Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 38
'Ss
**onr v««t fi »jr Af> rTTT"^ f r'TT-»TTTr<rTT,»r rrrrr á rm/rrrr^fjr\%q
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986
B4-
Steingrímur
SaevarrÓlafsson
Á röltinu í dag er litið við upp í Kvennó
og fólagslíf ið og skólakerf ið þar kynnt,
vonandi nógu rækilega. Litið er við á
nokkrum skólaböllum og f leira og fleira.
Röltarinn stef nir á að hafa mikið af
myndum, en láta fylgja með stuttar og
kjarnyrtar greinar. Leitast er eftir góðu
samstarfi við stjórnir og nemendur
framhaldsskólanna, svo og við hinn
almenna lesanda. Þ6 heyrn Röltarans
só næm, nemur hún ekki allt sem er
að gerast. Þetta eru ykkar síður. Þið
ráðið eff nisvaii. Allt sem þið þurf ið að
gera, er að láta orðið berast.
„Dæmi um úrval það sem Kvennaskólinn hefur".
ff
Kvennó - f élagslíf
u
Til að ræða félagslíf Kvennaskól-
ans fékk ég til mín tvo eldhressa
nemendur. Það eru þau Þórir Helgi
Bergsson og Ásdís Ingþórsdóttir.
Röltarinn fór strax að bauna á hjú-
fir öflugt félagslíf í Kvennó?
Þórin Ekki hefur það verið hing-
að til, þvi miður.
Ásdís: Ástæðan er einfaldlega sú
að í raun var aldrei grundvöllur
fyrir félagslífi fyrr en skólinn varð
fjölbrautaskóli. Við erum rétt að
slíta barnsskónum.
Þórir: Ég held að það skipti líka
rniklu máli að ýtnar og áberandi
persónur hafa einfaldlega ekki
fundist og því hefur vantað al-
mennilega stjórnendur. Það er líka
hrikalega erfitt að virkja fólkið í
skólanum.
Ásdís: Fólkið er bara einfaldlega
öðruvísi. Hópurinn er gífurlega
dreifður. Við erum ekki nógu dug-
leg að þjappa okkur saman.
En eitthvað hlýtur að gerast?
Þórir: Já, já. Það var t.d. busa-
vígsla með breyttu sniði, mjög
skemmtileg. Svo höfðum við Epla-
kvöld fyrir jól, svona einskonar jóla-
hátíð og svo árshátíð nú fyrir mán-
uði. Hún var inni í opnu vikunni
okkar, Tjarnardögum. Þeir tókust
mjögvel.
Asdís: 18. apríl verður síðan
peysufatadagurinn haldinn, en það
er eldgömul hefð. Og ekki má
gleyma þátttöku okkar í MORFÍS
þar sem við töpuðum fyrir FS eftir
mjög skemmtilega keppni.
Þórir: Síðan fer. bekkur út í
sumar og er það frumraun. Ekki
má heldur gleyma böllunum, en þau
hafa verið fjögur og er eitt eftir.
En hvernig er skipulagið á
félagslífinu?
Þórir: Nemendafélagið heitir
Keðjan. Stjórn hennar skipa for-
maður, ritari, gjaldkeri og þrír
meðstjórnendur. Einn er kosinn að
hausti af nýnemum, en aðrir í stjórn
eru kosnir að vori. Nefndir á vegum
Keðjunnar eru: Menningarnefnd,
sem er einskonar listafélag með
Tjarnardaga sem aðalverkefni,
íþróttanefnd, safnnefhd sem sér um
plötusafn skólans og um leið tónlist
í mötuneytinu, samverustað nem-
enda Þá er ritnefnd sem gefur út
tvö blöð á ári og bekkjanefnd, skip-
uð fulltrúum allra bekkja. Sú nefnd
á að vera einskonar tengiliður milli
stjórnar og nemenda. Einnig er
bóksölunefnd, peysufatanefnd og
árshátíðarnefhd.
Ásdis: Stjórnin hefur umsjón með
öllu félagslífinu. Hún hefur fram-
kvæmdavald og peningavald í
samráði við skólastjóra. Formaður
gætir hagsmuna nemenda út á við.
