Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ1986
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Flugeldasýn ing
Samband tveggja Hrúta
(20.mars-19.april).
Hér á eftir verður fjallað um
tvo dæmigerða Hrúta. Eins og
við vitum flest öll eru allir
samansettir úr nokkrum
stjörnumerkjum. Þvf hafa aðrir
þættir einnig áhrif.
Sjálfstœður
í sambandi tveggja Hrúta
mætast tveir hressir og óþolin-
móðir persónuleikar. Dæmi-
gerður Hrútur er maður sem
þarf líf og hreyfingu. Hann
bfður ekki eftir því að málin
gangi sjálfkrafa fyrir sig. Ef
hann fær hugmynd, vill hann
rjúka af stað og láta verkin
tala. Hrúturinn er einlægur,
frjálslyndur og óheftur. Hann
er kraftmikill og sjálfstæður.
Lifandi
í sambandi Hrúta má búast við
töluverðum eldglæringum.
Byrjun sambandsins ætti að
vera skemmtileg. Það getur
verið hressandi að hitta einlæg-
an og jákvæðan mann sem
ekki gerir veður útaf minnstu
smámunum og er til f að hella
sér út í spennandi athafnir.
Þvf verður örugglega mikið um
að vera, smámunasemi, var-
kárni og hræðsla við að prófa
nýja hluti ekki til staðar, en
ákafi og kraftur ráðandi.
Hver stjórnar?
í kraftinum og sjálfstæðinu er
fólgið hið varasama við þetta
líflega samband. f fyrsta lagi
kemur sú spurning fyrr eða
sfðar upp: Hver á að stjórna?
Þegar tveir sjálfstæðir ein-
staklingar deila kjörum hljóta
fyrr eða sfðar að koma upp
árekstrar um stefhu og mark-
mið. Hrúturinn er ekki varkár
einstaklingur. Þvf er einnig sú
hætta fyrir hendi að rokið sé
út f athafnir sem hvíla ekki á
nægilega traustum grunni.
Skapmikill
Hrúturinn er ör í skapi og á
það til að rjúka upp með eld-
glæringum og hella sér yfir
umhverfið. Hætt er við að
samband tveggja Hrúta geti
orðið full litríkt, að deilur og
barátta einkenni sambandið í
sívaxandi mæli, eða þangað til
báðir aðilar fá nóg. Hrúturinn
er þannig skapi farinn, að hann
rýícur upp en rennur reiðin
fljótt, og er fljótur að fyrirgefa.
Hann er hins vegar kappsfullur
og hvass f deilum og hætt er
við, þegar tveir eiga í hlut, að
orðin verði það stór að ekki
verði aftur snúið.
Hugsunarleysi
Hrúturinn er orkumikill at-
hafnamaður. Hann er snöggur
upp á lagið og drffandi. Hann
er einnig hugmyndaríkur ég-
maður, fær sjálfur hugmyndir
sem hann vill nota sem leiðar-
ljós til framkvæmda. Hrútar
eru því oft brautryðjendur og
í forystu. Það kemur sér vel á
flestum sviðum Iffsins, en eins
og öllu ljósi fylgja því skuggar.
í fyrsta lagi er það sem við
getum kallað hina einlægu
eigingirni. f öðru lagi hið hugs-
unarlausa tillitsleysi. í ákafa
sfnum við það að framkvæma
verk og drífa mál áfram, veður
Hrútur oft yfir umhverfið.
Hann á það til að sjá ekki
þarfir náungans, er í stuttu
máli oft eigingjarn og tillits-
laus. Ekki af illu innræti, held-
ur vegna ákafa og óþolinmæði.
Krafturinn og hugsjónaeldur-
inn ber hann iðulega ofviða.
Þegar tveir slíkir eru í sam-
bandi er hætt við að útkoman
verði undarleg og fræðandi
fyrir báða aðila. Hvort þeir
geta umborið sjálfan sig í hin-
um er aftur annað mál. Þar
reynir á þroska þeirra.
X-9
ýÁf&rf Steux y/rxzœ
'/c/rt/# ////œsesTA
fö'sfs/tyfr/-'-&¦*'>?
:::::::::::::::::::::
:::;::;:::::::::::::::::^:::!r
DYRAGLENS
/yzo
i
r?ANN Sé P^UÍTIP
5EIMN APHUöSA
01085 TrtburM Itodla Sarvtcei, tnc.
LJOSKA
TOMMIOGJENNI
, PÁLEIPPU
\ HAMKi.'
FERDINAND
HWHrlTHIlllllllllllllllUIIJIIIlUIUUUIIlllHIHJIIlillLlltJIJJIIIIIUJlUlll.
m ^^ __
SMAFOLK
I CAN'T BELIEVE IT... YOU'RE HELPING ME UilTH MY HOMEWORK.'
