Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986 Utandagskrárumræður á Alþingi um fátækt á tslandi: „ Vinstri stjórnin duldi fá- tæktina með erlendum lánum — sagði Eyjólfur Konráð Jónsson — Þjóðhagsstofnun falið að kanna upplýsingar um fátækt — „Um þetta siðleysi verður aldrei gerð þjóðarsátt á íslandi," sagði Svavar Gestsson Alexaiider Stefánsson, félagsmálaráðherra, greindi frá því við utandagskrárumræður á Alþingi í gær um framkvœmd f átæktarlaga, að ríkisstjórnin hefði rætt þær upplýsingar um lífskjör er fram komu á nýlegri ráðstefnu Sambands félagsmálastjóra um fátækt hér á landi. Hann sagði, að samþykkt hefði verið að óska eftir því að Þjóðhagsstofnun gerði ýtarlega úttekt á því hvort þessar niðurstöður væru réttar og vinna jafnframt að frekari sundurliðun gagna. Það var Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.), sem hóf umræðuna, og kvaðst hún vilja vekja athygli á þeim upplýsingum, sem fram komu á ráðstefnu félagsmálastjóranna. Hún nefndi að árunum 1982—1984 hefði styrkþegum Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur fjölgað um 30%, laun í landinu væru langt undir framfærslukostnaði og það bitnaði einkum á einstæðum foreldrum, sjúklingum og ellilífeyrisþegum, sem lifðu við grimmilega fátækt. Þingmaðurinn fullyrti að afleið- ingar þessa ástand væru m.a. versnandi heilsufar, upplausn fjöl- skyldna, stóraukning á sjálfsvígum og auk þess mætti rekja til þess fjölda nýlegra innlagna á geðdeildir sjúkrahúsa. Hún fór síðan nokkrum orðum um þá niðurlægingu, sem fátækt væri samfara, og erfiðleika hinna fátæku á því að leita sér aðstoðar. Þingmaðurinn gagnrýndi harðlega, að Félagsmálastofnun Reykjavíkur hefði tekið upp á því að láta fjölda styrkþega sinna fá skömmtunarseðla til ávísunar í matvöruverslunum í stað reiðufjár. Kvað hún þetta ekki ólöglegt, en óhuganlegt, og óskaði eftir því að notkun seðlanna yrði tafarlaust stöðvuð. „Þetta er litlu betra, en að brennimerkja fólk," sagði hún. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, tók undir með málshevjanda, að ástandið væri alls ekki verjandi. „Það er ekki eðlilegt, ef ekki er hægt að leysa úr þessu vandamáli," sagði hann. Ráðherra sagði, að félagsmála- stofnanir í þéttbýli, þar sem ástand- ið væri verst, væru settar á fót til að verja fólk gegn áföllum af því tagi, sem um væri rætt. Til þeirra væri hins vegar veitt alltof litlu fé og þar yrði að verða breyting á. Kvað hann það undrunarefni, að þetta skyldi ekki tekið fastari tökum í bæjarstjórnum, þar sem vandinn meiri. Hann sagði, að óhuganlegt væri að heyra fréttirnar um skömmtunarseðlana og kvaðst mundu koma tilmælum þingmanns- ins, um að hætt yrði að nota þá, á framfæri við rétta aðila. Mál þetta væri hins vegar ekki í sínum hönd- um. Þá sagði félagsmálaráðherra, að hann undraðist og harmaði að ekki hefði tekist um það sterkari samstaða, en raun bæri vitni, að bæta kjör hinna lægst launuðu í samningum aðila vinnumarkaðar- ins. Nefndi hann, að greiðsla opin- berra láglaunabóta kæmi til greina. Áf ellisdómur yfir stjórnarstefnunni Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.) sagði, að upplýsingarnar um fátækt á Islandi væru harður áfellisdómur yfir stjórnarstefnu nú- verandi ríkisstjórnar. í tíð hennar hefði orðið stórkostlegt færsla fjár- muna frá hinum lakast settu til þeirra, sem betur mættu sín. Afleið- ingin væri, að 20 þúsund fjölskyldur byggju við fátæktarmörk. Upplýs- ingarnar sýndu líka, að núverandi launakerfi í landinu væri ónýtt og brýn þörf á að breyta því. Þingmaðurinn gerði einnig skatt- svik að áiWtf»' * : *^»*fll, að pólitískan vilja virtist skorta til að takast á við þau. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði, að fátækt væri nýtt mál hér á landi á siðari árum. Á undan- förnum árum hefðu þingmenn verið að ræða um félagslegar umbætur og uppbyggingu heilbrigðisþjónustu o.fl. af því tagi. Nú stæðu menn frammi fyrir nýjum veruleika, þegar talað væri um að 20 þúsund fjöl- skyldur lifði við fátæktarmörk. Þetta kvað hann pólitíska stað- reynd, sem rekja mætti til núver- andi ríkisstjórnar, er tæki fjár- magnið fram yfir fólkið. Hann vakti athygli á þvi, að á sama tíma og þessar upplýsingar um fátækt kæmu frarn, væru þjóðartekjur á mann á íslandi einhverjar hinar hæstu í heimi og hefðu aldrei verið hærri. „Um þetta siðleysi verður aldrei gerð þjóðarsátt á íslandi," sagði þingmaðurinn. Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-Rvk.) kvað vandann stafa af láglaunastefnu stjórnvalda og þeim alvarlega skorti á umhyggju, sem ríkisstjórnin sýndi fjölskyldum í landinu. Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.) taldi það táknrænt um stöðu málsins, sem um væri rætt, að aðeins einn ráðherra væri í þingsalnum til að hlýða á umræður og taka þátt í þeim. Hann sagði, að tíðindin frá ráðstefnu Sambands félagsmálastjóra væru einhver al- varlegasta frétt sem fram hefði kornið um langan tíma. Fátæktin dulin með erlendum lánum Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) sagðiumræðu þingmanna um fátækt á íslandi ekki ánægju- lega, en tímabæra. Hann kvað það hins vegar furðulega kokhreysti hjá Svavari Gestssyni að tala um fátæktina, sem afleiðingu af stjórn- arstefnunni. Enginn vissi betur en þingmaðurinn um aðdraganda þeirrar fátæktar, sem hér væri við lýði. Hana mætti rekja til kolrangr- ar efnahagsstefnu fyrrverandi ríkis- stjórna, þ. á m. síðustu vinstri stjórnar Svavars Getssonar. Fá- tæktin hefði grafið um sig á verð- bólguárunum, en hins vegar dulist vegna hinna stórfelldu erlendu lána, sem tekin hefðu verið. Arni Johnsen (S.-Sl.) taldi Guðrúnu Helgadóttur nota of stór orð í málflutningi sínum og það væri umræðunni ekki til framdrátt- ar. Það væri t.d. mikill munur á því að tala um „fátækt" annars vegar og „grimmilega fátækt", eins og hún gerði. Þá færði hann rök fyrir því, að fullyrðingar Guðrúnar um stóraukningu sjálfsvíga ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagði ennfremur, að nýjustu upplýsingar frá félagsmálastofnunum bentu til þess að ástandið væri að batna. Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.) kvað upplýsingarnar um fátæktina meðal þess athyglisverðasta og óhugnanlegasta, sem menn hefðu orðið vitni að hér á landi. Hann sagði, að það færi mjög vaxandi að fólk Ieitaði til alþingismanna með vandamál, sem varla hefði verið minnst á fyrir nokkrum árum. Þingmaðurinn hvatti siðan til þess að pexi um það hverjum ástandið væri að kenna yrði hætt, enda hefðu verið bæði hægri og vinstri stjórnir á undanförnum árum. Höfuðástæðu fyrir fátæktinni kvað hann mis- skiptingu arðsins í þjóðfélaginu og þá skiptingu yrði að leiðrétta. „En hún verður ekki leiðrétt nema fé- lagshyggja verði leidd til öndvegis sem stjórnarstefna," sagði þing- maðurinn. