Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 52
¦W&H **gtmMafeÍfe ...MEDA NOTUNUM... S i i fj í ©tónaðarbantónn ^^ -MtfeMbMM MIÐVIKUDAGITR 26. MARZ1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Sjónvarpsút- sending í kvöld Ekkert sjónvarp á laugardaginn né annan í páskum ÚTSENDINGAR sjónvarpsins falla niður á laugardaginn og annan páskadag vegna útgöngu rafeindavirkja, sem deila við fjármálaráðuneytíð um samn- ingslega stöðu sina og Sveinaf é- lags rafeindavirkja. Dagskrá laugardagskvöldsins hefur veríð flutt að mestu leyti yfir á kvöldið f kvðld, miðvikudagskvöld. Sjón- varp féll niður í gærkvðld af þessum sökum. Skortur á rafeindavirkjum hjá . ^—^——.^—•———¦—^—•—•—^^— Haf ernir í borgarferð TVEIR ef ekki þrír hafernir halda til í Reykjavík og nágrenní þessa dagana, eins og gjarnan gerist á vetrum. Þessi ungi og myndarlegi hafðrn, sem Ijós- myndari blaðsins, RAX, sá á . Seltjarnarnesi f gær, hefur verið þar að dóla undanfarið og valdið umferðarteppu á Eiðisgranda. Annar hefur sést í Kópavogi sunnanverðum, á Vatnsendahæð og jafhvel í grennd við fjölbýlishús í Breiðholti, og grunur leikur á að þriðji fuglinn sé í Grafarvogi og flögri á stundum niður í Elliðaárvog og Sólheimahverfi. „Það gæti að visu verið sá sami og frést hefur af í Kópavogi og Breiðholti að undanförnu," sagði Ævar Petersen náttúrufræðingur í gær, „því mönn- um ber saman um að það sé eldri fugl en sá á Nesinu." Glöggt má þekkja unga fugla frá þeim eldri á því að ungir ernir eru með dökkt stél og gogg en hinir eldri lýsast á stél og haus þegar aldurinn færist yfir þá og jafnframt gulnar goggurinn, að sögn Ævars. sjónvarpinu — einkum í mynd- bandadeild — hefur einnig valdið þvf, að fréttatímar hafa styst, enda er mikið af fréttaefninu á mynd- böndum. „Þegar myndbandadeildin nýtist okkur ekki nema að hluta er ekki nema eðlilegt að fréttatím- arnir verði heldur fátæklegir," sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Tveir rafeindavirkjar sneru aftur til vinnu hjá sjónvarpinu eftir helg- ina. Á móti lét einn, sem var fyrir, af störfum, þannig að endurkoma þeirra tveggja breytir ekki stöðunni í tæknideild stofnunarinnar, að sögn Eyjólfs Valdimarssonar, yfir- verkfraéðings sjónvarpsins. Slmamynd/Bjami Guðlaugur Unnarsson, einn vélsleðamannanna fjögurra, kominn heim tíl Stöðvarfjarðar í gærkvöldi. Með honum á myndinni eru móðír hans, Þorgerður Guðmundsdóttir, og Ilólmar bróðir hans. Vélsleðamennirnir fjórir heilir á húfi: Misstu einn sleðann í gil á heimleiðinni „ Athugunarleysi" að hafa ekki haft talstöð með Stöðvarfirði. Prá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaosina. „LIKAMLEGA leið okkur alveg prýðilega, við vorum vel kheddir, með nógan mat og ágætan hita f kofanum. Hins vegar leíð okkur illa að geta ekki látið fólkið heima vita af okkur þvf við gerðum okkur grein fyrir því að leit væri hafin," sagði Magnús Aðils Stefáns- son, einn vélsleðamannanna fjögurra sem leitað var að á hálendinu norðaustan við Vatnajökul. Hann sagði að það hefði verið af „at- hugunarleysi" að þeir hefðu ekki haft með sér talstöð í ferðina. Mennirnir, sem eru frá Stöðvar- firðí og nágrenni, fóru á laugar- daginn í skemmtiferð á vélsleðum upp frá Breiðdalsheiði og var ferð- inni heitið að Snæfelli. Auk Magn- úsar, sem er vélstjóri á Kambaröst- inni, voru þeir Guðlaugur Unnars- son, tækjamaður, Svavar Ingólfs- son, vélvirki, og Guðbjörn Sigur- pálsson, bóndi, í ferðinni. Farið var að óttast um þá þegar þeir komu ekki heim á sunnudag eins og þeir höfðu áætlað og leit var hafin. Leitin beindist einkum að því að kanna þá skála sem búist var við að þeir félagar hefðu látið fyrirberast í, en gekk seint vegna veðurs. Þeir komu síðan fram á bænum Höskuldsstaðaseli efst í Breiðdal um klukkan 17 í gær. Guðlaugur Unnarsson lýsti ferð þeirra á eftirfarandi hátt í samtali við blaðamann Morgunblaðsins: „Við héldum á fjórum vélsleðum frá bílunum á Breiðdalsheiði klukk- an 11 á laugardagsmorgun, komum við í