Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI 'TIL FÖSTIIDAGS ff/y wjvunfö-' UhJ'D If Eilítið um veðurfregnir Morgunblaðið hefur lengi birt dálk þar sem greint er frá veðri víða um heim. En það er aldrei hægt að ganga að honum vísum. í desem- ber síðastliðnum birtist hann t.d. 13 sinnum, í janúar 14 sinnum, 13 sinnum í febrúar, en það sem af er mars (þ. 18.) hefur hann aðeins sést í 4 skipti. Að því er best er vitað hefur veðrið um alla jörð hins vegar haldið sínu gamla striki með því að vera á hveijum degi. Eitt sinn gaf ritstjóri Morgunblaðsins þá yfirlýsingu að þessi dálkur væri daglega í blaðinu frá þriðjudegi til laugardags nema þegar ekki væri rúm á fréttasíðum. Það virðist því hafa verið mikill hasar í heimsfrétt- unum í mars. Þessar upplýsingar eru sem sagt látnar mæta afgangi. Þeim er einfaldlega ýtt til hliðar vegna annars efnis þegar frétta- mönnum býður svo við að horfa. Slík vinnubrögð eru næsta ein- kennileg. Fréttir af þessu tagi ættu auðvit- að að koma daglega á sama stað í blaðinu, að sínu leyti eins og upplýs- ingar í dagbók eða tíðindi af pen- ingamarkaðinum. Ég sting því allra hæversklega upp á því, að Morgun- blaðið hætti annað hvort með öllu að birta þessa dálka um veður víða um heim eða sjái til þess að hægt sé að treysta blaðinu hvað þá varð- ar. Þessi happa- og glappaháttur sem lengi hefúr viðgengist er les- endum einungis til skapraunar enda er slíkur slóðaskapur óþekktur á blöðum sem vilja láta taka sig alvar- lega. Ónákvæmni og hroðvirkni is- lenskra fjölmiðla hvað snertir hvers kyns upplýsingar um veður í þessu stormasama landi þar sem flestir eiga þó mikið undir veðri og vind- um, er reyndar furðulegur kapítuli út af fyrir sig sem hér gefst ekki tóm til að ræða. En mig Iangar þó til að beina þeirri minni auðmjúku bón til fréttamanna sjónvarps af báðum kynjum að þau hætti þegar „Hneykslanleg vinnubrögð". Svo hljóðaði yfírskrift smáklausu sem birtist í Velvakanda sunnudaginn 23. þ.m. eftir Guðríði Siguijóns- dóttur. Frúin hneykslaðist yfir því að Osta- og smjörsalan sf. hafi látið starfsfólk sitt við ostapökkun og verðmerkingu sinna öðrum störfum meðan beðið var eftir nýju verði frá verðlagsyfirvöldum. Samkvæmt lögum eru verð- ákvarðanir á mjólkurvörum í hönd- um sexmannanefndar annars vegar og hins vegar fimmmannanefndar sem ákveða verð m.a. á ostum í heildsölu ogsmásölu. Þann dag sem þessir fulltrúar stjómvalda tilkynna um nýtt verð þá ber okkur að fara eftir þeim ákvörðunum. Pökkun og verðmerk- ing á osti dagana fýrir verðbreyt- ingar er því jafnan hagað á þann veg að sem minnst sé til af verð- merktri vöru þegar nýtt verð tekur gildi. Það getur hins vegar þýtt aukið álag fyrstu dagana eftir verð- breytingu, þar sem við fáum yfír- leitt ekki að vita um ný verð fyrr en um leið og verðákvörðun tekur gildi. Yfirvinna hér í fyrirtækinu er Högni týndur Högni tapaðist úr Fossvoginum síðastliðinn miðvikudag. Hann er svartur og hvftur og með rauða hálsól. Hafí einhver orðið var við köttinn á flækingi er hann beðinn að hafa samband í síma 38688. í stað kjánalegum athugasemdum varðandi veðurfréttir: „Er vorið komið Páll?“ (Sagt í febrúar): „Verður áfram sama illviðrið á morgun Guðmundur?" (Óvenju hlý hláka eftir kuldatíð): „Svo er bara að vita hvort blíðan helst. — Mark- ús?