Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 17
Hp MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 17 Brids Amór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fímmtudag 20. marz var spil- uð önnur umferð í Butler-keppni félagsins. Staðan eftir tvær um- ferðir er eftirfarandi: A-riðill: Guðmundur Theódórsson — Brynjólfur Jónsson 81 Trausti Finnbogason — Haraldur Arnason 79 Ásthildur Sigurgísladóttir — Lárus Arnórsson 71 B-riðill: Helgi Viborg — Armann J. Lárusson 80 Jón Andrésson — Þorvaldur Þórðarson 75 RagnarJónsson — Ingvaldur Gústafsson 74 Keppni verður framhaldið fímmtudaginn 3. apríl nk. Islandsmótsúrslit um páskana Urslit íslandsmótsins í sveita- keppni 1986 verða að venju spiluð um bænadagana á Hótel Loftleið- um. Spilan>ennska hefst kl. 13 á skírdag. Spilaðir verða tveir leikir á dag, fyrstu þrjá dagana og einn leikur á páskadag og lýkur þá mót- inu. Það eru 8 sveitir sem spila til úrslita, að undangenginni forkeppni 24 sveita, sem völdust til þátttöku eftir svæðakeppnir út um allt land. Er ekki fjarri lagi að áætla að ca. 1000 spilarar hafí að þessu sinni tekið þátt í forkeppni íslandsmóts- ins. Þessar 8 sveitir sem standa eftir eru: l.sv. Ásgrims Sigurbjörnssonar Sighifirði 2. sv. Sigurjóns Tryggvasonar, TBK Reykjavík 3. sv. Delta B.R. Reykjavík 4. sv. Pólaris B.R. Reykjavík 5. sv. Samvinnuf./Landsýnar, B.R. Reykjavík 6. sv. Magnúsar Torfasonar Bridsdeild Skagfirðinga Reykjavfk 7.sv. StefánsPálsson.B.R. Reykjavik 8. sv. Jóns Hjaltasonar, B.R. Reykjavík Liðsskipan sveita er þessi: Ásgrímur Sigurbjörnsson, Bogi Sigurbjörnsson, Anton Sigurbjörns- son og Jón Sigurbjörnsson. Sigurjón Tryggvason, Gestur Jónsson, Anton R. Gunnarsson, Friðjón Þórhallsson, Ragnar Björnsson og Sævin Bjarnason. Þorlákur Jónsson, Þórarinn Sig- þórsson, Björn Eysteinsson, Guð- mundur Sv. Hermannsson, Þorgeir P. Eyjólfsson og Guðmundur Páll Arnarson. Karl Sigurhjartarson, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Helgi Jóhannsson, Guðmundur Pétursson, Aðalseinn Jörgehsen, Valur Sigurðsson, Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson. Magnús Torfason, Guðni Kol- beinsson, Baldur Árnason, Sveinn Sigurgeirsson, Sigtryggur Sigurðs- son og Steingrímur Steingrímsson. Stefán Pálsson, Rúnar Magnús- son, Ragnar Magnússon, Valgarð Blöndal, Kari Logason og Svavar Björnsson. Jón Hjaltason, Hörður Arnþórs- son, Jón Ásbjörnsson, Símon Sím- onarson og Stefán J. Guðjohnsen. Eins og fyrr sagði, hefst spila- mennska kl. 13 á skírdag. Spilaðir verða 32 spila leikir, allir v/alla. Búast má við skemmtilegri keppni, og að sveit íslandsmeistaranna frá í fyrra (sveit Jóns Baldurssonar — Samvinnuferða/Landsýnar) fái mikla keppni. Mjög góð aðstaða er fyrir áhorfendur á Hótel Loftleiðum og verða leikir m.a. sýndir á sýning- artöflu í Auditorium. Keppnisstjóri mótsins er Agnar Jörgensson, en framkvæmd annast Ólafur Lárus- Paradísarmissir Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Jörð í Afríku — Out of Af rica * * * Leiksljóri: Sydney Pollack. Handrít Kurt Luedtke. Kvik- myndataka David Watkin. Tónlist Anna Cataldi og John Barry. Aðalhlutverk Meryl Streep, Robert Redford, Klaus Maria Brandauer. Bandarísk, Universal, 1985.160 mín. Kvikmyndin Jörð í Afríku fjallar um þá unaðslegu en oft erfíðu tíma er danska