Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 31 Hvað segja þeir um ákvörðun Kvennaframboðsins á Akureyri? KVENNAFRAMBOÐIÐ á Akur- eyri hefur ákveðið að bjóða ekki fram til bæjarstjórnarkosning- anna í vor, eins og komið hefur fram f Morgunblaðinu. Vegna þessarar ákvörðunar ræddi Morg- unblaðið við talsmenn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og fara ummæli þeirra hér á eftir. Sigurður Jóhannesson Framsóknarflokki: Eigum betri von um að ná4. fulltrúanum Akureyri. „ÞETTA breytir stöðu mála og Ijóst er að sætí koma tíl með að færast til. Ég tel að við Fram- sóknarmenn höfum nú ennþá betri von um að ná 4. bæjarfull- truanum en áður og þannig að bæta við einni konu í bæjar- srjórn — þvf ég væntí þess að verulegur hluti af f ylgi kvenna- framboðsins frá því síðast skili sér til Framsókuarflokksins," sagði Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar og bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, f samtali við Morgunblaðið. Sigurður sagðist ekki telja að kvennaframboðið hefði náð að gera eins miklar breytingar á pólitíkinni og þær gerðu ráð fyrir fyrir síðustu kosningar. „Almennt séð hefur þátttaka kvenna aukist í pólitík en ég vil ekki þakka kvennafram- boðinu það alfarið. Þessi breyting ' hefur orðið almennt — ég verð að segja að hjá okkur Framsóknar- mönnum hefur engin breyting orðið á listanum í þessu tilliti, þá og nú er kona í 2. og 4. sæti list- ans," sagði Sigurður. Sigurður J. Sigurðsson . Sjálfstæðisflokki: Skynsam- legra fyrir konur að vinna innan flokkanna Akureyri. „FYRIR MÉR sannar þetta það sem við héldum fram i kosninga- baráttunni síðast, að það sé skynsamlegast fyrir konur að hasla sér völl innan flokkanna og vinna að síimm málum þar. Það er skynsamlegar þegar tíl lengdar lætur," sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, f samtali við Morgunblaðið f framhaldí af þeirri ákvörðun kvennafram- boðsins að bjóða ekki fram f vor. „Síðast hefðu tvær konur komið inn í bæjarstjórn í gegnum flokk- ana hefði kvennaframboðið ekki komið fram þannig að ekki breytti það neinu varðandi fjðlda kvenna í bæjarstjórn," sagði Sigurður og sagði ákvörðunina nú jafnframt sýna að „svona framboð", hvort sem það héti kvennaframboð eða eitthvað annað væri ekki leiðin til að ná fram breytingum f stjórn- málum. „Eftir síðustu kosningar gerðu kvennaframboðskonur í raun ekkert annað en að endur- vekja þann meirihluta sem kjós- endur felldu í kosningunum." Sigurður sagði þessa ákvörðun móta ný viðhorf til kosninganna í vor og „er augljóst að slegist verð- ur um það fylgi sem þær fengu síðast. Það er mikilvægt að sá hópur kjósenda, sem breytír af- stöðu sinni frá einum kosningum til annarra, átti sig á því með hvaða hætti hann getur haft áhrif á breytta stjórnun í málefnum Akur- eyrar því það er augljóst að kosn- ingabaráttan í vor mun snúast um það fyrst og fyrst og fremst að breyta þeirri mynd," sagði Sigurð- ur. Sigríður Stefánsdóttir Alþýðubandalagi: Farin að líta til þriðja mannsins Akureyri. „ VIÐ VORUM nokkuð örugg um að fá tvo menn kjörna f vor en nú erum við farin að Ifta tíl þríðja mannsins," sagði Sigriður Stefánsdóttir, bæjarfulltrui Alþýðubandalagsins, f fram- haldi af ákvörðun kvennafram- boðsins. Sigrfður hefur verið eini fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn á kjðrtímabilinu. Sigríður sagðist vilja taka fram að hún hefði átt mjög gott sam- starf við fulltrúa kvennaframboðs á kjörtímabilinu. „En löngu áður en kvennaframboðið kom til var konum treyst f Alþýðubandalag- inu. Soffía Guðmundsdóttir var til dæmis bæjarfulltrúi okkar í tólf ár og venjulegá hefur hlutfall milli kvenna og karla verið jafnt á lista okkar. Það breytti því engu að þær .....