Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986
IHwgtiiifrliifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
MagnúsFinnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
Lög á mjólkur-
fræðinga
Með hliðsjón af því, hve mjólk-
urfræðingar hafa oft skipað
sérstöðu í kjarasamningum, vekur
furðu, að þeir skuli hafa talið sig
þurfa að gera það enn einu sinni
núna. Ef sérgreindar verkfallsað-
gerðir skila þeim árangri, sem
margir telja, hefðu mjólkurfræð-
ingar átt að vera búnir að ná
honum fyrir löngu. Svo virðist þó
ekki vera og um helgina hófu þeir
enn eitt verkfallið, eftir að heildar-
samningar um kaup og kjör höfðu
tekist, samningar, sem meiri
samstaða er um en við eigum
almennt að venjast.
Ríkisstjórnin ákvað að grípa í
taumana. Jón Helgason, land-
búnaðarráðherra, lagði fram
frumvarp til laga um stöðvun
verkfalls mjólkurfræðinga síð-
degis á mánudag og nokkrum
klukkustundum síðar hafði Alþingi
samþykkt frumvarpið sem lög.
Verkfalli mjólkurfræðinga er lokið
en kjaradómur tilnefndur af
Hæstarétti á að ákvarða kaup og
kjör mjólkurfræðinga fyrir 1. maí
næstkomandi.
Eftir nýgerða kjarasamninga
hefur réttilega verið hart gengið
eftir því við þá, sem selja vöru og
þjónustu, að þeir haldi verðlagi í
skefjum. Annars vegar er þess
krafist af ríkisvaldinu, að það beiti
sér gegn verðhækkunum, og hins
vegar er almenningur hvattur til
að beita því vopni, sem hann ræður
yfir í þessari baráttu. Almenn
samstaða virðist um að gæta þess,
að staðinn sé vörður um þessa
mikilvægu hlið kjarasamninganna.
Hitt er ekki síður brýnt að verja
þann ramma, sem settur var með
launalið samninganna. Lagasetn-
ing ríkisstjórnarinnar vegna
mjólkurfræðinga byggist á þeirri
meginforsendu, að eitt skuli yfir
alla ganga í þessu efni.
Morgunblaðið er því fylgjandi,
að frelsi ríki um samninga ein-
staklinga bæði að því er varðar
verðlag á vöru og þjónustu og
launagreiðslur. Um þá stefnu þarf
enginn að efast, henni hefur svo
oft verið lýst. Reynslan sýnir á
hinn bóginn, að í sumum tilvikum
vilja menn ganga á lagið og reyna
að misnota frelsið. Þá er nauðsyn-
legt, að almannavaldið láti málið
til sin taka.
Eins og í upphafi var vikið að,
er það sérstakt íhugunarefni,
hvers vegna það eru alltaf sömu
hóparnir, sem telja að annað eigi
við um þá en heildarsamtök laun-
þega. f stað þess að Alþingi sé
hvað eftir að annað glíma við þessa
hópa með lögum um gerðardóma
og stöðvun verkfalla, kynni að
vera handhægara fyrir þingmenn
að huga að vandamálinu með
almennri lagasetningu, sem í fæl-
ist forvörn.
Vetrarferðir
Oflug farartæki gera mönnum
auðveldara að fara inn á há-
lendið eða í óbyggðir en áður.
Ferðalög af þessu tagi hafa einnig
stóraukist. Jafnframt berast af
því of tíðar fréttir, að þeirra sé
saknað, sem stunda vetrarferðir á
fjöll. Þótt samgöngutækni fleygi
fram, er veðrátta á íslenskum
fjöllum jafn duttlungafull og áður
og grimmd veðurguðanna lætur
ekki að sér hæða. Vetrarferðum
hefur of oft lyktað með átakan-
legri sorg.
Aldrei verður nægilega oft
brýnt fyrir mönnum að sýna fulla
aðgát í óbyggðaferðum. Páska-
helgin er mikið notuð til ferðalaga.
Áður en lagt er í hann ættu menn
að huga rækilega að öllum búnaði
og gæta þess síðan af festu að
tefla hvorki eigin öryggi né ann-
arra í tvísýnu.