skáldkonan Karen Blixen átti í Kenýa, eink- um eftir að hún kynntist ævin- týramanninum, karlmenninu Denys Finch Hatton og losaði sig við eiginmanninn, Bro Blixen barón. Þá gætir í myndinni sárrar eftirsjár horfínna paradísar heill- andi dýralífs, framandi frum- byggja og lifnaðarhátta og ægi- fagurs gróðurríkis. Menning hvíta mannsins var þó þegar byrjuð að setja mark sitt í svörð- inn. En ástarsaga Blixen situr í fyrirrúmi. Hún giftist 1914 sænskum barón, frænda sínum Bro Blixen, fyrst og fremst til að hleypa heimdraganum en með þeim tókust aldrei neinar ástir. Bro var latur og drykkfelldur ævintýramaður sem lauk hjóna- bandinu með því að smita konu sína af sárasótt. Hún hélt aftur til Evrópu að leita sér lækninga, sneri að því loknu alheil aftur til suðurs og upp úr því hófst eld- heitt ástarsamband hennar og annars aðalmanns, ofurhugans Denys Finch Hatton. Þetta stormasama og ástríðu- fulla samband — Hutton óttaðist giftinguna öðru fremur — stóð í hálfan annan áratug. Hutton á eilífum flækingi í lofti og á láði, Blixen í veraldarvafstri á búgarði sínum. Síðan hendir öll hremm- ingin; Blixen fær sig fullsadda á flækingseðli sinnar stóru ástar, Huttons, sem ferst skömmu síðar Denys Finch Hutton (Redford) laugar hársvörð ástkonu sinnar, Karen Blixen (Streep), í paradísinni sem þau fundu í Afríku. í flugslysi og búgarðurinn í Afr- íku verður eldinum að bráð. Úti er ævintýri. Blixen heldur heim með ægireynslu í farangrinum sem verður kveikjan að því að hún tekur að iðka það sem henni er hægast um — ritstörf. Undir skáldanafninu Isac Dinesen skrifaði hún margar, stórbrotnar skáldsögur og endurminningar sem undantekningarlítið voru tengdar paradísinni hennar í heimsálfunni dökku. Þær áttu eftir að afla höfundi sínum heimsfrægðar. Aðstandendur myndarinnar og handritshöfundur hafa til hlið- sjónar Jörð í Afríku samnefnda bók skáldkonunnar og verk henn- ar Shadows in the Grass og Letters from Africa. Þá styðj- ast þeir við heimildir úr Isac Dinesen: The Life of a Story- teller, e. Judith Thurman og Sil- ence Will Speak e. Errol Trzeb- inski. Með allt þetta efni til úrvinnslu er auðsýnt að ekki verður á allt kosið, afleiðingin sagnfræðilegur skáldskapur. Utkoman er í anda hreinræktaðrar Hollywood-stór- glamorstefnu; allt er fjarskalega fallegt og fallegt. Líður áfram í spennulitlum glæsileik líkt og lygnt flúða- og fossalaust stór- fljót. Að líkindum hefur Pollack og meðreiðarsveinar hans tekið þá stefnu að sníða frekar af hinar dekkri hliðar skáldkonunnar og sagnanna, bjóða þegnum jarð- kringlunnar upp á „eina með öllu". Það hefur tekist að flestu leyti. Nú finnast hvergi orðið slík- ar paradísir á Jörðu sem Blixen lýsir í bókum sínum, utan þjóð- garðarnir. Þeir eru einmitt stór- fenglegastir í Kenýa og hrífandi, einstök fegurð þeirra nýtur sín í fágaðri kvikmyndatöku Watkin. Eins og áður segir virðist hand- ritið hafa farið í gegnum e.k. siðferðilega ritskoðun, þar fyrir utan er það meitlað, skynsamlegt og samtölin áheyrileg. Aukaper- sónur eru hins vegar flest allar í lausu lofti, merkilega illa frá- gengnar í jafn Iangri og snurfus- aðri mynd. Leikurinn kemur nokkuð á óvart. Streep fjarri sínu besta en ber samt höfuð og herðar yfír alla sína meðleikara utan þann þýska senuþjóf, Klaus Maríu Brandauer sem kemst