Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 27 itu staðið li-araba framtíðarinnar Inn sem hann hefur hannað til rann- msamböndum. Búnaðurinn er sfðan raunhæft fyrir ísland að fara út í slíka fjárfestingu. Satt að segja er allt sem lýtur að kjarneðlisfræði ákaflega dýrt. Einn gammaskynj- ari, sem ég nota við mínar rann- sóknir, kostar 250 þús. sænskar krónur (1,4 millj. ísl. kr.) Og hylkið sem ég hef verið að hanna (sjá mynd) kostar 1,5 millj. s.kr. (8,6 millj. ísl. kr.) fyrir utan þau fjögur mannsár sem fóru í framleiðslu þess og alla þekkinguna sem að baki liggur. Maður sér aldrei nema toppinn á ísjakan í þessu fagi." Eskimóar að skjóta ljón — Nú hannar þú sjálfur þann búnað sem tengist þínum rannsókn- um. Færðu þá ákveðna fjárveitingu til að standa straum af kostnaði? „Já, það eru ýmsar stofnanir sem veita fé til rannsókna og kemur það í hlut prófessoranna að nálgast það. Við höfum ekki liðið neinn fjár- skort, þó við förum með milljónir s.kr. í tækjakaup á hverju ári. Nú, svo er þetta þannig fag að það er nauðsyn að menn beri saman bækur sínar, sem þýðir að maður þarf að fara á ráðstefnur og það stendur okkur til boða. Ef maður fer á ráð- stefnu þarf maður auðvitað að hafa eitthvað til að tala um.sem þýðir það að kæmi maður frá Islandi yrði maður eins og eskimói_ að skjóta ljón suður í Afríku. Við íslendingar erum sennilega dæmdir til að kaupa þessa þekkingu af öðrum þjóðum, þó svo það yrði lífsnauðsynlegt fyrir Islendinga að verða sér úti um hana ef vetni yrði hagkvæmur orkumik- ill." — Eru Svíar framarlega í þess- um fræðum? „Það er alltaf sorglegt að þurfa að lofa sjálfan sig," segir Björgvin og hlær. „En við erum eini hópurinn í Svíþjóð sem stundar þessar rann- sóknir með þessum aðferðum. Ég held að við séum ekki verr í stakk búnir en aðrir. Við glímum við sömu vandamál og það er aðeins einn hópur í veröldinni sem hefur svipað- an tækjakost, svo við ættum að standa frekar vel að vígi." Kjarneðlisfræðingur í körfunni — Þú býrð þá kannski við svo góðar aðstæður að þú getur ekki hugsað sér að flytja heim? „Ég ætla að verða gamall heima, sitja á bryggjunni og tala við sjóar- ana, horfa á mávana (því má skjóta hér inn að Björgvin hefur undan- farin sumur verið afleysingamaður á togaranum Páli Pálssyni frá Hnífsdal og hafa gárungarnir haft á orði að það hafí venö eini togarinn í flotanum sem hafði kjarneðlis- fræðing í körfunni). Það er örugg- lega ekki gaman að verða gamall í útlöndum. En maður lokar sig kannski inni í fílabeinsturni ein- hvern tímann í framtíðinni og þykist vita meira en maður veit." — Yrðirðu þá alveg sáttur við að vera erlendis meiripart þíns starfsaldurs? „Framtíðin, hvað er það? Ég veit ekki hvort ég verð lifandi á morgun. Ég tek einn dag, eitt ár, í einu. En ég get ekki séð fram á að ég geti skapað mér neina starfsaðstöðu heima sem mér líki á næstu árum. Og það væru sorgleg örlög að daga uppi við kennslu. Að vísu stunda ég kennslu hérna með náminu, en ef menn fást eingöngu við kennslu er hætt við að þeir staðni, eins og maður hefur séð." — Þú mundir þá ekki hafa samviskubit út af að koma ekki til baka með þína menntun? „Samviskubit? Ef við lítum á ís- land sem einangraða útópfu án tengsla við aðra, þá ætti maður náttúrulega að hafa samviskubit. En ég álít að Norðurlöndin séu það heilsteypt núna að það skipti eki máli í hverju þeirra maður skilar sínu ævistarfi." íslendingar alþjóðleg asta þjóð veraldar Björgvin hefur búið