Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR26. MARZ1986 Arnarflug saga og samtíð Ræða Grétars Br. Kristjánssonar á hluthaf af undi Arnarflugs 25. f ebr. sl. Til þessa fundar hefiir verið boðað til þess að ræða fjárhags- stöðu Arnarflugs í dag og tillögu stjórnar um aukningu hlutafjár í félaginu um allt að 96 milljónum 720 þúsund krónum. Saga Arnarflugs Það eru 10 ár síðan Arnarflug var stofnað. Þegar félagið var stofnað var yfirlýst markmið félags- ins að stunda óreglubundið atvinnu- flug án landfræðilegra takmarkana. Félagið fékk leyfi til óreglubundins flugs í apríl 1976 og stundaði síðan almennt leiguflug samkvæmt því leyfi þar til ársins 1978 að rekstur þess gekk illa. Seinni hluta þess sumars óskuðu þáverandi fram- kvæmdastjóri og meirihlutaeigend- ur eftir því að Flugleiðir kæmu inn í myndina. Þær viðræður leiddu til þess að Flugleiðir keyptu þann 1. september 1978 óseld viðbótar- hlutabréf svo og hluta af hluta- bréfaeign Sambandsfélaganna og réðu þá yfir 56,5% hlutafjár félags- ins. Eftir það var verksvið Arnarflugs skilgreint í meginatriðum á þann veg að félagið starfi sem leiguflug- félag að sérstöðum verkefnum: a. Það láti Flugleiðum í té flug- vélakost til áætlunarflugs eftir þörfum. b. Verði miðstöð og samræm- ingaraðili fyrir allt leiguflug Flugleiða og Arnarflugs er- lendis. c. Hefði frumkvæði að því að selja í leiguflug erlendis ónot- aða flugvélatíma Arnarflugs og Flugleiða. Sem sagt, félagið yrði miðstöð og samræmingaraðili fyrir allt leiguflug með flugvélum Arnarflugs og Flugleiða. Ýmsar ráðstafanir voru gerðar í framhaldi af þessu, og unnið var að hagræðingu og endurbótum ýmissa rekstrarþátta Arnarfiugs. Það er óhætt að segja og fullyrða að stjórnendur Flugleiða tóku þátt í framangreindri endurskipulagn- ingu og hagræðingu heilshugar og með velferð beggja félaganna' í huga, enda mun leit vera að öðru íslensku fyrirtæki sem betur hefur dafnað á þessu tímabili en einmitt Arnarflug. Sú aðstaða sem fólst í samvinnu við Flugleiðir kom fyrst og fremst Arnarflugi til góða. í september 1979 var flugfélagið Vængir að hætta rekstri og Arnar- flug fékk þá úthlutað 13 leiðum innanlands og hóf síðan innanlands- flug. Kaup starf smanna — nýr meirihlutí Árið 1980 þurftu Flugleiðir að leita til stjórnvalda vegna rekstrar- örðugleika, og var þá eitt af skilyrð- unum fyrir ríkisábyrgð sú, að starfsmannafélagi Arnarflugs yrði gefinn kostur á að kaupa hlut Flug- leiða í Arnarflugi. Stjórn Flugleiða tók formlega afstöðu til skilyrðanna á fundi 11. nóvember 1980 og til- kynnti það samgönguráðherra. Það var fallist á að selja starfsmönnum hlutabréfin á matsverði og þá allan eignaraðild Flugleiða. í júní og júlí 1981 komu hins vegar fram tilmæli til stjórnenda Flugleiða að Flugleið- ir seldu starfsmannafélaginu aðeins 17,5% og héldu því áfram 40% eignarhaldi að félaginu. Það var fallist á þessi tilmæli og síðan kosin ný stjórn á framhaldsaðalfundi Arnarflugsl4.júlíl981. Eignarskiptingin frá þeim tíma og allt til ársins 1984 hélst í megin- atriðum þessi: a. Flugleiðiráttu40%. b. Starfsmenn Arnarflugs 23%. c. Ýmsirhluthafar21%. d. SÍS-félögin 16%. Aætlunarflug — kaup á eignum Iscargo Hinn nýi meirihluti stjórnar Arnarflugs samþykkti á stjórnar- fundi 26. ágúst 1981, að sækja um leyfi til áætlunarflugs til Frankfurt, Hamborgar, Parísar og Zurich. Tveim dögum síðar birtust heilsíðu- auglýsingar í dagblöðunum undir fyrirsögninni: „Arnarflug er nú sjálfstætt og óháð fyrirtæki." Arn- arflugi var veitt leyfi til áætlunar- flugs til Amsterdam, Diisseldorf og Ziirich í mars 1982. 