Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986
HEIMÞRA
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Margt breytist í veröldinni gæti
ýmsum dottið í hug, er skoðar
sýningu Valtýs Péturssonar í
Vestursal Kjarvalsstaða. í eina tíð
var Valtýr vafalítið harðasti fylg-
ismaður óhlutbundinnar listar á
íslandi, að maður segi ekki norðan
Alpafjalla. En þetta var víst í
fornöld þá er málarinn var ungur
og fullur eldmóðs og sást ekki
fyrir í ákafanum frekar en ungir
nýbylgjumálarar í dag. Það er
tímabil tilhugalífsins við listgyðj-
una, með öllum þeim afleiðingum
sem sá tilfinningafuni veldur, og
er ekki sagt að ástin valdi því að
viðkomandi förlist sýn til margra
átta, jafnvel geri hann blindan?
Hvað sem öllum slíkum vanga-
veltum viðvíkur þá er alllangt síð-
an Valtýr fór að rannsaka hinn
hlutlæga, áþreifanlega heim og
festa sýnilegt umhverfi sitt með
pentskúfnum á strigann á þann
veg að hvert mannsbarn þóttist
skilja hvað hann væri að fara.
Afklæddist þarmeð n£ju fötum
keisarans, sem sumir álíta aðal-
fatnað framúrstefnumálaranna
og allra áhangenda nýlista.
Sýning Valtýs er sú stærsta
sem hann hefur haldið til þessa
en á henni eru 84 olíumálverk og
þaraf sum allstór. Valtýr er iðinn
við kolann hvað málverkið snertir,
hefur reglubundinn vinnutíma upp
á dag eins og gömlu meistararnir
en málar ekki eftir skyndilegum
innblæstri þá er eitthvað nýtt
verður ofaná í sýningarsölum
heimsborganna, hafi hann gert
það þá er það liðin tíð.
Þó er fjarri að myndstíll ger-
andans hafi ekki tekið miklum
stakkaskiptum í gegnum tíðina
og hann er enn í gerjum ef mið
er tekið af ýmsum myndum á
sýningunni. Að vísu er þar margt
sem er mjög keimlíkt því sem
maður hefur séð á samsýningum
á undanförnum árum, en Valtýr
á alltaf nýjar myndir á slíkar sýn-
ingar og er t.d. ávallt með á hinum
árlegu sýningum Septem-hópsins
og raunar vafalítið „primus mot-
or" þessa félagsskapar. Þá tekur
hann einnig þátt í sýningaat-
hafnasemi Listmálarafélagsins og
sýningar hans að Þrastarlundi eru
jafn árviss viðburður og koma
lóunnar.
Það er mikil litagleði, sem ein-
kenni sýningu Valtýs að Kjarvals-
stöðum ásamt tilhneigingu til að
þyggja upp myndir með litlum
litablökkum og ná með þeim vissri
lifandi hreyfingu á myndfletinum.
En svo eru einnig nokkrar mynd-
ir, sem byggðar eru upp á mjög
einfaldan hátt svo sem hin lit-
sterka mynd „Rauður jökull" (55),
er blasir við gestinum er inn í
Vestursal er gengið. Sú mynd
finnst mér við þriðju skoðun tví-
mælalaust þróttmesta verkið á
sýningunni því það er ekki heigl-
um hent að ná jafn áhrifaríkum
árangri með jafn einfaldri mynd-
byggingu og sterkum samkynja
litatónum í þessum tilviki hárauð-
um. Hér er sem sagt allt hreint
og klárt.
Nokkrar aðrar myndir á sýn-
ingunni í svipuðum dúr svo sem
„Sandar" (24), „Gígur" (33),
„Keilir" (49) og litla myndin „Frá
höfninni" (58), þykja mér bera
af og vera með öflugasta framlagi
Valtýs á sviði hlutbundins mál-
verks til þessa. Stóra myndin
„Yfír vellina" (39) er nokkuð
óvenjuleg frá hálfu Valtýs og
jafnvel dálítið Kjarvölsk í sér,
virkar laus í formi við fyrstu
skoðun en vinnur mikið á við nán-
ari kynni.
Þá er myndin „Út fjörðinn"
(7), sem Listasafn íslands festi
sér vafalítið ein besta myndin í
flokki slíkra frá hendi listamanns-
ins. Satt að segja er dálítið erfítt
að fylgja þróuninni hjá Valtý Pét-
urssyni og þá einkum hin síðari
ár, mörg myndefnanna eru af
gömlum húsum og sítthvað er sótt
til kreppuáranna, þ.e. myndefna,
er voru vinsæl á þeim tíma. Þetta
gengur bent til nostalgíu, þrá til
liðins tíma, sem verður áleitin er
árin færast yfír. Hér á borðinu
fyrir framan mig er hin átjæta
bók „Listasafh íslands
1884—1984" og þar getur m.a.
að líta tvær óhlutbundnar myndir
eftir Valtý Pétursson „Dökkir lit-
ir" (1963) og „Hafblik" (1971).