í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni í 6 ár. Við spyrjum hvernig honum líki þar. „Eg er fyllilega ánægður hérna. Hér getur fólk unnið 8 tíma vinnu- dag og hitt börnin sín, en það er ekki hægt heima. Hins vegar getur maður ekki bætt við sig meiri vinnu til að afla sér peninga, vegna þess að skatturinn hirðir þá. Það er nátt- úrlega sðkum þess að það er ekki offramboð á vinnu. En ég álít ekki að það sé jákvætt að menn þurfi að vera í vinnu á mörgum stöðum til að hafa í sig og á, eins og heima. í heildina held ég að fyrirkomulagið sé betra hér." — Lífið þá í hærra gæðaflokki? „Ja, hærra? Það er kannski erfitt að segja. Það er eflaust hægt að vera ánægður við hvað sem það er — aðalatriðið er að hver finni sér eigin hamingju. En ef ég ætti að velja mundi ég frekar velja þau tækifæri sem ég hef hérna." — En verðurðu samt ékki alltaf íslendingur inni við beinið? „Ég held að íslendingar séu al- þjóðlegasta þjóð heims. Maður finn- ur íslending í hvaða heimshorni sem er. Þeim virðist líka vel hvar sem þeir eru. En menningararfleifð Norðurlandann er svo lík að það er vonlaust að fara hingiuM.il að fá „kúltursjokk". Og þegar íslen'd- ingar eru að tala um að Svíar séu leiðinlegir, þá eru þeir bara að líta í spegil." Texti og Ijósmynd: Ráaar Helgi Vignisson, Kaupmannahöfn. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Persónulegur metnaður ræður fremur en málefnin: t.fv. Shamir, Levy, Sharon og Arens. ísrael: Skilaboðin frá Begin hrukku skammt. Shamir stendur höllum fæti í hatrammri valda- baráttu Herut-flokksins Á aukaflokksþingi ísraelska Herut-f lokksins, sem er stærstur flokkanna f Likud-bandalaginu, brauzt nú nýlega út fyrir alvöru valdabárátta sú sem spáð hefur raunar verið fyrir alllöngu, en virðist ætla að verða flóknari og hatrammari en menn óraði fyrir. Menachem Begin, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði rofið þögn sina og sent skilaboð á fundinn, þar sem hann hvatti menn tíl að sameinast um Yitzak Shamir og veita honum óumdeilanlegan stuðning. Þessa áskorun hðfðu menn að engu og fundurinn leyst- ist upp í óp og óhljóð og menn jusu keppinauta sina svívirðingum svo að hneykslun vakti. Mr að var einkum David Levy, húsnæðismálaráðherra og fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra, sem réðst gegn Shamir og harð- neitaði að hann og fylgismenn hans fengjust til að styðja utan- ríkisráðherrann. Ariel Sharon, iðnaðarráðherra, virtist taka af- stöðu með Levy án þess þó að treysta sér beinlfnis til að ráðst gegn Shamir. Til sögunnar kom einnig Moshe Arens, en hann hefur verið talinn ásamt Sharon og Levy keppinautur Shamirs. Af öllum umræðum, ef umræð- ur skal þá kalla — sem fóru fram á þessu róstusama flokksþingi, má ráða, að ekki er deilt um málefni. Sáralítið var rætt um hver skyldi verða stefna Likud- bandalagsins þegar/ef Shamir tekur við forsætisráðherraemb- ættinu í októbermánuði af Shimon Peres, eins og gert var ráð fyrir þegar Likud og Verkamanna- flokkurinn mynduðu ríkisstjórn- ina. Ýmsir höfðu vænzt þess að fundurinn mótaði stefnu í málefn- um Vesturbakkans, birti einarðari afstöðu til Sýrlendigna og sfðast en ekki sfzt reyndi að koma sér saman um, hvort Likud ætti að vinna áfram að friðarsamninga- viðleitni við Palestínumenn og þá með milligöngu Husseins Jórdan- íukonungs. Þetta sfðastnefnda atriði var þó ekki talið að sinni jafh aðkallandi, þar eð Hussein Jórdanfukonungur gaf út yfírlýs- ingu fyrir nokkrum vikum, þar sem hann skýrði frá því að ekki