-i skildu hafa^ boðið fram," sagði Sigríður. „Ég tel ekkert meira hafa áunnist á þessu kjörtfmabili en oft áður, til dæmis f félagsmál- um. Það hefur auðvitað þokast í rétta átt en ég tel að enn sé langt í land að þau mál sem kvennafram- boðið setti á oddinn nái fram að ganga." Freyr Ófeigsson Alþýðuflokki: Vona að fylgið komi til baka til okkar Akureyri. „STADREYNDIN er sú að tíl- koma kvennaframboðsins á sfn- um tfrna klauf töluvert skarð f fylgi Alþýðuflokksins. Ég vona þvf að þetta fylgi komi til baka til okkar nú," sagði Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks. „Það er ekki útséð hve mörg framboð koma fram — en verði þau fjögur er þetta mín von. Ég hef auðvitað ekki annað að byggja á að en að við töpuðum mestu til kvennafamboðsins við sfðustu kosningar. Hinir flokkarnir héldu sfnu miklu betur miðað við kosn- ingarnar 1978. Fylgi okkar var að vísu ef til vill óeðlilega mikið þá — við fengum tvo menn og ekki munaði nema örfáum atkvæðum að við fengjum þann þriðja." Freyr sagðist hafa haft nokkurn skilning á kvennaframboðinu á sín- um tíma, „á þeim grundvelli að konur væru að telja í sjálfa sig kjark til að taka þátt í stjórn- málum. Hins vegar hef ég aldrei skilið rÖkin fyrir kvennaframboð- inu sem pólitísku afli — ég er á móti kynskiptingu í stjómmálum." Freyr sagðist því telja það skyn- samlega ákvörðun að bjóða ekki fram aftur. Hann sagðist álíta að konur hefðu haslað sér völl innan flokk- anna í þeim mæli sem orðið er hvort sem kvennaframboðið hefði komið fram á sfnum tíma. „Og kannski enn meira ef kvennafram- boðskonur hefðu beitt kröftum sín- um innan flokkanna — en þó hafa þær náð því að hleypa kjarki í konur til að taka þátt í pólitík í auknum mæli." Seljasókn: Föstuvaka í Öldu- selsskóla á skírdag í hjarta Seljahverfis er nú að rísa kirkjumiðstöð hverfisins. Allir veggir hússins hafa þegar verið steyptir upp og nú er svo komið að á þessu ári verður flutt inn í fyrsta áfanga kirkjumið- stöðvarinnar. Þar verða sam- komusalir og skrifstofa. Mun þessi aðstaða leysa brýnustu þörf safnaðarins, þó svo að alinennar §uðsþjónustur farí enn fram i Iduselsskóla. Sem dæmi um aðstöðuleysi má nefna að ferm- ingarmessur safnaðarins fara fram í sex kirkjum borgarinnar. Skírdagur verður mikill athafna- dagur í Seljasókn. Tvær fermingar- guðsþjónustur verða á vegum safh- aðarins. Kl. 10:30 og 14 og báðar í Fríkirkjunni. Kl. 18.00 hefst í Ölduselsskóla föstuvaka með fjöibreyttu efhi. Kl. 20.00 verður æskulýðsfélag sóknarinnar „SELA" með dagskrá og kynningu á félaginu. Kl. 21.00 kemur hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og flytur erindi um Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar. Kl. 22.00 fer fram kynning á Maríusystrareglunni og kl. 23.00 koma þeir félagarnir Jónás Ingi- mundarson og Kristinn Sigmunds- son og flytja föstutónlist. Á miðnætti verður gengið til helgrar máltíðar svo sem gerðist hiðfyrsta skírdagskvöld. Á milli dagskráratriða verður kaffi á boðstólum og að sjálfsögðu getur fólk komið og farið þegar þvíhentar. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11.00 f.h. Verður þar flutt Lítanía sr. Bjarna Þorsteinssonar. Stendur vakan fram til miðnættis og lýkur með altarisgöngu. Fyrsta atriði vökunnar verður fjölskyldusamkoma með almennum söng og atriðum fyrir börn. KI. 19 verður opinn AA-fundur á vegum deildanna í Seljahverfi. Kl. 8.00 f.h. á páskadagsmorgun verður morgunmessa safnaðarins, guðsþjónusta með gleðibrag, þar sem einsöngvari og trompetleikarí munu ásamt kór og organista leiða lofgjörð safnaðarins. (FrfttiitíikynnmK.) SKTOADEHJD FRAM Skíðafjör hjá Fram — með súkkulaðibragði f rá Nóa-Sírius. Skíðanámskeið Skíðadcild Fram licldur skiðanámskcið fyrir byrjcndur og lcngra komna í Eldborgargíli i Blafjöllum. Námskeiðið hcfst fimmtudaginn 27.3. kl. 12 og stendur í tvo tima. A fóstudag- inn hcldur námskciðið áfram á sama tíma og lokasprctturinn vcrður tckinn á laugardaginn kl. 12 mcð lcttu móti fyrir þátttakcndur. Upplýsingar og skrásctning: Guðmundur (36813) og Omar (32198). Páskamót Föstudaginn 28. 3. heldur skíðadeild Fram páskamót fyrir börn 12 ára og yngri í Eldborgargili í Bláfjöllum. Mótið er öllum opið og hefst kl. 14.30. Skrásetning í skíðaskála Fram kl. 13. Verðlaun: Glæsileg páskaegg f rá Nóa-Síríus. FjöLskyldumót Skiðadcild Fram hcldur fjölskyldumót í Eldborgargili i Blá- fjöllum suimudaginn 30. 3 kl. 14. Mótið cr opið öllum almcnningi, cngin timataka og braut mjög lctt. Skrásctning við skíðaskála Fram kl 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.