Nýlegir atburðir staðfesta, að
björgunarsveitir eru öflugar, og
þar vinna margir menn fórnfúst
starf, sem er hættulegt, þegar
leitað er við erfiðar aðstæður í
vondu veðri. Að kalla út björgun-
arsveitir er mikil aðgerð, mun
meiri en skjót viðbrögð þeirra gefa
til kynna. Morgunblaðið skorar á
alla, sem leggja land undir fót
næstu daga, að þeir hagi ferðum
sínum þannig, að enginn þurfi að
óttast um öryggi þeirra eða koma
þeimtilbjargar.
Ronja
ræningjadóttir
Hitt leikhúsið hefur ráðist í að
láta setja íslenskt tal inn á
kvikmynd eftir sögu Astrid Lind-
gren um Ronju ræningjadóttur.
Hér er bæði um fjárfrekt og tíma-
frekt fyrirtæki að ræða, sem von-
andi ber þann árangur sem að er
stefnt. Oft hefur verið fundið að
því, að erlent barnaefni í sjónvarpi
sé ekki með íslensku tali. Á sú
gagnrýni við rök að styðjast, þótt
þess gæti nú meira en áður að
ríkisfjölmiðillinn sýni börnum
umhyggju að þessu leyti.
Takist tilraun Hins leikhússins
er ekki vafi á því, að fleiri eiga
eftir að fara inn á sömu braut.
Framtakið er í góðu samræmi við
þann áhuga, sem nú verður viða
vart, á því að hefja íslenska tungu
til sem mestrar virðingar. Morgun-
blaðið fagnar því og hvetur sem
flesta til að sýna stuðning sinn í
verki.
íslendingar gæ
í sporum Saud
— ef vetni verður orkumiðill fi
Rætt við Björgvin Hjörvarsson, sem
stundar vetnisrannsóknir í Svíþjóð
Það er engu líkara en Björgvin Hjörvarsson sé kjarnorkuknúinn; hann
geislar af lífsþrótti og virðist ekki þreytast neitt að ráði. Það er því vel
við hæfi að hann skuli vera kjarneðlisfræðingur að mennt.
Björgvin býr og starfar í Uppsölum í Svíþjóð, hefur verið þar í sex ár
og býst við að verða þar, eða í einhverju öðru útlandi, um langa hríð enn.
Það er nefnilega ekki mikil eftirspurn eftir kjarrieðlisfræðingum hér á
landi. Engin aðstaða fyrir þá heldur.
Þó að fræðigrein Björgvins geti skipt sköpum fyrir ísland í framtíðinni
stendur hann sem sagt frammi fyrir því að geta ekki nýtt menntun sína
þar í náinni framtíð. Hér greinir frá heimsókn til hans í kjarneðlisfræðistofn-
un háskólans í Uppsölum. .
Að geyma vetni
á hagkvæman hátt
Sem stendur vinnur Björgvin að
doktorsverkefni sínu og kennir
með. Hann er að rannsaka hegðun
vetnis í málmsamböndum, og tengj-
ast þær rannsóknir leit vísinda-
manna að hentugri aðferð til að
geyma vetni á nógu hagkvæman
hátt til að hægt verði að nota það
semorkumiðil fyrir farartæki.
„í grófum dráttum getur maður
sagt að við séum að nota kjarneðlis-
fræðilegar aðferðir til að rannsaka
hegðun vetnis í málmsamböndum
með það fyrir augum að setja fram
kenningar um þá hegðun," segir
Björgvin eftir að hafa leitt blaða-
mann um rúmgóða byggingu eðlis-
fræðistofnunarinnar. Fórum við
m.a. spölkorn ofan í jörðina til að
skoða hraðal einn heljarmikinn og
flókinn.
„Megintilgangurinn er að afla
vitnesku, vitneskjunnar vegna, en
samtímis, sem er mjög gaman, sér
maður notagildi þessara hluta. Við
getuni tekið sem dæmi málm-
svampa þá sem Daimler-Benz-
verksmiðjan framleiðir og ætlaðir
eru til geymslu á vatni sem yrði
m.a. notað til að knýja bifreiðir og
önnur farartæki.