sæluhúsinu á Breiðdalsheiði, fórum þaðan í skálann í Bjarnarhíði við Hornbrynju og sfðan í skálann við Geldingafell norðaustan í Vatnajökli. Þaðan ætluðum við í skálann við Snæfell og gista þar um nóttina en urðum fjótlega að snúa við vegna veðurs. Gott ferða- veður hafði verið um daginn." Þeir félagar þurftu síðan að dúsa í skálanum við Geldingafell í þrjá sólarhringa, eða þar til í gærmorg- un að rofaði til og héldu þeir þá af stað klukkan 5 um morguninn. Ferðin heim sóttist hins vegar seint vegna skafrennings og kulda. Áttu þeir í erfiðleikum með að halda vélsleðunum gangandi vegna kuld- Fjárhagserfiðleikar Félags- málastofnunar leystir í dag Úttektarmiðar hafa verið notaðir í neyð „FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR Félagsmálastofnunar hafa verið leystir þannig að þessu ástandi línnir," sagði Ingibjörg Rafnar, formaður félagsmálaráðs Reykjavikurborgar, er Morgunblaðið spurði hana í gær um þá afgreiðslu á vegum félagsmálastofnun- ar, að láta fólk, sem aðstoðar þarf við, fá scrstaka úttektarmiða, en ekki peninga. Ingibjörg sagði, að oft hefði verið gripið til svona úttektarmiða áður, meðal annars þegar vinstri meirihlutinn réð í Reykjavík. Og ástandið nú væri betra en til dæmis vorið 1982 þegar vinstri meirihlutinn í borgarstjórn hefði takmarkað þjónustu Félagsmála- stofnunar. Til þess hefði ekki komið nú og myndi ekki koma. Ingibjörg sagði, að áður fyrr hefðu úttektarmiðar verið notaðir í ríkum mæli, en síðustu átta til tíu árin aðeins í undantekningatil- fellum. Annars vegar væru þeir notaðir þegar ekki er um aðra aðferð að ræða og hins vegar þegar erfið greiðslustaða kemur upp hjá hverfaskrifstofunum, eins og nú. Þessir greiðsluerfiðleikar eru nú úr sögunni, þar sem Fé- lagsmálastofnun fær greiddar á sjötta hundrað þúsund krónur í dag, miðvikudag, og sagði Ingi- björg 'Ji þar með yrðu úttektar- miðar sem neyðarráðstöfun úr sögunni. Ingibjörg Rafnar sagði, að notkun úttektarmiðanna að þessu sinni hefði verið ýkt mjög í frétt- um. Til dæmis sagði hún, að í sjónvarpsfréttum hefði verið sagt, að þeir hefðu verið allt að 25% af heildarafgreiðslum. Það rétta væri hins vegar, að þar sem notk- un úttektarmiða hefði orðið mest, í Breiðholti, hefðu þeir verið 19,5% af afgreiðslum skrifstofunnar og þegar starfsemi allra skrifstof- anna í Reykjavík væri tekin saman hefðu úttektarmiðarnir aðeins verið 7—8% af heildinni. Sjá bls. 2: Þjóðhagsstofnun kannar upplýsingar um fá- tækt, og frásögn á þingsíðu af umræðum á Alþingi. ans og miðaði hægt áleiðis vegna veðursins. Urðu þeir m.a. fyrir þvf óhappi að missa einn sleðann ofan í djúpt gil, en ökumaðurinn náði að kasta sér af sleðanum á síðustu stundu. Þeim tókst þó að ná vélsleð- anum upp úr gilinu, en skömmu síðan bilaði annar sleði og varð að skilja hann eftir skammt frá fjallinu Hornbrynju. Þeir félagar voru 12 tíma að komast að bílunum á Breið- dalsheiði, en í góðu veðri tekur tvo tíma að komast þessa leið. Þetta var fyrsta meiriháttar vél- sleðaferð Guðlaugs, sem er aðeins 17 ára gamall. Hann sagði að dvölin í skálanum hefði verið góð. „Það er ekkert grín að þurfa að láta leita að sér. Við ákváðum þarna að fara ekki aftur í svona ferð án þess að hafa talstöð meðferðis," sagði Guðlaugur. Magnúsi og Guð- laugi bar saman um að þeir hefðu verið vel búnir að flestu leyti, en færu ekki aftur í svona ferð án þess að hafa talstöð, útvarp og ísvara meðferðis. Magnús vildi koma innilegu þakklæti á framfæri við alla þá sem lagt höfðu hönd á plóginn við leit- ina. Sjá ennfremur á bls. 2: „Leitarmenn bíða af sér aftakaveður í Bjarnarhíði." Kópavognr: Alvarlegft umferðarslys ALVARLEGT umferðarslys varð i. Álfhólsvegi í Kópavogi um kl. 11 5 gærkvöld. 19 ára stúlka, sem þar var á gangi, varð fyrir bíl og slasað- ist mikið. Hún var flutt á slysadeild og var talin í lífshættu. Lögreglan í Kópavogi hefur beðið Morgun- blaðið að biðja hugsanlega sjónar- votta að slysinu að gefa sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.