Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR26. MARZ1986
Kína:
Deng Xiaoping
í f ullu fjöri
Peking, 24. mars. AP.
DENG Xiaoping, leiðtogi Kín-
verja, hitti forsætisráðherra
Danmerkur, Paul Schliiter, að
máli í dag og var það í fyrsta
skipti í 14 vikur sem hann kemur
fram opinberlega. Hinn 81 árs
gamli leiðtogi virtist vera við
góða heilsu, en fregnir hafa
verið uppi um það að hann væri
alvarlega veikur eða jafnvel lát-
inn.
Deng sagði við þetta tækifæri
að hann hefði viljandi minnkað
opinber umsvif sín til þess að gefa
minna reyndum leiðtogum tækifæri
til þess að reyna sig og sýna fram
á að stefnu hans um að opna Kína-
veldi yrði haldið áfram þó hans
nyti ekki við. Sagðist hann hyggjast
draga sig enn frekar út úr opinberu
lífi. „Síðastliðin ár hef ég viljandi
reynt að draga mig út úr daglegum
stjórnunarstörfum, þannig að aðrir
félagar fái tækifæri til þess að axla
meiri ábyrgð. Þetta hef ég meðal
annars gert til þess að sýna fram
á að núverandi stjórnarstefna í Kína
byggist ekki á mér eingöngu. Þvf
hef ég ekki komið fram opinberlega
nú í talsverðan tíma," sagði Deng.
Schluter er í opinberri heimsókn
í Kína. í gær ræddi hann við forsæt-
isráðherra landsins, Zhao Ziyang.
Ziyang sagði við það tækifæri að
Kínverjar krefðust þess að Banda-
ríkin og Sovétríkin kæmust að
samkomulagi í afvopnunarmálum
sem fæli í sér mikla fækkun í kjarn-
orkuvopnabúrum stórveldanna.
Hann sagði ennfremur að sameinuð
og sterk Evrópa myndi auka á
stöðugleika í heimsmálunum og
gæti orðið sterkur þáttur í þróun
til friðar í heiminum. Schluter tók
undir þessi orð Ziyang og sagði að
sífelit yxi skilningur á hlutverki
Evrópu í friðarmálum.
GENGI
GJALDMIÐLA
London, 25. inars. AP.
Bandarikjadollari snarhækk-
aði gagnvart öllum helstu gjald-
miðlum í dag. Ástæðurnar eru
sagðar bæði lækkun vísitölu
neysluvara um 0,4 prósent i
Bandaríkjunum og átök Banda-
r í kjamanna og Líbýumanna.
I Tókýó kostaði dollarinn síð-
degis í dag 179,60 japönsk jen
(177,30).
í London kostaði sterlingspund-
ið þegar gjaldeyrismörkuðum var
lokað 1,45725 dollara (1,4850).
Gengi annarra helstu gjald-
miðla var á þann veg að dollarinn
kostaði:
2,3290 vestur-þýsk mörk
(2,2870), 1,9520 svissneska
franka (1,91825), 7,1425 franska
franka (7,0200), 2,6300 hollensk
gyllini (2,5830), 1.583,50 ítalskar
lírur (1.556,00) og 1,40325 kana-
díska^oaiaEa^i^OOS).
Sakharov-myndin:
Bonner gagnrýnir
sovésk stjórnvöld
Massachusetts, liandarí kjuiiiim, 25. mars. AP.
YELENA Bonner gagnrýndi í gær sovésk stjórnvöld fyrir
að láta frá sér fara kvikmynd, sem tekin var með leynd
af manni hennar, andófsmanninum Andrei Sakharov.
„I dag vík ég frá því loforði Sakharov m.a. tala við eigin-
mínu að tala ekki við fjölmiðla
og tala við ykkur, af því að
mér virðist sem birting mynd-
arinnar sé vottur þess, að heilsu
Sakharovs hafi hrakað," sagði
frú Bonner.
Umrædd mynd, sem er um
15 mínútna löng og tekin með
földum upptökuvélum, sýndi
konu sína í síma.
„Hérna sjáum við það svart
á hvítu, hvernig stjórnvöld vfla
jafnvel ekki fyrir sér að troðast
inn í viðræður hjóna," sagði
Bonner. „I venjulegu þjóðfélagi
hefðum við hjónin átt að geta
lögsótt yfirvöld fyrir slíkan
verknað.
AP/SImamynd
Corazon Aquino, núverandi forseti Filippseyja, undirritar „frelsis-
stjórnarskrána".
Aquino gefur út „frelsis-
stjórnarskrá" á Filippseyjum
Innistæður Marcosar frystar í svissneskum bönkum
Manila og Bern, 25. mars. AP.
CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, undirrítaði „frelsisstjórnar-
skrá" í dag og nam þar með úr gildi fyrri stjórnarskrá landsins, sem
sett var i tíð Marcosar fyrrnm forseta. Samkvæmt stjórnarskránni
er þing rofið og getur forsetinn gefið út lög þar til ný stjórnárskrá
hefur verið samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hafa svissnesk
yfirvöld fryst til bráðabirgða innstæður Marcosar í svissneskum
bönkum.
