Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986
29
Miklaholtshreppur:
„Framleiðsluviðmið-
unin er hvorki raun-
hæf né sanngiörn"
Borg í Miklaholtslirrppi. V^^C^
Borjr í Miklaholtshreppi.
NU ER hér snjór á jörðu og
nokkur vetrarevipur. Umhleyp-
ingasamt hefur veríð síðustu
daga en frost hafa verið væg.
Einmánuður er byrjaður og
ástæðulaust er að kvarta þótt
vetrarlegt sé eftir langvarandi
góðviðri, en minnt skal þó á orð
g-óðs bónda sem sagði eitt sinn
að einmánuði og mars kæmi
ævinlega illa saman. Veðraverstu
dagar vetrar væru oft síðustu
dagar marsmánaðar.
Nýlega hafa stjórn Búnaðarfé-
lags Miklaholtshrepps og kjör-
menn svarað bréfi Framleiðslu-
ráðs þar sem víð mörgum spurn-
ingum er óskað svara vegna
stjórnunar á framleiðslu mjólkur
og kjöts næstkomandi verðlags-
ár. Eftírfarandi bréf var síðan
sent með þessum svörum:
„Stjórn og kjörmenn Búnaðarfé-
lag Miklholtshrepps lýsa furðu sinni
á því að svæðabúmarksnefnd skuli
leggja til þá framleiðsluviðmiðun,
sem er í tillögum hennar og upp
er tekin í vanhugsaðri reglugerð
landbúnaðarráðherra. FVamleiðslu-
viðmiðunin er hvorki raunhæf né
sanngjörn þegar árferðið er svo
misjafht á milli landshluta, svo sem
verið hefur á viðmiðunarárunum.
Við minnum á að mikið kal var hér
1981 og aftur 1983. Er það heldur
óvanalegt hér. Þá voru mikil rign-
ingasumur 1983 og 1984 og einnig
heldur erfitt sumarið 1982. Sumarið
1983 var auk þess afar kalt og
spratt þá illa. Margir bændur náðu
ekki neyðarásetningsmörkum
haustið 1983 þrátt fyrir verulega
fækkun bústofns. Hey eftir sumarið
1984 voru léleg. 2,4 kg þurfti að
meðaltali í fóðureiningu á Snæfells-
nesi. Augljóst er að erfitt er að
halda uppi afurðum við þessar
aðstæður, þrátt fyrir að bændur
sýndu aðgætni og dugnað við að
komast yfir erfiðasta hjallann, það
er veturinn 1983—84 með bæði lítil
og léleg hey. Verði svæðabúmark
tekið upp til frambúðar, sem ekki
er sjálfsagt að okkar mati, leggjum
við til að eingöngu verði tekið mið
af búmarki samkvæmt gildandi
búmarksskrá. Þá myndi búmark á
jörðum þar sem framleiðslu er hætt
ekki rétt á búmarkssvæðin. Að öðru
leyti teljum við það vera grundvall-
aratriði að jafnstór búmörk gefi
sama fullvirðisrétt hvar sem er á
landinu. En ekki bara á sama svæði
eins og svæðabúmarksnefnd telur.
Augljóst er að ekki eru allir sam-
mála þessu og því er eðlilegast að
landið verði eitt búmarkssvæði og
allir jafn réttháir. Annað er óþolandi
mismunun innan stéttarinnar og
getur aldrei orðið samstaða um
slíkt. En bændur verða nú sem
endranær að standa saman en ekki
að vera í innbyrðis átökum og
togstreitu á milli landshluta." Páll
Morgunblaðið/Sigurgeir t Eyjurn
Þessi mynd eftír Guðna Hermansen heitír 16. júli 1627, en þann dag
ruddust Hund-Tyrkir á land í Eyjum við Ræningjatanga, sem skagar
út að skipinu á málverkinu. Víkin i forgrunni heitír Brimurð, þá
Ræningjatangi og Litlihöfði, siðan Bjarnarey og Eyjafjallajðkull.
Guðni sýnir 44
málverk í Eyjum
GUÐNI Hermansen listmálari í
Vestmannaeyjum heldur mál-
verkasýningu f AKOGES f Eyjum
dagana 27. mars til 31. mars.
Sýningin hefst kl. 20 að kvöldi
27. mars og eru allir velkomnir.
Guðni sýnir að þessu sinni 44
málverk, flest myndir þar sem
ir.yndefnið er sótt til Vestmanna-
eyja, enda hefur Guðni sérhæft sig
í Eyjunum. Flest málverkin eru
máfuð á síðasta ári, en um langt
árabil hefur Guðni stundað málara-
listina sem fulla atvinnu. Enginn
aðgangseyrir er að sýningu Guðna.