næst því að eignast hlutdeild í hjörtum áhorfenda. Redford, sem nú lítur út eins og unglingur á fullorð- insárum, er utangátta kani í hlutverki bresks aðalsmanns. Annað hvort reynir eða getur ekki gert neitt úr hlutverkinu. Lullar inn og út úr myndinni án nokkurra tilþrifa. Sinn langbesta „leik" sýndi hann þó í hlutverki fjallamannsins Jeremiah Johnson í samnefndri mynd Pollacks. Þetta er megin meltingartruflun fagurrar en blóðlítillar stórmynd- ar. Sydney Pollack, sá hæfileika- ríki leikstjóri, verður ekki sakað- ur um óvandvirkni frekar en fyrri daginn. Jörð í Afríku er fyrsta tilraun hans til gerðar drama- tískrar stórmyndar af alþjóða- stærðinni. Vísast slær hún hvar- vetna í gegn sem atvinnumanns- leg afþreying og er það dágóður árangur miðað við eðli efnisins, en frekar kysi ég að hann héldi sig við gamanið og gegnumlýs- inguna í framtíðinni en glansinn ogglysið. Eg elska Carmen ... Háskólabíó: Carmen Bizets • • • Leikstjóri Francesco Rosi. Byggt á samnefndri óperu eftir Georges Bizet, kvik- myndagerð Rosi og Tonino Guerra. Kvikmyndataka Paqu- alino De Santis. Kóreógrafía Antonio Gades. Stjórnandi Lorin Maazel. Búningur og svið Enrico Job. Aðalhlutverk: Julia Migené-Johnson, Placido Domingo, Ruggero Raimondi, Faith Esaham. Frönsk-ítölsk. Gaumont, Production Marcel Dassault, Paris. Opera Film Produzionone, Rome, 1984. 149 mín. Carmen skipar merka sérstöðu meðal annarra ópera. Tónlistin er svo einkar melódísk og fögur að hvert mannsbarn þekkir hana að einhverju leyti og dáir. Meira að segja takmarkaður óperuunn- andi eins og undirritaður er búinn að kunna úr henni heilu aríurnar frá blautu barnsbeini. Er það einsdæmi á bænum þeim. Og Rosi tekur þá ágætu stefnu að hafa sina Carmen í anda verksins, fylgir gamalkunnum söguþræðinum ýkju- og hliðar- sporalaust. Glæðir hann lífi og möguleikum kvikmyndarinnar og tekst það með seiðmögnuðum árangri. Þeir sem vilja sjá tart- araprinsessuna í öðru ljósi fá einnig sín tækifæri, því hvorki fleiri né færri en þrjár aðrar kvikmyndagerðir þessarar frægu óperu hafa séð dagsins ljós að undanförnu. Þeim hafa stjórnað mætir menn, Peter Brooks, Jean-Luc Godard og sérstaklega mæli ég með útgáfu Carlosar Saura. Listafólkið sem -stendur að baki Carmen Rosis, er einvalalið. Sjálfa spönsku sígaunafegurðina, öriagadísina Carmen, syngur Julia Migenés-Johnson, þrótt- mikil, tignarleg stórsöngkona af grísk-puerto ricönskum uppruna. Hún syngur betur en aðrir, nema ef vera skyldi Placido Domingo sem syngur Don Jósé af heims- kunnum glæsileika. Er þó í það elsta fyrir hlutverkið. Annars eru öll hlutverkin skipuð fáguðum atvinnusöngvurum, sem skila Carmen, (Bandariska sópransöngkonan Johnson), gefur hermanni undir fótimi. Julia ...... ^':, Migenés- sínu af hrífandi mikilleik. Sama verður sagt um stjórn- endurna, Lorin Maazel og Rosi, dansstjórn Antonio Gades, kvik- myndatöku meistara Pasqualino De Santis. Allt á þetta snjalla listafólk heiður skilinn að stuðla að því að gera þessa ógleyman- legu, endalaust hrífandi óperu að almenningseign. 26 OPNUNARTIMI VERSLANA Samkvæmt ákvæðum kjarasamnings er heimilt að hafa verslanir opnar til kl. 22.00 miðvikudaginn 25. þ.m. VERSLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR KAUPMANNASAMTOK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.