur" og er talið að það sé ekta. Ríkisstjómir víða um heim hafa lýst yfír áhyggjum sínum af átökun- um milli Líbýu- og Bandaríkja- manna. Bandarískir þingmenn fylkja sér flestir um forseta sinn og Bretar og ísraelar styðja Banda- rikjamenn. Sovétmenn hafa for- dæmt Bandaríkjamenn og svo er einnig um Irani og Alsírmenn. Sjá nánar af viðbrögðum á síðu 23. i • , * •• * II. V'lí. til þess að beijast við skæruliða, sem þar hafa bækistöðvar. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði í dag, að Reagan, Bandaríkjaforseti, hefði ákveðið að veita Hondúrasstjóm 20 milljóna dollara hemaðaraðstoð vegna inn- rásarinnar og væri það gert með stuðningi í sérstökum neyðarlög- um. Hefði fulltrúum þingsins verið skýrt frá þeirri ákvörðun eins og lög kvæðu á um. Thomas 0‘Neill, demókrati og forseti fulltrúadeild- arinnar, sagði, að hér væri um að ræða innrás og að Ortega, forseta Nicaragua, hefði orðið alvarlega á í messunni. Ýmsir hafa furðað sig á inn- rásinni í Ijósi þess, að fyrir dymm stendur atkvæðagreiðsla í öld- ungadeildinni um stuðning við skæruliða í Nicaragua. Richard Lugar, formaður utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar, tel- ur, að Ortega hafí verið viss um, að skæmliðamir fengju þennan stuðning að lokum, og hafí því viljað reyna að uppræta þá í eitt skipti fyrir öll. Bretland: Hjónavígslan 23. júlí nk. London, 25. mars. AP. HJÓNAVÍGSLA Andrews prins og Söruh Ferguson fer fram í Westminster Abbey 23. júli nk., að þvi er tilkynnt var í Buckinghamhöll i dag. í stuttri tilkynningu sagði, að athöfnin hæfíst kl. 11.30 f.h., en fleira var ekki látið uppi um einstök atriði hennar Bandaríkjamenn skutu flugskeyti af þessari gerð á eftirUtsbáta Líbýumanna á Sidra-flóa á mánudag og í gær. Þessi mynd er tekin á æfingu bandaríska sjóhersins. AP/simamynd Þrír menn á hælum Palme fyrir morðið Stokkhólmi, 25. mars. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins og AP. LEITIN að mordingja Olofs Palme var efld í dag og talið er víst að Áke Gunnarsson, sem handtekin var og látinn laus í síðustu viku, hafi verið í nánu sambandi við hávaxna, skolhærða manninn, sem lögreglan i Stokkhólmi lýsti eftir í gær og sendi út samsetta mynd af honum gerða í tölvu eftir lýsingum vitna. Sænsk blöð greindu frá því í dag að starfsmenn hótels í miðborg Stokkhólms hefðu greint lögreglu frá hótelgesti, sem svipaði til sam- settu myndarinnar. Manninum var lýst sem útlendingi er talaði bæði ensku og þýsku. Hann kvaðst eiga heima í Ziirich í Sviss og hafði yfírgefíð hótelið án þess að greiða reikninginn eða taka með sér fögg- ur sínar. Lögreglan hefur lýst yfir því að þrír menn hafí fylgst grannt með ferðum Palme í febrúar. Einn þremenninganna sé Gunnarsson, annar sá, sem lýst var eftir í gær. Rannsókn lögreglunnar nú er reist á þeirri kenningu að Gunnars- son hafi ætlað að reyna að myrða Palme á Sveavegi og nokkrar bif- reiðir hafí staðið ásamt ökumönnum í grenndinni til þess að auðvelda flótta morðingjans. Annaðhvort hafí taugamar brostið eða ráðabruggið farið út um þúfur vegna þess að hann flúði eftir Tunnelvegi og fann engan sam- verkamanna sinna, sem bíða áttu í bifreiðum. Því hafi hann reynt að fá far með bifreið, sem átti leið fram hjá. Lögreglan segir að verið geti að einhver verði handtekinn fyrir næstu helgi. Héðan í frá ætlar Hans Holmer, lögreglustjóri í Stokkhólmi, ekki að greina frá gangi rannsóknarinnar, en heimild- armaður Morgunblaðsins hefur fyrir satt að áhugi hans beinist nú að mönnunum þremur. Til þeirra sást í grennd við heimili Palme og á öðrum þeim stöðum, sem hann kom á síðustu vikumar fyrir dauða sinn. Lögreglan hélt ekki blaðamanna- fund í dag, en sér fram á að morð- gátan leysist innan nokkurra vikna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.