Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986
5
Sjúkraliðafélag íslands:
Margrét S. Einarsdóttir
felur varaformanni að
gegna formannsstarfi
Get ekki verið á tveimur stöðum í einu, segir Margrét
isstöðin hf. í Garði. MorgunblaM/Amór
Landsbankinn auglýs-
ir frystihús til sölu
Keypti hús Isstöðvarinnar hf.
í Garði á nauðungaruppboði
Á FUNDI í Sjúkraliðafélagi ís-
lands í gaer skýrði Margrét S.
Einarsdóttir formaður félagsins,
nýráðinn forstöðumaður þjón-
ustuíbúða aldraðra á Dalbraut
21—27, frá þeirri ákvörðun sinni
að fara þess á leit, að varafor-
Hvolsvöllur:
Tryggvi
Ingólfs-
son sigraði
í prófkjöri
Hvolsvelli.
maður sjúkraliðafélagsins
gegndi starfi formanns fram að
aðalfundi félagsins, sem verður
í lokapríl.
„Mér finnst það ekki geta gengið
til lengdar, að formaður þessa fé-
lags, sem er mjög stórt, með um
1.900 félaga, geti ekki verið við á
skrifstofu félagsins sem er opin á
morgnana," sagði Margrét S. Ein-
arsdóttir í samtali við Morgunblað-
ið. „Ég er búin að taka að mér
fullt starf á öðrum vettvangi og get
náttúrulega ekki verið á tveimur
stöðum í einu og ekki beitt mér af
fullum krafti í félagsstarfínu. Mér
fínnst því eðlilegt að á næsta aðal-
fundi sjúkraliðafélagsins verði fé-
lagsmönnum gefínn kostur á að
kjósa sér nýjan formann, sem geti
tekið við starfínu af fullri ábyrgð.
Meðan ég var aðeins sett í starf
sem forstöðumaður þjónustuíbúð-
anna og vissi ekki hvort það starf
yrði til frambúðar, fannst mér ekki
ástæða til að fela varaformanni
sjúkraliðafélagsins formannsstarf-
ið, þar sem stjómin hafði öll sam-
þykkt að ég gerði þetta svona og
var öll af vilja gerð til að hjálpa
mér í gegnum þetta tímabil," sagði
Margrét, „en ég á eitt ár eftir af
kjörtímabili mínu og til frambúðar
gengur ekki að formaður félagsins
geti ekki sinnt starfí sínu nema í
hjáverkum á kvöidin. Þess vegna
fannst mér heiðarlegast að fara
svona að.“
LANDSBANKINN hefur óskað
eftir tilboðum í frystihús í eigu
ísstöðvarinnar hf. í Garðinum.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga
hjá Reinhold Kristjánssyni, lög-
fræðingi Landsbankans, um
hvemig stæði á því, að Lands-
bankinn seldi frystihúsið.
„Landsbankinn þurfti að kaupa
húsið á nauðungaruppboði í síðasta
mánuði," sagði Reinhold. „Fyrir-
tækið hafði ekki staðið í skilum og
því var farið fram á þetta uppboð."
Að sögn Reinholds er frystihúsið
byggt á ýmsum tímum en er þó
tiltölulega heillegt. í þvi eru þrír
salir, samtals um 2.000 fermetrar,
og frystiklefí. Boð bankans var um
12,5 milljónir króna. Ekki vildi
Reinhold gefa upp hve mikið ísstöð-
in hefði skuldað Landsbankanum,
en sagði, að ekki hefðu allar kröf-
umar í málinu verið frá bankanum.
Ekki hefur enn borist tilboð í
húsið.
UM HELGINA fór fram próf-
kjör meðal stuðningsmanna
framboðs sjálfstæðismanna og
annarra frjálslyndra um skipan
framboðslista í komandi sveit-
arstjórnarkosningum í Hvol-
hreppi, (Hvolsvelli og dreif-
býli). Kjörsókn var góð. Alls
kusu 163.
í fyrsta sæti varð Tryggvi
Ingólfsson verktaki, í öðru sæti
Ingibjörg Þorgilsdóttir húsmóðir,
í þriðja Aðalbjöm Kjartansson
framkvæmdastjóri, i fjórða Guð-
finnur Guðmannsson byggingar-
meistari og í fímmta Helgi Her-
mannsson tónlistarkennari. Kosn-
ing í fímm efstu sætin er bindandi.
Framboð sjálfstæðismanna og
annarra fijálslyndra er með tvo
menn af fímm í hreppsnefnd
Hvolhrepps, þau Aðalbjöm Kjart-
ansson og Ingibjörgu Þorgilsdótt-
ur. Tryggvi Ingólfsson var í þriðja
sæti síðast, en flyst nú upp í 1.
sæti listans samkvæmt úrslitum
prófkjörsins. — Gils.
Siglufjörður:
Þvermóðska í
Vegagerðinni
Siglufirði.
TÖLUVERÐUR snjór er nú hér
á Siglufirði, meira að segja á
okkar mælikvarða. Götur hér
innanbæjar hafa verið ruddar
jafnóðum og ná ruðningamir
orðið uppá miðja glugga. Ofært
er út úr bænum.
Siglfírðingar em frekar óhress-
ir með þvermóðskuna í Vegagerð-
inni að ryðja ekki í dag, mánudag,
strax og mögulegt var vegna
veðurs, því margt fólk er í bænum
vegna fermingar um helgina sem
þurfti að komast heim til sín.
Samkvæmt reglugerðinni á að
moka í fyrramálið. Ófærðin er
ekki teljandi nema á tveimur stöð-
um á leiðinni í Fljótin og hefði
það ekki tekið þá langan tíma að
renna þar í gegn til að leysa
vandræði fólksins. Þetta er ekkert
nema þvermóðska í þeim að þurfa
að bíða eftir einhverri sérstakri
klukkustund. Þegar síðan á að
fara að moka samkvæmt reglu-
gerðinni getur veðrið orðið þannig
að ómokandi sé. Auðvitað á að
koma þá daga sem þörf er á og
veður leyfir, innan þess fjölda sem
heimilaður er í viku hverri.
Páskaliliur - Páskaliliuskreytingar
páskadúkar • Páskakerti • o.m.fl.
L. j
.'**«
. . -
ti.& heima fyrir.
í*
f^skaliljurípottum
pær eru tilvaldar til framhaldsræktunar
V ’
**
mskatilboö
Allir stofupálmar, smáir sem stónr,
seldir með 20% afslætti.
Athugið
umpáskanaver6urop.deg.r;
.. 9-21
Skírdagur .. * l k &
Föstudagurmn langi • • • g2<|
Laugardagur .......loRað
páskadagur......... 21
2. ípáskum ........
Blómum
JþT™ viöaverold
Xr'sinTfsi^^inrarSeT/O-e^