Þetta eru báðar hrifmiklar myndir
í óhlutbundnum stíl, en samt sem
áður finnst mér jafn mikið af
grómögnum náttúrunnar felast í
þeim og hlutbundnustu myndum
listamannsins á sýningunni að
Kjarvalsstöðum.
Þetta er nú mitt álit en að sjálf-
sögðu ræður hver og einn hvaða
leið hann velur í þróun listar
sinnar. Og með vfsun til Nýbylgju-
málverksins, þá virðist allt leyfí-
legt í dag, jafnvel að mála í ótal
stflbrögðum samtímis, en þó vel
að merkja ef menn hafa réttu
listagalleríin á bak við sig, og alla
listsagnfræðingana, er jafnan
taka viðbragð þegar þau kippa í
spottann...
Valtýr Pétursson
Andvari blaktir
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
ANDVARI
Nýrflokkur XXVII
llO.ár
Tímarít Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og Þjóðvínafélagsins
Ritstjóri: Gunnar Stefánsson
Nú hefur Gunnar Stefánsson
góðu heilli tekið við ritstjórn And-
vara, tímarits Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Þetta rit hefur þörf fyrir endurnýj-
un. Ljóst er af eftirmála sem nefn-
ist Frá ritstjóra að hefðbundinni
stefhu ritsins verður haldið, en
reynt að fitja upp á einhveiju nýju,
birta nýjan frumsaminn skáldskap,
greinar um íslenskar bókmenntir
og ritdóma um nýjar bækur.
Allt er þetta í áttina.
Hefðbundnar ævisögur merkra
manna eða æviágrip eru ritgerðir
þeirra Sigurðar Steinþórssonar um
Sigurð Þórarinsson og Guðmundur
G. Hagalín eftir Orn Ólafsson.
Einnig minnist Gils Guðmundsson
Jónasar Jónssonar og Jón Thor
Haraldsson er með eldfímt efni um
ÓlafFriðriksson.
Fræðilegar ritgerðir og góðar
sem slíkar eru Um athugun á fram-
burði og eðlilegt mál eftir Höskuld
Þráinsson og Tónlist, réttlæti og
sannleikur eftir Þorstein Gylfason.
Gunnar Stefánsson skrifar um
nokkrar nýjar ljóðabækur og er
fróðlegt að kynnast viðhorfum
Gunnars því hann hefur lengi verið
í hópi fremstu gagnrýnenda.
Af skáldskaparefni er langmerk-
ast ný smásaga eftir Matthías
Johannessen: Konungur af Aragon.
Það er með ólíkindum hve Matthíasi
tekst vel í þessari sögu að brúa
bilið milli hversdagslegrar frásagn-
ar um venjubunda reynslu og sjálfr-
ar glímunnar um lífsgátuna, hólm-
göngunnar við heilann. Bestu smá-
sögur Matthíasar eru jafnan á
mörkum súrrealisma, en að þessu
sinni eru vinnubrögðin í absúrd
anda eins og í nokkrum leikritum
skáldsins.
Ljóðin tvö í Andvara eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson eru ort á vönd-
uðu máli, en dálítið yfirlýsinga-
kennd eins og stundum hjá skáld-
inu. Þau lýsa íhaldssemi sem von-
andi er jákvæð.
Kristján Karlsson á ljóð, Hvernig
fer? sem er í hans sérstaka stíl.
Þetta ljóð er mjög kunnáttusamlega
ort og hrynjandin skemmtileg.
Þýðingar Baldurs Óskarssonar á
kínverskum ljóðum eru vel gerðar,
ekki á jafn einföldu máli og tíðkast
Gunnar Stefánsson, ritstjóri
Andvara.
hefur hjá öðrum þýðendum, málið
upphafið.
Tvær örsögur eftir Stefán Snæv-
arr eru eins konar anekdótur og
að mínu viti ágætlega orðaðar þótt
þær verki dálítið slitnar hvað efni
varðar.
Ritgerð Arnar Ólafssonar um
Guðmund G. Hagalín lýsir Erni
betur en Hagalín eins og gengur.
Örn Ólafsson lætur nú mjög að sér
kveða í bókmenntaumræðu. Helsti
kostur hans er hreinskilnin. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu um
Hagalín að „sé hann metinn eftir
því sem hann gerði best, þá hlýtur
hann að teljast til merkari höfunda
á fyrri hluta tuttugustu aldar." Ég
lít á það sem tímabæra ábendingu
þegar Örn segir að „það væri
óskandi að menn hættu að láta
deilumál gærdagsins skyggja á það
sem Guðmundur Hagalín hefur best
gert". Þetta gildir auðvitað um
fleiri höfunda, skoðanir skálda eiga
ekki að stjórna mati á skáldskap
þeirra.