25 mars var skýrt frá kaupum félagsins á mest- um hluta eigna Iscargo og frá 1. júní 1982 hefur Arnarflug haldið uppi áætlunarflugi til Amsterdam. Fulltrúar Flugleiða vöruðu við kaupum Arnarflugs á eignum Is- cargo og héldu því fram að þau kaup gætu stefnt afkomu og rekstri félagsins í hættu. Þetta er söguleg staðreynd, en afkoman segir líka sína sögulegu staðreynd. Af koma Arnarflugs Afkoma Arnaflugs var góð fram til ársins 1982. Frá því að félagið keypti eignir Iscargo og hóf áætlun- arflug árð 1982, hefur verið tap á rekstri félagsins. Afkoma hefur verið þessi: í þús. kr. 1981 Hagnaður 4.314 1982 Tap (12.759) 1983 Tap (54.420) 1984 Tap (64.523) 1985 Tap áætlað 50 millj. Eiginfjárstaða félagsins varð viðunandi áður en þetta mikla tap- rekstrartímabil hefst, árið 1982. Hefur eiginfjárstaðan verið þessi, talin í lok hvers árs. Lokárs 1981Jákvæð 12.728 1982Jákvæð 8.361 1983 Neikvæð (43.364) 1984 Neikvæð (79.904) Nýtt hlutafé lið- lega 40 millj. meðtalið ílok 1985 (160.000) og skammtímaskuldir áætlaðar um 200 milljónir hærri en veltufjár- munir. Hlutafjáraukning 1984 Vegna mikils tapreksturs áranna 1982 og 1983 var ákveðið í stjórn félagsins að leggja til á aðalfundi 1984 að hlutafé fyrirtækisins yrði aukið úr kr. 8.360.000 í kr. 48.360.000. Var sú hlutafjáraukn- ing samþykkt á aðalfundinum 11. júh'1984. Áður en þessi beiðni um hluta- fjáraukningu var lögð fyrír stjórn Flugleiða, var óskað eftir upplýs- ingum um fjárhagsstöðu, framtíð- arstefnu og áætlanir frá Arnarflugi. Frá Arnarflugi bárust upplýsing- ar um rekstraráætlun fyrir árið 1984. Þar kemur fram að áætlaður hagnaður á árinu 1984 er talinn sema USD 93.400. í raun varð tap ársins 1984 USD 2.030.000 eða rúmlega það. Með þessari áætlun fylgdu enn- fremur áætlanir fyrir árin 1985, 1986 og 1987. Áætlun Raun þús. $ þús. $ 1984 93 (2.030) 1985 431 (1.200) 1986 851 1987 1.360 Það er alveg ljóst að þessar áætl- anir um afkomu, sem gerðar voru og m.a. stjórn Flugleiða byggði ákvarðanir sínar á, varðandi þátt- töku í hlutafjáraukningu, hafa al- farið verið á of mikiili bjartsýni byggðar. Rekstrartap áranna 1984 og 1985 mun nema um USD 3.200.000, en var áætlaður hagnað- ur að fjárhæð $ 524.000. Stjórn félagsins Um leið og Arnarflug varð sjálf- stætt, óháð félag, varð stjórn fé- lagsins sjálfstæð og óháð. Með því. á ég við það, að stjórn félagsins hefur ekki verið samvirk. Innan hennar hefur verið sjálfstæður, óháður meirihluti, sem hefur virt minnihlutann lítils. Það virðist hafa verið sérstök stjórn innan stjórnar- innar. Meirihlutinn virðist hafa haldið alla tíð, að fulltrúar Flugleiða væru þar til þess að grafa undan Arnarflugi. Og þar hefur ríkt tor- tryggni. Ymsar þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, hafa ekki fengist. Meirihlutinn virðist hafa haldið að þeir væru að ljóstra upp viðskiptaleyndarmálum, og slík stjórn verður aldrei sterk stjórn. Fulltrúar Flugleiða hafa starfað af heilindum í þessari stjórn. Og með góðum vilja. Þeir hafa talið, að til þess að geta rekið fyrirtæki með góðum árangri, þyrftu að liggja fyrir handbærar upplýsingar á hverjum tíma um afkomu ein- stakra flugleiða, einstök verkefni, afkomu þeirra, jafnvel af hverju einasta flugi frá degi til dags, til þess að hægt sé að gera einhverjar ráðstafanir í tíma. Þetta hefur meirihluti stjórnar Arnarflugs ekki viðurkennt í framkvæmd gagnvart fulltrúum Flugleiða. Ég get fullyrt, að