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) taldi það nöturlegt að þingmenn þyrftu að ræða um fá- tækt stórs hluta vinnandi alþýðu á árinu 1986. Hann sagði, að ástæðu- laust væri að karpa um orsakirnar, en hinn pólitíski veruleiki blasti við. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði við lok um- ræðunnar, að hann harmaði að menn kysu að ræða þetta mál með ásökunum og æsingi. Hann upplýsti síðan, að ríkisstjórnin hefði rætt um niðurstöður frá ráðstefnu Sam- bands félagsmálastjóra og óskað eftir því við Þjóðhagsstofnun að hún kannaði þær ýtarlega. Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjór nmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarmanna F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland Sl.: Suðurland Rn.: Reykjanes Af skipti bankaeftirlitsins af málefnum Utvegsbankans; Efasemdir um eiginfjárstöðu bankans þegar árið 1975 BANKAEFTIRLITIÐ hefur á undanförnum tíu árum gert margvís- legar athugasemdir við ýmsa þætti í rekstri Útvegsbankans og hafði þegar árið 1975 allan fyrirvara á um raunverulega eiginfjárstöðu bankans. Þetta kemur fram í ýtarlegri skýrslu viðskiptaráðherra um af- skipti bankaeftirlitsins af málefnum Útvegsbankans, sem var lögð fram á Alþingi í gær. Fram kemur, að á síðustu tíu árum hefur bankaeftir- litið gert fjórar heildarathuganir á stöðu Útvegsbankans, í mars 1975, nóvember 1978, apríl og september 1980 ogjúní 1985. í skýrslunni frá 1975 segir m.a., að lausafjárkreppa, tæp rekstraraf- koma og aðrir erfiðleikar, sem Út- vegsbankinn eigi við að glíma, verði vissulega að nokkru raktir til óheppílegrar sérhæfingar í banka- kerfinu. A hinn bóginn hljóti banka- eftirlitið að leggja á það áherslu að bankinn hafí í reynd engar þær skyldur að rækja við sjávarútveg eða aðra viðskiptaaðila, að hann neyðist til fjárráðstafana, sem ekki fái staðist frá bankalegu sjónarmiði. Gagnrýnt er, að bankinn hafí ekki fylgst nægilega skipulega með fjár- hag stærstu viðskiptaaðila sinna og að einstakir útibússtjórar hafi of frjálsar hendur með að taka ákvarð- anir um útlán. Einnig kemur fram, að stærstur hluti útlána bankans gengur til tiltölulega fárra lánsað- ila. Sagt er, að nægilegar greiðslu- tryggingar vanti fyrir mikium fjölda stærri og smærri útlána. Settur er fram listi yfir útlán, alls að upphæð 44,2 millj. kr., sem bankaeftirlitið meturtö""* Orðrétt segir síðan í skýrslunni frá 1975: „Ljóst er að gera verður mikið átak, ef rífa á Útvegsbankann upp úr þeirri erfiðu fjárhagslegu og rekstrarlegu stöðu, sem hann nú er í. í þessum efnum verða að sjálfsögðu að koma til mjög ákveðn- ar aðgerðir af hálfu stjórnenda bankans." í skýrslu bankaeftirlitsins frá 1978 eru niðurstöður nánast sam- hljóða niðurstöðunum frá 1975. Enn fremur kemur þar fram, að heimiidarlausir yfírdrættir eru látn- ir viðgangast án þess að beitt sé þeim reglum um tékkaviðskipti, sem settar voru milli bankanna árið 1977, og einnig að misbrestur hafí orðið á skráningu ábyrgða, sem bankinn hafði tekið á sig, sem hefði leitt til rangrar skýrslugjafar bank- ans til bankaeftirlitsins. I framhaldi af skýrslunni gerði bankastjórn Seðlabankans samþykkt um