Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986
Gaslekinn á Indlandi:
Union Carbide
samþykkir að
greiða skaðabætur
Danbury, Conncctieut og Nýju Dehli, 24. mara. AP.
LÖGFRÆÐINGAR stórfyrir-
tækisins Union Carbide hafa
Skoðanakönnun í Svíþjóð:
Fylgijafn-
aðarmanna eykst
Stoltkhólmi, 26. mars. AP.
MORÐIÐ á Olof Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, hefur snúið
langvarandi fylgistapi Jafnaðar-
mannaf lokksins í 6% fylgisaukn-
ingu, að þvi er fram kemur í
skoðanakönnun, sem birt var á
mánudag.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
sögðu, að fylgisaukningin byggðist
fyrst og fremst á samúð með fjöl-
skyldu Palme og yrði því ekki var-
anleg.
Bo Toresson, formaður Jafnaðar-
mannaflokksins, viðurkenndi, að
morðið á leiðtoga flokksins væri
ástæðan fyrir fylgisaukningunni og
kvað skoðanakönnun þessa ekki
marktæka. „Það verður að líða þó
nokkur tími, þar til ljóst verður
hver hin raunverulega staða er í
sænskum stjórnmálum," sagði hann
í sjónvarpsviðtali.
samþykkt að greiða fórnarlömb-
um gaslekans í Bhopal á Ind-
landi 350 milljónir Bandaríkja-
dala í skaðabætur, að sðgn lög-
fræðings fyrirtækisins. Fleiri en
2 þúsund manns létust er efna-
verksmiðja fyrirtækisins bilaði
og eitruð efni komust út í and-
rúmsloftið.
Samkomulagið var gert við
nokkra þá sem helst eiga um sárt
að binda vegna slyssins. Indverska
ríkisstjórnin hefur fordæmt sam-
komulagið vegna þess hve lágar
bæturnar séu og sagt að fyrirtækið
geri allt til að sleppa eins ódýrt
frá þessu máli og kostur sé. í
opinberri tilkynningu, sem ind-
verska ríkisstjórnin gaf út, segir
að einungis hún geti samið fyrir
alla aðila, sem hlut eiga að þessu
máli, og einungis samkomulag,
sem feli í sér sanngjarnar bætur
til allra, komi til greina.
Lögfræðingur fyrirtækisins
sagði að stjórn fyrirtækisins ætti
eftir að samþykkja samkomulags-
drögin og bandarískur dómari
þyrfti einnig að samþykkja þau
áður en greiðslur samkvæmt því
gætu hafist.
Kuwait:
Yfirvöld brjóta
áfengisflöskur
Kuwait, 2&. mara. AP.
SANDAUÐNIN í SuUbiah var
gegnsósa af áfengiá mánudag
eftir að yfirvöld létu brjóta þar
hundrað þúsund flöskur af
áfengi að andvirði tveggja millj-
óna denara (287 miUjóna króna).
Starfsmenn innanríkisráðuneyt-
isins segja að tollyfirvöld hafi gert
flöskur þessar upptækar undan-
farna fimmtán mánuði. Áfengi er
bannað í Kuwait af trúarlegum
ástæðum.
Að sögn sjónarvotta fluttu níu
vörubflar áfengisflöskurnar til
Sulibiah, sem er um fimmtán km
norður af höfuðborginni, Kuwait.
Þar er svæði sérstaklega ætlað til
að taka við þessum forboðna vökva,
sem undir engum kringumstæðum
má fara inn fyrir varir þarlendra.
Flöskunum var dreift yfir svæðið
og keyrt yfir þær á jarðýtum. Það
tók fimm klukkustundir að mölva
flöskumar og lagði áfengisstækj-
una fyrir vit íbúa í mörg hundruð
metra fjarlægð frá áfengislóninu.
Innanríkisráðuneytið hefur nú
látið eyðileggja áfengi þrisvar á
jafnmörgum árum og hefur vín að
andvirði 615 milljóna króna runnið
i sandinn á þessum tíma.
Bretland:
Prentarar við sama
heygarðshornið
l.tmdúnum, 24. man. AP.
TIL ATAKA kom milli lögreglu
annars vegar og prentara og
stuðningsmanna þeirra hins
Flokksþingí
Tékkóslóvakíu
I'rajf, 25. nuu-B. Al'.
GUSTAV Husak, forseti Tékkó-
slóvakiu, setti á mánudag þing
Kommúnistaflokksins. í setning-
arræðu hans kom ekkert fram
um að neinar meiriháttar breyt-
ingar væru f vændum á stjórn-
inni, sem breytingalftið hefur
staðið við stjómvölinn undan-
farin 17ár.
Á þinginu verða samþykktar
áætlanir til næstu fimm ára um
hvernig stjórna eigi landinu. Husak
lofaði „skapandi og frumlegar að-
ferðir" sovéska Kommúnistaflokks-
ins.
vegar, er prentararnir reyndu
að koma í veg fyrir dreifingu
dagblaða Ruperts Murdoch.
Lokuðu uin eitt þúsund manns
aðalveginum að nýrrí prent-
smiðju Murdochs í Wapping f
Austur-Lundúnum. Lögrcgla
handtók 53 og hlutu fimm
manns nokkur sár í átökunum
þar af tveir lögreglumenn.
Meðal þeirra sem handteknir
voru, var leiðtogi annars tveggja
sambanda prentara, Tony Dubb-
ins. Segir lögreglan að hann verði
ákærður fyrir óeirðir. Þetta er
nfunda helgin f röð sem prentarar
efna til aðgerða gegn Murdoch,
en fyrir rúmum tveimur mánuðum
rak Murdoch 5.000 prentara og
flutti prentun fjögurra dagblaða
sinna frá Fleet Street til Wapping.