tjóði að reyna að koma á fundum með ísraelum, Jórdönum og Pa- lestínumðnnum og kenndi kóngur að þessu sinni Yassir Arafat, formanni Frelsissamtaka Palest- ínumanna, um að hann hefði með ósveigjanleika og stffni spillt fyrir að hægt værí að koma málinu nokkuð áleiðis. En vandamálin sem Likud — f stjórnarforystu — þarf að horfast í augu við og vinna að lausn á eru samt ærin fyrir. Auk þeirra sem áður eru nefnd má benda á að mörgum blöskra aukin áhrif um stjórnmál og þjóðmál frá or- todoks-Gyðingum og hafa spunnizt af þessu mjög hatramm- ar deilur svo að mörg önnur mál hafa hreinlega fallið í skuggann vegna þessa. Sú tilhneiging virðist vera innan ísraels að yngra fólk hneigist æ meira til strangtrúnað- ar og þar með ákveðinna öfgaaf- stöðu til þeirra sem ekki fylgja sömu „hreinu" línunni. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, hefur Shimon Peres, forsætisráð- herra, það til athugunar svo og meðráðherrar hans innan Verka- mannaflokksins, að slfta stjórnar- samstarfinu við Likud-bandalag- ið, áður en að því kemur að Shamir verði forsætisráðherra. Þessi hugmynd er að vísu ekki splunkuný, en hún hefur fengið byr undir báða vængi nú upp á síðkastið eftir að þeim Herut- mönnum tókst ekki að jafna ágreininginn og komast að niður- stöðu um það, hver skuli verða hinn sterki leiðtogi flokksins. Shamir utanríkisraðherra hefur valdið vonbrigðum í stjórnarsam- starfinu og Likud-mönnum hefur fundist hann vera litlaus og tví- stfgandi og hafi látið Peres „stela senunni" algeriega frá Likud- bandalaginu. Þ6 svo að flokkarnir eigi aðild að þessari stjórn sameig- inlega, hafa margir Likud-menn, einkum ráðherrar flokksins, séð ofsjónum yfir því trausti sem Shimon Peres hefur tekizt að afla sér þann tfma sem hann hefur gegnt forsætisráðherrastarfmu. Þar við bætist að margt bendir til að harkalegar aðgerðir Peres f efnahagsmálum muni skila árangri og hann hefur notið stuðnings þjóðarinnar að miklum meirihluta, þótt það kostaði hinn óbreytta borgara fórnir og byrðar. Þó að forystumönnum Verka- mannaflokksins þyki freistandi að slíta samstarfinu fyrir október gera þeir sér grein fyrir því að þar með væri teflt í nokkra tvf- sýnu. Meðal annars með tiiliti til þess sem áður var minnst á varð- andi trúmálin: alls konar misjafn- lega strangtrúaðir smáflokkar eru nú þegar við lýði og sumir þeirra eiga aðild að ríkisstjórninni. Sumir forsvarsmenn þessara smáflokka eru andsnúnir að fara f ríkisstjórn- arsamstarf með Verkamanna- flokknum einum, fyrst og fremst vegna ágreinings um trúarleg atriði. Því verður það sjálfsagt nokkuð flókið fyrir forystusveit Verkamannaflokksins að gera upp hug sinn pó að margt bendi til að Likud-bandalagið sjálft myndi bera skarðan hlut frá borði ef kosningar yrðu á næstunni. Og um þessa mögnuðu valda- streitu innan Herut er svo enn of snemmt að spá. Vitað er að unnið er af kappi bak við tjöldin að reyna að jafna ágreininginn, og þó að ekki séu allir sáttir við Shamir munu flestir þeirrar skoðunar, að sjaldan hafi verið brynna en nú að flokkurinn reyni að standa saman. Sagt er að Shamir ætli að hætta stjórnmálaþátttöku eftir að hann hafi fengið að gegna forsætisráðherraembættinu og menn ættu frekar að nýta tímann nú til að bæta stöðu flokksins og ímynd út á við en vera með per- sónulegar ávirðingar og metingar, þegar Shamir muni innan tíðar hverfa af stjórnmálasviðinu. (Heimildír m.a. Jcrusalcm Post, Economiat, AP o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.