fulltrúar Flugleiða í stjórn Arn- arflugs hafa gert það sem þeir geta til þess að Arnarflug gæti starfað með árangri, en hafa átt erfitt um vik vegna skorts á upplýsingum. Skýrsla stjórnar Góðir hluthafar. Fyrir þessum fundi liggur skýrsla stjórnar og Grétar Br. Kristjánsson Hér f er á eftir ræða sú, sem Grétar Br. Krist- jánsson, annar fulltrúi Flugleiða í stjórn Arn- arflugs hf., flutti á hluthafafundi Flug- leiða hinn 25. f ebrúar sl. Grétar Br. Kristjáns- son á sæti í stjórn Flug- leiða hf. umsögn endurskoðanda. Fulltrúar Flugleiða undirrituðu skýrslu stjórnar með fyrirvara, sem ég leyfi mér hér með að lesa upp: Undirritaðir gerum eftirfarandi fyrirvara: 1. Við getum ekki lagt mat á fjár- hagsyfirlit pr. 30. september 1985, sbr. umsögn endurskoð- andans um 25 millj. kr. kröfu, sem falin hefur verið lögfræðingi til innheimtu. Teljum við, að þessa hefði átt að geta sérstaklega í skýringum við fjárhagsyfirlitið. 2. Við bendum á, að reikningsskil- um fyrir síðustu þrjá mánuði ársins 1985 er ekki lokið. Við getum ekki tekið ábyrgð á þeim áætlunum um fjárhags- stöðu félagsins í árslok 1985, sem fram eru settar í greinar- gerðinni. 3. Við höfum oft áður bent á að rekstraráætlanir félagsins hafa verið byggðar á of mikilli bjart- sýni. Við höfum óskað eftir nákvæm- ari sundurliðun á afkomu ein- stakra rekstrarþátta við einstök reikningsuppgjör. Þessar upp- lýsingar höfum við ekki fengið og getum því ekki lagt mat á rekstraráætlun ársins 1986. Reykjavík, í febrúar 1986. Björn Theódórsson Grétar Br. Kristjánsson Hlutafjáraukning 1986 Það virðist vera skoðun meiri- hluta stjórnar Arnarflugs, að til þess að væntanleg hlutafjáraukning nái fram að ganga, sé nauðsynlegt að áhrif Flugleiða í stjórn Arnar- flugs, sem eins og ég hef áður sagt, eru lítil sem engin, minnki enn meir. Samkvæmt ósk meirihluta stjórnar Arnarflugs þess efnis, að Flugleiðir falli frá forkaupsrétti sín- um, ákvað stjórn Flugleiða að verða við þeim tilmælum. A stjórnarfundi Flugleiða 13. febrúar sl. var ákveðið að koma ekki í veg fyrir hlutafjár- aukningu í Arnarflugi hf. og jafn- framt að félagið myndi ekki nýta forkaupsrétt sinn. Ég lýsi því hér með yfir, fyrir hönd Flugleiða, að fulltrúar félags- ins munu greiða atkvæði með hluta- fjáraukningu þeirri, er hér er lagt til að verði, því án þess verður hún ekki löglega samþykkt á þessum fundi. Jafnframt fellur félagið frá sínum forkaupsrétti. Þetta táknar í rejnd, ef aílt hlutaféð selst, að hlutur þess minnkar úr 43,7% í ca. 14%. Núverandi hlutafjáreign er þessi: Flugleiðir 43,7% Starfsmenn 20,0% Ýmsirhluthafar 14,4% SÍS-félögin 21,9% Að endingu þetta: Það er von mín, þegar hlutafjár- aukning hefur farið fram, og nýir hluthafar eru komnir inn í félagið, að það fái samvirka stjórn. Félagið á góða starfsmenn með mikla þekk- ingu, mikla reynslu og mikla getu. Þeir vilja vinna vel fyrir sitt félag, vilja því vel og eiga allt gott skilið. En þeir þurfa sterka og samvirka stjórn. Ég vil ekki ljúka máli mínu svo, að minnast ekki á forstjóra félags- ins sem nú hefur sagt starfi sínu lausu. Forstjórastarf Arnarflugs er erfitt starf, slítandi og krefjandi. Sérstaklega í ljósi mjög aukinna umsvifa Arnarflugs. Og ég tel að núverandi forstjóri hafi gert margt gott í sínu starfi, við miklaerfið- leika sem hann vann ekki til. Ýmsar ákvarðanir sem teknar voru fyrir hans tíð, hafa fylgt fyrirtækinu síð- an eins og t.d. kaupin á Iscargo, og erfitt hefur verið að ráða við það. Ennfremur tel ég, sem persónu- lega