“ (í flæðandi sólskini með hörku- frosti víðast hvar á landinu). Meðal annarra orða: Hveijir eru frétta- menn sjónvarps, að þeir geti gefið veðri alls konar einkunnir: gott, vont, blíða og þar fram eftir götun- Ágæti Velvakandi! í rúm 40 ár hefur Alþingi og nefndir á vegum þess unnið að breytingu á stjómarskrá landsins. Fæðingarhríðir standa enn yfir og óséð er hvenær afkvæmið lítur dagsins ljós. Við nefndarstörfín hefur hver flokkur reynt að ota sín- um tota. Vegna þessa hefur aðal- umræðan snúist um kosningar til Alþingis og jöfnun vægis atkvæða. Samkomulag virðist í sjónmáli um að leysa þennan vanda með því að fjölga þingmönnum. Fólkið í landinu verður eflaust ekki spurt um afstöðu til einstakra breytinga á stjómarskránni, þ. á m. þessarar þvl í þjóðaratkvæðagreiðslu merkir kjósandi við já eða nei. Þó er al- kunna að meirihluti íslendinga er andvígur íjölguninni. Fjölmiðlar, blöð, sjónvarp og út- varp hafa varið tíma og rúmi í að fræða háttvirta kjósendur um þessa lönguvitleysu sem enginn veit hve- nær endar. Nú vil! svo vel til að um skeið hefur legið hjá Qölmiðlum og á borðum þingmanna, drög að stjóm- arskrá, sem baráttumenn í samtök- um um jafnrétti milli landshluta aðeins unnin í undantekningartil- fellum enda miðað við átta stunda vinnudag. Með þökk fyrir birtinguna, F.h. Osta- og smjörsölunnar sf., Óskar H. Gunnarsson. um? Þó nýi fréttastjórinn sé klár og hugsi upp á amerísku ætti hann að geta skilið að veðurfræðingar eru ekki skemmtikraftar heldur vís- indamenn. Hinn nýi stíll í veður- fréttum er síst til bóta. Þær em að snúast upp í breiðtjalds skraut- sýningu fyrir augað með tilheyrandi heimskulátum. Með þessu áfram- haldi verður þess skammt að bíða að Ómar Ragnarsson verði látinn sjá um veðurfregnirnar. Sigurður Þór Guðjónsson hafa unnið að síðastliðin 3 ár. Ólaf- ur Þ. Þórðarson alþingismaður lagði þessi drög fram á Alþingi 17. mars síðastliðinn í formi frumvarps. Þökk sé honum. Það er von okkar sem að þessum samtökum standa að alþingismenn taki þessum tillögum vel. Þær leysa hnút, sem fram að þessu hefur verið óleysanlegur, Hér er ekki vettvangur til að skýra eftii frumvarpsins til hlítar. Þó er vert að minna á að gert er ráð fyrir að þingmönnum verði fækkað í 46. Þess skal einnig getið fyrir þá sem óttast að í tillögum þessum sé vegið að rétti fólks á suðvesturhomi landsins, að ætlað er þingmenn hafi nær jafna at- kvæðatölu á bak við sig. Það undrar mig stórlega, eflaust þorra landsmanna einnig, hvað §öl- miðlar hafa hundsað að kynna þessi stjómarskrárdrög fyrir fólki. Á ég sérstaklega við sjónvarp og hljóð- varp. Finnst ráðamönnum þessara stofnana þetta svo ómerkilegt mál að kjósendur leysi hnút sem um- bjóðendum þeirra hefur reynst of- viða, að tæplega taki því að orða það? Er ef til vill stjómarskrár- breyting austur í Asíu merkari frétt að þeirra dómi? Það er ófrávíkjanleg krafa þjóð- arinnar, jafnt til sjávar og sveita, í þéttbýli eða stijálbýli, að þessu máli verði gerð viðunandi skil og það sem fyrst. Slíkt mætti gera með kynningarerindum og umræð- um í sjónvarpi og útvarpi. Það er tímabært að leysa stjómarskrár- vandann á þann hátt sem fólkið vill. Sú lausn á hvorki að dragast fram undir aldamót eða lýsa duttl- ungum 60 atvinnupólitíkusa. Benedikt Stefánsson Hvalnesi. ■* Ferðamenn! Hátið er til heilla best. Látið óaðgætni og slys ekki spilla gleði ykkar á þessum hátíðisdögum. Sýnið árvekni og varúð á ferðum ykkar. Búið ykkur hlýjum fatnaði og verið ekki ein á ferð. Gerið öðrum grein fyrir hvert þið ætlið og áætlaðan komutíma. Verið varkár — varist slysin. Sem fæstar vörur á gamla verðinu Um stj órnar skrána og breytingar á henni S ími 68-50-90 VCmMGAHUS HÚS GÖMLU DANSANNA Gömlu dansarnir íkvöld kl. 9-3. Hljómsveitin Drekar ásamt hinni vinsælu söng- konu Mattý Jóhanns. Vinsamlegast athugið að þetta er síðasti dansleikur fyrir páska. Sjáumst! 2 Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.