Eins og oft áður vitnar Andvari
um fremur afmarkað svið.
Andvari verður eflaust seint
stormur. En hann blaktir.
Einbýlishús
StUÖIaSel. Vandað eínbýlish. ca.
250 fm. Rúmg. tvöf. bílsk. Eignin er
ekki alveg fullfrág. Ákv. sala.
SeljahverfÍ. 336 fm hús á frá-
bærum stað. Nær fullb. eign. 74 fm
bílsk. Góð aðstaða fyrír aðila með rekst-
ur. Eignask. mögul.
Hlíðarhvammur Kóp.
Einb. á frábærum stað. Stækkunar-
mögul. Bílsk.
Raðhús
Kjarrmóar Gb. 160 fm raðh. á
2 hæðum. Innb. bilsk. Góðarinnr.
Dalsel. Endaraðh. ca. 200 fm.
Fullfrág. bilskýli. Skipti æskileg á 4ra-5
herb. ib. í Seljahverfi. *
Sérhæðir
Gnoðarvogur. 145 fm hæð
m. sérinng. og sérhita. Gott fyrirkomul.
Tvennar sv. Rúmg. bilsk. Afh. samkomul.
BrÚnavegUr. Hálf húseign á
fráb. stað. Gott fyrirkomulag. Stór og
vel ræktuð lóð. Bílsk. Afh. samkomulag.
Hamrahlíð. 120 tm i 1. hæð
(sérhæð). Mikið endurn. Bílskréttur.
Verð 3,5-3,6 millj.
Kirkjuteigur. næ« i þribýiish.
ca. 130 fm. Sérinng. Stór nýlegur bílsk.
Verð3800þús.
4ra herb. búðir
Maríubakki. 117 fm tb. á 3.
hæð. Sérþvottah. Suðursvalir. Góðar
innr. Verð 2400 þús.
Háaleitisbraut. góö o>. & 3.
hæö ca. 117 fm. Þvottah. innaf oldh.
Verð2,9millj.
AlftahÓlar. 110 fm íb. á 3. hæð
(efstu) i 9 ib. húsi. Stórar suðursvalir.
Innb. bilsk. Geysistórt tými á jarðh.
Afh. samkomulag. Verð 2650 þús.
3ia herb. búðir
Hraunbær. Vönduð ib. á jarðh.
Sérgarður. Góðar innr. (Ath. nýjasta
húsið í hverfinu). Verð 2,2 millj.
Heimahverfi. b. < goðu
ástandi. Til. afh. strax. Rúmir 80 fm.
Unnarbraut Seltj. Rúmg. ib.
á jarðh., ca. 87 fm. Sérinng. Sérþvottah.
Verð2.6millj.
2ja herb. búðir
Gaukshólar. 65 fm n>. 6 2.
hæð. Góðarinnr. Verð 1650 þús.
Hraunbær. 65 fm n>. 0 2. hæð.
Ný teppi. Verð 1700 þús.
Eskihlíð. Rúmg. kj.íb, i góðu
ástandi. Sk. æskil. á stærri eign. Verð
1650þús.
Hraunbær. 70 fm nýl. vönduð
ib. á 1. hæð. Verð 1,800 þús.
KvÍSthagÍ. Ib.'"i góöu ástandi á
jarðh. Sérinhg.
Krummahólar. it>. í góðu
ástandi. Bilskýli. Verð 1600 þús.
Vantar allar gerðir eigna
á söluskrá !
Kjöreigns/f
Ármúla21.
DM. V.S. WHaM Iflgfr.
Kleppsholt — sérhæð
Glæsil. 160 fm neðri sérh. í tvíbýli í nýlegu húsi.
Stórar stofur með suðursvölum, 3 stór svefnherb.,
austursvalir og hjónaherb. Mikið og vandað tréverk
í íbúðinni. Fallegur ræktaður garður. Gott útsýni,
bílskúr. Sérlega vönduð eign. Verð 4,8 millj.
Huginn fasteignamiðlun,
Templarasundi 3,» 25722.
LAL'FAS
FASTEIGNASALA
SÍOUMÚLA 17
82744
Glæsilegt húsnæði
Efsta hæðin í Lágmúla 5 „GLÓBUS-HÚSimr er til
sölu. Hæðin er nýbyggð og 240 fm. Einstakt tækifæri
til að koma sér upp glæsilegrí vinnuaðstöðu. Frábær
staður, frábært útsýni. Húsnæðið hentar m.a. fyrir
lækna, lögfræðinga, tannlækna, teiknara, auglýs-
ingastofu eða hvers konar svipaða þjónustu.
Ath.: að gefnu tiíefni töktun við fram að mkUtin i
húsinu verða færð úr ¦jónmáli frá hæðinni.
Nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofunni.
MAGNUSAXELSSON