Aquino tilkynnti þessa ákvörðun nú nær sömu völd og Marcos tók
sína f dag í útvarpi og hefur hún sér er hann lýsti yfir hernaðar-
astandi á Filippseyjum árið 1972.
Aquino sagði að „frelisstjórnarskrá
sín væri til bráðabirgða og ný
stjórnarskrá yrði samin af 30-50
manna nefnd, sem hún myndi skipa
innan 60 daga. Stjórnarskráin yrði
síðan borin undir þjóðaratkvæði".
Svissneska rfkisstjórnin hefur
fryst inni til bráðabirgða allar inn-
stæður í svissneskum bönkum sem
með einhverju móti tengjast Marcos
fyrrum forseta. Eru þess ekki dæmi
áður að svissnesk ríkisstjórn geri
slíkt. I tilkynningu ríkisstjórnarinn-
ar um þessar aðgerðir segir að
ýmislegt hafi bent til þess að til-
raunir væru gerðar til þess að ná
út innstæðum Marcosar. Nefhd,
sem Aquino hefur skipað á Filipps-
eyjum til þess að rannsaka fjárreið-
ur og viðskilnað Marcosar, segir að
hann kunni að hafa komið úr landi
verðmætum að upphæð 10 milljarð-
ar Bandaríkjadala og hluta þessarar
upphæðar sé að finna í bönkum í
Sviss. Samtök banka í Sviss hafa
lýst yfir undrun sinni á þessum
aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Marcos, sem er á Hawaii, hefur
flutt sig frá Hickam-herstöðinni,
þar sem hann hefur dvalist frá því
hann kom til eyjanna 26. febrúar,
í úthverfí Honolulu. Þar hefur hann
tekið hús á leigu við ströndina.
Ein þeirra bifreiða sem notaðar voru til þess að skjóta eldflaugunum frá.
Japan:
Eldflaugaárás á keis-
arahöllina og banda-
ríska sendiráðið
T6ký6,25.mars;AP.
HEIMATILBÚNUM eldflaugum var skotið að bandariska sendiráðinu
og keisarahöllinni í Tókýó í dag. Ekki er kunnugt um hverjir voru
þarna að verki, en lögregla segir að að flaugunum hafi sennilega
verið skotið til þess að hafa áhrif á áætlanir um fund sjö iðnvelda
í Japan í maí og hátíðahöidin vegna 60 ára valdaferils Hirohitos sem
keisara. Vinstrimenn í Japan tengja Hirohito gjarnan við japanska
hernaðarstefnu fyrir síðari heimsstyrjöldina og varúðarráðstafanir
vegna væntanlegs fundar iðnveldanna eru geysilegar.
ið frá stolnum bifreiðum sem lagt
hafði verið í um 100 metrajfjarlægð
frá skotmörkunum og fann lögregl-
an skotbúnað í þeim.
AP/Simamynd
Lögregla skoðar leifar eldflaug-
ar, þar sem þær liggja i anddyri
bandarískasendiráðsins.
Ekki var kunnugt um neinar
skemmdir eða slys á mönnum í
eldflaugaárásunum. Þetta er fyrsta
árásin þessarar tegundar á banda-
ríska sendiráðið í Japan. Þrjár
flaugar lentu á þaki sendiráðsins
og að minnsta kosti tvær til viðbótar
lentu í hallargarðinum. Flaugunum
var ekki ætlað að springa, heldur
einungis sýna fram á að hægt væri
að hitta skotmörkim.Þeim varskot-,
Sendiráði Bandaríkjanna var
lokað eftir árásina og ekki opnað
aftur í dag. Engir haf a lýst á hendur
sér ábyrgð á árásunum og lögreglan
hefur enn sem komið er ekki hand-
tekið neinn vegna málsins.
Vaxandi
ofbeldi
í Punjab
Amritsar, 25. mars. AP.
EKKERT lát er á óeirðum og
ofbeldisverkum i Punjabfylki á
Indlandi, þar sem Öfgasinnaðir
sikhar berjast fyrir yfirráðum,
en hófsamir sikhar hafa haldið
um stiórnartaumana síðasta
hálfa árið. Aldrei hefur ofbeldið
verið meira en í gær, mánudag,
siðustu sex mánuðina. Níu menn
voru drepnir og hafa þvi samtals
um 40 manns fallið síðustu tíu
dagana. Valda þessar óeirðir
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, og fylkisstjórn hóf-
samra sikha sífellt meiri vand-
ræðum, en öfgasinnarair krefj-
ast þess að Punjab fái sjálfstæði.
Fyrir utan bæinn Batala, þar sem
ríkt hefur umsátursástand undan-
farna daga, voru tvær manneskjur
myrtar og um helgina sátu öfga-
sinnaðir sikhar fyrir þremur hindú-
um og drápu þá. Lögregla segir að
sér hafi tekist að rjúfa umsátur
öfgasinnanna um Batala, en það
hefur staðið síðustu fimm daga. 71
sikhi var handtekinn. fbúar í þorp-
um sikha-trúflokksins halda áfram
að neita að selja afurðir sínar til
borganna og hefur fylkisstjórnin
gripið til þess ráðs að flytja vörur
að annars staðar úr landinu.,