Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 46
46 MORGÚNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986 © 1986 Universal Press Syndicate Mcr lisi ueJ á þunin^inn ýinrv. a,st cr • •# • vV'% ... f/'ölbreytni vinátt- unnar. TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rlghts reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate ***«3 Erum við ekki of eftirlát við Fjrrirlesturinn um stundvísi hana? getur ekki hafist fyrr en eftir hálftíma! HÖGNIHREKKVÍSI HLYPNiS- ll SKÓli 1 SPIKI VERtPOR KK>ec3UK. Ekki Pétur Pétursson þulur Það skal tekið fram að Pétur Pétursson sem ritaði um söngva- keppni sjónvarpsins fyrir helgi er ekki Pétur Pétursson þulur ríkisút- varpsins. Velvakandi. Þakkir til leikfélags Hveragerðis Það hefur verið vís venja til margra ára að Leikfélag Hvera- gerðis hefur boðið vistfólki að Ási í Hveragerði á sínar frábæru leik- sýningar, nú síðast 16. mars á „Saumastofuna" eftir Kjartan Ragnarsson við mikinn fögnuð. Sýningin tókst vel sem og við öll höfðum vitað fyrirfram. Hljómsveit- in lék milli þátta og fyrir sýningu og jók það mjög á gleði gesta. Við færum nú leikfélagi og hljómsveit okkar bestu þakkir fyrir góða skemmtun og ánægjulega stund. Virðingarfyllst, Vistf ólk að Elli- og dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þaettinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efhi til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Þeir eru oft hjálplegir ýtust jórarnir. Þakkir til ýtustjórans Maðurinn sem keyrði ýtu á Laug- arásveginum þriðjudaginn 18. mars um klukkan 2.30—2.45 og ýtti fyrir okkur svæði fyrir framan Laugarás- veg 12. Við viljum þakka þér inni- lega fyrir. Magga Dóra, Vilborg og Ásta Guðrún. Víkverji skrifar Töluverðar umræður hafa verið um það manna á meðal, að vöxtur og jafnvel ofvöxtur hafi hlaupið í útgáfu tímarita hér á landi. Um það skal ekkert fullyrt hér, heldur skal eftir því beðið að markaðsöflin skeri úr um, hvaða tímarit lifa og hver deyja. Ríkis- styrkir til útgáfu tímarita tíðkast ekki hér, þannig er það alfarið undir auglýsendum og kaupendum komið, hvernig þessi þáttur í fjölmiðluninni dafnar. Víst er næsta sérkennilegt, að jafn margir og raun ber vitni skuli leggja ofurkapp á að gefa út dýr og skrautlega prentuð tímarit nú á þessum tímum, þegar verið er að afnema einokun ríkisins á útvarpsrekstri. Ef menn hefðu verið spurðir um það í þann mund, sem tekið var af skarið um að afnema skyldi ríkiseinokun á þessu sviði, hvaða áhrif þeir héldu að útvarps- frelsi hefði á útgáfu prentaðs máls svo sem fréttatímarita, hefðu flestir sagt, að frelsið drægi kjark úr þeim, sem vildu gefa út tímarit. Reynslan er sem sé önnur. Eitt er að hafa aðgang að vel búnum prentsmiðjum og annað að ná saman efni, sem hæfir hinum glæsilega umbúnaði. Því eru að sjálfsögðu takmörk sett, hve mörg „spennandi" viðfangsefni finnast hér meðal okkar fslendinga fyrir þá, sem í tímaritin skrif a. Brynja Benediktsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir meðal ann- ars i Morgunblaðsviðtali á sunnu- dag: „Það ríkir ákveðið kröfuleysi í menningarmálum hér á landi en menn eru að vona að nú séum við að komast upp af botni lágkúrunn- ar. Um tíma var slakað á kröfum til fólks, fyrir um fimm árum, þegar þetta hraða fjölmiðlaæði hófst. í stað hugarflugs komu hugarórar, fólk ruglaði saman ímyndunarafli og taugaveiklun, heilli hugsun var nánast útrýmt og vanhugsun eða hálfhugsun var hafin til vegs. Nú held ég að þetta geti ekki orðið verra og þeir tímar séu að renna upp að þetta fari að breytast hjá okkur. Einn angi af þessu fyrir- brigði er að frekja og ýtni er tekin fyrir dugnað sem er allt annar hlutur. Þetta er þekkt um allan heim en er held ég víðast hvar á undanhaldi. Sem dæmi um þessa þróun vil ég nefna að einu sinni voru samin og flutt erindi um ýmis mál sem kröfð- ust sérþekkingar. Þegar fjölmiðla- æðið hófst var málið afgreitt á annan veg. Fenginn er spyrill sem undirbúningslaust og af handahófi spyr þann fróða sem kannski aldrei fær tíma eða tækifæri fyrir spyrlin- um til að komast að kjarna málsins og enginn er bættari með slíkri málsmeðferð, spyrillinn, sá fróði eða almenningur. Þetta getur gengið út í slíkar öfgar að spyrlar hafa viðtöl hverjir við aðra um eigin málefni sem afar fáir hafa áhuga á." Víkverji endurbirtir þennan kafla úr viðtalinu við Brynju orðréttan til að þeir, sem áður lásu hann, geti rifjað hann upp og hinir, sem hafa ekki séð hann áður, geti kynnt sér efni hans. Hér drepur leikstjórinn á mál, sem, væri efni í heilt tímarit. Reyndur blaðamaður sagði eitt sinn, að hann gæfi ekki mikið fyrir þau fréttaskrif í dagblöð, sem byggðust á því, að menn teldu sig hafa unnið gott dagsverk með þyí að ná símasamtali við einhvern stjórnmálaforingja. í þessum orðum felst í raun sama gagnrýni og hjá Brynju Benediktsdóttur, þegar hún talar um undirbúningslaus viðtöl, þar sem spyrill ræðir við fróðan mann án þess að komast að kjarna málsins. Brynja minnist á erindi í útvarp, eins má tala um greinar í blöð. Víkverji hefur oft velt því fyrir sér, hvers vegna stjórnmálamenn nota ekki blöð meira en raun ber vitni, þegar mikið liggur við, til að koma sjónarmiðum sínum milliliðalaust á framfæri. Þetta geta þeir gert með því að skrifa greinar um mál, þegar þau eru í brennidepli. Meðalvegur- inn er vandrataður í þessu efni eins og endranær og lesendur þreytast fljótt á stjórnmálamanni, sem er sískrifandi í blöð og kann sér ekkert hóf, heldur telur óhjákvæmilegt að segja skoðun sína á öllu milli himins ogjarðar. Sfðasta atriðið, sem Brynja Bene- diktsdóttir nefnir í lok hinna tilvitn- uðu orða, ætti að vera ritstjórum tímaritanna, sem í upphafi voru nefnd, sérstakt umhugsunarefni og þau hitta þá einnig fyrir, sem stjórna þáttum í ríkisfjölmiðlum. Æ algengara verður að spyrlar ræði við starfsbræður úr stétt fjölmiðla- manna. Kannski er búið að þurr- ausa aðrar lindir eða er þetta til marks um öfgar fjölmiðlaæðisins?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.