Að sögn fyrirtækis Murdochs tafð-
ist dreifing dagblaðanna vegna
aðgerðanna ekki nema lítillega.
AP/Sfmamynd
Fjórir Óskarsverðlaunahafanna með verðlaun sfn. Talin frá vinstri: WiUiam Hurt, sem kjörinn var besti
leikarinn, Anjelica Huston, sem fékk Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki, Geraldine Page, sem
kjörin var besta leikkonan, og Sydney Pollack, sem kjörinn var besti leikstjórinn.
Jörð í Afríku hlaut sjö Óskarsverðlaun:
a,Purpuraliturinn" hlaut
engan Oskar þrátt
fyrir 11 útnefningar
Los Angelea, 25. mars. AP.
KVIKMYNDIN „Jörð í Afríku",
sem nú er sýnd í Laugarásbíói,
vann til flestra Óskarsverð-
launa eða sjö við afhendinguna
í gær. Hiiii var kjörin besta
mynd ársins og leikstjóri henn-
ar, Sydney Pollaek, var kjörinn
besti leikstjórinn. Myndin fjall-
ar um ungar ástir danska rit-
höfundarins Isak Dinesen.
Besta erlenda myndin var kjörin
„Hin viðurkennda saga" (The
Official Story) frá Argentínu.
Þetta er fyrsta myndin frá Suður-
Ameríku sem vinnur Óskarsverð-
launin, en hún fjallar um kúgun
og frelsisskerðingu og baráttu
konu við veruleika hernaðarein-
ræðis í Argentínu. Leikstjóri mynd-
arinnar er Luis Puenzo. Hann sagði
það vera kaldhæðni örlaganna að
nákvæmlega fyrir 10 árum síðan,
24. mars 1976, hefði herinn gert
stjórnarbyltingu í Argentínu. „Við
munum aldrei gleyma þeirri mar-
tröð, en nú erum við að hefjast
handa um að gera drauma okkar
að veruleika," sagði hann er hann
tók við verðlaununum.
Besti leikari ársins var kjörinn
William Hurt fyrir hlutverk sitt í
myndinni „Koss kóngulóarkonunn-
ar", þar sem hann leikur kynvill-
ing. Oskarsverðlaunin fyrir bestan
leik konu í aðalhlutverki hlaut
Geraldine Page fyrir leik sinn í
myndinni „The Trip to Bountiful".
Hún leikur þar aldraða og þjáða
ekkju, sem þráir að snúa til
bernskustöðvanna. Mörgum fannst
tími til kominn að hún hlyti verð-
launin, þvf þetta var f sjöunda
skipti sem hún var útnefnd til
þeirra. Hún var spurð að þvf bak-
William Hurt og Geraldine Page með verðlaun sfn fyrir bestan leik
f aðalhlutverki.
Barbara Streisand óskar Sydney
Pollack til hamíngju með að hafa
verið kjörinn besti leikstjórinii
fyrir myndina „ Jörð f Afríku".
sviðs eftir að hafa tekið við verð-
laununum hvort hún hefði ekki
verið búin að missa trúna á að hún
hlyti Óskarinn nokkru sinni. „Ég
trúði því í sérhvert skipti, mér
fannst ég svo frábær. Ég er minn
stærsti aðdáandi," svaraði hún.
Anjelica Huston, dóttir leikarans
og leikstjórans Johns Huston, hlaut
verðlaunin fyrir bestan leik konu
í aukahlutverki í myndinni „Heiður
Prizzis", sem faðir hennar leik-
stýrði, en þar leikur hún hefni-
gjarna erfðaprinsessu Mafíuveldis.
Faðir hennar var útnefndur til
verðlaunanna fyrir leikstjórn, en
mátti lúta f lægra haldi fyrir
Pollack. Bestur karlmanna í auka-
hlutverki var kjörin Don Ameche
fyrir hlutverk sitt f „Undrasteinin-
um" (Cocoon), sem sýnd var fyrir
fáum mánuðum hér á landi f Bíó-
höllinni, en þar hefur kvikmyndin
„Heiður Prizzis" einnig verið sýnd.
Yfirburðir kvikmyndarinnar
Jarðar í Afríku komu talsvert á
óvart. Hún hirti langflest verðlaun-
in eða sjö eins og fyrr sagði. Auk
þess að vera kjörin besta myndin
og leikstjórinn sá besti hláut Karl
Luedtke Óskarsverðlaunin fyrir
besta handritið, John Barry fyrir
tónlistina og myndin fékk einnig
Oskarinn fyrir listræna leikstjórn,
hljóð og kvikmyndatöku.
Kvikmyndin „The Color Purple",
sem var útnefnd til ellefu Óskars-
verðlauna, hlaut hins vegar engin
verðlaun. Leikstjóri hennar, Steven
Spielberg, var ekki útnefhdur til
óskarsverðlaunanna og bar á
mikilli óánægju fólks vegna þess.
Hafði það uppi borða með áletrun-
um til stuðnings Spielberg fyrir
utan tónlistarhöllina þar sem verð-
launin voru afhent. Meðal áletran-
anna má nefna þessi orð: „Heyrðu
Skari! Það tekur enginn mark á
þér lengur."
Leikarinn Paul Newman fékk
sérstakan heiðurs, Óskar fyrir
framlag sitt til kvikmynda. New-
man hefur sex sinnum verið út-
nefndur til verðlaunanna en aldrei
hlotið þau.
Lionel Ritchie hlaut óskarsverð-
launin fyrir besta lagið í kvikmynd.
Lagið heitir „Say You, Say Me"
og er úr kvikmyndinni „Hvítar
nætur" (White Nights).