Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986
23
„Dauðalína" dregin á
alþjóðlegu haf svæði
Tilkall Khadafys til alls Sidra-flóa á sér enera stoð í lösrum
Washington, 25. mara. AP.
MOAMMAR Khadafy hafði ekki
fyrr hrifsað til sín völdin í Líbýu
en fullur fjandskapur varð með
hoiiuni ojr Bandaríkjamönnum.
Hafa þeir oft sakað hann um að
hvetja til og standa fyrir hryðju-
verkum og sýnt það í verki, að
þeir samþykkja ekki einkayfir-
lýsingar hans um landhelgina
undan ströndum Líbýu. Brjóta
þær enda í bága við alþjóðaregl-
ur.
Auk átakanna að þessu sinni
hefur einu sinni áður slegið í alvar-
lega brýnu með Bandaríkjamönnum
og Líbýumönnum. Var það í ágúst
árið 1981 þegar líbýskar orrustu-
þotur réðust að bandarískum þotum
yfir Sidra-flóa. Þeirri viðureign lauk
með því, að tvær líbýsku vélanna
voru skotnar niður.
Þrátt fyrir þessi úrslit hefur
Khadfay aldrei látið af tilkalli til
alls Sidra-flóa þótt það hafi enga
stoð í alþjóðlegum samþykktum og
lögum. Dró hann ímyndaða „dauða-
línu" þvert yfir flóann og lýsti því
yfir, að hvert það útlent skip eða
flugvél, sem færi inn fyrir hana,
ætti á hættu árás.
AP/SImamynd
Khadafy hefur algjör tök á þegnum sfnum og verður hver og einn
að sitja og standa eins og honum þóknast.
Á forsetadögum Jimmy Carters
réðst múgur manns inn í bandaríska
sendiráðið í Tripoli og fór um það
ránshendi með blessun Khadafys
og eftir að Reagan varð forseti
hafa samskipti ríkjanna versnað
enn. Bandaríkjastjórn hefur borið
Khadafy á brýn hryðjuverk vfða um
heim og vegna þess var öllum öllum
viðskiptum við Líbýu hætt og
bandarískir borgarar hvattir til að
fara burt úr landinu.
Vopnaviðskiptin á Sidra-flóa:
Áhyggjur af átökunum
einkenna viðbrög ðin
WlLsllÍllirtini. Trinoli mr virt:ir 9T\ mnra AP ^^^^
Washington, Trípoli og viðar, 25. m.irs. AP.
RÍKISSTJORNIR víða um heim hafa í dag lýst áhyggjum sínum af
átökum Líbýumanna og Bandaríkjamanna á Sidra-flóa og láta flestar
í Ijós von um, að ekki verði meira úr þeim en orðið er. Þingmenn
beggja flokka á Bandaríkjaþingi hafa fylkt sér um stjórnina og
forsetann en Sovétmenn saka Bandaríkjamenn um yfirgang. Yfirlýs-
ingar Líbýumanna eru á þá lund, að brátt muni Miðjarðarhafið litast
dumbrauðum dreyra.
„Ríkisstjórnin hefur haldið rétti-
lega á málum og bandarískir her-
menn hafa fullan rétt á að verja
hendur sínar á alþjóðlegu haf-
svæði," sagði demókratinn Thomas
ONeill, forseti fulltrúadeildarinnar,
og endurspegla þessi orð vel nokkuð
eindreginn stuðning þingmanna við
ríkisstjórnina. Sumir hafa þó orðið
til að gagnrýna stjórnina, t.d. Mark
Hatfield, öldungadeildarmaður úr
flokki repúblikana, sem sagði, að
Bandaríkjamenn hefðu við ærið að
" glíma þótt þeir létu það kyrrt liggja
að kljást við Khadafy. „Krabba-
mein, hungur og hættan á'kjarn-
orkustyrjöld steðja að okkur en í
stað þess að takast á við þessi
vandamál stöndum við í barnaleg-
um slagsmálum við sjúkan og
hættulegan trúð," sagði Hatfíeld.
Tass-fréttastofan sovéska sagði
í dag, að Bandaríkjamenn hefðu
sýnt Líbýumönnum yfirgang og vís-
aði til þeirra orða talsmanna Banda-
ríkjastjórnar, að Iíbýsku eldflaug-
arnar hefðu ekki valdið Bandaríkja-
mönnum neinu tjóni. Áður hafði þó
fréttastofan skýrt frá því, að þrjár
bandarískar flugvélar hefðu verið
skotnar niður.
