Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986
• Atli Erlendsson keppti nefbrotinn síðari hluta mótsins en vann
engu að síður opna f lokkinn.
Morgunblaðið/Bjarni
• Jónína Olesen og Kristín Einarsdóttir em í sérfiokki karatekvenna
hér á landi. Hér slœr Jónína til andstæðings síns.
Sigraði nefbrotinn
- dómsmálin settu svip á íslandsmótið í karate
FÁAR íþróttagreinar eiga meira
undir góðri dómgæstu en karate.
Og í faum fþróttagreinum er erf-
iðara aö dæma. Þetta hvort
tveggja kom berlega í Ijós á öðru
íslandsmótlnu f karate, sem hald-
ift var í Laugardalshöllinni ao
viðstöddum um 200 áhorfendum
á sunnudagskvöldið.
Atli Erlendsson, sem er einn
okkar fremsti keppnismaður, fékk
að reyna þetta. Hann var nýbúinn
að ná sér eftir nefbrot, en fékk
fljótt högg í andlitið, svo brotið tók
sig upp. Samt fékk hann að halda
áfram, en tapaði mjög óvænt
keppni í sínum þyngdarflokki, sem
hann vann fremur léttilega í fyrra.
Dómararnir töldu hann hafa beitt
of mikilli hörku. í opna flokknum,
sem er eins og í júdoinu sameigin-
legur vettvangur allra þeirra bestu,
vann Atli hinsvegar sigur, þegar
Ævar Þorsteinsson, mótherji hans
í úrslitunum, fékk á sig refsistig
fyrir það sem dómarar töldu of
grófa atlögu.
Það gekk því á ýmsu á þessu
móti. Nokkrir karatemenn, eins og
Jónína og Kristín i kvennaflokki,
og Atli, Arni Einarsson og Ævar
Þorsteinsson í karlaflokki, hafa
greinilega yfirburði í þessari íþrótt,
og eru raunar í öðrum gæðaflokki
en flest hinna. Raunveruleg
spenna um úrslit myndaðist að-
eins í úrslitunum í opnu flokkunum,
eða þegar jafnir keppendur, annar
Shotokan og hinn Go ju-ryu voru
að keppa. Greinilegur rígur er
nefnilega hjá karatemönnum milli
þessara tveggja keppnisstíla, og
augljóst að áhorfendur skiptust í
tvö horn — með eða á móti Shotok-
an aðferðinni, sem þykir ekki jafn
fínleg og hin.
Allir karatemenn eru hinsvegar
sammála um að dómgæslan er
höfuðverkur, enda er íþróttin ung
hér á landi, iðkendur fáir, og dóm-
arar þar af leiðandi ekki á hverju
strái. „Við verðum að laga dóm-
gæsluna, fá menn að utan til að
taka þetta að sér. Það er afleitt
að dómgæslan skuli vera svona
rnikið í sviðsljósinu, og harkan i
þessu móti var alltof mikil", sagði
Atli Erlendsson, sigurvegar opna
flokksins, en hann er jafnframt
landsliðsþjálfari karatemenna.
Sigurvegarar í einstökum flokk-
um á mótinu urðu:
Kata kvenna:
Jónína Olesen
Kata karla:
Árni Einarsson
Kata unglinga:
Halldór Narfi Stefánsson
Kumite kvenna:
Kristín Einarsdóttir
Kumite karla 65 kg:
Árni Einarsson
Kumite karla 73 kg:
Finnbogi Karlsson
Kumite karla 80 kg:
Konráð Stefánsson
Kumite karla 80 kg:
Ævar Þorsteinsson
Kumite karla Opinn flokkur:
Atli Erlendsson
Egilsstaðir:
Maraþon-
knattspyrna
hjá 2. f lokki
Hattar
Egilsstööum, 23. mor».
ÁTTA Hattar-strákar í 2. flokki
hófu að leika knattspyrnu f
íþróttahúsinu á Egilsstöðum f
gær kl. 14:00 og léku sfn á milli
nær stanslaust til kl. 6.00 í morg-
un eða f 16 klukkustundir sam-
fleytt — en þá var þeim gert að
hætta vegna eymsla er einn
keppandinn haf ði f engið f hné.
Að sögn formanns knattspyrnu-
deildar íþróttafélagsins Hattar,
Víðis Guðmundsonar, var efnt til
þessarar maraþonkeppni fyrst og
fremst til fjáröflunar fyrir starfsemi
knattspyrnudeildarinnar — en
Höttur mun nú í fyrsta sinn senda
keppnislið í 2. flokk íslandsmótsins
í knattspyrnu og af því mun óhjá-
kvæmilega hljótast talsverður
kostnaður.
„Strákarnir vilja sýna með þessu
að þeir eru reiðubúnir að leggja
ýmislegt á sig til að afla fjár fyrir
þátttökuna í íslandsmótinu," sagði
Víðir Guðmundsson, formaður
þeirra. „Þeir hafa að undanförnu
safnað áheitum fyrir þessa mara-
þonkeppni ásamt félögum sínum
í meistaraf lokki — og þó að keppn-
in hafi e.t.v. ekki staðið eins lengi
og að var stefnt í upphafi stóðu
strákarnir sig prýðilega. Ég vil nota
tækifærið og þakka þeim fyrir
þetta framtak þeirra," sagði Víöir
ennfremur.
Maraþonkeppnin fór fram eftir
reglum KSf um innanhússknatt-
spyrnu. Leikmenn léku í 55 mínút-
ur. í senn og hvíldu sig síðan í 5
mínútur. Alls voru skoruð 737
mörk í þessari maraþonkeppni.
Maraþonlið Hattar skipuðu eftir-
taldir: Grétar Eggertsson, Valgeir
Pétursson, Hilmar Gunnlaugsson,
Magnús Þórhallsson, Þorsteinn
Einarsson, Magnús Jónasson, Þór-
arinn Jakobsson og Jón Kristins-
son, en Emil Björnsson er þjálfari
Hattar-stráka í 2. flokki.
íslandsmethafar í maraþon-
knattspyrnu munu vera liðsmenn
Skalla-Gríms í Borgarnesi.
— Ólafur
Árnl Einarsson sigraði i Kata, og í sfnum þyngdarflokki. Hann er
einn okkar allra besti karatemaður.
Getrauna-spá MBL c 3 5 > o £ e c 'a k. 3 ro i Q 2 i 3 s e-I I ¦ Í S t >» 1 i i 1 c 3 </> s f í >» CD c1 1 SAMTALS
1 X 2
Cholsea — Wost Ham 1 1 1 2 1 1 1 X 1 X X 7 3 1
Covantry — Nottingham Forest X 2 2 1 X 2 2 2 2 2 2 1 2 8
Evarton — Nawcastla 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 1 10 0 1
Laicaster — Luton 1 . 2 2 X X X X 1 1 X 1 4 6 2
Man. City - Aston Villa X 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 2 0
Oxford-QPR 1 2 X 1 1 1 1 1 X 1 1 8 2 1
Sheff. Wed. — Uverpool X 1 X 1 2 1 2 2 2 2 X 3 3 6
Watfo'd — Ipswich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0
WBA — Southampton 2 1 X 2 X X 1 2 X 2 X 2 5 4
Blackburn — Stoka 1 X 1 X 1 1 1 1 X 1 2 7 3 1
Crystal Palace — Brighton 1 X 1 2 1 1 2 1 2 X 1 6 2 3
Hull — Barnsley 2 X X 1 2 1 X 1 1 1 1 6 3 2