Lennon-kvöld á Hótel Borg á morgun:
„Engin hætta á að
fólk troðist undir"
— segir Stefán Hjörleif sson, einn meðlima
Bítlavinafélagsins
HLJÓMS VEITIN Bítlavinafélagið heldur tónleika á Hótel Borg annað
kvöld og er dagskráin tíleinkuð tónlist Bftilsins Johns Lennon.
Einn meðlima hljómsveitarinnar, Stefán Hjörlcifsson, var spurður
nánar út í dagskrána.
„Þetta eru í kringum 30 lög sem
við flytjum og spanna þau feril
þessa frábæra tónlistarmanns. Ekki
erum við neitt að rekja þetta í réttri
tfmaröð heldur hrærum þessu bara
saman og ég held að það komi bara
nokkuð vel út.
Við byrjuðum með þetta á Gauk
á Stöng og í öll þau fímm skipti
sem þessi Lennon-kvöld voru haldin
þurfti fólk frá að hverfa. Það var
hreint ótrúlegt hve aðsóknin var
góð. Sumir létu sig meira að segja
hafa það að koma 3—4 sinnum. Á
Hótel Borg er hins vegar nóg pláss
og engin hætta á að fólk verði
troðið undir.
Það er óhætt að segja það. Við
höfum lagt okkur f líma við að ná
þessum lögum eins vel og við getum
án þess þó að reyna á nokkurn hátt
að herma eftir Lennon sjálfum.
Allur hljóðfæraleikur og raddir eru
eins og í upphaflegum útsetningum
laganna. Annað er ekki við hæfí,"
sagði Stefán.
Bítlavinafélagið hyggst flytja
nokkur lög eftir John Lennon á rás
2 í fyrramálið og tónleikarnir verða
svo um kvöldið á Hótel Borg eins
og fyrr segir. Hljómsveitina skipa:
Stefán Hjörleifsson, Rafn Jónsson,
Eyjólfur Kristjánsson, Haraldur
John Lennon
Þorsteinsson og Jón Ólafsson.
Hljóðstjórn verður f umsjón Bjarna
Friðrikssonar.
Samkírkjuleg guðs-
þjónusta í Kristskirkju
SAMSTARFSNEFND kristínna
trúfélaga stendur að sameigín-
legri guðsþjonustu f Kristskirkju,
Landakoti, á skírdag kl. 11 f .h.
í fréttatilkynningu frá sam-
starfsnefhdinni segin „Það er orðið
árleg hefð að kristin trúfélög, sem
eiga aðild að samstarfsnefndinni
annist útvarpsguðsþjónustu þennan
dag. Að þessu sinni predikar sókn-
arpresturinn við dómkirkju Krists
konungs, séra Hjalti Þorkelsson, en
sóknarprestur Dómkirkjunnar í
Reykjavík, séra Hjalti Guðmunds-
son, þjónar fyrir altari. Fulltrúar
ýmissa kirkjudeilda lesa ritningar-
texta og syngja, m.a. Skólakðr
Kársness, undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur, og fulltrúar aðvent-
ista í Reykjavík. Vænst er almenn-
rar þátttðku safnaðanna í Reykja-
vík í þessari sérstæðu guðsþjón-
ustu."
Samhjálp
Dagskrá Samhjálpar um páskana:
Skírdagur. Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 20.30.
Ræðumaður Kristinn Ólason. Laugardagur 29.
mars. Opið hús í Þríbúðum kl. 14—17. Unglinga-
kór Fíladelfíu syngur. Páskadagur. Samhjálpar-
samkoma í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð kl. 15.00.
Allir eru velkomnir. Gleðilega páska.
Gólf efni í
miklu úrvali
VATNSÞYNNANLEG EPOXY-GOLFEFNI.
Reykjavíkurvegi 26—28. Símar 52723/54766.
220 Hafnarfirði.
*k
Ljósastofa JSBl
Bolholti 6, 4. hæð, sími 36645
Hjá okkur skín sólin allan daginn — alla daga
Nýtt frá Sontegra!
• Nýjar 25 mín. perur frá Sontegra.
• Hár A geisli, lágmarks B geisli.
• Hámarksbrúnka — lágmarks roöi.
• Sturtur — sauna.
• Sjampó og boddíkrem getur þú keypt
í afgreiöslu.
• Handklæöi fást leigö.
• Tónlist við hvern bekk.
• Öryggi og gaeöi áváilt í fararbroddi hjá
JSB
^rpáska
Tímapantanlr í síma 36645. Verlö velkomin. ^j