Jana, hin opinbera fréttastofa í
Líbýu, sagði, að fólk hefði safnast
saman um landið allt til að mótmæla
árás Bandarikjamanna en vestur-
evrópskir sendimenn í Tripoli segja,
að nokkur þúsund manns hafi
komið saman stundarkorn fyrir
utan belgiska sendiráðið, sem gætir
bandarískra hagsmuna í landinu,
og haft þar uppi æsingalaus mót-
mæli. Sagði í yfirlýsingu, sem lesin
var upp í líbýska útvarpinu, að allur
herinn væri reiðubúinn til átaka og
að blóðið myndi bráðlega lita Mið-
jarðarhafið rautt.
Viðbrögðin í Arabaríkjunum eru
heldur andsnúin Bandaríkjamönn-
um. Alsírmenn, Sýrlendingar og
íranir hafa lýst yfir stuðningi við
Líbýumenn og flest dagblöð í þeim
ríkjum, sem hliðholl eru Vesturlönd-
um, vara Bandaríkjamenn við öðru
Víetnam.
Ríkisstjórnir flestra Vestur-
Evrópuríkja hafa lýst áhyggjum
sínum af átökunum á Sidra-flóa og
segjast vona, að ekki komi til frek-
ari vopnaviðskipta. Bettino Craxi,
forsætisráðherra ítalíu, sagði í dag,
að ítalir vísuðu á bug tilkalli Líbýu
til alls flóans en hann kvaðst ekki
sammála aðferðum Bandaríkja-
manna við að halda uppi alþjóðalög-
um.
Pólland:
Félagar í friðar-
hreyfingu í fangelsi
Veður
Varsjá, 24. mars. AP.
SEX KONUR luku vikulangri
föstu í gær, sunnudag, og sögðu
við það tækifæri að þær myndu
áfram berjast fyrir frelsi þeirra
félaga í óopinberri friðarhreyf-
ingu í Póllandi, sem í fanglesi
sitja.
Sex félagar í hreyfingunni sitja
í fangelsi, þar á meðal tveir forustu-
menn hennar, sem handteknir voru
í síðasta mánuði. Mál þeirra er nú
í rannsókn otr er" ''' '.....
verði gefin út á hendur þeim fyrir
að eiga aðild að ólöglegum samtök-
um. Pjórir aðrir félagar í hreyfing-
unni bíða annaðhvort réttarhalda
eða sitja af sér fangelsisdóma fyrir
að hafa neitað að gegna herþjón-
ustu. I eið þeim sem verðandi pólsk-
um hermönnum er gert að sverja
eru málsgreinar þar sem þeir eru
látnir sverja Sovétríkjunum holl-
ustu. Hafa félagar í friðarhreyfing-
unni ekki getað sætt sig við þennan
víða um heim
Lægst Hœst
Akureyri +B úrkoma
Amsterdam 4 6 skýjað
Aþena ð 19 heiðskírt
Barcelona 16 léttsk.
Berlín 4 8 skýjað
Briissel 0 8 heiðskírt
Chicago +3 12 skýjað
Dublin +2 6 heiðskírt
Feneyjar 9 þokum.
Frankfurt 2 12 rigning
Genf 7 14 skýjað
Holsinki 1 3 skýjað
Holsinki 1 3 skýjað
HongKong 14 16 skýjað
Jerúsalem 8 14 skýjað
Kaupmannah. 2 5 rigning
Las Palmas vantar
Lissabon 11 17 skýjað
London 2 8 heiðskirt
LosAngoles 16 29 heiðskírt
Lúxemborg S skýjað
Malaga 15 lóttskýjað
Mallorca 13 skýjað
Miami 11 22 skýjað
Montreal +9 +3 skýjað
Moskva +2 1 skýjað
NewYork S 11 heiðskirt
Osló 0 5 skýjað
Parfs 2 13 skýjað
Peking 2 16 heiðskírt
Roykjavík -1-4 léttsk.
Ríódeianoiro 19 31 heiðskirt
Rómaborg . 6 16 rigning
Stokkhólmur +5 1 snjór
Sydney 18 26 heiðskfrt
FRUM-
SÝNING
Tónabíó
frumsýnir idag
myndina
Tvisvar á ævinni
Sjá nánaraugl. annars
stafiar i blaöinu.
Sterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
WIKA
Þrýstimælar
Allar stæröir og geroir
SQyffflrlllLErgJtUlir
>y)<§)(ru©©®ini &. ©®
Vesturgötu 16, sími 13289
Bladburóarfólk
óskast!
^Ú
AUSTURBÆR
Grettisgata 64-98
UTHVERFI
Langholtsvegur
71-108
Sunnuvegur
Blesugróf
Pl^iiwIíWi^
Opið um páskana
alla daga nema
páskadag
iernfried
Við Vesturlandsveg Mosfellssveit
Sími 667373.