En hvað tekur við á næstu
vikum?
Ásdís: Peysufatadagur, dimis-
sion, kosningar og lokaball. Það er
því heilmikið á <iö f inni.
Lokaorð?
Þórin Ég vona að félagslífiö í
skólanum okkar haldi áfram að
þroskast upp á við. Grunnurinn er
að verða til og brátt getum við
hafjð bygginguna.
Ásdís: Nú hendum við barnsskón-
um út í horn, setjum á okkur striga-
skóna og þjöppum okkur saman.
Síðan hlaupum við saman í átt til
betra félagslífs.
Og við það er engu að bæta. Jú,
eitt. Félagslífið í Kvennó á svo
sannarlega mðguleika á að verða
mjög gott, það er Röltarinn með á
hreinu.
Ð!
i
6;
6i
f
L
Kvennó - skólakerf i"
ff
Skýjaborg piparsveinanna, Kvennaskólínn í Reykjavík, hóf starf-
semi sina árið 1874. Skólinn var lengi vel húsmæðraskóli en smám
saman jókst bóklegi þátturinn og 1946 varð skólinn gagnfræðaskóli.
Árið 1909 fluttí skólinn að Fríiurkjuvegi 9. 1979 var honum síðan
breytt í fjölbrautaskóla. Síðan þá hafa piltar farið að sækja nám
við skólann og er svo komið að í dag eru strákarnir 15—20% af
nemendum skólans. Gott hjá þeim.
En hvernig er námsskipulagið? Jú, þvi er auðsvarað. Skólinner
fjölbrautaskóli en með bekkjakerfi eins langt og það nær.
¦
ui
¦«¦¦
;.-•¦
Nemendur geta valið um 3 braut-
ir fóstur- og þroskaþjálfabraut sem
er 2 ár, félags- og íþróttabraut sem
er einnig 2 ár og menntabraut sem
er 4 ár til stúdentsprófs.
Tekið skal fram að fólk sem velur
sér fyrri brautirnar tvær getur fært
sig yfir á menntabraut og klárað
stúdentinn þar. Eins og áður sagði
er bekkjakerfinu haldið að nemend-
um Kvennaskólans en fólk getur
nokkurn veginn ráðið námshraða
sínum og ræður tímafjölda sínum
innan vissra marka. Allar frekari
upplýsingar er hægt að fá hjá ljúf-
menninu Aðalsteini Eiríkssyni,
skólastjóra, eða á skrifstofunni í
síma 13819.
:
„Skóla-
böll"
Röltarinn er orðheldinn maður.
Fyrir sléttri viku lofaði hann að
hirta myndir af skólaböllum. A.m.k.
þrjú skóiaböll voru í síðustu viku.
MH hélt veglegt skólaball og að
sjálfsögðu var Rðltarinn mættur á
svæðið ásamt hirðljósmyndaranum.
Glaumur, gleði og gaman rikti á
staðnum og mikill fjöldi fólks mætt-
ur til að skemmta sér og öðrum.
Iðnskólinn hélt sitt ball á fimmtu-
daginn. Með Súlnasal Hótels Sögu
algerlega undirlagðan, var snætt,
horft á sýningu Ladda, sem ber
heitið „Laddi á Sögu", og síðan stig-
inn dans til kl. 3 um nóttina. Mikil
litadýrð einkenndi ballið og voru
gestir að mála sig og aðra án
minnsta tillits til vilja fórnarlamb-
sins. í Hollywood voru fyrrverandi
og núverandi Verzlunarskólanemar
mættir til að skemmta sér. Það var
einn sjötti bekkur skólans, 6-V, sem
hafði það sem verkefni í stjórnun
að smala útskrif uðum Verslingum á
staðinn. Þetta verkefni leystu þau
vel af hendi, og ætti eiginlega að
gera þetta að skylduverkefni í skól-
anum.
Vt i HoUywood —
nemenaur.
núverandi kennar
fyrrverandi
Kannski örlítið dekkri línur um augun". Iðnskólinn á sögu.
„Hvað segiði stelpur? VÍ i Hollywood.
„Iðnskólanemar spöruðu ekki danssporin.