skoðun, að ákvörðun forstjór- ans byggist að einhverju leyti á því, að stjórn félagsins hefur ekki verið samvirk og hann hafi ekki fengið þann stuðning frá stjórninni, sem hann hefur átt kröfu til og lítt getað leitað til minnihlutans vegna meirihlutans. Ég óska honum alls hins besta í því starfí sem hann mun taka við. Góðir hluthafar. Ég óska Arnarflugi og starfs- mönnum þess alls hins besta í fram- tíðinni. m Heimur handan veggsins — og þó Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Doris Lessing: Minningar einnar sem eftir lif ði. Hjörtur Pálsson þýddi. Útg. Bókaútgáfan Nótt 1985. Þetta mun vera fyrsta bók Doris Lessing sem er þýdd á íslenzku. Doris Lessing hefur lengi verið í hópi þekktustu skáldsagnahöfunda á Bretlandi. Hún ólst raunar upp í Ródesíu og Suður-Afríku og kyn- þáttamisréttið þar gerði hana „þjóð- félagslega meðvitaða" svo að gripið sé til klisju. Doris Lessing var lengi einna frægust fyrir skáldsagnaröð- ina um „börn ofbeldisins" þar sem hún byggir að miklu leyti á eigin þroskasögu, en í þessari bók söðlaði hún yfír — og þó ekki. Því að þessi bók á ýmislegt skylt við vísinda- skáldskap. Sagan gerist eftir að eitthvert ógurlegt áfall hefur dunið yfir heimsbyggðina. Það skiptir varla máli hvort það var kjarnorkustríð eða eitthvað annað, alténd er hrun samfélagsins nær algert. Stjórnvöld virðast gufuð upp, strætisvagnarnir ganga ekki lengur, fjarskipti lítil sem engin, matarbirgðir af skorn- um skammti. Fólk flykkist til sveit- anna í leit að einhverju betra og líklega einnig til að leita að mat. Söguhetjan er kona á miðjum aldri. Hún hefst við í íbúð sinni í fjölbýlishúsi og hún man enn gamla tímann. En hún virðist hafa sætt sig við hlutskipti sitt, og eins og aðrir lætur hún eins og ekkert hafi í skorizt og í rauninni sé allt eðli- legt. Svo kemur allt í einu til hennar maður og hefur með sér stúlku á gelgjuskeiði. „Þú berð ábyrgð á henni," segir hann og hverfur jafh skyndilega og hann kom. Söguhetj- an er dálítið ráðvillt í fyrstu en tekur þessu eins og öðru og spyr stúlkuna, Emilíu einskis. Hún annast hana og skepnuna Huga eftir fremsta megni og veltir fyrir sér hvort hún eigi að fara út í sveit. Veit að hún fer hvergi. Emilía er of ung til að muna gömlu dagana og lítur á hinar nýju aðstæður sem sjálfsagðan hlut. í bókinni er fylgst með tilraunum hennar til að öðlast sess í heimi unga fólksins og hún verður ást- fangin af hugsjónamanninum Ger- ald og tekur á sig byrðar til að leggja þeim lið sem eru ekki jafn sterkir og þau Gerald. Þau stofna einhvers konar kommúnu í yfir- gefnu húsi, en það fer allt út um þúfur. Sagan sú um hrunið samfélag sem reynir að halda velli er víða áhrifamikil, frásögnin hófstillt og trúverðug svo langt sem hún nær. En kannski er sögð önnur saga. Því að bak við vegg í íbúð söguhetj- unnar er annar heimur og þar er veröldin eins og hún var. Og þó ekki. Endalaus herbergi þar sem allt er annað hvort í niðurníðslu eða undarlega gamaldags, návist ein- hverrar veru sem Söguhetjan getur aldrei komið almennilega auga á. Hvað er heimurinn þá handan við vegginn? Gefur hann til kynna vonina eða er hann blekking ein? Það er ekki auðvelt að ráða í sögu Doris Lessing og sennilega gerir hver og einn það með sínum hætti. Þessi heimur verður að lokum eins konar undankomuleið — en til hvers? Þýðing Hjartar Pálssonar er á vönduðu og oftast nær lipru máli þótt hnjóta megi um stöku „þýðing- arsetningar". ¦fi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.