~$M,
IT'S BETTER THAN
HAVING YOUR
ATTORNEY 5UE ME..
I WONTNEEPYOU
AFTERALl,ATTORNEY..
WE'VE PECIPEP TO
5ETTLE OUT OF COURT...
I40UJ UIILL I EVER PAY
F0RMYNEWBRIEFCA5E?
© 1985 Uniled Fealufc Syndicate.lnc 2.~ II
Ég ætla varla að trúa því, Það er betra en að láta Ég þarf ekki á þér að Hvernig í ósköpunum á ég
að þú sért að hjálpa mér lögf ræðinginn þinn lög- halda, lögf ræðingur, þeg- að borga fyrir nýju skjala-
við heimavinnuna! sækja mig... ar til á að taka... Við töskuna mína?
hðfum leyst þetta með
sætt...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
( Þungaviktarmennirnir í
bandarískum brids, Bobbarnir
Hamman og Wolff, margfaldir
heimsmeistarar með meiru,
lenda yfirleitt í réttum samning-
um, en stundum kemur fyrir að
þeir spenna bogann heldur hátt,
að því er virðist. Það gerðu þeir
f þessu spili, sem kom upp í leik
Bandarfkjamanna og Austurrík-
ismanna á HM í Brasilíu f haust,
en hagstæð lega, hagstætt útspil
og vönduð spilamennska skiluðu
þeim þó 11 punkta gróða úr
spilinu.
Norðurgefur.
'Norður
? ÁD984
VÁ1065
Vestur a r „ Austur
? G1065 ,,„, ?K732
VG9 ! V8743
?G75 Suður í1083
? KD106 4_ *42
VKD2
? K9642
? G9853
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
- llauf Pass ltlgull
Pass lspaði Pass 2tlglar
Pass 2hjörtu Pass 31auf
Pass 3tlglar Pass Shjörtu
Pass 41auf Pass 4tlglar
Pass 4hjörtu Pass 4spaðar
Pass 6tíglar Pass Pass
Pass
Þeir spila sína eigin útgáfu
af Precision, þar sem tfgulsvarið
við laufopnun lofar hálf-jákvæð-
um spilum, en hjartasvar er
afmelding. Aðrar sagnir eru svo
að mestu leyti eðlilegar.
Vestur hefði betur spilað út
laufkóng, en hann bjóst við
stuttu laufi f blindum og tromp-
aði út. Spilið var sýnt á sýning-
artjaldi, og skýrendurnir þar
fundu enga leið til að koma
samningnum heim, þótt þeir
sæju 511 spilin 52. En Wolff var
fljótur að finna leiðina til vinn-
ings. Hann trompaði spaða heim
í öðrum slag, fór inn á blindan
á tfgul og trompaði aftur spaða.
Tók svo tfgulkónginn og létti við
að sjá litinn falla. Síðan voru
fjórir hjartaslagir teknir, þá
spaðaás í þeirri von að kóngur-
inn félli. Það gerðist ekki og þá
var ekki um annað að ræða en
spila spaða og treysta á 4—4-
legu. Það gekk upp, austur fékk
á kónginn en varð að spila blind-
um inn á laufás þar sem 12.
slagurinn beið á spaða.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi skák var tefld á IBM-
mótinu í Vín í janúar: Hvítt:
Mednis (Bandaríkjunum), Svart:*
Korchnoi (Sviss), ítalski leikurinn.
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Bc6, 3. Bc4
- g6, 4. c3 - d6, 5. d4 - De7,
6. dxe5 — Rxe5, 7. Rxe5 - dxe5,
8. 0-0 - Rf6, 9. Df3 - Be6, 10.
Bg5! - Bg7, 11. Rd2 - h6, 12.
Bxf6 - Bxf6, 13. Bxe6 - Dxe6,
14. Rc4 - Bg5, 15. b3 - 0-0-0,
16. Hadl - c6, 17. Hxd8+ -
Hxd8, 18. Hdl - h5, 19. Hxd8+
- Bxd8??
Af byrjanataflmennsku Mednis
er greinilegt að hann hefur verið
að tefla til jafnteflis, en nú lætur
hann ekki happ úr hendi sleppa:
20. Dxf7! — Dxf7, 21. Rd6+ -
Kc7 (Eða 21. - Kd7, 22. Rxf7 -
Bf6, 23. h4) 22. Rxf7 - Bf6, 23.
Kf 1 og Korchnoi gaf því endatafl-
ið er vonlaust. Það er ekki oft sem
hann er svo léttvægur fundinn,
hvítur gerði ekki neitt nema skipta
upp og vinna síðan peð með
tveggja leikja fléttu.