ráð- stafanir sem hún taldi stjórn Ut- vegsbankanna verða að grípa tafar- laust til í því skyni að lagfæra rekstur bankans. Vildi Seðlabank- inn m.a., að aflað yrði fullnægjandi trygginga fyrir öllum útlánum bankans, staða fyrirtækja sém væru í vanskilum við bankann yrði athuguð og lán til þeirra stöðvuð á meðan. í svari bankastjórnar Út- vegsbankans kemur fram, að bank- inn hyggst verða við þessum tilmæl- Fjárhagsvandi Útvegsbankans leystist hins vegar ekki og í skýrslu bankaeftirlitsins frá september 1980 er talað um tvær leiðir, sem helst virðast koma til greina þegar hugað er að framtíðarlausn á mál- um bankans. Önnur var sú, að bankinn yrði lagður niður og eign- um hans og skuldum skipt á hina ríkisviðskiptabankana. Hin leiðin var fólgin í algerri endurskipulagn- ingu bankans að því er varðar fjár- hagslega uppbyggingu, stjórn og fl. atriði, t.d. útibúakerfi landsinsi í árslok 1980 samþykkti ríkisstjórn- in tillögur, sem fólu í sér aðgerðir til styrktareiginfjárstöðu og laus- afjárstöðu Útvegsbankans. Þar var um að ræða eftirgjöf Seðlabankans á refsivöxtum vegna yfirdráttar- skuldar, 50 milljóna kr. lánveitingu Seðlabankans og flutning á við- skiptum sjávarútvegsfyrirtækja til annarra innlánsstofhana. AUs höfðu þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í för með sér nálægt 120 milljón kr. bata á lausafjár- stöðu Útvegsbankans og verulega lækkun á hlutfalli sjávarútvegslána í heildarútlánum bankans. Á verð- lagi í lok janúar 1986 samsvarar þessi fjárhæð 792,8 millj. kr. án vaxta. Loks er í skýrslu viðskiptaráð- herra gerð grein fyrir sérstökum afskiptum bankaeftirlitsins vegna viðskipta Útvegsbankans og Haf- skips á sl. tíu árum. Fram kemur, að í skýrslu eftirlitsins frá því í mars 1975 segir. „Þróun þessara skuldaviðskipta er þannig allt fram • ¦'-¦'•* 1f"'!' að væpast saft v/"1*"" ekki séð, að hún hafi á neinn hátt verið í samræmi við hagsmuni bankans, enda bankinn þá kominn í mjög hættulega stöðu í málinu." I nóvember 1977 segir í skýrslu bankaeftirlitsins, að óvissa ríki um raunverulega eiginfjárstöðu Haf- skips og raungildi þeirra greiðslu- trygginga, sem bankinn hafi. Ari síðar segir eftirlitið, að tryggingar- staðan í viðskiptum bankans og Hafskips hafi versnað, og bent er á, að enda þótt margt hafi færst til betri vegar í sambandi við rekst- ur fyrirtækisins sé eiginfjárstaða þess enn mjög veik. Brýn þörf sé á aukningu hlutafjár. Þá segir, að árið 1979 hafi orðið umskipti til hins betra í rekstrar- stöðu Hafskips í kjölfar hlutafjár- aukningar. A árunum 1981-1984 hafi af hálfu bankaeftirlitsins ekki verið gerð heildarúttekt á útlána- stofni eða rekstri Útvegsbankans og vandamál Hafskips hafi lítt komið inn í myndina í reglulegum viðræðum bankastjórna Seðlabank- ans og Útvegsbankans um lausa- fjárstöðu hins síðarnefnda. I skýrslu viðskiptaráðherra segir síðan, að það hafi ekki verið fyrr en haustið 1984 sem nýir greiðslu- erfiðleikar Hafskips komu til um- ræðu vegna áhrifa þeirra á stöðu Útvegsbankans. Reynt var að koma á samningum milli Eimskips og Hafskips, en ekkert varð úr þeim, og í framhaldi af því var ákveðin hlutafjáraukning fyrirtækisins og aukin umsvif, en það bar ekki ár- angur, og í desember sl. var Hafskip t_i,;s(.;i rví o í dbrotaskipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.