Það hefur hins vegar sýnt sig
að þeir málmsvampar sem nú eru
þekktir eru of þungir til að vera
hagkvæmir í venjulega bíla. Þó að
þéttleiki vetnisins í bestu málm-
svömpunum sem framleiddir hafa
verið sé meiri en þéttleiki þess í
fljótandi formi eru tankarnir enn
of þungir. í venjulegum bíl yrðu
þeir um 150 kg með eldsneyti til
300 km aksturs. Hins vegar eru
málmsvampar mjög mikiið notaðir
á tilraunastofum til að fá virkilega
hreint vetni, einnig í kafbátum og
skipum. Þar sem þyngdin á tönkun-
um skiptir ekki meginmáli er þetta
þegar orðið verulega áhugaverð
lausn. Við vonumst náttúrulega
alltaf til að fínna upp léttari málm-
svampa, sem þá yrðu hagkvæmir
fyrir bfla."
Minni mengun
— Rannsóknir þínar tengjast þá
þeirri viðleitni að losna við bensínið
sem orkugjafa?
„Já. Það er náttúrulega feikilega
illt að sjá hversu miklu af útblást-
ursefnum er hleypt út í andrúms-
loftið. Það er talað um að koltvísýr-
ingsmagnið í loftinu hafí tvöfaldast
á síðustu 60 árum og hætta á
svökölluðum gróðurhúsaáhrifum
færist stöðugt í aukana.
Þess má geta að við notkun
vetnishreyfíls myndast enginn kol-
tvísýringur, einungis vatn og örlítið
af köfnunarefnissamböndum. Þeg-
ar vetni er brennt gengur það nefni-
lega í samband við súrefni og þá
myndast að sjálfsögðu vatn og
orka, sem síðan er notuð til að
knýja hreyfilinn.
Verða íslend-
ingarríkir?
Björgvin fræðir okkur á því að
vetni sé ekki orkugjafi, heldur
orkumiðill (rafmagn er orkumiðill,
en vatnsorka orkugjafí, þ.e. frum-
orka). Það þurfti því alltaf frum-
orku.
„íslendingar hafa vatnsorkuna
og gætu nýtt hana til að framleiða
vetni með rafgreiningu, eða snið-
ugri aðferðum. Þannig gætu íslend-
ingar framleitt vetni sem geymt
væri í málmsamböndum og síðan
notað sem orkumiðill. Ef vetni
verður orkumiðill framtíðarinnar
verða íslendingar nokkurn veginn
í sömu sporum og Saudi-arabar nú.
Þá fengjum við verð fyrir orkuna."
Björgvin segir mjög mikilvægt
Björgvin Hjörvarsson við búnaðinn
sóknar á hegðun vetnis i málmsa
tengdur við hraðal.
að spara olíuna, vegna þess hve lífs-
nauðsynleg hún sé plastiðnaðinum
í framtíðinni. „Ef maður tæki allt
plast úr samfélaginu," segir hann,
„mundi það hrynja. Það er plast í
meirihlutanum af öllum tækjum
sem notuð eru nú til dags. Og mér
vitanlega er ekki til nothæf aðferð
til að framleiða plast án olíu. Það
er alltaf hægt að grípa hálmstráið
og segja: þeir redda þessu einhvern
tímann í framtíðinni. Þessir þeir
fínnast bara ekki."
Algjört aðstöðu-
leysi á íslandi
— Geturðu gert grein fyrir þeirri
aðstöðu sem þú nýtur hér, en er
ekki fyrir hendi á í slandi?
„Þær grunnrannsóknir sem ég
stunda núna byggja á hraðli og
hann er ekki til staðar á íslandi.
Það á að vísu að útvega hraðal
fyrir sjúkrahús heima, en ekki til
rannsókna eins og minna. Og hrað-
all er ekki nokkuð sem maður fær
ókeypis, þetta er feikilega dýrt
verkfæri og eflaust yrði aldrei
Björgvin við enda hraðalsins i kjallara eðlisfræðistofnunarinnar i Uppsölum. Búnaðurinn sem hann hefur
hannað er tengdur þarna við hraðalinn.